23.4.2009 | 10:56
Hjátrú
Það bregst ekki að það sé tekið fram, bæði af veðurfræðingum í sjónvarpi og í almennum fréttum, að það þyki boða gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman.
Þetta finnst mér alltaf hálfpartinn sett fram þannig að taka eigi mark á því. Eins og veðurklúbburinn á Dalvík hafi talað. Ég myndi taka ofan fyrir þeim veðurfræðingi sem ekki myndi tönnlast á þessu síðasta vetrardag.
En það er auðvitað ekkert mark á þessu takandi. Nú eru veðurstöðvar orðnar svo margar að það þarf sérlega óvenjuleg hlýindi til að ekki mælist frost einhvers staðar á landinu í tveggja metra hæð. Skæni á pollum er enn algengara. Það hefur gerst aðeins sex sinnum frá 1949 að ekki hafi verið frost einhvers staðar á landinu. Eftir því ættu öll sumur að hafa verið góð þennan tíma nema sex! Ég hef aldrei heillast af þjóðtrú um veðrið. Mér finnst hún bara fíflaleg og ekki þess virði að leiða athyglinni að henni.
Er þetta smámunasemi og nöldur í mér? Ef svo er þá stafar það eingöngu af því að ég er alveg einstaklega smámunasamur nöldurseggur! Auk þess má lesa á blogginu mínu, komið frá öðrum, að ég sé guðlastari!
Þær upplýsingar sem fram koma í þessari frétt eru ágætar og ættu menn að lesa þær vandlega. Það er meira vit í þeim en öllu því pólitíska ati sem nú tröllríðum flestum bloggsíðum.
Þess má geta að sumardagurinn fyrsti árið 2004 í Reykjavík var öllu betri en 1998 þó síðarnefnda árið hafi mælst lítillega hærri hámarkshiti. Hann stóð þó stutt við en árið 2004 var yfir ellefu stiga hiti samfellt frá hádegi og framundir kl. 9 um kvöldið og dagurinn mátti heita sólardagur en ekki sá árið 1998. Meðalhitinn 2004 var líka talsvert hærri en 1998 og má hann teljast besti sumardagurinn fyrsti sem við höfum hér lifað.
Meðalhitinn í Reykjavík í apríl er nú 5,0 stig og 2,7 stig yfir meðallagi. Hiti hefur komst í 10 stig eða meira fjóra daga og einn í 9,8. Það gerist svo sem ekki í hverjum apríl. En nú er að kólna. Það á þó að hlýna aftur á sunnudaginn. Eigi að síður er hálf rysjótt tíð framundan. Þessi apríl hefur verið úrkomusamur og ekki eins þægilegur og hitinn gefur til kynna.
Hér er hægt að sjá veðrið á hádegi alla sumardagana fyrstu frá 1949
Sumar og vetur frusu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.