9.12.2008 | 10:34
Hver er vitleysingurinn á bak við Staksteina?
Staksteinar Morgunblaðsins skrifa gegn þeim sem mótmæltu í alþingishúsinu í gær. Og sá sem skrifar tekur stærra upp í sig gegn því unga fólki sem þarna lét til sín taka en nokkur á Morgunblaðinu hefur gert um þau öfl sem ábyrgð bera á því hvernig nú er komið fyrir þjóðinni, til dæmis öllum miljónaþjófnaðinum frá heiðarlegu fólki.
Það er ekki á hverjum degi sem skrif á ábyrgð ritstjórnar Moggans kalla hópa fólks vitleysinga. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. Aldrei hefur blaðið kallað útrásarvíkingana vitleysinga, ríkisstjórnina eða fjármálaeftirlitið, nú eða forsetann, og eru þó margir á því að allir þessir aðilar hafi brugðist þjóðinni á alveg yfirgengilega vitlausan hátt.
Það er ekki hægt að ganga lengra í bleyðuskap og andlegu ofbeldi en að kalla fólk vitleysingja í skjóli nafnleysis í blaði eins og Morgunblaðinu, jafnvel þó eigi að heita að það sé gert á ábyrgð einhverrar ritstjórnar. En það er auðvitað einstaklingur, einhver aumingi og bjáni, sem skrifaði þetta. Óskaplega er það lítill kall og ljótur. Sannkallaður undirmálsræfill. Og svo samþykkti þessi þóttafulla og smátt hugsandi ritstjórn gjörninginn. Og hún fær borgað fyrir ósómann. Þegar menn kalla fólk vitleysinga er nefnilega verið að höfða til lægstu hvata skrílmennsku. Það er greinilega örvæntingarfullt blað á síðasta snúningi sem fellur í slíkan forarpytt. Það er eins og blaðið viti að enginn ber lengur virðingu fyrir þvi og hagi sér eftir því.
Unga fólkið duldist ekki sem einstaklingar. Það var fólk með nafni og andliti sem var fært á lögreglustöðina. Það stendur og fellur með verkum sinum. Er reiðubúið til að taka við fyrirlitningu á borð við illkvittni og subbuskap Staksteina eins og manneskjur. Hvað sem menn segja um athæfi þessa fólks er þó einhvers konar reisn yfir því. Yfir Morgunblaðinu og Staksteinum hvílir hins vegar engin reisn.
Þar ríkir lágkúran ein.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Staksteinar geta svarað fyrir sjálfa sig, en hefur þú betri málstað? – Mín afstaða til uppivöðslusemi þessara 20–30 ungmenna, sem nú þegar hafa valdið líkamsmeiðibngum á þremur starfsmönnum ríkisins, kemur fram hér:
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 10:53
Ég spyr eins og hver annar vitleysingur, en getur verið að hinir einu og sönnu vitleysingar séu þeir sem aldrei gera neina vitleysu?
Emil Hannes Valgeirsson, 9.12.2008 kl. 10:54
Flott kveðið.
MBL til skammar.
Krakkarnir eru hetjur sem við hin ættum að taka okkur ti fyrirmyndar
Kristján Logason, 9.12.2008 kl. 11:14
mikið ofboðslega ofbýður þessum jón val að fólk skuli ekki vera yfir sig hrifið af öruggri fjármálastjórn sjálfstæðisflokksins
Blaðurskjóðan, 9.12.2008 kl. 11:15
JVJ: Reyndu að skilja hvað ég er að fara. Það er nafnleysi Staksteina. Ef þar hefði verið skrifað undir nafni hefði ég ekki skrifað þetta. Íþessu felst minn betri málstaður. Að menn kalli aðra ónefnum í skjóli nafnleyndar. Þú útilokar nafnleysingja af þinni siðu. Tekur ekki mark á málstað þeirra. Geturðu tekið mark á Staksteinum?
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 11:23
Vel á minnst: Lögreglur ríkja eru ekki fulltruar þjóðarinnar. Það er hlægileg firra. Lögreglan gætir fyrst og fremst hagsuna ríkjandi valdhafa sem auðvitða eru samt mismunandi og ekki ber ég saman hagsmuni valdhafa á Íslandi og í verstu einræðisríjum. En hagsmunir valdhafa núna á Íslandi eru ekki geðfdelldir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 11:25
Svo ég hnykki á þessu: Ég er ekki að amast við því að þessar aðgeðrir séu harðlega gagnrýndar heldur því að nafnlausir ritstjórnardálkar skuli kalla fólk ónefnum sem kannast við ábyrgð sína með nafni og kennitölu fyrir hinu formlega ákæruvaldi. Það er lítilmennska.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 11:43
Sigurður Þór, pistill eins og út úr mínu hjarta. Lyddur!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:52
Skil þig og er jafnsammála þér og Hildigunnur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.12.2008 kl. 13:02
JVJ er veruleikafirrtur. Menn mega ekki skrifa undir nafnleysi á blogginu hans, slíkt er ólíðandi, en svo ver hann staksteina sem eru nafnlausir. Guð hefur ekki verið örlátur þegar hann smellti í hann heilanum.
Diesel, 9.12.2008 kl. 14:45
og já,
áfram Ísland ohf
Diesel, 9.12.2008 kl. 14:46
Staksteinar eru meðal ritstjórnargreina Morgunblaðsins. Ábyrgð skrifanna þar er á ljósu. Og aldrei myndi ég kalla mig Diesel.
Lesið þessa Staksteina í heild, og rökræðið svo inntakið, ég skora á ykkur!Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 14:59
Vissi að þú kæmir með þetta JVJ. Það er annað að segja við einhvern eða einhverja: Þú ert vitleysingur, sem einstök og óumdeilanleg persóna, sem sá sem talað er við og aðrir vita þá hver er, heldur en fela sig á bak við gengi sem hefur ekkert sérstakt andlit heldur mörg andlit, jafnvel óviss. Það gengur kannski eftir prentlögum en það er sama bleyðimennskan eftir sem áður í mannlegum samskiptum. Það var ekki hópur manna sem skrifaði þennan óhroða heldur einn sérstakur maður. Sem getur svo falið sig í hópi og einmitt það gefur honum kjark til að orða hlutina á þann hátt sem hann hefði ekki gert ef hann hefði sett nafn sitt við skrifin svo viðbrögð annara beindust a honum og engum öðrum. Þetta er nákvæmlega lélegasta sort af lydduskap sem ég veit um.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 15:22
Já JVJ, það er ýmislegt efnislegt í Staksteinum og það er ekkert að því. Það hefði m.a.s. verið allt í lagi að kalla aðgeðrirnar sem uppátæki vitleysislegar en þegar hrópað er að þeim sem voru á bak við þær að þeir séu vitleysingar, sem er vægast sagt ekki hrósyrði, er farið yfir strikið og það dregur ekki aðeins úr úr vægi hinnar efnislegu gagnrýni heldur þokar henni í bakgrunninn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 15:26
Ókei. Það er einmitt til marks um það hvað hið skítlega eðli nýtur sín vel í nafnleynd að ég held að enginn einstaklingur í ritstjórn Moggans hefði skrifað svona undir eigin nafni. Honum myndi finnast að það væri honum ekki sæmandi ef hann ætlaði að halda sæmilegri virðingu í þjóðfélaginu. En þetta er látið fjúka undir nafnleynd. Sú leynd breytir nefnilega því sem menn þora að segja þó svo að einhver ritstjórn sé þar formlega og lagalega á bak við.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 15:31
En sú nafnleynd veldur því kannski, að þú þorir sjálfur að kalla Staksteinahöfundinn "vitleysing".
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 17:15
Já og og það er með ráðum gert. Og eingöngu vegna þess að hann er nafnlaus. Mér finnst að þegar menn skrifa nafnlaust þá þurfi ekki að taka það tillit sem við tökum til persóna. Nafnlaus penni er í rauninni nóboddí. Hann á því ekki von á þeirri kurteisi sem við sýnum vulnerable persónu. Svona einfalt er nú það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 17:21
Staksteinar eru eins og fram hefur komið nafnlaus skrif. Steinarnir eru að sjálfsögðu á ábyrgð Moggans og ritstjóra hans, en það verður samt undarlegt áfram, sem hingað til, að Mogginn skuli sjá ástæðu til að vera með nafnlausa pistla. Pistla sem oftar en ekki taka á umdeildum málum og fjalla oftar en ekki um menn á mjög persónulegum nótum.
Að sjálfsögðu er Jón Valur Jensson sjálfráður hvernig hann ritstýrir sínu bloggi, hvort hann hafni nafnleynd eða ekki eða loki á einstaklinga eins og undirritaðan eða ekki.
En það er fyndnara en orð fá lýst að sjá Jón Val, sem hafnar nafnlausum skrifum verja það gagnstæða hjá Mogganum. Ekki í fyrsta sinn sem JVJ notar sömu rök ýmist með eða á móti, allt eftir því hvernig vindurinn blæs.
Það hefur löngum verið skoðun öfgahægrimanna eins og JVJ að lögreglan sé einhver framlenging á þeirra valdi.
Þótt ég sé ekki hlyntur ofbeldi í mótmælum þá get ég mæta vel skilið að meiri harka sé að færast í aðgerðir. Mótmælin hafa verið friðsöm fram að þessu, en skoðanabræður JVJ í ríkisstjórninni hafa ekki sýnt vott af vilja að hlusta og snúa upp á sig með hundshaus. Það beinlínis kallar á meiri hörku.
Ég sé fyrir mér þegar Alþingi samþykkir að sækja um aðild að EBE þá flykkjast skoðannabræður JVJ, með hann í fararbroddi á Austurvöll að gera einmitt það sem þeir kalla núna uppvöðulsemi, ólæti og skrýlslæti.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 17:36
Kjánalegt hjá þér að kalla mig hægriöfgamann, Skagstrendingur (Axel). Ég hef löngum litið á mig sem princíperaðan miðjumann. Hættu að fara með þinn ofstopaspuna hér um aðra menn, og ekki mælir það nú með þér hvernig þú skrifar um ofbeldi í mótmælum og "meiri hörku" sem virðist þér að skapi.
Sjálfur hef ég lengi talið, að leiðarahöfundar ættu að skrifa undir nafni; það var t.d. gert á 24 stundum og fór vel á því. En hitt er vitað, að ritstjórar Morgunblaðsins – sem eru nú ekki nema tveir – taka ábyrgð á öllum ritstjórnargreinum blaðsins (forystugreinum, Staksteinum og Reykjavíkurbréfi). Þess vegna fer því fjarri, að nafnleyndin í þeim skrifum jafnist á við skrif þeirra nafnleysingja, sem enginn veit hverjir eru. Þar að auki bera höfundar Moggabloggs-greina nokkra ábyrgð á því, sem á vefslóðum þeirra birtist, sé þar ekki skrifað undir nafni.
Jón Valur Jensson, 9.12.2008 kl. 18:10
Takk fyrir að skjóta stoðum undir mitt mál. Þú ert gæðingur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 18:37
En áður en lengra er haldið: Skoðið myndirnar af Mala í næstu færslu á undan og takið eftir hvað hann er slakur á tauginni. Tökum dýrin okkur til fyrirmyndar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 18:45
Enn vellur vitleysan
Valnum frá.
Þeim eina er allt
veit og kann.
En princi peraðan
miðjumann
er pínlegt
að hlusta á.
Svava frá Strandbergi , 9.12.2008 kl. 19:13
Ég vil bæta því við að ef þú ert miðjumaður JVJ, þá er Björn Bjarna kommi.
Þú ert yndislegur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 19:18
Mér finnst merkilegt að JVJ verji nafnleynd staksteinaskríbenta en kvarti yfir Diesel fyrir nafnleynd. Ekki svo að skilja að ég sé að verja nafnleynd af neinu tagi. Flott vísa, Guðný. Tek ofan fyrir þér Sigurður að nenna að reyna að rökræða við principeraðan miðjumann.
Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 19:48
JVJ, auðvitað myndir þú ekki kalla þig Diesel. Þú ert "sucubus" hjá xD og fengir því ekki einusinni að kalla þig Hybrid. Kannski "windpowered" eða "powered by the will of xD".
En, nafnleysi mitt er síður en svo nafnleysi. Ég var kallaður Diesel af mínum nánustu í fleiri ár. og er í mörgum tilfellum enþá. Sagan á bakvið það er ansi fyndin. Ég ætla samt ekki að segja hana hér.
Ég fæ þó ekki skilið að JVJ geti gagnrýnt einn fyrir að koma fram undir nafnleynd en stutt annan í því sama. Eina útskýringin sem mér dettur í hug er að hann sé svo forpokaður sjálfstæðishundur (öfga-hægri) að hann vilji vernda sína líka en kasta öðrum fyrir ljónin, eins og xD-ara er siður. M.ö.o, hann vill að allt sé eins og honum þóknast.
Frábær vísa Guðný
og ef það skiptir einhverju máli þá heiti ég Kristinn. Sé samt ekki allveg hverju það breytir, nema ef það vildi vera fyrir þá skemmtilegu staðreynd að ég heiti Kristinn og er trúleysingi. Það er alltaf svoldið ga ga.
p.s
Björgvin Rúnar, það er gaman að lesa bloggið þitt. við erum fáránlega sammála um margt.
Diesel, 9.12.2008 kl. 20:25
Takk fyrir það Diesel :)
Þú ert væntanlega ekki kristinn trúleysingi ;)
Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 21:21
Nei, ekki kristinn trúleysingi, það er ekki hægt.
En Kristinn trúleysingi, það er nær sannleikanum
Diesel, 9.12.2008 kl. 21:28
Takk Diesel.
Það skiptir samt einmitt öllu máli að þú heitir Kristinn. Mér hefur nefnilega alltaf fundist þú alveg geðg ga,ga, gæi.
Kveðja frá Ga,ga,ga,ló!
Svava frá Strandbergi , 9.12.2008 kl. 22:08
...það er skrítinn miðjumaður sem ekki vill sjá hvert aðildarviðræður um ESB gætu leitt okkur. ja, hérna.
Páll Geir Bjarnason, 10.12.2008 kl. 00:20
Lélegt bragvit hjá Björgvin þessum Leifi og Kristni trúlausa Diesel. Taktleysa var þetta, Guðný Svava, þú hefur gert betur. Og ekki var nú umræða ykkar á háu málefnaplani (Björgvin, lestu aftur innlegg mitt kl. 18:10).
Páll Geir, princíperaðir miðjumenn eru umfram allt princíperaðir réttlætismenn, ekki málamiðlunarmiðjumoðsmenn (góð sletta á þá, sem kunna að vera þetta!). Og ég VEIT vel, hvert aðildarviðræður við Evrópusambandið geta leitt okkur og í hvert hurðarlaust helvíti "aðild" myndi leiða okkur.
Jón Valur Jensson, 10.12.2008 kl. 02:28
Algjörlega ósammála pistilshöfundi og sammála höfundi Staksteina og Jóni Vali Jenssyni.
Ég sé heldur að hægt sé að gagnrýna höfund Staksteina fyrir að birta ekki nafn sitt, þegar mótmælendur sjálfir byrgja andlit sitt með "palestínuklútum" eða svörtum dulum.
Mér finnst líka furðulegt þegar fólk blessar slíkt ofbeldi í ljósi ástandsins og gerir öðru fólki upp skoðanir, t.d. að þeir sem fordæma ofbeldið og þessa tegund mótmælaaðgerða, hljóti að vera ánægðir með stjórnvöld og hálfpartinn gleðjast yfir kreppunni!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.12.2008 kl. 07:41
Mjög góður pistill.
Það er ekki hægt að taka mark á fólki sem felur sig á bak við nafnleyndi.
Fólk hefur rétt til að mótmæla en enginn hefur rétt að lítilsvirða öðrum.Það hefur heldur ekki stjórnmálamenn eða nafnlausir "blaðamenn".
Heidi Strand, 10.12.2008 kl. 10:33
Guðbjörn: Vissi að þetta með dulurnar ætti eftir að koma. En það sem ég var að tala um var að mótmælendurnir tækju þó a.m.k. ábyrgð á gjörningi sínum. Þeir vissu það auðvitað að þrátt fyrir dulurnar kæmu þeir fram sem þeir einstaklingar sem þeir eru EF þeir yrðu handeknir. Er hér einhver svo að blessa ofbeldi og gera einhverjum upp skoðanir, t.d. þær að gleðjast yfir kreppunni? Menn eiga helst ekki að koma með eitthvað inn í umræður sem ekki er verið að tala um í þeim umræðum en er kannski rætt á öðrum vettvangi. JVJ: Þetta með að ritstjórar taki ábyrgð á öllum skrifum og þeir séu bara tveir finnst mér ekki nógu gott. Það er óvíst og kannski ólíklegt að annar þeirra ritstjóra hafi skrifað þessa Staksteina. Mér finnst bara og finnst það miklu skipta að sá sem skrifar opinberlega kannist við skrif sín undir nafni. Að dyljast undir formlegri ristjórn finnst mér fyrir neðan allar hellur og verður ekkert betra þó þa sé líka iðkað úti í löndum. Mogginn og önnur blöð eiga að leggja niður nafnlaus skrif. Það ver enginn virðingu lengur fyrir andlitslausum æðsturráðum. Ítreka: Mér finnst það andlegt ofbeldi að kalla einstaklinga eða hópa vitleysinga. Afhverju fordæmir þú Guðbjörn ekki það ofbeldi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 10:38
"Kjánalegt hjá þér að kalla mig hægriöfgamann, Skagstrendingur (Axel). Ég hef löngum litið á mig sem princíperaðan miðjumann. Hættu að fara með þinn ofstopaspuna hér um aðra menn, og ekki mælir það nú með þér hvernig þú skrifar um ofbeldi í mótmælum og "meiri hörku" sem virðist þér að skapi."
Með skoðunum þeim sem þú setur fram í ritsmíðum þínum ,JVJ,eru dæmdur- af öðrum, ekki sjálfum þér. Yfirgnævandi gagnrýni sem þú færð með þessum skrifum þínum - er tengd öfgum - stundum ofstæki.
En það er samt gaman að þessu... það sýnir fjölbreytileika mannlífsins.
Sævar Helgason, 10.12.2008 kl. 12:39
Sigurður..
Takk fyrir þetta þarfa innnleg. Það er alveg merkilegt að sjá hvernig Morgunblaðið hefur fjallað um þessi mótmæli. Mér finnst augljóst að menn eru algjörlega að glata hlutleysi sínu og er ég þér fyllilega sammála að mesti vitleysingurinn er sá sem upphrópar aðra vitleysingja í nafnileysi sínu.
Ég þekki eina manneskjuna sem ruddist inn í þingsalina og það er ekki frásögum færandi nema að helmingurinn sem hefur verið sagt um þetta fólk er ákaflega skekkt mynd á því sem gerðist. Það byrtist viðtal við hana í Dv á morgun og mun hún útskýra sína hlið.
Mér þykir það miður ef ekki sé að minnsta kosti reynt að gæta einhvers hlutleysis og fagleika í ritstörfum og menn láti tilfinningarnar hlaupa einum of mikið með sig í gönur. Mér finnst svona vinnubrögð bera vott um fát og taugatitrings sem segir mér í raun að það er mikil óvissa í gangi. Enda skilst mér að Árvakur skuldi meira en hann getur ráðið við og samkvæmt öllu eðlilegu ætti hann að vera komin á hliðina.
Brynjar Jóhannsson, 12.12.2008 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.