Ef þú drekkur ekki ...

Áttu ekki á hættu að veskinu þínu verði stolið af þér sofandi í ölvímu. Það tekur samt ekki ábyrgðina af  þjófnum.

Gætum okkar því vel í umgengni við áfengi.

Og alls ekki á að ala á því að menn beri ekki ábyrgð á sjálfum sér í öllum aðstæðum.

Vörumst undanlátssemi við Bakkus í hvaða mynd sem hún birtist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Miða við þau rök,að kona sem er drukkin eða ofurölvun,þá sé hún að kalla á nauðgun,það sé þeim að kenna,þær séu að kalla á þetta,þá sé það þeim að kenna.???(þvílík þvæla,að mönnum skuli detta þetta í hug??) Auðvita biðja þær ekki um þetta,og vilja ekki láta nauðga sér,þær eiga fullan rétt á því að drekka og vera öruggar á því að engin nauðgi þeim,(maður skilur ekki hverinn menn hafa, list á að nauðga meðvitalausum kvennamanni þær eiga mínar samúð)En það er rétt hjá þér Sigurður,ef það sama á að gilda fyrir aðra,þá er það þér að kenna að vera dauðadrukkin og ósjárbjarg,þá ertu að kalla á það að vera rændur,það er þér að kenna,þjófurinn mátti stela veskinu af þér,þú varst ofurölvi,þvílík steypa,þvílík þvæla,vonandi læra menn á þessu,nei þíðir nei,nauðgun eða þjófnaður við líðum það ekki í okkar þjóðfélagi.Hana nú.

Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Má ekki orða það lengiur að hver maður eigi að gæta sín á því að drekka ekki frá sér vit og rænu? Það er eitthvað mikið rangt ef það má ekki og slíkt sé lagt út á versta veg. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Rafn Jónsson hjá Lýðheilsustöð segir:

''Við tökum allri gagnrýni sem uppbyggilegri. Það er engu að síður staðreynd að þeir sem verða fyrir ofbeldi og árásum eru oft undir áhrifum áfengis. Þannig að ef þú velur að fara út og drekka eykur þú áhættuna á ofbeldi. Við erum hins vegar alls ekki reyna að setja þetta fram þannig að ábyrgðin sé tekin af sökudólgunum. Og erum ekki að reyna að gera þolandann að sökudólgi.''

Þetta er svo sjálfsagt að varla þarf að hafa orð á því. Það er eitthvað að, hættuleg undanlátssemi við alkóhól, ef menn fara að snúa út úr þessu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband