Óþolandi hlutdrægni um lífsskoðanir

Einhver voðalegur pokaprestur er núna að prédika í Háteigskirkju í útvarpsmessu og fer lítilsvirðingarorðum um innhverfa íhugun en hefur kristna bæn upp til skýjanna að sama skapi.

Nú er ég enginn talsmaður innhverfrar íhugunar sem ég veit aðeins lítið eitt um. 

En það er óþolandi að Ríkisútvarpið skuli gefa túlkendum einnar lífsskoðunar færi á að prédika um hana á hverjum sunnudegi  og jafnvel til að rakka niður menn og málefni sem bera fram annan boðskap.

Hvernig er hægt að verja þetta? Af hverju leggur Ríkisútvarpið ekki niður þennan ósóma? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það má nú segja, hér er allra veðra von.

Manstu þegar útvarpið ætlaði að spara með því að hætta að útvarpa Orði kvöldsins?

Upphófust þá mikil mótmæli og var tekið tillit til þeirra.

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.5.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En afhvejru er ekki tekið tillit til mótmæla minna og áreiðanleg margra annarra? Afhvejru þarf ríkisútvarp að þóknast einum trúarbrögðum og afhverju eer alltaf hlaupið til að þóknast trúuðum en ekki öðrum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það eru nú ekki nema örfáir dagar síðan stór hluti af Kastljósþætti fór í að útmála fyrir okkur kosti innhverfrar íhugunar. Ekki hafðir þú á móti því að Ríkisútvarpið væri notað þannig - og af hverju ættu menn þá ekki að fá að útmála fyrir okkur gallana líka í Ríkisútvarpinu?

En það er auðvitað sitthvað, David Lynch eða "einhver voðalegur pokaprestur".

Svavar Alfreð Jónsson, 3.5.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Af gömlum vana?

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.5.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Svo kemur sami kvikmyndaleikstjóri aftur í Silfur Egils á eftir til að segja okkur meira um innhverfa íhugun.

Mér finnst stundum að við förum yfir lækinn til að sækja vatn þegar okkur finnast önnur íhugunartækni meira spennandi en sú kristna.

Fér finnst sjálfsagt að hann geri það og það gæti orðið mörgum til góðs.

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.5.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á meðan ég hlusta á bullið í DL í Silfrinu vil ég minna á að útmálun á innhverfri íhugun eða öðrum lífsskoðunum er ekki fastur liður í útvarpi allra landsmanna vikulega árið út og inn og áratug eftir áratug. Liggur þetta ekki í augum uppi. Held að þið skiljið það alveg. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 13:15

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hins vegar fastur liður á sunnudögum í ríkisútvarpinu að voðalegir pokaprestar og einn og einn skömminni skárri fá að gagnrýna og meta allt og alla út frá einu sjónarmiði:  kristinnar trúar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 13:24

8 identicon

Eðlilegast væri að skipta nokkuð jafnt niður tíma RUV, útvarpi landsmanna.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:21

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Gagnrýni á innhverfa íhugun er ekki fastur liður í Ríkisútvarpinu. Ræður stjórnmálamanna og framsetning alls konar stjórnmálaskoðana og lífsviðhorfa koma þar á hinn bóginn reglulega fram. Einn klukkutími á viku fyrir messu er engin ofrausn.

Svavar Alfreð Jónsson, 3.5.2009 kl. 14:24

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ríkisfjölmiðill á ekki að vera að sinna kristnum guðþjónustum (eða öðrum). Þar fer alltaf fram boðun eftir ákveðinni línu, krisitnni línu. Þar er ekki verið að boða alls konar lífsskoðun og lísviðhorf. Einmitt ekki. Þjóðkirkjan getur bara stofnað sína eigin útvarpsstöð. Ég myndi hlusta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 14:29

11 identicon

Kannski er það of mikið.  Ef það snýst bara um kristni.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:33

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Þjóðkirkjan sinnir mörgu fleiri en mesrugjörð-. Hún gæti verið með útvarp og fræðslu um alls kyns efni og haft andlega músik líka og Jesúrapp.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 16:03

13 identicon

Ég var að svara Svavari þarna síðast, um RUV, vissi ekki að þú værir búinn að svara.  Kristna útvarpsstöðin getur útvarpað andlegu Jesúrappi eins lengi og þeir vilja.  Smilietee hee  EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:41

14 identicon

Og til að forðast misskilning, ´comment´mitt næst að ofan, er ekki hæðni gegn kristni, heldur undirtekt undir kímni viss manns að ofan. tee hee

EE elle (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:47

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ríkiskirkjan (eða a.m.k. prestur hennar) er þegar komin með fastan þátt á Ómega.  Er það ekki nóg?  Þar á hún heima.

Það er furðulegt að fylgjast með því þegar ríkiskirkjufólk neitar að sjá að eitthvað sé óeðlilegt við forréttindi hennar.

Matthías Ásgeirsson, 4.5.2009 kl. 08:40

16 identicon

Þetta er vegna þess að fjöldamorðinginn í biblíu er okkar ríkisfjöldamorðingi... þú skalt ekki annan fjöldamorðingja hafa

DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband