Þetta er orðið ferlega spennó

Ég býð með eftirvæntingu eftir því að víkingasveitin með alvæpni ráðist inn í Seðlabankann.

Það gefur augaleið að það verður að rýma svæði sem óbilgjarnir mótmælendur hafa á valdi sínu og neita að yfirgefa  þrátt fyrir fjölda áskorana, þar með talið einnar ríkisstjórnar. 

Ekki þori ég þó fyrir mitt litla líf, bloggandi undir nafni og allt hvað þetta hefur, að taka afstöðu til þessa þrákelknilegasta máls allra tíma en er bara að lýsa spennufíkn minni. 

Hvaða gas verður notað? 

Taugagas myndi henta einkar vel til að taka andófsmennina í bankanum algjörlega á taugum. Og svo væri bráðnauðsynlegt að nota líka rokna skammta af hláturgasi til að létta þjóðinni lundina. Ekki veitir af á alvörustundum. 

Helvíti er þetta annars orðinn mikill hasar og alveg ferlega spennó.

Ég get bara ekki beðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, Siggi... nægir ekki bara hláturgasið? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski smávegis táragas? Þetta er nú sorglegra en tárum taki.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Jón Arnar

"prumpugas" er eflaust besta vopnið þetta er að verða svo mikið prump að mar hættir að nenna að fylgjast með mikið lengur

Jón Arnar, 8.2.2009 kl. 01:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lífið verður skemmtilegra með hlátursgasi, notum það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 09:10

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég mæli eindregið með piparúðanum.

Þráinn Jökull Elísson, 8.2.2009 kl. 10:14

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eina málamiðlunin, sem Davíð samþykkir, er að styttu af honum verði komið fyrir á Arnarhól, sem þýðir að Ingólfur þarf að víkja...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.2.2009 kl. 11:37

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jóhann Ingi: Mikið er þetta einkennilegt orðalag: ''Ef þú Sigurður rægir þessa athugasemd mína''. Mér dettur ekki í hug að mótmæla þessari athugasemd, hvað þá ''rægja'' hana. Svo er reynda rmunur á því að vera ósammála einhverju og ''rægja'' það

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 12:37

8 Smámynd: Bragi Sigurðsson

Sniðugur leikur hjá þessum háu herrum, einn búinn að segja afsér, einn neitar að fara og einn svarar ekki. Ráðherra er nú komin með þrefalt mál og er í miklum vanda. 

Bragi Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 13:49

9 Smámynd: Eygló

Ekki "rægi" ég það að hláturgas dygði best.

Eygló, 8.2.2009 kl. 13:54

10 identicon

Góður!

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:45

11 Smámynd: Halla Rut

Og á meðan allt gengur út á Davíð þá heldur Jón Ásgeir stjórnarsæti sínu, 3,3 á mánuði í laun, þyrlu og bíl. 

Halla Rut , 8.2.2009 kl. 16:41

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var það ekki Páll Skúlason sem sagði (og kannski fleiri) að réttlæti væri aðalatriðið fyrir þjóðina. Það virðist vera ansi langt í það að réttlæti nái fram að ganga. Og það verður aldrei. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 17:24

13 identicon

Það er búið að misbjóða svo réttlætiskennd íslensku þjóðarinnar undanfarið með fréttum af spillingu og siðleysi í viðskipta- og stjórnmálalífinu að það eru orðnar meiri og stærri fréttir ef einhver álpast til að vera heiðarlegur.

Það hefur verið að opinberast fyrir okkur íslensku þjóðinni að spillingin og siðleysið er normið í viðskiptum og pólitík hérna á Klakanum - en ekki undantekning.

Oj barasta...

Malína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:27

14 identicon

Og núna er karlpu........ úr Seðlabankanum enn einu sinni orðinn aðalfréttaefni dagsins.

Ennþá meira Oj barasta!

Malína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:09

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já þessi seðlabankaskríll er alveg óþolandi...

Brynjar Jóhannsson, 8.2.2009 kl. 23:21

16 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott ist tot- hvað sem hver segir!

María Kristjánsdóttir, 9.2.2009 kl. 08:22

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aber des Herrn Wort bleibet in Ewigkeit.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2009 kl. 19:14

18 identicon

Translation please - fyrir okkur heimskingjana!

Malína (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:42

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En orð Drottins varir að eilífu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2009 kl. 19:49

20 identicon

"Ekki þori ég þó fyrir mitt litla líf - ".   Kannski hefðirðu getað mætt með grímu!?! 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband