Heimska og klunnaskapur

Þessi orð forstöðumanns Húsafriðunarnefndar segja allt sem segja þarf um aðgerðir lögreglunnar. Þær voru ónauðsynlegt og óafsakanlegt skemmdarverk á menningarverðmætum.

Í útvarpinu um daginn sagði Helgi Guðlaugsson prófessor í félagsfræði að hústakan  hafi verið pólitísk aðgerð.

Það liggur í augum uppi. Hún  er andóf gegn þeirri grotnunarniður-pólitík sem auðöfl hafa látið viðgangast með hús í miðbænum. Með velþóknun eða sinnuleysi borgaryfirvalda. Meira að segja Morgunblaðið hneykslast á þeirri niðurníðslu og því virðingarleysi sem öllum borgarbúum er sýnd með henni.

Niðurrif lögreglunnar er skammarlegt athæfi og verður ekki réttlætt með því einu að hústakan hafi farið fram.

Fyrst og fremst ber hún þó vitni um heimsku og klunnaskap. Og það að lögreglan gengur í rauninni í lið með niðurníðslupólitík verktakanna. 

Sem yfiröld leggja svo blessun sína yfir.

Og enginn frambjóðandi í fremstu röð þorir að gagnrýna.


mbl.is Fékk hland fyrir hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband