27.12.2008 | 14:22
Jólasnakk
Ég átti þessi líka fínu jól eins og fyrri daginn. Í raun og veru er ég afskaplega hátíðlegur maður, þó þess gæti ekki svo mjög á þessari bloggsíðu, og á því auðvelt með að setja í jólagírinn. Á aðfangadagskvöld át ég eins og svín og tók upp gjafirnar. Lá svo á meltunni á jóladag og hélt áfram að éta eins og svín. Á öðrum degi jóla var allt í sama svínslega farinu. En á meltunni liggjandi hlustaði ég líka á jólaóratóríur margvíslegar svo ég var ekki með öllu óandlegur. Um kvöldið á öðrum í jólum sá ég í sjónvarpinu myndina Brúðgumann og fannst hún skondin en ekki sérlega skemmtileg. Og ég verð víst að móðga marga með því að lýsa því blákalt yfir að þessi mynd Kjötborg fannst mér alveg hundleiðinleg.
Eina bók hef ég lesið um jólin: Gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson. Það er fyrsta bók á íslensku um þetta málefni. Enga dóma hef ég nokkurs staðar lesið um bókina. Ég er að hugsa um að skrifa minn eigin dóm hér á bloggsíðunni. En það tekur einhverja daga að gera það ef ég þá geri það.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég sá ekki „Gróðurhúsabókina“ í búðum nema allra síðustu dagana fyrir jól þannig að kannski kom hún of seint fyrir dæmendur, ef þeir þá kunna að skrifa um svona bækur. Sjálfur á ég eftir að kaupa hana.
En svo ég tali um jólapredikanir þá finnst mér að þær eigi öðrum fremur að vera sem allra hátíðlegastar, en hins vegar almennar og frekar leiðinlegar (og helst fluttar af karlmanni, en það má víst ekki nefna það).
Emil Hannes Valgeirsson, 27.12.2008 kl. 15:47
Já, bókin kom út sex dögum fyrir jól sem er alltof seint. Hún átti að koma tveimur mánuðum fyrir jól og vera auglýst. Þetta er efni sem margir hafa nú áhuga fyrir og auðvitað átti að spila á það með því að gefa fólki tíma til að taka eftir henni í jólabókavertíðinni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 16:02
Þarf endilega einhver prestvígður að syngja yfir þér? Má ég ekki bara gera það? Ég skal syngja eitthvað fallegt með mínu nefi, ekkert mál. Og þú getur verið búinn að skrifa sjálfur stólræðuna.
Það þarf engan vígðan millilið, þetta er allt í nösunum á þeim hvort sem er, er það ekki?
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:21
Það er alveg sjálfsagt Lára mín að þú syngir yfir mér með þínu nefi. Ég hlakka til og vona bara að það verði sem allra fyrst!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 16:28
Neinei, ekki strax, það gengur ekki. Ég krefst þess að hafa þig hérna megin þónokkuð lengi í viðbót!
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:30
Þú átt mjög skynsamar systur!
Þori ekki að segja meira...
Malína (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:07
Viltu kannski að ég fylgi þér líka í 9. lið Malína?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 19:13
Malína (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:11
Hvort vill maður einn sér vera dauður eða lifandi þegar Lára Hanna syngur yfir honum, spyr ég bjáninn ?
Steingrímur Helgason, 27.12.2008 kl. 21:01
Já, ég spyr nú lika afhverju prestur? og afhverju kall? Er ekki best að láta bara spila einhverja tónlist?
Ég er búin að lesa þrjár bækur , enga um gróðurhúsaáhrifin.
María Kristjánsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:34
María, þú lest ekki nógu heitar bækur. Ég vil svo bara láta jarða mig á kristilegan íslenskan máta og ekkert með það bara og endilega að syngja yfir mér Allt eins og blómstið eina. En það má líka rokka og róla.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 23:51
Steingrímur... ef ég syngi yfir þér lifandi myndirðu óska þess að vera dauður!
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:54
En þá er það spurningin hvort maður risi ekki með andfælum upp frá dauðum ef Lára syngi yfir manni dauðum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2008 kl. 23:58
Neinei, því þegar þú ert dauður umberðu allt...
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:01
Hehe, ég tek ekki að mér jarðafarir en myndi annars skúbba þér út úr heiminum með stæl.
En því miður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 00:45
María, spila eða syngja...?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:32
Ég sé á öllu að menn og konur eru farnir að hlakka mjög til útfarar minnar og að hún megi verða sem veglegust í söng og spilverki. Henni mun því verða flýtt eins og kostur er með glæstum stæl öllum viðkomandi til sjaldgæfs yndis og ánægjuauka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.