En hvað með morð

Það er nú mjög í tísku að krefjast harðari refsinga fyrir afbrot, svo sem líkamsmeiðingar, dópsmygls og kynferðisbrota. 

Harðar refsingar virðist vera kjörorð dagsins. Af því við viljum lifa í svo góðu þjóðfélagi.

En hvað þá með morð? Það er yfirleitt talið alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja. Fyrir morð er oftast dæmt í 16 ára fangelsi en inni sitja menn hálfan þann tíma.

Verða menn ekki að vera sjálfum sér samkvæmir? Ættu þeir sem heimta harðari refsingar fyrir alls konar brot ekki að krefjast harðari refsinga fyrir morð?

Hvað væri hæfileg refsing? Kannski 800 hundruð ára fangelsi eins og dæmt er fyrir stundum í útlöndum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Er ekki fullreynt að harðari refsingar leysa engan vanda?

Það þarf að  byrja fyrirbyggjandi aðgerðir við fæðing. Börn eru falin foreldrum í 18 ára ábyrgð.

Það sé fjarri mér að gera lítið úr þeim vandræðum sem foreldrar lenda í þegar þeir leita eftir hjálp fyrir sig og börn sín, og væri nær að setja meiri mannskap og peninga þar, en í fangelsin.

Ekki upphrópanir, ekki fordóma, raunveruleg úrræði takk.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 08:50

2 identicon

Hva, komin glæný færsla hérna fyrir allar aldir!  Morgunstund gefur gull í mund hjá sumum...

Malína (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En eru menn ekki á fullu að krefjast harðari refsinga? Ég er að benda á að menn séu samkvæmir  sjálfum sér. Sjálfur mæli ég ekki með harðari refsingum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, ég skildi þig þannig. Jú þeir gala hæst sem minnst vita um fjölbreytni mannlífsins.

Eitt árið tók ég að mér lítinn hóp af 8. bekkingum og kenndi þeim heilan vetur meirihluta námsgreina. Öll 12 börnin hefðu þurft manninn með sér að ýmsum ásstæðum, sum voru sjúk, önnur höfðu orðið undir í skólanum, heimilisástæður voru sumstaðar erfiðar og svo framvegis.

Svo kom að þemadögum og við fórum bæði í heimsókn til lögreglu og í Slysavarnaskólann. Það er ekki að orðlengja það að ,,mín börn" gátu ekki gengið í röð, ekki hlustað lengi, spurðu í tíma og ótíma og sum voru hvatvís úr hófi.

Karlmennirnir sem tóku við okkur á báðum stöðum ætluðu nú að kenna bæði kennara og börnum að hér dygðu engin vettlingatök. Og hækkuðu róminn og skipuðu. Það fór eins og við vara að búast, allt versnaði um helming.

Ég gat nú ekki látið vera að segja þeim háu herrum að þessi aðferð dygði ekki á þessi börn.

Síðan eftir alla reisuna,óreglu, glæpi, Hraunið Koma þeir til samtaka þeirra sem þjást af sama krankleika og þeir og fá greiningu, sem ekki fékkst á þeim 10 árum sem þeir voru í grunnskóla. Þau sem verða fyrir ofbeldi eru flutt milli skóla um leið og á að fara taka á þeirra málum.

Heyrðu þetta er blogg, en ekki blaðagrein, en ég verð svo reið inni í mér þegar ég hugsa um öll þessi börn sem ekki fá úrlausn.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 14:00

5 identicon

Foreldrar fara með þau í burtu þegar skólarnir eru of seinir að taka á ofbeldi (þ.m.t. andlegu) og/eða gera það bara alls ekki. 

Og mér finnst dómar í landinu fyrir ofbeldi/morð hlægilega vægir.  Það er ekki langt síðan manni var kastað í götuna og á meðan hann lá þar hálf-meðvitundarlaus eftir ofbeldið, var sparkað fast og ítrekað og viljandi í höfuð hans.  Hann dó af innvortis blæðingum.  Morðinginn fékk 1 1/2 ár!?  Nú ætti þetta ekki fyrst og fremst að snúast um betrun morðingjans, heldur líka öryggi alþýðu landsins.  Foreldrar misstu son sinn þarna.

EE elle

. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:13

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Auðvitað þarf dómur helst að vera þannig að öryggi fólks sér tryggara. Að þeim sem urðu fyrir tjóni finnist hann réttlátur og svo að sá dæmdi geti betur tekist á við lífið þegar hann kemur út en þegar hann fór inn.

Það er seinagangur í skólum. Það er seinagangur í kerfinu. Það er tregða hjá sumum foreldrum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 15:42

7 identicon

Já, foreldrar eru ekki sama og foreldrar.

EE elle

. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:51

8 identicon

Hýðum óþekktarorma, handhöggvum þjófa, grýtum hórkonur, geldum perra. Málið dautt.

skellur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband