21.3.2009 | 13:27
Dagshitamet í Reykjavík
Á fimmtudaginn, 19. mars, var dagshitamet slegið í Reykjavík. Hitinn fór í 10,1 stig, kringum kl. 15, en var 9,7 stig kl. 15. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur þennan dag í Reykjavík sem vitað er um. Meðalhiti sólarhringsins var einnig sá hæsti þennan dag, 8,5 stig með dálitlum fyrirvara.
Hitinn í Reykjavík er samt ekki sá mesti sem komið hefur svo snemma vors. Í mars 1964 mældust 10,5 stig þ. 15. og um hávetur, 5. janúar 2002, mældust 10,6 stig í borginni og 10,5 daginn eftir.
Meiri meðalhiti en mældist á fimmtudaginn hefur komið fyrr á árinu í öllum mánuðunum, janúar, febrúar og í mars fyrir þ.19.
Dagshitametið fyrir mesta hita á öllu landinu var ekki slegið.
Var að uppfæra veðurdagatalið í tilefni af þessu.
Lesið veðurdagatalið daglega! Fylgist með nýjustu tískusveiflum í veðrinu! Fylgist með gróðurhúsaáhrifunum leggja undir sig heiminn!
Umfram allt: Fylgist með!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég er viss um að Malína er búin að bíða spennt eftir slíkri veðurfærslu frá þér Sigurður.
EE ellee (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 13:47
Þar sem ég var áður búinn að afrita veðurdagatalið í mína tölvu sé ég að gamla metið fyrir 19. mars var 8,8 stig og hér er því bæting um 1,3 gráður hafi ég lesið rétt út úr. Þetta var líka óvenju djúp sunnanátt samkvæmt veðurkortum og hefur sjálfsagt borið með sér hina ýmsustu furðufugla.
Emil Hannes Valgeirsson, 21.3.2009 kl. 14:31
Vér fylgjumst með! Keine áhyggjur! Vér erum á tánum - full eftirvæntingar, athygli og ákafa eftir næsta veðurblómi.
Og hvurt þó í hoppandi - núna er allt í einu farið að snjóa hérna hjá mér í allri vorblíðunni!
Malína (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:38
Einhvern daginn mun ég senda þér söguna af veðurglöggu ærinni Jarmildi og hennar grimmilegu veður-hefnd á bónda nokkrum. Það bíður betri tíma, en þú átt þó öðrum mönnum fremur skilið að fá að heyra þá sögu, enda betur gefið en flestum að fjalla skemmtilega um veður.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 10:11
Takk Siggi minn - þú mannst nú glöggt að þú kynntir mig fyrir textagerð árið 1971 og svo aftur ef minnið er rétt 1974. Við skrifuðum í sameiningu skammargrein um eitt ákveðið kapitalískt fyrirtæki hér á landi, en í raun var það fylleríið á mér sem henti mér út á götuna
Ólöf de Bont, 22.3.2009 kl. 12:35
Ég svitna alveg að heyra þetta. Gróðurhúsaáhrifin eru greinilega komin í harða samkeppni við þá sem hann Þorsteinn Sch. er vondur út í.
Hér í Danaveldi er veðrið eins og það er alltaf: nefnilega grátt. Það kom reyndar sólarglæta í dag, þegar ég svaf til að berjast við inflúensu sem hrjáir mig.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.3.2009 kl. 15:45
Og hvað ætli hitinn í Danmörku komi Þorsteini Sch. við Vilhjálmur? Þetta er nú með ólíkindum. Ef ekki einelti.
Jón (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.