Burt með þá báða!

Geir Haarde forsætisráðherra hefur setið á fundi með lögreglunni og áreiðanlega gefið fyrirmæli um það hvernig taka skuli á mótmælendum.

''Geir sagði að lögreglunni bæri að vernda borgarana og hún væri að sinna hlutverki sínu afar vel. Hann tekur ekki undir gagnrýni um að lögreglan hafi gengið of hart fram í störfum sínum.''

Hann tekur þarna í sama streng og dómsmálaráðherra. Þeir vita báðir ósköp vel að nú er lögreglan fyrst og fremst að vernda hagsmuni ráðandi afla, ríkisstjórnin situr nú einungis í skjóli lögregluvalds eins og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á. Báðir neita því að lögreglan hafi gengið of langt þrátt fyrir fjölda vitnisburða venjulegs fólks um að svo hafi verið.

Báðir gefa skít í þjóðina. Báðir gefa skít í allt nema eigin völd. 

Enginn bjóst svo sem við öðru.

Báðum þessum gaurum ber að velta úr sessi sem  allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband