6.2.2009 | 18:05
Brjótum niður tónlistarhúsið
Bygging Tónlistarhússins er í uppnámi. Það er þarna ægilega ljótt og hálfkarað.
En engir peningar eru til svo hægt verði að klára það. Menn eru í stökustu vandræðum með framhaldið.
Ég hef séð húsið á líkani og það er út af fyrir sig flott og fallegt. En á þessum stað finnst mér það alveg hörmung. Ég fæ nú bara innilokunarkennd þegar ég er við höfnina þar sem sást alltaf til fjalla áður en þetta hús fór að kæfa allt. Ekki líst mér heldur á þetta pírumpár sem á að tengja húsið við meintan miðbæ sem enginn hefur þó verið áratugum saman.
Skiptar skoðanir eru meðal tónlistarmanna um húsið. Þeir eru alls ekki allir gapandi af eftirvæntingu. Sagt er að vanti einmitt þá stærð tónleikasala sem mest eru notaðir.
Auk þess fælir frá þetta ráðstefnuflipp og hólelbissness sem er inni í dæminu. Eitthvað svona góðærisstórubólulegt sem ekkert kemur tónlist við. Enginn hefur heldur áhuga á músik varðandi þetta hús þó það hafi verið markmiðið að halda þar tónleika. Nú ræða menn bara hvað framkvæmdir við húsið geta fært mörgum atvinnu. Enginn minnist á tónlist. Menningarleg hugsun dó út í henni stórubólu.
Tónlist er reyndar það sem mér finnst mest gaman af í lífinu - fyrir utan gott veður.
Eigi að síður sé ég bara eitt ráð með þetta tónlistarhús til að forða meira veseni en orðið er.
Brjótum það niður með öflugum múrbrjótum! Svo ekki standi steinn yfir steini.
P.S. Ljóta svarta seðlabankahúsið má gjarna fylgja með.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála þessu með tónlistina - og ljótt er það! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 19:41
Þetta er minnisvarði um allt brjálæðið. Kofinn fer líklega upp á endanum en hvenær? Ég er sammála því að hann á ekkert skylt við músík einungis afvegaleitt ríkisbákn.
tja
sandkassi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:04
Þið eruð á villigötum bræður. Það er e-ð sem blindar ykkur. Ekki trúi ég þið séuð í hefndarhug. Margir sjá í tónlistarhúsinu tákngerving spillingarinnar og efnishyggjunnar. Það má vel vera að lagt hafi veið upp með e-ð þess háttar í farteskinu. Það yrði ekki fyrsta byggingin í henni veröld, sem rynni úr slíkum jarðvegi. Sumt fær aðra niðurstöðu en lagt er upp með. Ég hef heyrt um það sögur að andlausir pokaprestar hafi orðið til þess að menn snerust til trúar.
Tónlistarhúsið verður menningarauki án nokkurs vafa. Hverjar sem hvatirnar voru sem réðu upphafi þess, þá verður það til góðs ef rétt verður á haldið. Sinfóníuhljómsveitinni verður ekki boðið lengurupp á l að leika í Háskólabíói. Þeir, sem voru á tónleikum þar í gærkvöldi skynjuðu hvers hún er megnug og hvers virði hún er.
Flestir Íslendingar kannast við sal tónlistarfélagsins í Vínarborg, þar sem nýjárstónleikarnir eru teknir upp fyrir sjónvarp. Hann tekur um 2000 manns og var byggður á 19. öld. Það er mér ógleymanlegt, þegar faðir minn heimsótti mig vestur í Bbúðardal vorið 1981 eftir að hafa leikið á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þessum sal skömmu áður. Hann hafði þá leikið með sinfóníuhljómsveitinni í rúm 30 ár, þar af 20 í Háskólabíói.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að heyra hvað við erum góð hljómsveit, sagði hann.
Þetta eru að sínu leyti dapurleg örlög fyrir listamann og engum öðrum óskandi, þegar svo stutt er í mark.
Sigurbjörn Sveinsson, 6.2.2009 kl. 23:32
hafiði efni á að rífa það - þið vinnið jú fljótlega eurovision svo einhvert tjald verður að vera yfir þá iðju
Jón Arnar, 7.2.2009 kl. 00:13
Skoðun mín á tónlistarhúsinu á þessum stað er miklu eldri en kreppan. Ég hef ekkert á móti tónlistarhúsi en ekki á þessum stað. Annars var ég búinn að gleyma evróvísjón. Við vinnum hana náttúrlega og það verður algjör réttlæting fyrir húsinu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 00:22
Við lifum ekki af brauðinu einu saman, segir á góðum stað. Þó að núna kreppi að þá varir hún ekki að eilífiu blessuð kreppan. Ég tel reyndar að við eigum bara að blessa kreppuna og líka hlæja að henni, nota húmorinn eins og Lord Buckley lagði til að hlegið yrði að atómsprengjunni. Jæja, kreppan er allavegana léttvægari en Sprengjan.
Hvað er búið að byggja margar fótboltahallir (yfirbyggðir fótboltavellir í fullri stærð) - verslunarmiðstöðvar og reiðhallir í hvern landsfjórðung - á meðan við býðum prúð eftir tónlistarhúsi, nei - nú er nóg komið af afturhaldslegu niðurbrjótandi rugli. Ég vona að það takist að halda áfram smíðinni, þó við þurfum að hægja á framkvæmdinni, óþarfi að halda sig við áætlaðan vígsludag. Það er gömul og ný saga hér á landi (og víðar) að stórbyggingar eru umdeildar, en ég þekki einnig fólk sem hét því að fara aldrei Hvalfjarðargöngin. Tel að fáir hafi staðið við þá heitstrengingu.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 7.2.2009 kl. 00:23
Æ, hvað ég er eitthvað sammála þér. Sérstaklega þessu með útsýnið og innilokunarkenndina.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.2.2009 kl. 00:26
Nú fyrst er ég að komast í niðurbrjótandi stuð! Ég vil líka endilega brjóta niður þessa fáránlegu Egilshöll - þar sem ég heyrði reyndar Placido Domingo syngja og Laugardalshöllina þar sem ég heyrði Pavarotti syngja. Sprengjum þetta allt í tætlur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 00:44
Talandi um góðærisstórubólu (helvíti skemmtilegt nýyrði!): Geturðu ekki líka sprengt upp ofvöxnu glerhöllina sem verið er að reisa við Borgartúnið í leiðinni - svona fyrst þú ert byrjaður á annað borð? Það er hús sem fer virkilega í mínar ofurnæmu taugar. Ugh.
Ég yrði þér ævinlega þakklát...
Malína (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:00
Nú erum við að tala saman Siggi, er það ekki bara slaghamarinn og kúbeinið í hádeginu á morgunn?
Alveg sammála stútum þessu bara!! Fáum útsýnið til baka.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:18
Ha,ha - já flottur á því, bara brjóta þetta allt. Eitthvað mun rísa upp úr rústunum.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 7.2.2009 kl. 03:01
já í alvöru, auðvitað þarf gott húsnæði undir þessa hljómsveit. En þessi ósköp, nei.
Nú er ekkert annað en að ganga þannig frá húsinu að það verði ekki fyrir skemmdum.
Kannski hefst þetta á álíka löngum tíma og tók að byggja Hallgrímskirkju og vonandi verður aðeins minna reverb.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 03:16
Er ekki allt í lagi með ykkur?
Við eigum að nota tónlistarhúsið til að halda uppi atvinnustiginu það er þannig þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram og ríki og borg eiga að sameinast um að klára það. Okkur vantar atvinnu fyrir hátt í 10 % þjóðarinnar og veitir ekki af svona verkefnum. Menn á launum borga skatta til þjóðarinnar. Tónlistarhúsið í Reykjavík er ekki eingöngu undir eina hljómsveit. Held að meinhornið í nefinu á ykkur sé farið að stækka einum of mikið!
Jón Þór Benediktsson, 7.2.2009 kl. 10:52
Það er allt í lagi með okkur Jón Þór en augljóslega erum við farnir að gantast þegr líður á athugasemdirnar. En ég er algjörlega ósammála þér, ein og reyndar sést á fræslunni ef hún er lesin með athygli, að vi eigum að nota tónlistarhúsið ''til að halda uppi atvinnustiginu'' af því að okkur vantar vinnu. Slíkt getur auðvitað komið sér vel sem fylgihlutur þess að byggja tónlistarhús en ef við byggjum það á það að vera vegna þess að okkur vanti tónlistarhus. Það er markmiðið með byggingu þessa hús að þar verði tónleikar. Við eigum að nota það til þess og þess vegna er það byggt. Grunntónninn í færslu minni sem er mikið háði blandin og ekki ber að taka alveg bókstaflega er einmitt að setja út á þann hugsunarhátt að í umræðu síðustu daga hafa efnahagsleg-og atvinnuleg sjónarmiði verið allsráðandi en hreinlega ekki minnst á tónlistina - sem er markmið og tilgangur hússins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 11:20
Við ættum að reyna að klára tónlistarhúsið með einhverjum hætti. En það var sem betur fer ekki byrjað á öllum þeim húsabáknum sem áttu að reisa þar allt í kring (fjármálamiðstöð, hótel og Landsbanka). Mér finnst að það mætti skoða að hleypa vatni í risastóra grunnin sem búið er að grafa þarna fyrir húsunum þannig að Tónlistarhúsið standi sem nokkurskonar eyja með tilheyrandi göngubrúm og fíneríi.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.2.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.