Hvað er veðurblíða

Í fréttum Rúv um hádegið var sagt að píslarganga hafi farið fram við Mývan í morgun í blíðskaparveðri.

Þetta var haft eftir talsmanni göngunnar. Það kom þó fram hjá honum að það hafi verið norðangjóla en þurrt. Samt notaði hann þetta orð ''veðurblíða''.

Á sjálfvirku veðurstöðinni við Mývatn var í morgun vindur 5-6 m/s og hviður upp í 9 m/s. Einmitt norðangjóla. Frost var eitt til tvö stig og enginn ylur af sól. Loft var kafþykkt og úrkoma víða á nálægum veðurstöðvum. 

Það er undarlegt að kalla þetta ''veðurblíðu''. Það er bara sagt til að fegra atburðinn. Veðrið var bara svona þokkalegt. Auðvelt er að hugsa sér meiri blíðu, t.d. sól og hægviðri og þó ekki væri nema 5 stiga hita. Hvað ætti að kalla það veður og þaðan af blíðara?

Þessi veðurlýsing er bara út í loftið.  

Veðurlýsingar frá útihátíðum eru það oftast nær og það gerist aldrei að fréttamenn hafi fyrir því að kanna sjálfir veðrið á þeim stöðum sem um er rætt eftir fyrirliggjandi gögnum. Þeir endursegja bara lýsingar manna á staðnum jafnvel þó í þeim séu innri mótsagnir eins og  þessari frétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hjó líka eftir þessari „túristaauglýsingu“ og einnig því, að fólk gekk rangsælis kringum vatnið!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.4.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst vel viðeigandi að fara rangsælis því það er í samræmi við hinn öfugsnúna tíðaranda. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.4.2009 kl. 13:22

3 identicon

Veðurblíða gæti verið rok og rigning þegar konan vill tjékka á hvort geysir gjósi

DoctorE (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:14

4 identicon

Ég er hissa á þér, svona veðurglöggum manni, að vita ekki að það er ALLTAF gott veður fyrir norðan og miklu betra en annars staðar - þegar heimamenn segja frá.

Ómar Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:07

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ja wohl!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband