19.4.2009 | 20:15
Helgisögnin um heimilin
Engin staður er helgari en heimilin, segir í kosningaauglýsingu Framsóknar.
Ég gæti gubbað yfir þessum búralega smáborgaraskap og haugalygi.
Sannleikurinn er sá að fjölskldan er mesta kúgunarstofnun sem heimurinn þekkir.
Þvílík afdalapólitík að umvefja hana einhverjum heilagleika.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Setti Mali inn þessa færslu?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.4.2009 kl. 20:43
Um þetta eru vafalítið skiptar skoðanir. Það er hins vegar sannleikskorn í flestu, sem fram er sett, og forvitnilegt væri að heyra nánari rök fyrir þessum fullyrðingum.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 20:44
Flottur Siggi, hárrétt. Hvar annars staðar á að móta liðið? Á Íslandi er okkur haldið á lágum launum, því þá þurfum við öll að vinna yfirvinnu. Öðru vísi gat þessi fámenna þjóð ekki haldið uppi nægilegri arðsemi fyrir auðvaldið. Báðir foreldrar vinna úti, börnin eru meira og minna vanrækt, ef þau eru ekki beitt ofbeldi heima fyrir. En vanræksla er ofbeldi. Íslendingar hreykja sér gjarnan af frelsinu, sem börnin okkar búa við. Börnin okkar ganga sjálfala og treysta á vini sína frekar en foreldra.
Rósa (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:57
Rósa kemur þarna með nánari rök svona heldur betur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 21:00
Þú sleppur ekki svona billega.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 21:12
Fórstu í búðina? Hvað keypturðu?
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 21:17
Eftir að Japís gamli dó drottni sínum eru hér engar plötubúðir, sem veigur er í. Nenni ekki að bíða eftir diskum frá Amazon, ætla að líta á þetta þegar ég verð í Amsterdam í byrjun næsta mánaðar.
Á miða í Concertgebouw. Safna tónlistarhúsum. Bráðum eignast ég eitt til viðbótar hér á kajanum.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 21:33
"Sannleikurinn er sá að fjölskldan er mesta kúgunarstofnun sem heimurinn þekkir."
Það er ekkert hægt að alhæfa svona. Fjölskylda er ekki endilega það sama og fjölskylda!
Hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:39
Þetta er til í 12 tónum, op. 6 eftir Handel.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 21:39
Ég var rétt í þessu að ljúka við að hlusta á Söguslóð fra liðnum föstudegi. Var þar lesið úr Frá Hlíðarhúsum til Bajramalands eftir Hendrik Ottósson. Honum kynntist ég og öllum hinum snillingunum á fréttastofu útvarps þegar ég vann hjá útvarpinu sem unglingur nokkur misseri.
Það er lærdómsríkt að heyra lýsingar Hendriks á fjölskyldu sinni bæði að austan og úr Dana- og Prússaveldi. Ástúð langafa og langömmu eftir 70 ára hjónaband er við brugðið og heimili foreldra hansvar börnunum mikilvægt skjól auk þess, sem það fóstraði vaxandi stéttavitund og örvaði ungt fólk til pólitsískra afskipta.
Þú mátt ekki svipta okkur trúnni á ætaarböndin og mikilvægi fjölskyldunnar með einun náðarhöggi.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 22:11
Ég miða aðallega við Malafjölskylduna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2009 kl. 22:12
Nei, fjölskylda er ekki það sama og fjölskylda. Og foreldrar eru ekki sama og foreldrar og ekki allir foreldrar vinna myrkranna í milli. Það er sorglegt þó að horfa upp á unga krakka ganga um sjálfala og ætti ekki að líðast undir neinum kringumstæðum.
EE elle (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:19
Þú ætlar ekki að segja mér að kötturinn sé vandamálið?
Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2009 kl. 22:27
Ég sem hélt að Malafjölskyldan væri fullkomin?
Hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:31
Já, gengur Mali um sjálfala?
EE elle (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:33
Klárlega Siggi. Og allir fara undan í flæmingi. Það er einmitt stóra meinið...Helvít... meðvirkin. Hefur ekkert með Mala að gera.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:09
Erum við öll að fara undan í flæmingi? Kannski geturðu lesið ´commentin´aftur og skilið að okkur er ekki alvara með Mala og vitum vel að það hefur ekkert með hann að gera.
EE elle (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:29
Ég held reyndar að Malapabbi sé farinn undan í flæmingi! Við vorum öll bara að nöldra og eitthvað svo vond við hann.
Sakbitna Malína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:56
Sigurbjörn: Þetta hetir ofhvörf að skrifa svona eins og ég geri. Auðvitað eru fjölskyldur misjafnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 01:52
Er annars þessi Rósa ekki asnabóndi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 01:53
Já, við vorum vond við hann og hann sagði þetta ekki út af engu.
EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:15
Nei, einkur önnur Rósa. Hér kemur sú asnalega.
Sigurður. Heimili er eitt og fjölskylda annað. Allt annað. Í þessari auglýsingu er talað um ´stað´ og ´heimili´, ekki fjölskyldu. Og að segja þann stað helgari en allt annað, er alveg hreint ágætis staðhæfing.
En spurning hverju menn séu að ýja að með þessu. Er verið að meina að það, að taka heimili af mönnum séu helgispjöll? Og hver eru þá viðurlögin við helgispjöllum?
Hvað staðhæfingar um kúgunarvald fjölskyldunnar varðar má segja að útivinnandi foreldrar og sjálfala börn grafi undan þeim, því kúgun byggist á valdi, og því sjálfstæðara lífi sem hver fjölskyldumeðlimur lifir minnkar kúgunarvald hinna.
PS. Önnur asnan reyndi að sparka í mig í morgun - tvisvar. Og það á meðan ég var að reyna að snyrta á henni neglurnar (með brauðhnífnum mínum). Og á meðan hún gæddi sér á grasi sem ég hafði skorið oní hana baki brotnu.
Talandi um ofbeldi og kúgun fjölskyldunnar!
Hin asnalega (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:05
Menn hljóta þó að geta verið sammála um það að í skjóli fjölskuldunnar fer alltof oft fram vanræksla og ofbeldi, líkamlegt og kynerðislegt, lika ýmis ökonar höfnun og mismunun og þrýstingur. Það er t.d. eitthvert illa séðasta tabú sem til er að tala illa um foreldra sína þó allir foreldrar séu ekki vanda sínum vaxnir. Ekki finnst mér ástæða til að setja fjölskyldna á stall, þí talað hafi veirð um heimili er greinileega átt við fjölskldur. Mér finnst svo æðislegt að hin asnalega skuli enn fylgjast með blogginu mínu sem er nú bara orðið svipur hjá sjón miðað við velmektardaga þess.
P.S. Mali er algjör týrann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 10:43
Rök ´hinnar asnalegu´voru stórgóð. Og jú Sigurður, fjölskylda getur kúgað og kvalið og verið stórskemmandi börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Og hluti fjölskyldunnar býr jú inni á heimilinu. Og þó heimilið ætti að vera heilagt eru ekki öll heimili það.
EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:09
"Heilagt" er ekki til... ég er alltaf að segja ykkur þetta krakkar ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:36
Segðu það Framsóknarflokknum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 14:49
Ég reyni ekki einu sinni að tala við menn í framsókn :)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:08
_____________________________________
"Kúgun innan fjölskyldunnar og heimilisins."
Ég held að ein mesu mistök sem gerð hafa verið á undanförnum árum, eru þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 ára í 18 ára aldur til þess eins að apa eftir Evrópubandalaginu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vesrænum löndum sem fara ekki vel með afkomendur sína.
Þegar íslensk ungmenni eru orðin 16 ára, eru þau orðin það þroskuð að þau geta sjálf um það dæmt hvort það sé ástæða að forða sér "að heiman" ef um heimilis- ofbeldi og kúgun er að ræða. Slíkt ofbeldi og kúgun eru oft svo falið að þeir sem eru utanaðkomandi sjá slíkt ekki auðveldlega. Heimilis- ofbeldi og kúgun er lang oftast andlegs og sálræns eðlis, oft vegna falins drykkjuskapar og vímuefnaneyslu eða geðveiki og skapgerðarbrests foreldranna og því ástæðulaust að vera að blanda Barnaverndarnefndum í málið, sem eru svo svifasein að málin eru oftast leyst af sjálfu sér og unglingarnir löngu orðnir fulltíða þegar þessar nefndir hafa loksins skilað af sér og eru því oft vita gagnslausar. Unglingar í dag eru t.d. kynþroska um 2 - 3 árum fyrr en var um aldamótin þar síðustu þ.e. 1800/1900. Þá breyttust drengir á fiskibátum úr "háfdrættingum" í "fulldrættinga" á borð við aðra fullorðna bátsverja og svo mætti lengi telja. Einnig eru unglingar í dag miklu þroskaðri (eða ættu að vera), menntaðri og víðsýnni en fyrr á tímum. Í dag eru unglingar einfaldlega vanmetnir.
Sjálfræðisaldurinn var hækkaður á fölskum og óraunhæfum forsendum, þ.e.; að ef unglingarnir leiðast útí fíkniefnaneyslu, þá þarf ekki að hafa fyrir því að svipta þau sjálfræði. Í staðin voru allir unglingar 16-18 ára settir undir sama hatt, þ.e., tilvonandi áfengissjúkingar, dópistar og vímuefnaneytendur.
Meira segja sú hefð sem er hluti af menningu okkar að unglingar fengju að vinna þegar þá langaði til eða fengu tækifæri til, þá var það bannað vegna tískufyrirbæris í vestrænum löndum að kalla vinnu unglinga "barnaþrælkun". Þá er betra að hafa þau sem auðnuleysingja hangandi á götuhornum eða í leiktækjasölum þar semvímuefnaseljendur hafa greiðan aðgang að þeim.
Ergo; Það er oft nauðsyn að leyfa unglingum að vernda sjálfa sig fyrir fjölskyldum sínum og koma sér burt á afskipta lögreglu, barnaverndaryfirvalda eða t.d., annarra fjölskyldumeðlima. Skortur á slíkri sjálfsvörn er staðreynd.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 20.4.2009 kl. 15:51
Það er rétt Sigurður; sumir þeir sem hafa vald, misnota það stundum. Og ´friðhelgi einkalífsins´ þýðir að maður má læsa að sér, og þá er fjandinn mögulega laus.
En hver er lausnin?
Skikka landann í æfingabúðir þar sem fram fer þjálfun í manngæsku og góðum siðum?
... en nú má ég ekki fara að pæla of mikið - þarf að spara sellurnar fyrir lögfræðilestur.
Bið að heilsa Malanum
gerður rósa gunnarsdóttir, 21.4.2009 kl. 13:32
Farðu að blogga Gerður Rósa! Það er ekkert gaman síðan þú hættir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 14:13
Það er af sem áður var ...
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.4.2009 kl. 09:41
Já, heldur betur! Ekkert finnst mér nú eins leiðinlegt og að blogga. Íslenski bloggheimurinn er heimur fífla með pólitík á heilanum. Pólitík er leiðinlegasta bloggefni sem hugsast getur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 09:56
Erum við hin svona leiðinleg?
EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:39
Alltaf sama nöldrið í þessum kalli! Samt heldur hann alltaf áfram að blogga! Er einhver með þumalskrúfur á honum? Hrrmmfff.
Núna verð ég örugglega skömmuð...
Malína kvenremba (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 04:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.