7.12.2006 | 17:32
Afleiđingarnar af mesta eldgosi Íslandssögunnar
Ţađ er einn af leyndardómum íslenskrar sögu hvers vegna engar frásagnir hafa varđveist um afleiđingarnar af mesta eldgosi Íslandssögunnar í Eldgjá áriđ 934. Spor eftir gosiđ eru greinileg í ískjörnum Grćnlandsjökuls og ársetningin er ekki í vafa. Áđur hugđu menn ađ gos ţetta hafi stađiđ í nokkra mánuđi en nú hefur veriđ skýrt frá rannsóknum sem sýna ađ ţađ hafi varađ í 4- 8 ár og veriđ mun öflugra en haldiđ hefur veriđ. Sprengivirknin í upphafi eldgossins hafi einnig veriđ margfalt öflugri en áđur var taliđ. Áćtlađ er ađ upp í háloftin hafi fariđ kringum fjórum sinnum meira af brennisteinsmóđu en í Skaftáreldum áriđ 1783 en í kjölfar ţeirra komu móđuharđindin svokölluđu eins og allir vita og mesti mannfellir í sögu ţjóđarinnar. Nýjar rannsóknir sýna ađ Eldgjárgosiđ olli hungursneyđ í Egyptalandi vegna ţurrka i Nílarfljóti og ýmis konar öđrum hörmungum víđa um heim. Afleiđingar gossins fyrir Íslendinga hljóta ađ hafa orđiđ alveg gríđarlegar ţó landkostir hafi ţá veriđ betri en ţeir voru orđnir í Skaftáreldum. Ţađ er ţví furđulegt ađ hvergi er ađ afleiđingunum vikiđ í íslenskum heimildum, ekki í annálum eđa öđrum rituđum heimildum og ekki heldur í arfsögnum. Ekki nokkur skapađur hlutur.
Hins vegar er tvisvar vikiđ ađ gosinu sjálfu í Landnámu:
Hrafn hafnarlykill var víkingur mikill; hann fór til Íslands og nam land milli Hólmsár og Eyjarár og bjó í Dynskógum; hann vissi fyrir eldsuppkomu og fćrđi bú sitt í Lágey.
Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir ţeirra brćđra og nam land milli Kúđafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; ţar var ţá vatn mikiđ og álftaveiđar á. Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gjörđist ţar fjölbyggt, áđur jarđeldur rann ţar ofan, en ţá flýđu ţeir vestur til Höfđabrekku og gerđu ţar tjaldbúđir, er heitir á Tjaldavelli.
Ţorvaldur Ţórđarson jarđfrćđingur lćtur sér detta í hug í Morgunblađinu um daginn ađ fornmenn hafi ekki viljađ fjalla um ţessa atburđi og afleiđingar ţeirra vegna ţess ađ ţeir hafi fćlt frá frekara landnámi, veriđ slćm auglýsing fyrir landiđ. En getur samt ekki veriđ ađ til sé frásögn um afleiđingar hamfaranna eftir allt saman? Í mörgum annálum er vikiđ ađ óöld hinni miklu í heiđni sem er ađ vísu ársett áriđ 975 eđa 976.
975 Resensannáll: Óöld hin fyrri.
Forniannáll: Óöld hin fyrri.
Konungsannáll: Óöld.
Skálholtsannáll: Óöld hin fyrri.
Lögmannsannáll: Óöld hin fyrri.
Gottskálksannáll: Óöld.
976 Flateyjarbókarannáll: Óöld hin fyrri.
Og Landnáma sjálf segir ţetta í Viđauka Skarđsárbókarr: Óaldar vetur varđ mikill á Íslandi í heiđni í ţann tíma er Har (aldur) konungur Gráfeldur féll, en Hákon jarl tók ríki í Nor(egi). Sá hefur mestur veriđ á Íslandi. Ţá átu menn hrafna og melrakka og mörg óátan ill var etinn, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Ţá sultu margir menn til bana, en sumir lögđust út ađ stela, og urđu fyrir ţađ sekir og drepnir. Ţá vógust skógar menn sjálfir, ţví var ţađ lögtekiđ ađ ráđi Eyjólfs Valgarđarsonar ađ hvor frelsti sig, er iij drćpi seka.
Landnáma var fyrst rituđ á 12. öld en frumgerđin er löngu glötuđ en til eru nokkrar yngri afskriftir. Viđaukann skráđi Björn Jónsson á Skarđssá á 17. öld eftir heimildum sem ţá voru til en hafa síđan glatast. Tímavísunin til falls Haraldar gráfelds og Eyjólfs Valgarđssonar kemur ekki heim og saman viđ ársetningu annálanna. En er allt sem sýnist? Kannski glittir ţarna í arfsögn, sem ađeins varđveittist í ţeirri gerđ Landnámu sem Björn ţekkti á sínum tíma, um einstćđ harđindi sem ársett voru eftir á og sett í samhengi viđ ađra atburđi sem ekki gerđust samtímis og ţessi saga sé uppspretta frásagnanna í annálunum. Ártaliđ hafi svo einhvern tíma snemma misfarist og villan síđan gengiđ aftur. Ţarna er talađ um ţann vetur sem mestur hafi veriđ á Íslandi. Er ekki einmitt líklegt ađ slíkur vetur hafi komiđ í kjölfar hamfara sem voru miklu meiri en Skaftáreldar, jafnvel nokkrir vetur saman eftir 934? Er sennilegt ađ 40 árum síđar, ţegar ekkert sérstakt var ađ gerast í náttúrunni, hafi komiđ vetrarharđindi sem slegiđ hafi út afleiđingarnar af mesta eldgosi í Íslandssögunni?
Og ég er víst ekki sá fyrsti sem lćtur sér detta í hug ađ ţau harđindi sem annálarnir og Viđauki Skarđsárbókar Landnámu segja frá hafi í rauninni veriđ afleiđingarnar af gosinu í Eldgjá áriđ 934 en tímasetningin fćrst til af einhverjum ástćđum.
Meginflokkur: Veđurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:32 | Facebook
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.