7.2.2009 | 11:55
Röng aðferð við uppsagnir Seðlabankastjóra
Bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi bankastjórum Seðlabankans er ansi klaufalegt. Þar segir meðal annars:
''Vill ríkisstjórnin kanna hvort vilji sé til þess af yðar hálfu að biðjast lausnar frá embætti nú þegar og leggjast þannig á sveif með stjórnvöldum í viðleitni þeirra til að endurvekja trúverðugleika og traust á Seðlabanka Íslands.''
Það er ekki hægt að neita því að orðalag þetta er fremur lítilsvirðandi. Beðnir vinsamlega um að segja af sér og taka afsstöðu með skoðunum ríkisstjórnarinnar.
Miklu betra hefði verið að segja mönnunum hreinlega upp. Skipa þeim en biðja þá ekki. Að biðja einhvern í svona kringumstæðum lætur hann standa frammi fyrir vali þó hann hafi í rauninni ekki neitt val. Og það er bæði íþyngjandi og auðmýkjandi.
Í beinni uppsögn er það ómak tekið af mönnum að þurfa að velja, hafa frumkvæði af nokkru tagi og láta uppi skoðun af nokkru tagi.
Engar reglur eru til um það hvernig segja eigi upp seðlabankastjórum. Bein uppsögn ætti því að vera auðveld með lágmarksrökum.
Vegna skipulagsbreytinga væru fullgild og óvéfengjaleg lágmarksrök bak við þessa uppsögn af því að þau eru sannleikurinn. Það stendur vissulega til að breyta skipulaginu hvað yfirmenn Seðlabankans varðar.
Mönnum er nú sagt upp vegna skipulagsbreytinga út um allt þjóðfélagið. Þetta hefði því verið einföld og auðveld leið. Ekki hefði þá einu sinni þurft að nefna hið augljósa: að Seðlabankinn nýtur nú einskis trausts í heiminum.
En það að að biðja menn að vera svo góðir að víkja er auðmýkjandi aðferð og hlýtur að vekja upp andstöðu þeirra er fyrir verða. Það gefur líka Sjálfstæðismönnum, sem yppta öxlum yfir öllum uppsögnum í þjóðfélaginu undanfarið nema seðlabankastjóranna, færi á því að tala um hatursherferð og þeir hafa nokkuð til síns máls.
Að lítillækka menn er ekki aðgerð sem ber vott um virðingu heldur óvirðingu og hún sprettur ekki af öðru en einhvers konar óvild.
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er skortur á regluverki um uppsagnir seðlabankastjóra ekki tilkomið vegna þess að eki er hægt að segja þeim upp lagalega? Það hefur nú verið nógu mikið í umræðunni þó ég þekki lagabókstafinn ekki í þeim málum. Umræðan hefur alltaf verið þannig að maðu hafi skilið það sem svo að annaðhvort þyrftu þeir að segja af sér eða að einhverjar lagabreytingar þyrtu að verða til að losna við þá.
Hvað aðferðina finnst mér satt að segja ekki skipta neinu máli. Ef það væri eitthvað undir þessum illum í seðlabankanum væru þeir löngu búnir að viðurkenna mistök sín og segja af sér eins og stór hluti þjóðarinnar hefur viljað. Þeir eiga fátt annað en óvild skilið og ekki vott af virðingu. Þeim var gefið tækifæri eftir tækifæri til að fara og halda þar með einhverjum manndómi en það hafa þeir ekki séð og fá því enga vorkun þó að forsætisráðherra segi of mikinn sannleika fyrir þá til að höndla.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:16
Þráhyggja er veikindi. Sennilega fer Davíð í veikindafrí um óákveðinn tíma samkvæmt læknisráði og skapar pattstöðu öllum til hrellingar.
Guð blessi Ísland !!!
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:48
Óþarfi að niðurlægja og vanvriða fólk þó það hafi ábyggilega ekki verið ætlun Jóhönnu. SJG að ofan: "Þeir eiga fátt annað en óvild skilið og ekki vott af virðingu". Hafa Eiríkur og Ingimundur komið fram af óvirðingu og eiga því óvild og óvirðingu skilið? Ég held ekki. Getur verið að þeirra mistök hafi verið að vinna undir oki og stefnu yfirbankastjórans?
Lýsir ofanvert ekki fremur þinni persónu og eldgömlum og rótgrónum andstyggðar og hatursvilja landans gegn nánunganum? Að hengja fólk fyrir mistök? Ég efast ekki um að núna koma haturssvör og so be it.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.