Heiladauður

Ég er núna svona nokkurn veginn andlega dauður. Ég skil ekkert af því sem fram fer í kringum mig (enda er það fullkomlega óskiljanlegt) og dettur ekkert í hug. Bloggið mitt hefur ekki verið nema svipur hjá sjón síðan í haust.

Hvað er í gangi?

Er þetta það sem kallað er heiladauði?

Á ég svo að kjósa eitthvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Nei þá verðurðu sko miklu verri

Jón Arnar, 9.4.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skal taka þig í gegn einhvern næstu daga.

Vertu viðbúinn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ertu ekki bara haldinn kreppusótt á háu stigi?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 03:02

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Pólitískur doði?

Júlíus Valsson, 9.4.2009 kl. 09:25

5 identicon

"...Í blogginu hef ég ekki notið mín síðan í haust.

Hvað er í gangi?"

Partzheimer?  Velkominn í hópinn!  Ég hef verið meðlimur í fjölda ára!

Er það ekki annars með bloggið eins og flest annað sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu?  Við fáum leið á hlutunum (og flestu fólki) og þurfum að hvíla okkur á þeim - stundum vel og lengi lengi lengi!  Komum svo tvíefld til baka aftur.  Láttu mig vita það!  Reyndar er ég sjálf eina manneskjan sem ég hef ekki ennþá fengið leið á um ævina!

"Á ég svo að kjósa eitthvað?"

Já, þú átt að kjósa Borgarahreyfinguna.  Til hvers að reyna að tjasla upp á gömlu, druslulegu flokkana?  Gefum nýja og ferska fólkinu sjens.  Og ekki orð um það meir!  Punktur.

Malína (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:15

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og basta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband