Athugasemd

Meðan ég var í mínu riterementi gerðist mér sú skráveifa í bloggkerfinu, eða ég hef gert hana í einhverju óráði, að athugasemdakerfið lokaðist í þeirri stöðu að leyfa ekki athugasemdir fyrr en ég væri búinn að samþykkja þær.

Og nú er ég í óðaönn að opna fyrir athugasemdirnar og verð að gera það handvirkt fyrir hverja og eina. En ég geri nú samt engar athugasemdir við það. Mest þykir mér til koma þær snjöllu athugasemdir sem komu við hina stórbrotnu greinargerð um Efnisyfirlit yfir veðurfærslur, helsta stolt og réttlætingu þessarar dæmalausu bloggsíðu.  

Je, ræt!   

Hysterískir aðdáendur mínir nær, en þó einkum fjær, ættu því endilega að droppa hér inn á næstunni til að skoða allar frábæru athugasemdirnar, að ekki sé minnst á athugasemdirnar við athugasemdirnar, en þó fyrst og fremst athugasemdirnar við athugasemdirnar við athugasemdirnar.

Hefur svo einhver nokkuð við þetta að athuga?  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sæll. Held þú ættir ekkert að opna fyrir athugasemdir þar sem þú þolir þær greinilega ekki. Þannig er bara um suma hér, þora ekki að láta birta athugasemdir um það sem þeir skrifa.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, ég hef ekkert við þetta að athuga. 

Og ég sé að Katrín Linda veit ekkert um hvað hún er að tala og þekkir þig nákvæmlega ekki neitt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:33

3 identicon

Rétt Lára Hanna, ég þekki Sigurð ekki neitt og hef því ákkúrat ekkert á móti honum. EN þoli fólk ekki að skrifaðar séu athugasemdir við blogg þess, þá er bara eðlilegt og einfalt að banna athugasemdir við skrifin, eins og margir hafa gert. Verra er þegar fólk fær athugasemdir við skrif sín og klagar eins og lítil börn gera ... :)  reyndar bara fyndið ... en samt

katrín (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Húmorinn veður hér uppi sé ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 06:45

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Je, ræt Jenný!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

"Sigurður sem þessa færslu skrifar er annaðhvort að reyna að "grínast" eða illa haldinn andlega. Líklega meiru þá en þunglyndi, frekar geðbilun af versta tagi." Þetta skrifaðir þú Katrín Linda inn á athugasemdakerfið mitt þar sem ég er nafngreindur með mynd og margir hafa lengi vitað hver ég er. Þetta er ekki skoðanaskipti eða gagnrýni, ekki beint að þeirri skoðun sem ég setti fram, heldur beint að persónu minni - "geðbilun af versta tagi" - til að gera hana ótrúverðuga. Þetta eru sem sagt svæsnar ærumeiðingar sem engin ástæða er til að láta átölulausar á opinberum skoðanavettvangi eins og bloggið er. Þó bloggið sé opið og frjálst er ekki þar með sagt að mönnum leyfist hvað sem er. Og ef þú heldur þig ekki á mottunni Katrín Linda verður einfaldlega lokað á þig. Svo skuldarðu mér afsökunarbeiðni fyrir þessi orð. Og vertu svo ekki með þessi látalæti.  Þér er meinilla við mig og ert á móti mér. Segðu það bara! Það sést nú best á því sem þú skrifar um mig - mann sem þú þekkir þó ekki neitt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband