Öflug mótmæli

Fyrst eftir bakahrunið var talað mikið um það að þjóðin ætti að sýna samstöðu og menn ættu að taka utan um hvern annan og sýna skilning. Auðvitað var þetta draumsýn. Veruleikinn er sá að hart verður barist um þau verðmæti þjóðarinnar sem eftir eru. Menn munu þar einskis svífast. Þessi frétt um bílstjóranna er ein af birtingarmyndum þessa. Í annarri frétt segir Sturla það ''augljóst að verið sé að búa til kostnað vegna viðgerða og annars sem sem sé í engu samræmi við raunverulegt ástand og verðgildi tækisins. Að sögn Sturlu verður uppítökuverðið því mun lægra fyrir Lýsingu sem síðan geti sent tækin úr landi og selt þau fyrir margfalt hærra verð.'

Óheilindi og svindl vaða uppi. 

Í Silfri Egils varaði Jón Steinsson hagfræðingur við því að nú sé kjörlendi spillingar. Hann segir verulega hættu á því að sömu auðmenn og nú séu orðnir gjaldþrota geti aftur sölsað undir sig þann auð í bönkunum sem sé eign þjóðarinnar. Jón skrifaði líka grein um málið í Morgunblaðið í haust. 

Einnig sagði Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur í Silfrinu að menn skilji ekki hvað pólitisk ábyrgð sé. Og hún er þá heldur ekki tekin.

Þessi dæmi eru ein af mörgum um það hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Það er því brýn ástæða til að almenningur haldi ráðamönnum við efnið. Sumir segja að þau mótmæli sem verið hafa skili engu og er nokkuð til í því. Það vitnar þó fremur um einsýni stjórnvalda en það að málstaður mótmælenda sé rangur. Og hvað vilja menn? Að almenningur láti ekki í sér heyra og beygi sig viljalaus undir þann darraðardans sem nú fer fram, auðsveipur og lítiþlægur þjónn stjórnvalda?

Það virðist þvert á móti vera full ástæða til að herða á mótmælunum, breiða þau út og finna fjölbreyttari form.

Jú, það er til fólk sem kallar mótmælin skrílmennsku og annað í þeim dúr og birtist þetta á sumum bloggsíðum. Það er reyndar félagssálfræðilegt umhugsunarefni að skýra út það hatur og þá illmælgi sem virðist ráða ríkjum í hugum sumra bloggara um þessar mundir. 

Það þarf að stöðva þau óheilindi sem vaða uppi og koma i veg fyrir svindl. Strangt aðhald almennings er ein af leiðunum til þess.

Öflug mótmæli. 

 


mbl.is Mótmæla innheimtuaðferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr

Birgitta Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:30

2 identicon

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Diesel

heyr heyr. ég er sammála nafna mínum að laugardagsmótmælin séu orðin of miðstýrð. Það á að leyfa öllum þeim sem vilja tala. ÞAÐ ER LÝÐRÆÐI Í SINNI STERKUSTU MYND. Allir eiga rétt á skoðunum OG AÐ FÁ AÐ VIÐRA ÞÆR

Diesel, 8.12.2008 kl. 13:27

4 identicon

Hugsaði svipað eftir Silfrið í gær. Ég skil ekki af hverju íslenska ríkisstjórnin kallar ekki eftir liðsinni þessara tveggja hagfræðinga. Hló með sjálfri mér þegar sá ungi (man ekki nafnið) sagði það "nokkurn" galla á íslenskri löggjöf að setja ekki inn í hana að það mætti ekki stela!

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:32

5 identicon

Hér er góð grein um skrílslæti/mótmæli http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/14/upprisa-thjodarinnar/

 ..og hvernig þau gætu farið fram.

kveðja

Benni (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:05

6 identicon

sællt veri fólkið en ég er aðilinn sem bíllinn var tekkin af og við erum að mótmæla hvernig lýsing er að vinna sína vinnu, ég gerði mér fulla grein fyrir því að geingis trigð lán fara fram en ég skal bara seigja ykkur dæmið eins og það er frá upphafi.

 í ágúst 2007 kaupi ég þennan umræda bíl á 2.200.000. krónur

ég borga strax út 1.000.000 kr

eftirstöðvarnar bið ég lysingu um að lána mér fyrir semsagt 1.200.000 til 2 ára þar sem ættlaði mér að eignast bíllinn þar sem mig lángaði ekki að vera með skuldir á eftir mér í mörg ár.

í ágúst 2008 hætti ég að geta greit af þar sem ég var bæði ekki að fá borgað og vinnan var farinn að dragast  verulega saman en ég reyni samt að gera mitt besta til að reyna að fá mína peninga inn og einig að skapa mér meiri vinnu til að geta greit af mínum lánum en ef þið hafið kíkt út þá er ekki míkið verið að framkvæma svo það var nú ekki hægt að velja úr verkefnum en ég gat feingið að vinna fyrir aðila sem hafa það orð á sér að vera ekkert sérstaklega duglegir að greiða sína reykninga svo ég ákveð að vera ekkert að taka þá vinnu.

Í oktober 2008 fer ég á fund lysingar og seigi stöðuna ekki góða því það sé erfit að fá peninga og ég spir hvort sé möguleiki að geta tekið þær afborganir sem eru komnar í vanskil og setja þær afturfyrir og frista lánið svo ég borgi vexti í vetur á meðan þetta versta er að líða hjá. Svarið sem ég fékk var nei ekki nema ég myndi byðja pabba og mömmu um að gánga í veð fyrir skuldunum og afborganir færu aldrey niður fyrir það sem ég var að borga fyrir ári.

En það vill svo skemtilega til að það virðist ekkert vera sama árferði og var í firra því ver og miður svo ég tek þá ákvörðun heldur en að gánga að þessu og setja mömmu og pabba í veð þá fer ég með tækin til þeira og skila þeim inn til þeira.

bíllin var metinn sem uppítökuverð frá heklu 3.400.000

aðfinslur til niðurfellingar 2.958.585

svo verðmat bílsins sem eftir stendur 441.411

eftirstöðvar 2.209.853

bíll til lækunar því 441.411

það sem ég á eftir að borga þeim 1.768.442

og þá er eftir vagnin og Hjólagrafa

ég kaupi tæki fyrir 11.000.000 í firra borga út 4.500.000

nú er búið að taka þetta allt og ég á að borga þeim ca 9.400.000

ef ég hefði lagt upp með það í upphafi að borga þetta ekki þá hefði ég stofnað EHF.

Jón Heiðar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband