Kjáni stjórnar Sjálfstæðisflokknum

Í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag telur formaður Sjálfstæðisflokksins að Íslendingar eigi að leita liðsinnis Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að taka upp einhliða evru í sátt og samvinnu við Evrópusambandið.

Í Speglinum í Ríkisútvarpinu í kvöld sagði sendiherra Evrópusambandsins fyrir Ísland að það sé alger misskilningur að gjaldeyrissjóðurinn geti haft milligöngu um slíkt. Það sé ekki i hans verkahring.

Það er beinlínis pínlegt að lesa svona bjánalegan misskilning hjá formanni fyrrum stærsta stjórnmálaflokks landsins.

Hann hagar sér ekki eins og fagmaður í stjórnmálum heldur eins og hver annar kjáni sem veit ekkert hvað hann er að tala um. 

Ef svona er vitleysan í höfði flokksins hvernig er þá ástandið á þeim  limum sem á honum dingla?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ha ? ...
Bíddu var sjálfstæðisflokkurinn að leggjast gegn því að ganga í evrópusambandið  ?

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 19:30

2 identicon

Þú ert kjáni að halda svona fram.

Kynntu þér frekar forsendur AGS um þetta mál og starf sendiherrans gagnvart þjóðum eins og Ísland

JHB (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:17

3 identicon

Hann er ótrúverðugur svo ekki sé fastar að orði kveðið.

EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:38

4 identicon

Gleymum nördunum í gömlu flokkunum.

Setjum X við O!

KosningasMalína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:06

5 identicon

Gott hjá þér að benda á þessa villu !

Það hefur aldrei mátt leiðrétta sögufalsanir sjálfstæðismanna, þá birtast skítadreifaranir frá flokknum inni hjá þér !

JR (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband