3.3.2009 | 00:01
Einhver axli ábyrgð
Það sem hér kemur fram í fréttinni er einmitt mergurinn málsins í tilviki eins og þessu. Að einhver axli persónulega ábyrgð á málinu. Ekki bara að einhver sjóður greiði bætur heldur að þeir einstaklingar sem brugðust axli ábyrgð.
Það þarf ekkert að segja manni það að í svona málavöxtum sé um að ræða óviðráðanlegan atburð. Hann hlýtur að flokkast undir vanrækslu, hirðuleysi, gáleysi eða eitthvað álíka.
Það er mikilvægt að menn líti ekki á svona atburð eins og þegar til dæmis einhver ferst í umferðarslysi þar sem hreinlega er um slys að ræða.
Það á að gera, eðli máls vegna, meiri kröfur til starfsstétta sem hafa völd, áhrif og virðingu í þjóðfélaginu beinlínis vegna sérhæfingar sinnar heldur en til athafna einstaklinga em ekki hafa sérstöðu en undir það flokkast til dæmis flest bifreiðaslys og önnur slys.
Dauði vegna gáleysis læknis er einfaldlega alvarlegra mál en dauði vegna gáleysis flestra annarra. Og það á að taka á slíkum málum eftir því en ekki öfugt eins tíðkast hefur. Að enginn beri ábyrgð þegar menn deyja vegna læknisverka eða skorts á þeim. Þegar heil stétt er friðhelg að því leyti nema menn séu beinlínis staðnir af til dæmis vímuefnaneyslu hlýtur það að bjóða kæruleysi heim.
Viðbrögð Landlæknis eins og þau komu fram í fréttum lofa hins vegar ekki góðu. En það er önnur saga.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er nú það sem þeir eru að reyna að koma inn hjá okkur. Að við sættum okkur við að einhver taki á sig blóraböggulinn og við verðum sátt eftir. Þeir telja okkur bara vilja sjá blóð. Það er ekki planið að breyta því lagaumhverfi og hírarkíi sem olli þessu.
Nú er þetta tugga sem syngur í eyrum í allskonar samhengi. Fólk telur sig axla ábyrgð með að segja sorry og geta svo farið í framboð eins og heilagar kýr. Hvað halda menn að við séum?
Skemmtilegustu útgáfurnar af þessum frasa er að stýrivextir axli ábyrgð fyrir verðbólgu og annað í þeim dúr, eins og herðalaus hugtök og nafnorð séu nú jafnvel fær um að friðþægja lýðinn með að taka á sig ábyrgðina. Það er greinilegt að fyrsti þáttur er ekki búinn í farsanaum einu sinni.
Maður stendur bara á hliðarlínunni og gapir af undrun yfir að fólk komist upp með svona blaður.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 00:23
Í svona tilfellum dugar ekki að biðjast afsökunar. Það er ekki að axla ábyrgð. Að axla ábyrgð felst ekki í orðum heldur gjörðum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 00:36
Það hefur verið næstum vonlaust að sækja rétt sinn gegn fúski lækna... landlæknir staðfesti þetta með svörum sínum í fréttum í gær.... ég gæti ekki notað sömu afsökun ef forrit sem ég skrifa væri í algeru fokki...
Geir Haarde, hann vill ekki horfa á fortíðina, hún skiptir engu máli sýnist manni, nú á bara að horfa á framtíðina og dissa það sem fortíðin kenndi okkur.
Maðurinn er algerlega gaga, sjúklingur eins og flestir íslenskir stjórnmálamenn.
Og ísland... það er búið að vera ef við förum að kjósa um sömu apa flokka aftur.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:50
Vitum við hvað fór úrskeiðis? Við vitum um endapunktinn. Hann liggur í augum uppi. Vitum við hins vegar hvort fylgt var eðlilegum verkferlum og viðurkenndum við eftirlitið? Ef svo var, eru þá verkferlarnir ófullnægjandi eða verða þeir ekki bættir án kostnaðarauka sem kerfið ræður ekki við?
Það var gerð tillaga um það hér á þessari síðu á dögunum, að fólk ætti skilyrðislaust að gefa upp nöfn lækna opinberlega, yrði það vart við mistök þeirra. Er þetta sanngjörn krafa og í samræmi við réttarfar hér á landi? Er líklegt að fólk, sen verður fyrir fullkomlega ótímabærum ástvinamissi, sem virðist vegna hirðuleysis heilbrigðisstarfsmanna, sé í stöðu til að fella hlutlægum dóm um það án óhlutdrægrar rannsóknar?
Þetta eru mjög áríðandi álitamál og almenn þátttaka í umræðunni mikilvæg. Eins og í fluginu þá eru opinskáar rannsóknir á því, sem miður fer í heilbrigðisþjónustunni mjög mikilvægar til að auka öryggi. Flugiðnaðurinn fann það út fyrir löngu að sektin skilaði ekki mestum árangri til þess, heldur þátttaka hins "seka" við að finna niðurstöðuna.
Á hitt ber að líta að hefndin hefur sína stöðu í réttarkerfi okkar, en hún er í þágu annars en að auka gæði heilbrigðiskerfisins.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.3.2009 kl. 10:23
Ég var að tala um að fólk nefndi nöfn lækna EF mistök þeirra hefðu dauða í för með sér eða stórfelld örkuml. Það hefur t.d. komið fyrir að fólk hefur orðið vanvita við svæfingu en ekki dáið. Hvað á fólk að gera sem hefur orðið fyrir ótímabætum ástvinamissi? Bara láta sér það lynda? Mér finnst ekki rétt að draga dómgreind þeirra í efa eða ýja að hefndarhugsun. Það er nefnilega ekki alveg rétt að fólk missi dómgreind og skýra hugsun þó það veðri fyrir mikilli sorg. En það er oft reynt að gera þá sem fyrir verða að eins konar eða beinum sökudólgum ef þeir vilja leita réttar síns. Þeir séu þá fullir af heift og hefnd. Við verðum að hafa i huga að dáinn maður vaknar ekki til lífsins. Dauði við svona kringumstæður getur gjörbreytt lífi þeirra sem eftir lifa og öllu trausti til umheimsins. Hvernig á að bregðast við því? Láta sem ekkert sé? En allan þann tíma, alla æfi þess fólks sem lifir í skugga ástvinamissis heldur læknirinn áfram eins og ekkert hafi ískorist og þetta hefur engin áhrif á ferill hans og hann mun í engu tilfelli svo mikið sem reyna að bæta fyrir verknað sinn gagnvart aðstandendum - ég held ég geti fullyrt að slíkt hafi aldrei gerst. Það að velta þessu upp á þennan hátt, að draga fram þá hlið sem að þolendum snýr, setja sig spor þeirra sem missa og geta ekki sætt sig við það og vilja ná fram réttlæti - er það rangt, er það hefnd? Réttlæti er það að fá það sem menn eiga skilið. Hvað menn eiga skilið er stundum erfitt að meta en það verður að reyna það. Ekki bara láta sem ekkert sé. Er það réttlátt að maður deyi úr hugsanlega læknanlegu meini sem var meira að segja greint en síðan úrskurðað að maðurinn væri orðinn heilbrigður? Hvað eiga aðstandendur að gera? Og hvað á læknirinn að gera? Að mínum dómi á hann að reyna að bæta fyrir mistök sín á áþreiganlegan hátt, t.d. að snúa sér að öðrum störfum. Ég set hér fram svipað sjónarmimið og í blogginu um dómara sem fella dóma sem eru rangir og valda saklausum skaða. Sem sagt að þær stéttir sem mesta ábyrgð hafa beri hana þá en fari bara ekki enn lengra eftir metorðastiganum ef þeir feila eða verða í það minnsta jafn sléttir eftir sem áður. Dauðir rísa ekki upp. Það er sú staðreynd sem þarna er miðlæg og við henni verður að bregðast.
Það getur verið að mönnum finnist ég grimmur og miskunnarlaus og jafnvel ósanngjarn. En það er ekki sanngjarnt að menn deyi við þessaar kringumstæður sem málið snýst um og þá ekki bara eitt tiltekið mál, heldur þau mál þegar fólk er vangreint yfirleitt en þau mál dúkka nú upp hvert á fætur öðru. Orð mín spretta ekki af hefndaarþorsta heldur óvenjulega miklu næmi fyrir hvers kyns ranglæti sem hefur fylgt mér frá barnæsku. Ég samsama mig alltaf þolendum í öllum málum. Ég set fram sjónarmið sem mér finnst eiga fullan rétt á sér og held að margir þolendur muni deila með mér. Og ég veit vel að ef ég set þetta ekki fram - þá gerir það enginn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 13:28
Eitt í viðbót: Þegar sjúklingar eru úrskurðaðir læknaðir og eru áfram undir eftirliti en deyja svo í prósessnum úr banvænu meini sýnist blasa við almennri skynsemi að ekki er um slys eða ''mistök'' að ræða heldur einhvers konar hirðuleysi eða jafnvel vanhæfni. Frammi fyrir slíkum býsnum vilja menn kannski vita hvernig þau ''mistök'' voru í laginu, hvað ''fór úrskeiðis'', en fyrst og fremst að menn verði formlega og í verki látnir sæta ábyrgð. Um það snýst málið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 13:48
Ef sjúklingur segir sögu sína eða aðstandandi þá bannar ekkert honum að nefna nafn læknis. Það er ekki ákæra, það eru ekki réttarhöld, það er ekki brot á réttarfari. Það er aðeins verið að greina frá staðreyndum í frásögn. Það hvað þau óskráðu lög eru sterk, sú bannhelgi, að það sé ALDREI gert í svona frásögnum segir aldeilis sína sögu um þjóðfélagslegt ástand. Má ekki breyta því ástandi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 13:56
Það er rétt að það er ekkert sem bannar sjúklingi eða aðstandanda að nefna nafn læknis í frásögn sinni. Hins vegar má læknirinn ekki tjá sig um málið án samþykkis sjúklings og því fáum við aldrei nema eina hlið málsins í slíkri frásögn. Sé sú frásögn byggð á misskilning, röngum upplýsingum eða reiði í garð læknisins er enginn sem leiðréttir slíkt. Þannig væri hægt að taka lækninn af lífi án dóms og laga!
Þegar umræðan um mistök kemur upp eru sumir að leita eftir réttlæti sér til handa og slíkt er auðvitað skiljanlegt, en þegar skaðinn er skeður hlýtur það mikilvægasta þó að vera að koma í veg fyrir að aðrir hljóti sömu örlög.
Eirikur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:33
Well ábyrgðarleysið hefur lekið niður allan stigann, frá toppi niður í tá.
Enginn tekur ábyrgð á einu né neinu, nema við skrælingjarnir, við berum ábyrgð á öllu heila klappinu.
Skjóta skjóta... það er hið kristna siðgæði, skrælingar eiga að halda kjafti og hlýða æðra settum... því guddi setti þá þangað ;)
Svo má kannski segja að mannslífið sé ekkert svo spes... svona ef menn segja að það sé varalíf til staðar, þar sem allt verður miklu betra.
Menn leggja varla í það ábyrgðarleysi að fara í langa bíltúra með ekkert varadekk... með varadekk er þetta ekki mikið mál :)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:02
''Þannig væri hægt að taka lækninn af lífi án dóms og laga''. En hvað með sjúklinginn sem dó? Og hvað með aðstanendur hans? Mér finnst skorta þarna alltaf, Þegar svona er sagt, einhve réttlætistilfinning. Það má ekki ''meiða'' lækninn þó sjúklingur hafi dáið. Og það er alltaf stutt í að menn fari að ásaka þolendurna ef þeir leita réttar síns af einurð. Ýjað að hefnd og reiði, sem sagt mannlegum löstum. Hvað með manndráp af annars konar gáleysi? Er nokkur ástæða til að nokkur beri þar ábyrgð. Er ekki bara málið að horfa fram á við, koma í veg fyrir að aðrir hljóti sömu örlög. Það eru nú áreiðanlega ekki skemmtileg örlög að vera dæmdur fyrir manndáp af gáleysi sem oftast eru slys og alls ekki ásetningur. En samt er það gert vegna þess að það er innbyggt í okkur eitthvaða réttlætislögmál. En Þegar menn deyja vegna gáleysis lækna er eins og menn noti alla útkróka til að bera blak af þeim.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 17:04
Ef læknastéttin hefur vanist því að þurfa helst aldrei að taka ábyrgð á gerðum sínum ef illa fer og jafnvel nöfn þeirra mega ekki koma fram nema vekja almenna hneyklsun hlýtur það að skapa þann móral og fullvissu hjá þeim að þeim sé alltaf óhætt hvað sem út af ber og það hlýtur aftur að ala á kæruleysi. Hverjir hafa skapað mórlainn um heilbrigðiskerfið aðrir en heilbrigðisstarfsmenn sjálfir. Hverjir hafa skapað goðsögnina um besta heilbrigðiskerfi í heimi? Það er það sem lækar vilja heyra þó sannanir fyrir því gagnstæða hrannist upp. Landlæknir á að gæta hagsmuna almennings. Viðhorf hans kemur snilldarlega fram í athugasemd í dag út í fréttir Moggans sem er að reyna aða opna þessi mál. Hrokinn og yfirlætið, hreinn dónaskapur, lýsir þar af honum langar leiðir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 17:14
Hneykslun út í þá sem nefna nöfnin á ég við.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 17:15
Ég vil taka undir margt það, sem eigandi síðunnar nefnir hér að framan. Ef orð mín hafa gefið tilefni til að ætla, að ég sé fyrir að breitt sé yfir í þágu lækna þegar illa fer, þá er það misskilningur. Þá vil ég biðja menn um að lesa orð mín aftur í rólegheitum. Þar er ekkert að finna, sem styður þá ályktun.
Ég er aðeins að biðja um að læknar njóti réttarfarsins eins og aðrir og séu dæmdir eftir sannanlegum atvikum en ekki utan dóms og laga eins og e-r orðaði það hér að framan. Einnig vil ég benda á, að það er í þágu notenda heilbrigðiskerfisins að margir fleiri atburðir séu rannsakaðir en nú er gert og þá með galla á verkferlum frekar í huga en sekt. Þetta hefur reynst vera farsæl nálgun og hafa t.d. Danir sett sérstaka löggjöf þar að lútandi.
Allir, sem verða vísir að lögbrotum, eiga að fá refsingu að lögum, hvort sem það er lækna eða aðrir.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.3.2009 kl. 20:08
Þeir sem deyja vegna rangrar eða ónógrar læknismeðferðar fá ekki að njóta neins, hvorkir réttarfars eða annars, sannarlega án dóms og laga. Þetta er það sem sumir vilja ekki skilja og ekki einu sinni horfast í augu við, hvað þá að þeir eigi einhver réttlát svör við því. Þetta er spurning um ábyrgð. Afhvejru má ekki hugsa um sekt einstaklinga þegar læknar eiga í hlut en aðeins verkferla?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 20:58
Hvað um þá einstaklinga sem fyrir verða? Eiga þeir ekki skilið neins konar réttlæti sem einstaklingar, bara hugsanir um almennar aðgerðir, eitthvað sem hnígurt að almennum notendum heilbrigðiskerfisins? Þegar einstaklingur deyr, hugsanlega af ranglætisorsökum, t.d. kæruleysi, er það ekki almennt mál heldur eitthvað sem hnígur að þeim einstaklingi og hans nánustu. Ég veit vel að þetta eru ekki auðveld eða einföld mál en allan tímann hef ég hér verið að beina athyglinni að því hvernig bregðast skuli við einstökum málum sem þegar hafa orðið en ekki að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er í rauninni annars konar pæling.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 21:05
"allan tímann hef ég hér verið að beina athyglinni að því hvernig bregðast skuli við einstökum málum sem þegar hafa orðið en ekki að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það er í rauninni annars konar pæling."
Þetta er áfangi hjá okkur. Margvíslegir atburðir með neikvæðum afleiðingum verða í heilbrigðisþjónustunni, inni á sjúkrahúsunum ár hvert. Í flestum þessara atvika verður ekki sök fundin, atburðarás verður, sem leiðir til óhapps eða útkomu, sem ekki var stefnt að. Margvíslegar ástæður geta legið til grundvalla svo sem misskilin fyrimæli, of líkar umbíður lyfja með ólíka verkun eða illa hönnuð tæki eða jafnvel festingar. Mjög mikilvægt er að þetta sé rannsakað hverju sinni og vankantarnir fundnir í þágu þeirra, sem sömu þjónustu eiga að nóta í framtíðinni.Þannig byggja fyrirbyggjandi aðgerðir á því, sem gerst hefur.
Í fæstum tilvika verður sök fundin hjá heilbrigðisstarfsmanni. En það er vissulega fyrir hendi svo sem þegar læknir gefur röng fyrirmæli eða sýnir af sér vankunnáttu, hirðuleysi eða annan ódugnað, sem verður sjúklingi til tjóns. Í þessum tilvikum verður að rannsaka málið með sama hætti og hin fyrri til að bæta þjónustuna og einnig að láta viðkomandi sæta refsingu að lögum. Við hljótum að gera ráð fyrir að það fari að sömu réttafarsreglum og fyrir alla aðra.
Eða hvað er það sem þú vilt tæpitungulaust? Viltu sjá fangelsisdóma yfir læknum fyrir manndráp af gáleysi? Eða e-ð annað verra?
Sigurbjörn Sveinsson, 3.3.2009 kl. 21:33
Ef það er gáleysi finnst mér að eigi að dæma þá eins og fyrir annað gáleysi. Hvorki meira né minna. Mér finnst það álíka harkalegt eins og þegar aðrir eru dæmdir fyrir gáleysi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 23:05
En segðu mér tæpitungulaust: Finnst þér réttlátt í því dæmi þegar maður deyr eftir að hafa verið úrskurður læknaður af lækni eða læknum að þeir þurfi á engan hátt að standa frammi fyrir afleiðingum gerða sinna formlega og gagnvart aðstandendum? Hvernig viltu að sá læknir hagi sér? Veistu um einhver dæmi þess að læknir hafi í raun reynt að bæta aðstandendum það?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 23:09
Og þegar þú hefur svarað ætla ég að setja punktinn fyrir mitt leyti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 23:12
Ég er alltaf jafnhissa þegar fólk kallar það hefnd að annað fólk vilji að sekir sæti ábyrgð. Það er endalaust viðkvæði fólks í landinu: Hefnd, hefnd. Það heitir að sæta ábyrgð, ekki hefnd. Og langoftast er í þessu sambandi vísað í Bandríkjamenn með hefndina. Og það vegna þess að dómar eru oftast lengri og strangari þar. Þetta er misskilningur og mistök og orðið þreytandi. Það að fólk skuli sæta ábyrgð er ekki hefnd. Dómar og fangelsisvist eru ekki hefnd. Það er bæði gert til að kenna fólki sem ekki hefur lært það enn, að það ber ábyrgð í samfélagi manna og til að verja fólkið í landinu gegn ábyrgðarlausu og hættulegu fólki. Og þangað til þessi hefndarhugsun víkur, munu endalaust vaða um götur landsins ábygðarlaust fólk og barnaníðingar og stórglæpamenn.
EE elle (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:57
Vil líka segja að Sigurður er ekki einn um ofanverðar hugsanir. Og nei, hann lætur engan veginn hefndarhug í ljós. Ég hef nokkrum sinnum mótmælt ábyrgðarleysi af ýmsum toga, sem fólk kemst upp með í landinu og fáránlega vægum dómum og/eða veikum lögum. Og þá kemur alltaf einhver landinn með hefndarkenninguna. Og oftast skal vísað í ´hefndarþorsta' Bandaríkjamanna sem er ranglátt. Fólk í landinu er orðið samdauna þessari hefndarkenningu. En með nokkrum ´óstýrilátum´ undantekningum.
EE elle (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:22
1. Finnst þér réttlátt í því dæmi þegar maður deyr eftir að hafa verið úrskurður læknaður af lækni eða læknum að þeir þurfi á engan hátt að standa frammi fyrir afleiðingum gerða sinna formlega og gagnvart aðstandendum?
Það er grundvallaratriði að læknirinn/læknarnir rökstyðji þessa niðurstöðu bæði fyrir þar til bærum yfirvöldum, sem geta verið heilbrigðisstofnunarinnar og fyrir aðstandendum ef eftir því er leitað. Hafi vinnubrögð læknisins/læknanna verið frábrugðin því, sem venja er, verða viðkomandi að taka afleiðingunum, sæta ábyrgð, skv. gildandi lögum og reglum. (Með venju er átt við að fengið er álit sérfræðinga á sama sviði um hvað teljast vera eðlilegir verkferlar og vinnubrögð í alþjóðlegu samhengi.)
2. Hvernig viltu að sá læknir hagi sér?
Eins og maður.
3. Veistu um einhver dæmi þess að læknir hafi í raun reynt að bæta aðstandendum það?
Þessari spurningu get ég ekki svarað. Ég gæti hugsanlega svarað henni ef ég vissi við hvers konar bætur er átt þ.e. huglægar eða áþreifanlegar. Fyrir liggja dómar um fébætur fyrir alvarlegar afleiðingar læknismeðferðar.
EE elle: Hefndin er þekkt hugtak í íslensku réttarfari. Lögfræðingar taka því sem eðlilegum hlut að samfélagið krefjist ekki bara "betrunar" fyrir hinn seka heldur fái hann "makleg málagjöld".
Sigurbjörn Sveinsson, 4.3.2009 kl. 09:22
Áður en ég hætti alveg: Hreint út sagt: mér finnst sjálfsagt að dæma lækna í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi ef því er til að dreifa. Og það er ekki ''verra'' að dæma þá til slíkrar refsingar en aðra. Orðalagið ''annað verra '' á því ekki við. Að menn skuli átómatískt eins og þeir séu að heykslast á því, það sé alveg agalegt, segir kannski meira en allt annað um þann móral sem ríkir í landinu um ''mistök'' lækna þar sem þykir hreinlega hneykslanlegt að ætlast til að þeir beri raunverulega ábyrgð. Að sama skapi er tilfinningaleysi og hirðuleysi lækna - og margra annarra - um þá sem verða fyrir skaðanum alveg hriminhrópandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 09:26
Þessi síðasta athugasemd mín var skrifuð áður en Sigurbjörn kom með sína. Hún er því ekki andsvar við hans athugasemd.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 09:30
Og það sem ég var að segja um ´hefnd´var meint fyrir alla hópa fólks, bílstjóra, dómara, götusópara, lækna, lögfræðinga, skiptir ekki máli. Vildi segja það til að forðast misskilning.
EE elle (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:57
Finnst þér réttlátt í því dæmi þegar maður deyr eftir að hafa verið úrskurður læknaður af lækni eða læknum að þeir þurfi á engan hátt að standa frammi fyrir afleiðingum gerða sinna formlega og gagnvart aðstandendum?
Eftir öllu sem fram hefur komið í viðtölum við konu þessa aumingja manns sem rætt er hér um þá er ekkert sem læknirinn hefði frekar getað gert manninum til framdráttar annað en að upplýsa hann betur um að hann væri líklega læknaður en ekki læknaður. Grunnæxlið var líklega fjarlægt en virðist hafa sáð sér áður, eftir því sem ég fæ best skilið. Eins og Matthías Halldórsson benti á í Kastljósi um daginn var ekkert meira hægt að gera. Eftir að meinvörp hafa myndast er sjúklingur svo gott sem dauðadæmdur nema ef æðri máttarvöld grípa inn í, því miður.
Dauði sjúklingsins virðist því, af þeim takmörkuðu gögnum sem okkur almenningi eru birt, ekki vera á ábyrgð læknisins en þó mætti segja að upplýsingaflæðið, eða skortur þar á, hafi verið á hans ábyrgð. Það er hins vegar, því miður, tilhneiging leikmanna og þá sérstaklega Moggabloggara, að stökkva til og hengja mann og annan þá þeim þykir eitthvað miður hafa farið. Viðbrögð eiginkonunnar eru að mörgu leyti skiljanleg. Hún vill fá skýringar á því hvers vegna gangur málsins var eins og hann var og við skulum vona að hún hafi fengið eða muni fá þær.
FTS (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:32
Fiðrik Thor Sigurbjörnsson læknnemi sem fellur sig bak við FTS: Konan hefur kært. Það hefði hún ekki gert ef hún teldi ekki að það væri til einhvers, að allt væri jafn rakið og vafningalaust eins og þú vilt vera láta. Málið hlýtur að liggja í því hvers vegna maður var sagður vera læknaður þó hann hafi ekki verið það í raun. Er það bara sisvona óviðráðanlegt fremur en einhvers konar mistök eða vanhæfni eða fljótfærni? Svo segir þú: ''Það er hins vegar, því miður, tilhneiging leikmanna og þá sérstaklega Moggabloggara, að stökkva til og hengja mann og annan þá þeim þykir eitthvað miður hafa farið.'' Hér ert þú að saka mig, sem hér kem fram undir fullu nafni og mynd svo allir geta nú vitað við hvern þeir eru að eiga, alveg augljóslega í fyrsta lagi að lýsa yfir fyrirlitningu á mér sem einn af Moggabloggunum og saka mig um að vilja "hengja mann og annan". Þú víkur þó ekki efnislega að neinu sem ég hef skrifað, hvorki i færsliunni né athugasemdunum. Lætur bara líta út sem það sé eini tilgnagur minn að hengja mann og annnn en slíkt er ekki talið sérlega geðfellt. Hefði ekki verið vinkunnannlegra að koma með slíkar ásakanir undir fullu nafni í staðinn fyrir upphafssafi sem enginn þekkir en mér tókst þó að finna og það er reyndar oft hægt í þeim tilfellum sem fólk gerir nafnlausar arhuganir. Ef þú vilt svo gera fleiri athugasemdir skaltu koma undir nafni en ekki nafnleynd, annars helypi ég þér ekki í gegn.
Í þessu sambandi er framlag Sigurbjörns Sveinssonar virðingarvert. Ég veit að hann er mér að mörgu leyti mjög ósammála en hann er hér að ræða málefnalega og kurteislega við leikmann um mikilvæg atriði sem snerta allt þjóðfélagið. Það er ekki algengt að sérfræðingar eigi slíkan orðastað við venjulegan almenning um þau málefni sem snerta sérgreinir þeirra er jafnframt snertaallt þjóðfélagið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.3.2009 kl. 11:23
Að vilja að fólk sæti ábyrgð er ekki það sama og vilja hengja menn. Það er að mínum dómi svipaður misskilningur/mistök og að það að vilja að fólk sæti ábyrgð sé hefnd. Við erum öll ábyrg gerða okkar, er það ekki? Ég get ekki skilið ábyrgð neitt öðruvísi.
EE elle (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:58
Hins vegar vil ég segja að ég dæmi ekki um ofanvert mál þar sem ég bara þekki það ekki nóg. Og finnst að ábyrgð fólks miðist við gerðir fólks við þær aðstæður sem lifað/unnið var við hverju sinni. En óskilt hefnd og henginum á mönnum.
EE elle (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:10
Þ. e. - hengingum á mönnum.
EE elle (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:15
Ég stend við það sem ég skrifaði.
Það þarf ekkert að segja manni það að í svona málavöxtum sé um að ræða óviðráðanlegan atburð. Hann hlýtur að flokkast undir vanrækslu, hirðuleysi, gáleysi eða eitthvað álíka.
Þarna þykir mér þú tala eins og málið sé fyrir þér "rakið og vafningalaust". Við höfum báðir sömu gögnin í málinu en vinnum úr þeim út frá mismunandi forsendum (hér skal bent á að hvorugur okkar hefur nándar nærri öll gögnin í málinu og vitum við því hvorugur í raun hvað við erum að tala um!). Maðurinn var "læknaður", svo framarlega sem hægt var að sjá á e-m ákveðnum tímapunkti ef unnið var eftir viðurkenndum verkferlum (sem landlæknir kveður á um að gert hafi verið). Þetta þykir mér fría lækna undan a.m.k. ásökun um "læknamistök" en þó reyndar ekki um ásökun um "samskiptamistök" að því er virðist. Þessu ert þú ósammála og vilt að "einhver axli ábyrgð". Ég spyr: Ábyrgð á hverju?
Annars sýnist mér þessi hestur okkar vera dauður og að við munum hvorugur ríða honum lengra.
Friðrik Thor Sigurbjörnsson, 5.3.2009 kl. 14:10
Úr því konan kærir geri ég ráð fyrir að hún muni ekki vera ósammála því sem ég set þarna fram, hún gerir ráð fyrir því að ekki hafi allt verið bara eðlilegt í öllum verkferlum. Hún hefur sagt beinum orðum að hún vilji að ein hver axliá byrgð. Er hún þá bara á algjörum villigötum og ætti kannski að hætta við málið? Ég samsama mig henni fremur un læknunum en það hlýtur maður mega gera. Það er staðreynd að konan ætlar að kæra og þar með hlýtur eitthvað að vera meira í málinu með ábyrgðina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.3.2009 kl. 14:53
Það er gott og raunar alveg sjálfsagt að láta reyna á svona mál. Allra vegna.
Sigurbjörn Sveinsson, 5.3.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.