Jórunn Viðar

Það var gaman að myndinni um Jórunni Viðar í sjónvarpinu. Fín tenging við fortíðina og það að menning var á Íslandi löngu fyrir daga stóru bólu og hrunsins.

Skemmtilegt líka hvað Jórunn er glöð og hláturmild. Og músikin hennar er allt í senn nútímaleg, hefðarbundin og rammíslensk.

Ég man vel þegar ég sá Síðasta bæinn í dalnum í Austurbæjarbíói. Mamma fór með okkur krakkana og var eldri en Jórunn var þá. Þá voru saklausir og bjartsýnir dagar. En tíminn líður.  

Óvenjulegt að eitthvað annað en fíflaefni sé í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Músikin hennar er allt í senn nútímaleg, hefðarbundin og rammíslensk."

Einmitt! Hlakka til að hlusta á væntanlegan disk með sönglögum Jórunnnar. Það sem eg heyrði í þættinum lofar mjög góðu. Frábært að tónskádið sjálft skuli hafa verið við stýrið. Á tíræðisaldri. 

Rómverji (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æi, árans að missa af þessu!  Jórunn er frábær.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.4.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þátturinn verður áreiðanlega endurtekinn áður en langt um líður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband