Hláturinn lengir lífið

Það var frábært að sjá kynnuna í Kastljósi, sem ég man nú ómögulega hvað heitir í augnablikinu, fá hláturskast í beinni útsendingu. Ég fór líka að skellihlægja og fannst lífið allt í einu vera svo skemmtilegt. Þá tók ég líka eftir því að hún varð í þessari uppákomu miklu sætari en hún hefur nokkru sinni verið. Svo tók hún fyrir munninn eins og fermingarstelpa sem uppgötvar að hún er að valda hneykslun í kirkjunni. Þá varð hún enn þá sætari. Strax á eftir var auglýsing um bókina Veður og umhverfi. Þá bók keypti ég einmitt í dag. Ég hef flett henni í gegn en ekki lesið hana. Bókin er útlend. Hún er falleg fyrir augað en virðist rista ansi grunnt. Þetta er svona stikkorðabók.

Það er orðið knýjandi að út komi á íslensku bók um veðurfræði og íslenskt veðurfar þar sem nokkuð ýtarlega væri fjallað um efnið en það væri samt við hæfi þeirrar alþýðu sem nennir að kafa aðeins undir yfirborðið. 

Meðal annarra orða: Veðurblogg er eina bloggið sem er vitsmunaverum sæmandi. Þess vegna verður þetta nú ekki ekki meira að sinni.

Og í þessum skrifuðu orðum held ég að hún sé enn að fá hláturskast. Það er eðli hlátuskasta að ómögulegt er að losna við þau þegar þau koma á annað borð.

 Hlátursköstin hafa sinn eigin sjálfstæða vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mikið skrifarðu skemmtilega.

gerður rósa gunnarsdóttir, 5.12.2006 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk. En samt lít ég aldrei glaðan dag!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2006 kl. 14:47

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Örugglega einmitt þess vegna. Maður þarf að þjást mikið til að geta verið listamaður. Og til að vera fyndinn listamaður þarf maður allavega einu sinni að hafa mælt hvað púströrið er breitt :(

gerður rósa gunnarsdóttir, 6.12.2006 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Heyrðu annars! Mér sýnist þú Gerður vera algjör asni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2006 kl. 21:35

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já, það er víst svo :(

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.12.2006 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband