Hefðarrof

Síðan 1956 hefur verið veitt úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag.

Það hefur verið eitt af því sem setti notalegan hátíðarblæ á áramótin.

Nú er allt í einu tekið upp á því, skýringarlaust, að veita viðurkenninguna í dag, 19. desember, alls ómerkum degi. Þar með fýkur hátíðarstemningin út í veður og vind. Á gamlársdag fór veitingin heldur ekki framhjá neinum. Núna týnist hún í jólaösinni.

Óskaplega er þetta taktlaust og leiðinlegt fólk sem sér ekki skemmtilegheitin í svona hefðum og getur fengið af sér að eyðileggja þær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband