30.1.2009 | 18:36
Strætó
Fyrirhugaður er mikill niðurskurður á ferðum strætisvagna 1. febrúar. Sumum finnst það skjóta skökku við á þessum krepputímum.
Ekki nenni ég að leggjast djúpt í strætóspeki. En mig langar þó til að segja þetta:
Mér finnst oft óskaplega leiðinlegt að keyra einkabíl innan bæjar. Miklu þægilegra var að taka bara strætó meðan leiðakerfið var sæmilegt.
Síðustu ár hefur það hins vegar gersamlega hrunið. Það er líka alltaf verið að breyta því svo fólk fær aldrei ráðrúm til að læra á það.
Strætisvagnaskýlin eru líka fyrst og fremst orðin til að selja auglýsingar en ekki til að skýla fólki fyrir veðri og vindum. Það gerðu hins vegar gömlu járnskýlin.
Það getur vel verið að erfitt sé að reka strætó. En eins og málin eru núna er kerfið hreinlega orðið gagnslaust fyrir þá sem þurftu að treysta á það. Menn neyðast til að taka leigubíla.
Ég veit að margir líta víst niður á strætó og þá sem ferðast með þeim. Það er svona flottræfilsháttur sem skapaðist í góðærisbólunni.
Nú ætti að vera lag að reyna að breyta þessu viðhorfi þannig að enginn sé talinn maður með mönnum nema hann taki strætó. En þá verður að gera einhverjar jákvæðar breytingar í stað þess að leggja stærisvagnaferðir nánast niður.
Eftirmáli: Ég lærði mjög seint á bíl enda óvenjulega seinþroska. En mér finnst alltaf svo svakalega gaman að keyra í snjó og láta bílinn skransa!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Kanntu að taka handbremsubeygju?
Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:49
Ég er nú hræddur um það! Annars hélt ég að þú væri dauð Tóta pönkína!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 19:03
Strætókerfið er ekki gott ..........segir yngri sonur minn sem fer með strætó í skólann.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:42
Bara halda sig að mestu innan 101 svæðisins og ekki víkja þaðan spönn frá rassi - nema dauðinn og djöfullinn liggi við.
Þá getur maður líka gengið allra sinna ferða.
Er annars nokkurt líf sem orð er á gerandi annars staðar?
Malína (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:36
mér finnst gaman að keyra í snjó...
En nei, strætó'kerfið' bara versnar og versnar. Einu sinni fóru margir strætóar niður Laugaveg frá Kringlumýrarbraut niður á Hlemm og þaðan niður Hverfisgötu. Núna fer enginn þá leið. Hvers vegna var ekki hægt að láta eitt stykki leið halda áfram að fara þessa leið, þó kannski væri óþarfi að láta þá alla gera það?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:49
Sammála þér, þessi EES skýli sem voru standsett á tímum Samfylkingarinnar hjá Borginni eru hrein hörmung. Hefur þú einhvern tíma staðið og biðið eftir strætó í lágmarks-skýlinu neðst á Hverfisgötunni í norðannepju um hávetur? Það skýlir engu, hvorki manni né mús, og skilaði rauðu í bókum Samfylkingar árið 2007. Ein hliðin á því var brotin og brömluð tvisvar eftir jól í fyrra. Alltaf var gert við skýlið, en aldrei virðist vera borin virðing fyrir þeim sem bíða í þessum skýlum: þeir geta bara frosið í hel, Borgarinnar vegna.
Margir munu lenda í vandræðum eftir 1. feb. n.k. þegar ný leiðaáætlun Strætó bs. fer í gang. T.d. munu margir vagnar ekki byrja að aka fyrr en um 12 á hádegi á sunnudögum. Hvað á fólk að gera sem þarf að mæta til vinnu fyrr? Annað hvort hættir það í vinnu eða að vinnuveitandinn splæsir á taxa fyrir staffið; hvaða fyrirtæki hefur efni á slíkum aukakostnaði? Fleiri og fleiri fyrirtæki munu leggja upp laupana á næstunni, enn fleiri einstaklingar verða atvinnulausir.
Slíkt þýddi ennþá meira tap fyrir Strætó bs., eins og þó er gott að ferðast með þeim, innan ákveðinna marka.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:29
Ég hefði haldið að fleiri þyrftu að geta notað strætó á komandi tímum. Fólk hefur minni peninga milli handa, hefur ekki efni á að endurnýja bílinn en þarf að komast ýmissa ferða þótt það verði atvinnulaust.
Eina ferðin enn, sparað það sem manni virðist að síst skyldi.
Eygló, 31.1.2009 kl. 02:12
Já það er frábært að geta notað strætó. Leiðinlegt þykir mér að keyra um á blikkbelju á Íslandi. Enn skemmtilegra að láta keyra sig svo maður geti á meðan lesið bækur, t.d. Al Gore bókina... þið vitið... æ...
Talandi um veður og strætó, þá eru skýlin jú vita gagnslaus. Gerð þessara skýla hefur sýnt mikla afturför, kannski af því að menn halda að það muni hlýna svona mikið á Íslandi? Kannski þarf loftkælingu í skýlin ef fram fer sem horfir?
Síðast í haust var ég með unga dóttur mína. Við settumst á "bekkinn" eða silluna eða hvað á að kalla þetta sem sprettur upp á vegg og afturendinn á að fletjast á. Stelpan þaut í skyndi of nærri götunni svo ég sentist eftir henni. Í millitíðinni kom að brussa sem stal sætinu okkar. Óréttlætið er algert. Ekki einu sinni nettenging!
Og svo þetta að þurfa að kaupa leiðaráætlunarbókina! Það er nú alveg beisikk að getað fengið ókeypis leiðarkerfi á prenti. Fyrr mánú vera að erfitt sé að nota kerfið þegar menn verða að borga offé fyrir skitna leiðartöflubók með korti sem erfitt er fyrir fullorðið fólk að skilja.
Ólafur Þórðarson, 2.2.2009 kl. 05:43
Get aldrei skilið hvað á að vera niðurlægjandi við að nota strætó. Heitir það ekki bara mikilmennsku - eitthvað? Notar venjulegt fólk ekki bara það farartæki sem getur farið með það þangað sem það þarf að komast? En hver vill annars þurfa að eyða 2 kl.tímum í að frjósa í hel og farandi með 3 skiptivögnum í alla útjaðra bæjarins þegar hann hefði getað farið það á 5 mínútum með bíl og 30 mínútum gangandi? Ekki erfitt reikningsdæmi.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.