10.12.2008 | 19:38
Aumingja Fagurhólsmýri!
Sú var tíðin að Fagurhólsmýri var ein af elstu og virðulegustu mönnuðu veðurathugunarstöðvum á landinu. En í apríllok síðastliðnum var mönnuðum athugunum hætt en stöðin hélt áfram sem sjálfvirk stöð.
Nú hafa svo engar sjálfvirkar athuganir komið á vef Veðurstofunnar á netinu síðan 25. nóvember.
Fagurhólsmýri má muna sinn fífil fegri. Og þetta er sú stöð sem oftast hefur mælt mesta dagshita á landinu!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég fór austur um land í sumar. Þá liggur leiðin gegnum Fagurhólsmýri. Þar finnst mér Snorrabúð stekkur. Þessi stoppistöð er ekki aðeins horfin af veðurathugunarkorti. Einnig er verslun ekki lengur á staðnum. Rétt sjálfsali á eldsneyti. Vissulega er KASK farið á haus, líkt og flestöll kaupfélög á landinu. Að koma á Fagurhólsmyri er líkast því að koma að eyðibýli. Búskapur að vísu enn stundaður, en dyr þjónustunnar lokaðar.
Njörður Helgason, 10.12.2008 kl. 22:06
Þetta er vont að lesa. Allt að hverfa. Einu sinni var þarna mikið um að vera, meira að segja áætlunarflug til Fagurhólsmýrar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 22:52
Ætli þetta orð Fagurhólsmýri sé ekki eitt af fyrstu orðunum sem maður féll fyrir.
María Kristjánsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:42
Ég man þá tíð að Flugfélagið hélt uppi áætlun þarna niður á sandi.
Steingrímur Helgason, 11.12.2008 kl. 01:29
Þar er nú reyndar ekki við Vesðurstofuna að sakast í þessum efnum. Landeigandi vildi hætta gerð veðurathugana og í framhaldi vildi landeigandi láta fjarlægja alla mæla veðurstofunnar af landareigninni. Í framhaldinu verður líklega komið fyrir sjálfvirkri stöð hjá gamla flugvellinum þ.e. ef niðurskurðardraugurinn verður ekki of ágengur.
Óli Þór Árnason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:04
Ég var ekki að saka neinn um neitt. Hins vegar get ég svo sem alveg gert það núna: Mér finnst það illt ef landeigandinn hefur látið fjarlægja alla mæla af landareign sinni. Ekki fer nú mikið fyrir þessu sjálfvirka mastri. Þarna hafa verið veðurathuganir frá 1903 og mér finnst það ekki bara skilningsleysi heldur nánast skemmdarverk að flæma athuganirnar alveg burt þó enginn efist um að landeigandinn ráði yfir sínu landi en ég ræð yfir minni hugusn. Þetta álit mitt má því alveg koma hér fram og verður eflaust það eina í þessa átt sem farm kemur opinberga. Verði veðurstöðin flutt á flugvöllin er vafamál hvort um sömu stöð sé að ræða. Verði hins vegar engin stöð sett upp er það enn verra mál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 12:29
Man eftir að hafa hlustað á þetta í gufunni í "gamla daga" í sveitinni hjá afa og ömmu. Fagurhólsmýri aust suðaustan 4. Skúr á síðustu klukkustund, loftvogin 1004 millibör, fallandi. Þetta situr í minningunni og algjör synd að þetta sé dottið út. kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 11.12.2008 kl. 14:24
Sem síðasti veðurathugunarmaður og landeigandi á Fagurhólsmýri langar mig að fá að blanda mér í þessa umræðu. Veðurathuganir eru skemmtilegar, það er gaman að fylgjast með veðrinu og upplýsingar sem fást með því móti geta komið að gagni á margvíslegan hátt. Ástæða þess að ég sagði upp starfi mínu sem veðurathugunarmaður var tvíþætt: í fyrsta lagi er starfið mjög bindandi þar sem gert er ráð fyrir veðurskeytum hvern einasta dag ársins (hvorki gert ráð fyrir helgarfríum, sumarfríum né öðrum fríum): það er ekki einu sinni hægt að fara í góða göngu í Þjóðgarðinum í Skaftafelli sem er hér skammt frá, nema skrópa í vinnunni (sleppa úr veðurathugunartíma). Hins vegar eru launin fyrir þessar veðurathuganir ekki nægilega há til að duga sem framfærslueyrir þannig að það er óhjákvæmilegt að vera líka í öðru starfi - en það er ekki auðvelt þar sem annað starf rekst ævinlega á við umsamdar veðurathuganir! Ég gerði það þó í einhver ár með góðri hjálp pabba sem sinnti veðurathugunum fyrir mig á meðan ég var í hinni vinnunni minni (og þegar ég t.a.m. þurfti að aka mína 220 km í næstu matvöruverslun), en það er ekki nógu gott að vera í starfi sem maður kemst ekki yfir að annast - sjálf sá ég enga leið til að láta þetta ganga upp.
Þegar ég sagði starfi mínu lausu þá vildi ég jafnframt losna við búnaðinn út úr húsinu mínu. Við erum svo "heppin" að það eru fleiri hús á Fagurhólsmýri sem gátu hýst slíkan búnað þannig að við töldum ekki nauðsynlegt að hafa hann inni í íbúðarhúsinu. Okkar tillaga var að færa sjálfvirka mastrið um líklega 400 metra, þá væri það komið á mjög svipaðar slóðir og það hefur verið frá árinu 1903, að undanskildum síðastliðnum 9 árum eða svo. Einnig lagði ég fram tillögur að því hvar innibúnaðurinn gæti verið staðsettur. Ég ætla ekki að rekja samskipti mín við Veðurstofuna, en niðurstaðan var að stofnunin óskaði eftir að setja búnaðinn upp neðan við flugvöllinn gamla. Við vorum satt að segja ekki sátt við það, héldum að það væri betra að hafa hann á sömu slóðum og hann hefur verið frá 1903, en þetta varð niðurstaðan frá þeirra hálfu og þá samþykktum við það.
Mannaðar veðurathuganir gefa aðrar og ítarlegri upplýsingar en sjálfvirkar mælingar. Að gamni mínu (að eigin frumkvæði og án þess að ræða það við Veðurstofuna), þá skráði ég hitastigið frá sjálfvirku stöðinni aukalega um þriggja mánaða skeið einn veturinn. Ég hugsaði með mér að þá væri hægt að bera saman útkomuna úr mælahúsinu og staurnum, ef einhver hefði áhuga á því. Þessi skráning er í mælingabókunum sem varðveittar eru á Veðurstofunni. Þ.e. ég skráði aflestur af þeim 4 hitamælum sem um var beðið og þessa mælingu að auki; en það er staðreynd að þessar mælingar eru ekki alveg samhljóða (ég ætla ekki að útskýra það því ég er ekki viss um að nokkur hafi áhuga á því).
Þá er best að hafa nokkur orð um aðrar breytingar á Fagurhólsmýri. Einu sinni var áætlunarflug að Fagurhólsmýri. Þá var ekki búið að brúa árnar á Skeiðarársandi. Ábúandi í Skaftafelli þurfti oftar en einu sinni að útskýra fyrir ferðafólki að leiðin til Reykjavíkur lægi austur um land og allan hringinn til baka. Opnun hringvegarins var töluverð breyting, ekki bara fyrir okkur á Fagurhólsmýri: það eru fleiri en við sem ökum um Skeiðarársand núna! Það væri ánægjulegt að hafa áætlunarflug hingað, en mér finnst samt enn betra að geta ekið suður. Samt sem áður, ef ég get einhvern tíma ferðast með áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Fagurhólsmýrar á svipuðu verði og aksturinn kostar mig, þá mun ég glöð nýta mér það.
Muna ekki allir eftir því þegar Hagkaup og Kaupfélögin voru einu stóru matvöruverslanirnar og ótal smáverslanir voru út um allar trissur? Í dag er matvöruverslun á Íslandi yfirleitt bundin við stórar keðjur. Kaupfélögin eru ekki lengur burðarásar í byggðarlögum úti á landi. Ég veit ekki betur en stóru aðilarnir í starfandi verslunarkeðjum á matvörumarkaði séu búsettir í Reykjavík. Bónus, Krónan, Nóatún, Klukkubúðirnar, Olíufélögin sem flest selja jú einhverjar matvörur líka, eru ekki höfuðstöðvarnar og eigendur í Reykjavík? Ég man líka eftir matvörubúðum í Reykjavík sem hafa lagt upp laupana; ég held að þetta sé ekki bundið við Fagurhólsmýri heldur hefur verslunarlandslag breyst víða á landinu. Ég veit að einkaaðilinn sem síðast stundaði verslunarrekstur á Fagurhólsmýri þurfti að hætta vegna þess að hann réði ekki við samkeppni við stóru keðjurnar. Þá kannski hnussar nú einhver - en staðreyndin er sú að íbúum í Öræfum hefur fækkað og eftir því sem samgöngur batna er meiri samkeppni í verslun: ferðamenn eru t.d. fljótir á milli staða og geta hæglega verslað í Bónus áður en þeir fara í útilegu í Skaftafelli svo dæmi sé tekið - það er ekki tilfellið að menn versli alla matvöru þar sem menn ætla að gista þegar menn eru á ferðalögum. Það var oft gaman í búðinni á Fagurhólsmýri og ég sé eftir henni.
Það hefur margt breyst á Fagurhólsmýri frá því að ég var barn. Það hefur líka margt breyst annars staðar á landinu. Sumt er til batnaðar, annað til hins verra.
Með kveðju frá Fagurhólsmýri, Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sigrún Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 17:17
Takk fyrir þessar upplýsingar Sigrún.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.