30.1.2009 | 12:33
Kosningar verði fremur seinna en fyrr
Stjórnmálaflokkarnir verða að fá ráðrúm til að hreinsa til í eigin ranni. Þar er enginn undanskilinn. Þeir verða að bjóða fram traustvekjandi fólk og ekki bara stilla upp gömlum refum í örugg sæti. Fólk treystir yfirleitt ekki þessum gömlu pólitísku andlitum.
Af því hvernig stjórnmálaflokkarnir tala um hverja aðra, og ekki síður hvernig bloggarar skrifa sem eru harðir stuðningsmenn einhverra flokka og þá hatursmenn annarra, virðist allt vera að síga í gamla skotgrafafarið.
Það lofar ekki góðu.
Ég er ekki bjartsýnn um að nýir og ferskir vindar eigi eftir að að leika um íslenska pólitík eftir kosningarnar.
Flokksræðið er enn allsráðandi og skammur tími til stefnu fyrir ný sjónarmið að komast á framfæri,að ekki sé talað um ný framboð sem eitthvert raunverulegt vit væri í.
Að kosningum loknum verðum við líklega bara í gömlu súpunni eftir kosningabaráttu með öllum gömlu töktunum.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er hrein og bein heimska að vera að flýta sér í kosningar núna..
Hér þarf að plana, skúra, skrúbba og bóna.
Hálvitarnir í framsókn eru enn að reyna sitt besta til þess að rústa öllu heila klappinu......
Að nota skynsemina er lykilatriði... óðagot er ávísun á FAIL
DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:36
Ég held að þetta sé alveg hárrétt hjá þér. Umbætur þurfa miklu meiri tíma og ekki síður hreinsanir innan flokkanna. Svo ekki sé minnst á ný framboð.
En Framsókn liggur á að nýta sér falsfylgið sem byggist á blekkingarleiknum að skipta um andlit. Allt spillingarliðið er þarna ennþá.
VG vill líka nýta sér gott gengi í skoðanakönnunum sem allra fyrst - en verður tekið til innanbúðar og endurnýjað? Er tími til þess?
Ég held ekki.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 13:24
Mótmæli komu ríkisstjórninni frá. Geta þá ekki mótmæli komið stjórnmálaflokkunum í skilning um að taka verði til innanbúðar og endurnyjað. Allan þann tíma sem flokkarnir hafa til að ganga frá framboðsmálum eiga mótmælendur að halda þeim við efnið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:03
Gleymdi: Guð vakir yfir voru ættarlandi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:05
Var ein helsta og ákafasta krafan í mótmælunum ,,kosningar strax?"
Ég veit ekki betur. Í dag er 30. janúar, þannig að tilvonandi framboð hafa nærri 3 mánuði ef miðað er við kosningar 25. apríl. Er það ekki nægjanlegur tími. Ég held að ,,starfsstjórn" megi ekki vera mikið lengur við völd en það. Það er áríðandi að ný og varanleg ríkisstjórn sé mynduð og til þess þarf kosningar.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:56
Ég skildi mótmælin helst þannig að stjórnin færi frá og boðað yrði til kosninga. Það er kannski álitamál hve snemma þær eigi að verða en aðalatriðið er það að almenningur í flokkunum geti haft einhver áhrif en ekki bara gamli kjarninn í hverjum flokki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 15:20
Ég óttast nú mest að S-hópurinn og flokksmaskínan í Framsókn sé eitthvað að toga í Sigmund núna. Ég held við verðum að halda áfram að mótmæla og sjá til þess að þess að hlutirnir þróist í rétta átt. Ég átta mig satt að segja ekki á hvað þarf langan tíma til endurnýjunar og fyrir ný framboð. En það þarf að gera kröfur um að RÚV sé beitt til að kynna frambjóðendur, prófkjör með auglýsingum, ímyndarsmiðum og kostnaði séu bönnuð o.s.frv. annars verður þetta allt ómark einsog venjulega .
María Kristjánsdóttir, 30.1.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.