2009

picture_019.jpg

Gleðilegt ár! Ég ætla að halda mér saman á þessu ári!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár. Takk fyrir löngu liðin ár sem gleymist ekki. Allir þessir fyrirlestrar..............TAKK.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt ár, Siggi minn og takk fyrir öll gömlu góðu.

Þú heldur þér sko ekkert saman á nýja árinu - en myndin er helvíti góð samt!

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Beturvitringur

Ekki halda sér saman - leysast frekar upp.

Flott mynd af þessari Grængoggsönd, tekið á andafundi?

Megirðu hafa það miklu betur en þú átt nokkru sinni skilið (og ég líka)

Gott að eiga þig að í netheimum.

Beturvitringur, 1.1.2009 kl. 02:24

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðilegt ár kæri vinur og þakka fyrir allt liðið. Þú hættir ekki neitt. Vertu ekki að hræða okkur svona.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2009 kl. 03:08

5 identicon

gleðilegt ár Siggi minn og þakka þér fyrir allt uppeldið í græna og gula á sínum tíma.

Í guðanna bænum haltu áfram að tjá þig sem mest enda ertu með skemmtilegri mönnum á því sviði.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:19

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Skál fyrir nýju ári. Og skál fyrir þér!

María Kristjánsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:12

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Gleðilegt ár og síð. Mikið asskoti er Mali orðinn góður ljósmyndari :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.1.2009 kl. 15:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djöfull er þetta skemmtileg mynd.  Svo tindrar appelsínið (og maltið) í glasinu eins og um göróttan drykk væri að ræða.

Ég ætla að tala sem aldrei fyrr og djöflast á lyklaborðinu eins og ég fái peninga fyrir það.

Ég blogga til að gleyma.

Gleðilegt ár minn kæri bloggvinur og hagaðu þér á nýju ári.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 18:00

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk Jenný, ég á líka 29 ára edrúafmæli í dag!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 18:11

10 identicon

  Frábær mynd hjá honum Mega-Mala!

Og meiriháttar grunsamlegt potion þarna í staupinu.  Er þetta Ástardrykkurinn? ... hikk ...

Malína (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:56

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamó með ammó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 19:36

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverju ertu að reyna að gleyma Jenný? Ástarsorgum þyngri en blý?

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 21:56

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei sumir drekka til að gleyma.

Mér fannst flott að blogga til þess.  Sko ég man alltof mikið alveg aftur í frumbernsku.

Það getur verið þungur kross að bera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 22:37

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til hamingju með ammælið og megi árið vera þér og þínum heillavænlegt

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2009 kl. 22:11

15 identicon

Ég er löngu hætt að botna í þessari bloggsíðu hérna!  Heilu pistlarnir hoppa um hérna , inn og út, inn og út - eins og jójó!  Hverfa svo bara ... púff...

Hvaða djöf... draugagangur er þetta hérna alltaf hreint!

Malína (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:13

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

merkilegt þetta með áfengið.

menn drekka til að gleyma. síðan gleyma menn (fyrri skandölum) til að drekka (meira).

ég hef prófað hvoru tveggja.

skrýtin þessi tilvera. skál fyrir henni, í maltesíni

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2009 kl. 22:15

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margt er það milli himins og jarðar Malína mín sem við skiljum ekki!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 20:09

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afmæliskveðjur og gleðilegt ár

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 00:15

19 Smámynd: Diesel

Ekki halda þér saman, það borgar sig ekki

við þurfum á raddböndum að halda

lesið þessa grein hérna

Diesel, 5.1.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband