9.5.2009 | 13:23
Morðæði
Hvað er að fólki að telja hunda og ketti meindýr? Svo stendur í fréttinni:
Síðan það spurðist út að kominn væri aðili sem tæki að sér að sinna þessari nýju reglugerð hefur ekki sá dagur liðið sem hringt sé í mig og kvartað út af lausum hundum sem flaðra upp um fólk eða eru að gera stykki sín í görðum þess og köttum sem eru búnir að fara inní ókunnug hús, uppí barnavagna eða gerandi stykkin sín í sandkassa barna. Ég hef gert mitt besta til að handsama þessi dýr og koma þeim til sinna réttu eiganda eins fljótt og auðið er, jafnvel keyrt þeim upp að dyrum þrátt fyrir að mér beri engin skylda til samkvæmt nýrri reglugerð, að gera.
Ekki kæmi mér á óvart þó hér sé í fyrsta lagi ýkt fram úr öllu hófi.
En hvað með það þó hundur flaðri upp um vondan mann? Fátt ætti betur að mýkja hart og hortugt hjarta. Eða kúki smávegis í einhvern garð. Það er í hæsta lagi óþægilegt en hvernig geta menn fengið af sér að drepa saklaust dýr sem stendur þeim langtum framar út af slíkum smámunum? Hvers konar puntdúkkur eru að rækta illgresislega garða sína?
Ef ókunnur köttur kæmi inn í mitt hús myndi ég taka honum með kostum og kynnum.
Hvað er að einu bæjarfélagi sem bannar ''lausagöngu'' katta. Það er verra en nokkur fasismi. Má ekki gefa út reglugerð um að bæjarstjóri slíks bæjar sé réttdræpur hvar sem er?
Margir skilja ekki hvað eigendur katta og hunda binda sterkar tilfinningar við dýrin sín. Það getur tekið margra mánaða sorg þegar köttur eiganda er myrtur. Afsökunarbeiðni breytir þar engu um.
Ef einhver myrti hann Mala. Þá væri mér að mæta!
Og morðinginn fengi örugga vist í helvíti eftir dauðann þar sem hann myndi kveljast frá eilífð til eilífðar.
Meindýraeyðir ver sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Láttu ekki Mala lesa þetta, enda er hann mein-leysis-dýr.
Eygló, 9.5.2009 kl. 13:32
Mali var listrænn og hugmyndalegur ráðunautur minn við þess bloggfærslu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 13:33
hvað ef eitthvert fressið úðaði nú hressilega inn um gluggann hjá þér svo gardínur, sófasett og teppi væru eins fengin úr minkabúi sem aldrei hefur verið þrifið ? Myndir þú gefa Högna litla sardínubita að launum ? Og mala svo sjálfur yfir eigin góðmennsku í fnyknum ? Held ekki.
drilli, 9.5.2009 kl. 13:42
Þetta er greinilega ýkt dæmi hjá þér Drilli, gardínur og sófasett og teppi. Svp stórkostleg tilvik held ég að gerist varla. En ég myndi samt ekki krefjast aflífunar dýrsins fyrir það eitt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 13:49
Ég hef oft undrast viðbrögð manna við fréttum af þessu tagi og dómhörkuna sem fylgir oft á tíðum,og líkt og Meindýraeyðirinn sem skaut köttinn,er sjálfur tekin af lífi á blogginu án viðvörunar,það getur ekki verið réttlætanlegt.
Með þessu er ég ekki að réttlæta kattardrápið,fjarri því.
En er okkur gæludýra eigendum ekki skylt að staldra við þessa frétt og skoða málin betur,mér sem hundaeiganda er gert að örmerkja hundinn minn og skrá hann og í framhaldi gert að greiða um 16000þ á ári fyrir hann og um leið gengst ég undir ákveðnar reglur um meðferð á dýrinu,hafa hann í bandi og þrífa upp eftir hann og svo framvegis.
Kattareigendur sem ég stórefa að séu á neinn hátt verri gæludýraeigendur,þurfa að því er virðist ekki að undirgangast neinar reglur um dýrahald aðrar en eigin samvisku,ég er með hundinn minn í bandi á blettinum hérna fyrir utan hús á meðan urmull af köttum gengur laus allt í kring,kattarskítur í garðinum,blómabeðum og annarstaðar án þess að neinum sé gert að taka fram kúkapokann og taka upp.
Fuglalíf sem var töluvert hérna í holtinu er horfið og hvarf í samræmi við fjölgun katta.
Í næstu íbúð við mig býr maður ásamt ketti sínum og það er ótrúlegt að sjá hversu samrýmdir þeir eru,út að ganga saman og sitja í garðinum í sólinni þegar hún er,og kisa situr róleg og horfir á er tíkin mín stelst inn og gæðir sér á mat hennar,með leyfi kattareigandans sem líka vinur tíkarinnar og laumar að henni roðbita og fl góðgæti.
Er þetta táknrænt fyrir kattarhald,nei því miður,en til fyrirmyndar já.
Okkar er að bara ábyrgð á velferð dýrana sem við tökum að okkur,okkar er að bera ábyrgð á þeim gagnvart öðrum,lausaganga dýranna um borg og bæi ætti ekki að þekkjast,börn í sandkassaleik ættu ekki að koma inn útötuðí kattarskít eða hunda.
Viðvörun var gefin um að taka ætti á þessum málum á Húsavík og það hefði átt að fá fólk til að taka á málunum,en nei.
Meindýraeyðirinn er úthrópaður sem úrhrak,hvað með eiganda kattarins sem átti að gæta hans,af hverju var kisi á lausagöngu.
Ég segi aftur stöldrum við og dæmum vægar bæði dýr og menn
Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 13:54
Ég segi a.m.k. ekki styggðaryrði um meindýraeyðinn. Það er bæjarfélagið sem setur reglurnar og reglur sem banna lausagöngu katta eru einfaldlega ekki almennilega raunsæjar, ekki er hægt að hafa ketti í bandi. Þetta jafngildir útigöngubanni á þeim. Þessi færsla mín er auðvitað í ýkjustíl, það ætti ekki að dyljast. En það er rétt að margir hugsa ekki vel um dýrin sín, trassa t.d. oft að gelda fressketti. Og köttur sem er vaninn vel á heimiliskassa ætti ekki að vera að gera sín stykki út um allt. Kettir eru nefnilega ekki sípissandi eins og menn. Minn köttur pissar á morgnana, kannski einu sinni um miðjan dag og áður en nóttinn kemur þegar ég set hann við kassann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 14:17
Hér má koma fram að Mali minn er inniköttur. Hann hefur aldrei angrað neinn - nema mig!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 14:31
Meindýraeyðirinn hlýtur að ýkja í tali um kvartanir og ónæði v. hringinga. Á Húsavík búa u.þ.b. 3000 manns. Hann segir að í sig sé hringt 365 daga á ári (og væntanlega þá 366 kvartanir á hlaupári) til að kvarta yfir dýrum.
Erum við að tala um últra mannhverft umhverfi á Húsavík? Kannast einhver við að heyra mömmu segja við barnið sitt: "Sérðu kisuna, er hún ekki falleg?" Eigum við að sterilísera svo nærumhverfi okkar að ekkert líf sé sjáanlegt nema manneskjur og hundar í bandi í mesta lagi, því kettir láta ekki að stjórn/ól að sama skapi og hundar.
Kolla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:47
Góðar og þarfar ábendingar! Skotveiðar á gæludýr eru varla löglegar. Sé þarna urmull af villiköttum eða hættulegum hundum á ferð þarf að taka á því máli öðruvísi - og er enginn vandi.
Hlédís, 9.5.2009 kl. 14:47
Það þyrfti að hafa það löglegt að aflífa dýr sem fer í óleyfi inn á einkalóð.
Það þyrfti að setja á kattagjald í samræmi við hundagjald.
Það ætti að vera um 100.000 króna sekt við því að hirða ekki upp saur eftir gæludýr, sérstaklega þau gæludýr sem éta hold.
Sektin ætti að eiga við hvort sem um er að ræða skít á almannafæri eða á eigin lóð.
Endilega allir að halda gæludýr, ég á bara ekki að þurfa að verða fyrir óþægindum vegna þess.
Björn I (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:17
Ansi eru óþægindi þín merkileg Björn að svo mikið eigi að kosta að valda þeim.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 15:20
Sigurlaugr: "Fuglalíf sem var töluvert hérna í holtinu er horfið og hvarf í samræmi við fjölgun katta".
Heimiliskettir ættu ekki að fá að ganga lausir og drepa alla unga og/eða ´foreldra´ þeirra. Tek undir með Sigurlaugi.
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:29
Þ.e. Sigurlaugur.
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:38
Kettir og hundar hafa aldrei gert á minn hlut viljandi, en ég vil láta banna lausagöngu útrásarvíkinga!
Eygló, 9.5.2009 kl. 16:38
Mínir kettir eru geldir, örmerktir, eyrnamerktir, ormahreinsaðir, sprautaðir og allt þar eftir götunum. Þeir ganga með ólar, hef tvær bjöllur á þeim og merkispjald.
Í mínu hverfi er köttur í hverju húsi og ennþá vakna ég við fuglasöng svo ekki hafa þeir farið neitt. Svo það að það megi aflífa þá bara af því að þeir hlaupa um í görðunum saman að leika finnst mér FÁRÁNLEGT.
Takk fyrir mig
Birna
Birna (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:44
Spurning um að banna lausagöngu Björns hér og EE elle .. sleppur eflaust með drilla .. ef hann verður hafður í bandi, helst með bjöllu um hálsinn að auki.
Bestu kveðjur
ThoR-E, 9.5.2009 kl. 16:44
Alveg sammála þér með að hundar og kettir eru ekki meindýr. En auðvitað eru kettir einir úti því fólk fer ekki með kettina sína í göngutúr, það bara gengur ekki upp.
Aftur á móti skil ég það að fólk sé reitt ef hundar eru mikið einir á vappi um götur þar sem þeir eru nú aðeins öðruvísi en kettir. Fólk á náttúrulega að gæta sinna hunda og viðra þá sjálft. En ekki hafa þá lausa.
Aftur á móti er ég hundamaður en ekki kattamaður en maður bara veit það að kettir eru og munu alltaf vera dýr sem sem fer út um allt og hagar sér eins og köttur og það er svolítið erfitt fyrir eigandann að fylgjast með kettinum á meðan hann er úti.
Hunda er hægt að passa betur.
En það var nú algjör óþarfi hjá "mein"dýraeyðinum að lóga þessu ketti.
Hjalti (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:45
Acer, held þú hafir misskilið mig. Ég vil alls ekki að kettir séu drepnir. Vil bara að fólk passi kettina svo þeir drepi ekki fuglana/ungana. Ekki setja mig í hóp með Birni og Drilla EF þeir vilja að kettir séu drepnir. VIð erum með kisu og fullt af kisum í húsinu okkar.
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:57
Kannski ætti að setja Acer í band sjálfan fyrir að segja ljóti hluti um fólk, vegna þess að hann las ekki nógu vel það sem fólk skrifaði.
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:00
Að þú skulir þora að birta mynd af honum Mala, frétti að gaurinn væri á leið suður með haglarann. Nói sendir bróður sínum baráttukveðju.
Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 17:04
Og bendi Acer líka á að dýraverndarfélagið brýnir fyrir fólki að halda köttum sínum inni vegna unganna til að þeir drepi ekki ungana.
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:05
Ég efast stórlega um að venjulegir heimiliskettir geti útrýmt fuglalífi á stóru svæði. Ég bý nálægt hrauni og aðalskaðvaldurinn hér er mávurinn sem er búinn að hertaka svæðið og sveimar um eins og hrægammur! Að halda það að einhverjir illvígir og blóðþyrstir heimiliskettir séu þar að verki er bara hjákátlegt.
Það sem fer með fuglalífið er aðallega nálægðin við byggð og lagning vega sem þrengir sífellt að búsvæði fuglanna, og ránfuglar eins og mávarnir.
Dagga (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:11
ýkjur segirðu, kannski. Teppi var ekki, heldur laus motta, en sófasettið var með tauáklæði og var lengi ónothæft. Gardínurnar fóru beint í hreinsun. Grillábreiðan og útigrillið ítrekað úðað, þó reynd séu hin ýmsu húsráð, pipar, appelsínubörkur og hitt og þetta úr ýmsum áttum. Einnig verksmiðjuframleitt efnaglundur, ýmist hlaupkennt eða í fljótandi formi. Og ein gluggamiga varð mér til gleði, önnur en nefnd var fyrr, en þessi náði ekki í tau eða gólf. Heldur gluggakistu og gluggafals. Klórskrúbbað og skolað varð þetta að lokum í lagi. Þ.e.a.s. lyktin hvarf og klórfýlan loddi lengi við timbrið í staðin. Og mér er bara alveg sama þó kötturinn mali og nuddi sér utan í eigandann og þeir séu rosalega góðir vinir. Þetta er lausaganga katta á öllum tímum sólarhringsins sem er algerlega óþolandi. Og þegar svona er komið, þá eru kettir svo sannarlega meindýr.Hvað svo með fuglalífið í þessu samhengi? Hef lent í því að forða fuglum svo lemstruðum að ekki entust þeir nema par klukkutíma þegar stríðaldir en eðlis-vankaðir húskettirnir hafa verið búnir að klófesta þá og notað til að leika sér að á veröndinni hjá mér. Um hunda ætla ég ekki að tala að sinni, mér heyrist á sumum að það sé bara alveg sjálfsagt að þeir skíti í garðinn hjá mér. Ég er reyndar ekki sammála því en ég er auðvitað svo illa innrættur, það hlýtur bara að vera. Sveiattan barasta !
drilli, 9.5.2009 kl. 17:13
Kettir og hundar hafa fylgt manninum frá öndverðu sem húsdýr og vinir. Á því hefur engin breyting orðið með borgarlífi. Vilja menn banna slík dýr í þéttbýli. Er ekki betra að ná einhverju samkomulagi. Ég hef mikla hluttekningu með drilli, áreiðanlega meiri en hann hefur með kattaeigendum, það er slæmt að lenda í svona, en það er samt óraunhæft að ætla sér að banna einhvað í ljósi þess aðþað geti ekki einhvern tíma valdið einhverjum óþægindum. Hvað valda börn ekki oft óþægindum. Ég held að óþægindi vegna dýra séu yfirdrifin af sumu fólki. Í heild lukkist sambúð borgarbúa og húsdýra nokkuð vel. Sumt fólk er hins vegar pirrað og hefur ýmugust á dýrum. Síðast af öllu reynir það að setja sig í spor annarra en sjálfs síns. Ég held að katta-og hundahald í þéttbýli sé ekki eitthvað svarthvítt fyrirbrigði.
Hins vegar er ástæða til að hafa áhygjgur af því að furðu margir fara illa með dýrin sín eins og þau í Kathholti geta vitnað um. Mér finnst að menn ættu að gera meira með vonsku manna í garð dýra heldur en óþægindi sem af dýrunum verða. Ekki er til meiri níðingsskapur en níðingsskapur gegn dýrum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 17:26
Dagga er þá dýraverndarfélagið hjákátlegt? Eru þeir bara að biðja fólk að halda köttum inni vegna unganna út í loftið? Eru þeir ekki fagleg stofnun? Eða veist þú kannski betur en fagmenn þar?
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:26
EE Elle: Hvers vegna í ósköpunum mega kettir ekki éta fugla? Mega fuglar éta ánamaðka? Ég gadda í mig kjúklinga og hef meira að segja borða lóu og spóa sem er algert lostæti, allt án samviskubits.
Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 17:27
Finnst bara grimmilegt að leyfa köttum frjálslega að drepa litla unga og ´foreldra´þeirra kannski frá þeim þegar fólk getur passað upp á það. Og ætla ekki að skammast mín fyrir að finnast það.
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:31
Kettir eru rándýr. Því verður ekki breytt. Er ekki ákveðin þversögn í því að hafa ketti í borgum en amast við því að þeir fylgi eðli sínu. Og hvað með sveitaketti. En það er sjálfsagt að láta útiketti hafa bjöllu og babúlúður á sér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 17:37
"...Má ekki gefa út reglugerð um að bæjarstjóri slíks bæjar sé réttdræpur hvar sem er?..."
Mín vegna má það. Tjörgun og fiðrun, ásamt gapastokki, er allavega lágmark! Skv. mínum skilningi eru það ekki ferfætlingarnir á Húsavík sem eru meindýr - heldur tvífætlingarnir þar.
"...Kettir eru nefnilega ekki sípissandi eins og menn. Minn köttur pissar á morgnana, kannski einu sinni um miðjan dag og áður en nóttinn kemur þegar ég set hann við kassann."
Hægan, hægan Malapabbi! Krassandi að fá svona nákvæma útlistun á einkaerindum hans Mala nafna míns á toilettinu - en varla mjög nærgætið gagnvart honum! Þú særir blygðunarkennd piltsins! Og spurning hvort þetta varðar ekki við persónuverndarlög? Þagnarskyldan og allt það...
Malína (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:48
Gæludýr eiga ekki að ganga laus í þéttbýli, sama hvað þau heita. Það er bara svo einfalt. Mér þykir vænt um bæði hunda og ketti, ólst upp í kringum þessi kvikyndi og hef átt svona sjálfur en ég skil líka mjög vel þá sem hata þessi gerpi og fíla ekki kattaskít í sandkössum sem börn nota eða flaðrandi hundkvikyndi. Mín eigin eðlilslægu viðbrögð þegar ókunnur hundur kemur flaðrandi eru að kreppa hnefann og búa mig undir að kýla af öllu afli í trýnið á þessari skepnu... en ég geri það ekki vegna þess að þetta samfélag hefur skilyrt mig á þann veg og ég geri mér grein fyrir því að einhversstaðar og af einhverri ástæðu er einhver sem elskar dýrið.
Hafandi sagt það - þá finnst mér þessi vinnubrögð meindýraeyðisins óforsvaranleg og langt langt fram úr hófi. Auðvitað á að reyna að ná gæludýrum lifandi (og sekta eigendur þeirra fyrir allt sem þeir eiga).
Við Íslendingar höfum bara svo takmarkaða reynslu af því að búa í þéttbýli að það er kannski ekki að undra að það sé gjörsamlega framandi tilhugsun að bera virðingu fyrir þörfum nágranna. Það er vonandi að við séum að þroskast í þessum efnum. Tími kominn til.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:51
Minn köttur fer alltaf út í bandi, ég held að það sé engin ástæða til að vorkenna fólki fyrir að þurfa að passa upp á dýrin sín.
Heimir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:55
Svo kúkar Mali líka bara einu sinni á dag í hæsta lagi Malína og vandar sig afskaplega. Hann lætur líka altaf vita með frekjumjálmi þegar hann vill láta skipta um sand ef þörf er á. Mikið geta mennirnir lært af köttum um hreinlæti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 18:13
Mjá, Malapilturinn er til fyrirmyndar alveg hreint!
Malína (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:23
ég vil láta taka alla dýraníðinga og kattahatara og flytja þá upp á Grænlandsjökul. Það er þokkalega sterílt umhverfi þar.
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:49
Það gerir þig að sannkölluðum rasista Hildur. Ef þú höndlar það ekki að það séu ekki allir sammála um að elska þessir kvikyndi, sumir geta það ekki af líkamlegum ástæðum, þá er spurning um að þú víkir sjálf út fyrir mörk þéttbýlisins. Ísland er 103.000 ferkílómetrar, það er nóg pláss fyrir alla sem vilja að skepnurnar sínar gangi lausar. Af hverju er svona erfitt að sýna tillitssemi?
Bjarki (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:56
Mér finnst einhver hystería í gangi á Íslandi gagnvart dýrum almennt. Ef fólk er ekki móðursjúkt út af geitungum eða lausagöngu kanína þá er það æpandi yfir hundum og köttum. Í nágrannalöndunum og Evrópu eru hundar (og stundum kettir) teknir með í strætó og jafnvel búðir og á veitingastað og þykir ekki tiltökumál.
Garðurinn minn er fullur af fuglum (sem ég gef næstum daglega allan ársins hring) og stundum eru 4 kettir í garðinum, og þetta fer ágætlega saman. Annar kötturinn minn hefur aldrei drepið fugl en hinn hefur samanlagt náð þremur á fimm árum en tveir sluppu því ég skarst í leikinn. Það er algjört rugl að kettir flæmi alla fugla í burtu. Í Norðurmýri má yfirleitt sjá fleiri ketti á ferli en menn og hér er allt vaðandi í fuglalífi.
Þórdís (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:04
Malína: Þetta líkar mér :)
Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 19:06
og Þórdís líka !
Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 19:07
Ætlar Ace ekki að svara fyrir ljótu orðin?
Og Finnur, nokkrir að ofan hafa lýst því að vilja ekki lausagöngu katta vegna fugla. Þú spurðir bara einn þeirra (sem vill ekki að heimiliskettir fái að drepa unga) af hverju kettir mættu ekki éta fugla. Þurfa ekki hinir að svara?
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:09
Farðu ekki að gráta Jón ...
EE elle, ég bið þig afsökunar.
ThoR-E, 9.5.2009 kl. 19:13
..að hafa sett þig í sama hóp og þessi flón.
ThoR-E, 9.5.2009 kl. 19:13
Bjarki, eigum við ekki bara að hringja á vælubílinn?
Það sem ég var að meina er að ef fólk vill sterílt umhverfi (eins og dýrahatarar virðast vilja) þá er slíkt umhverfi í boði uppi á Grænlandsjökli.
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:16
Tek undir með Bjarka. Er Þórdís ekki bara sjálf með RUGLIÐ sem hún ætlar öðrum?
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:18
Ég fyrirgef það, met og móttek, Acer. Þú ert maður meiri sem fyrr þegar við höfum ´misskilist´. Verðum að fara að hætta þessu!?
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:31
Segðu .. segðu.
ThoR-E, 9.5.2009 kl. 19:40
En hvað með lausagöngu manna vegna fugla? Hvort skyldu menn eða kettir drepa fleiri fugla á ári hverju?
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 19:44
sjitt, nú man ég hvers vegna ég hætti að lesa moggablogg og tilheyrandi komment
Þórdís (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:54
Shit, fólk sem kastar rugli þolir oftast ekki það sama rugl til baka sjálft.
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:59
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 20:06
Er þessi Jón Tröll og Bullukollur sá sami og kallar sig stundum Jón Bónda? Og 007 eða James Bond?
Þessi Jón er allavega leiðinda vibbi!
Malína (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:10
Samkvæmt Ip-tölu er þetta ekki sami Jón.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 20:18
Kom ekki hingað til að skemmta neinum. Það er bara skrítið að Þórdís þessi kalli það rugl sem fólki segir, þó það hafi ekki verið að rugla neitt, en líki ekki að fólk kalli hennar málflutning um rugl rugl. Það virkar á báða bóga.
Jón (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:21
Eitthvern vegin er ég þannig gerður að mér finnst stór orð og þung missa merkingu sína við ofnotkun,verða léttvægari og engan vegin hafa þá merkingu sem þau ættu að hafa og í raun falla dauð.
Ég segi bara aftur dæmum vægar bæði menn og dýr,við gæludýraeigendur höfum skyldur bæði við dýrin okkar og nágranna.
Ég losaði mig við það að fá ketti inn um gluggann hjá mér með því að setja nokkra dropa af ediksýru í guggakarmana og það dugði,eftir að tíkin mín kom hefur hún séð um þessa hluti hérna inni,enginn óboðinn kisa inn á hennar svæði hvorki nótt eða dag.
Hins vegar get ég vottað það að það er bara gaman að ferðast um jökla og ótrúlega heillandi,ég vona einnig að ég eigi það eftir að fara um Grænlandsjökul,félagar mínir sem hafa farið á þær slóðir,segja að það sé ógleymanlegt,ekki í kot vísað þar.
En annars vona ég að bæði dómharðir og vægir eigi góða helgi og ánægjulega
Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 20:31
Sigurður fyrirgefðu. Veit þú þekkir IP töluna.
J (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:34
Gleymdi að hundar fá reyndar ekki frjálsan aðgang hér inni heldur,nema eftir gagngera skoðun og þefað bæði framan og aftan,bæði rófa og eyru spert og smá urr kemur ferfættu gestu strax í skilning hver ræður hér inni.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 20:36
Ég drep alla ketti sem ganga lausir.. þetta er lífsmottó.. því miður hefur enginn ráðið mig í vinnu enn sem meindýraeyðir en það er nákvæmlega það sem kettir eru.. meindýr
Óskar Þorkelsson, 9.5.2009 kl. 21:00
Skemmtileg katta og hundasaga, Sigurlaugur.
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:11
Heldur fólk eins og Óskar Þorkelsson að það sé fyndið? Er það að reyna að ögra til að vera sniðugt?
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:29
ber fólk saman börn og ketti ? Er ekki í lagi með ykkur ?
drilli, 9.5.2009 kl. 22:23
Hildur: Það er vonandi að þegar vælubíllinn kemur, þá verði hann steríleseraður að innan eins og náfrændur hans sjúkrabílarnir. Við megum líka þakka fyrir það að skurðstofur og staðir sem hafa með matvælaframleiðslu að gera séu vel steríleseraðir, eins og grænlandsjökull. Hvað er uppi með það að tala um sótthreinsun, sem er sú uppfinning sem hefur lengt meðalævi nakta apans hvað mest af öllum uppfinningum, sem eitthvað neikvætt nöldur? Ég meina, ertu vangefin?
Málið er bara að sumt fólk hatar dýr og það hefur misrökréttar ástæður fyrir því, sumar andlegar og aðrar líkamlegar, svosem ofnæmi. Hvað er það ykkur dýraelskendum finnst svona erfitt við að fara með áhugamál ykkar út fyrir þéttbýlismörk og taka þar með tillit til samborgara ykkar? Þetta lyktar allt af einhverskonar fasisma.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:29
Sigurður þurrkaðu út kattaóvini, þeir skilja eftir sig óþef og hafa ekki tilverurétt á blogginu
Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 22:51
Bjarki, ég skil vel pirringinn þinn. Og fannst þetta gott hjá Hilmari: "Aftur á móti er ég hundamaður en ekki kattamaður en maður bara veit það að kettir eru og munu alltaf vera dýr sem sem fer út um allt og hagar sér eins og köttur og það er svolítið erfitt fyrir eigandann að fylgjast með kettinum á meðan hann er úti".
EE elle (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:51
Vá ógeðslega ertu sniðugur, kalla mig vangefna, ertu alltaf svona rökfastur?
Já, sjúkrabílar og skurðstofur eru sterilíseruð að innan, enda ástæða til. Og ef fólk vill búa á steríliseruðum heimilum getur það alveg gert það, en það hefur enga heimtingu á því að þéttbýlissvæðin sem það kýs að búa í séu öll steríl að þeirra hentisemi. Það væri einmitt hreinn og klár fasismi að ætlast til þess að fá að búa í þéttbýli þar sem ekkert kvikt má þrífast nema ein tvífætt, sjálfhverf dýrategund.
Fólk sem hatar dýr má alveg gera það mín vegna, hver sem ástæðan fyrir því kann að vera. En ef það vill búa í samfélagi þar sem það á aldrei á hættu að rekast á einstaka elskuleg gæludýr, þá er það ákveðin vísbending um að þéttbýlissvæði á borð við borg og bæi séu ekki góður staður fyrir það. Og ef það dirfist að meiða saklausa málleysingja, þá má það mín vegna fá yfir sig allt Lúkasarhneykslið par excellance.
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:57
Og ps.
Ofnæmi fyrir dýrum er engin afsökun fyrir því að hata dýr, og hvað þá meiða þau.
Ég held nú líka að flest fólk sem er með ofnæmi fyrir dýrum beri gæfu til þess að virða tilverurétt þeirra og krefjast þess ekki að fjölskyldumeðlimir og uppáhöld þúsunda barna, sem gæludýrin eru, verði flutt út úr þeirra bæjum og borgum.
Hildur (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:05
Fór rangt með nafn þarna. Það var Hjalti sem sagði: "Aftur á móti er ég hundamaður en ekki kattamaður en maður bara veit það að kettir eru og munu alltaf vera dýr sem sem fer út um allt og hagar sér eins og köttur og það er svolítið erfitt fyrir eigandann að fylgjast með kettinum á meðan hann er úti." Og líka gott hjá Heimii:"Minn köttur fer alltaf út í bandi, ég held að það sé engin ástæða til að vorkenna fólki fyrir að þurfa að passa upp á dýrin sín."
EE elle (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:51
finnur er snillingur.. allir fari að hans ráðum
Óskar Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 01:44
Ég er sammála Finni - það á að þurrka út alla kattafjendur af þessari bloggsíðu hið snarasta. Beinustu leið í ruslið með þá! Þeir hafa engan tilverurétt!
Ég geng talsvert minna erinda um borgina og ég verð að segja að þær gönguferðir yrðu umtalsvert mikið fátæklegri, leiðinlegri og litlausari ef ég mætti ekki alltaf nokkrum köttum í hverri ferð. Ég er m.a.s. það mikil kattakelling að mér finnst miklum mun skemmtilegra að spjalla við kettina sem ég hitti á förnum vegi, heldur en að hitta fólk sem ég þekki!
Mjá, það held ég nú. Litlu Mjásukrílin eiga svo sannarlega sinn þátt í því að gefa lífinu gildi.
Malína (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:05
já mjá.. þær eru nefnilega búnar að drepa allt annað sem þu hugsanlega hefðir mætt Malína....... en svona eru menn grunnhyggnir ;)
Óskar Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 02:31
Hjálp! Nimbus! Halló! Ertu farinn að sofa?! Það er allt að fyllast af kattaóvinum hérna sem þú þarft að fara að hreinsa út af bloggsíðunni! Burt með óværuna!
Haaalllóóó!!!
Malína (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 02:46
Af hverju ertu svona vangefinn fasisti Hildur? Hversvegna er svona mikið mál að fara með áhugamál sem pirrar samborgara þína út fyrir þéttbýlismörk? Af hverju er það svona mikið mál?
Bjarki (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 06:17
Bjarki, þér er nú hálfgerð vorkunn að eiga svona bágt með þig að kalla fólk "vangefið" og "fasista".
En ég spyr þig á móti, af hverju er svona mikið mál fyrir þig og þína líka að fara með ofurviðkvæmni ykkar fyrir dýrategundum, sem hafa fylgt manninum í árþúsundir, út fyrir þéttbýlismörk? Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að það að eiga dýr á borð við hunda og ketti gerir fólki ómælt gagn fyrir andlega og líkamlega heilsu, ekki síst fyrir börn og gamalmenni. Þess vegna er það bara fullkomlega eðlilegur partur af samfélagi manna að þeim fylgi þessi gæludýr. Þannig hefur það alltaf verið og það er álíka "sjálfsögð" krafa að ætlast til þess að öll dýr verði flutt út fyrir þéttbýlismörk eins og að ætlast til þess að allur gróður verði fluttur út fyrir þéttbýlismörk. Menn þurfa einfaldlega á hvoru tveggja að halda, en hver sá sem ekki vill hafa gróður eða dýr á sínu heimili getur auðvitað bara sleppt því.
Það væri miklu farsælla Bjarki að fólk eins og þið flyttuð út fyrir þéttbýlismörk heldur en að fólk með gæludýr flytji út fyrir þéttbýlismörk. En kannski væri bara farsælast fyrir ykkur sjálf að þið sættuð ykkur við það að þið getið ekki gert þá kröfu til samborgara ykkar að þeir lifi eins og ykkur þóknast.
Annars er ég nú ekki sammála þeirri alhæfingu þinni að gæludýr "pirri samborgarana mína". Lang-lang-langflestum sem ég þekki finnast gæludýr indæl og lífga upp á tilveruna. Sumir eru ekkert sérstaklega hrifnir af þeim og sleppa því að eiga svoleiðis en er alveg sama þótt aðrir eigi þau. Svo eru einstaka ofurviðkvæmir hysteríusjúklingar sem vilja allar aðrar dýrategundir en mannskepnuna út fyrir borgarmörkin. En það er fólk sem þarf greinilega meira persónulegt rými heldur en er í boði innan þéttbýlismarka.
Hildur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:23
Kannski get ég sjálfum mér um kennt að hafa skrifað þessa færslu í ýkjusustíl. (En grundvallarskoðunin er samt alvarleg). En umræðurnar hér eru að fara úit böndunum, menn kalla hver aðra ónefnum og það gerir fólk ekki undir fullu nafni heldur dylst. Er ekki hægt að ræða málin án allrar þessarar óvildar sem mér finnst skína hér alltof mikið í gegn og augljósrar fyrirlitningar á málstað annarra. Sigurlaugur hefur verið til fyrirmyndar og nokkrir aðrir eru í lagi. En það er eiginlega nóg komið ef þetta á að halda áfram.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 12:15
Hvert er mesta meindýr jarðarinnar?
DoctorE (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 12:38
já sumir virðast eiga erfitt með að deila þessari jörð með öðrum skepnum...
Vil bara benda á þetta: Um aflífun dýra í lögum um dýravernd segir orðrétt:
Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör.
SM, 10.5.2009 kl. 14:39
snillingurinn óskar þorkelsson segir á síðunni sinni "Öfgafólk fer í taugarnar á mér"
svo kemur comment hér
Ég drep alla ketti sem ganga lausir.. þetta er lífsmottó.. því miður hefur enginn ráðið mig í vinnu enn sem meindýraeyðir en það er nákvæmlega það sem kettir eru.. meindýr
geturðu lýst fyrir mér í nokkrum orðum hvernig þú ert ekki öfgamaður sjálfur
Siggi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 15:34
Gott Siggi. 'Eg hef líka eitt mikilli orku í að fara gegn ruddaskap og öfgum að ofan og játa að ég hef ekki þorað að skrifa undir eigin nafni. En veit Sigurður veit hver skrifar, samkvæmt IP-tölu, og treysti honum.
J (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:20
um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.
Aflífun.
Aðeins dýralæknar mega aflífa gæludýr, nema í neyðartilfellum þegar ekki næst í dýralækni og ætla má að sjúkdómur dýrs eða meiðsl valdi því óbærilegum kvölum eða séu banvæn. Öðrum er þó heimilt að aflífa skrautfiska með koltvísýringi eða öðru sambærilegu efni.
SM, 11.5.2009 kl. 13:05
Nú er komið að hundum og köttum að flýja land. Einu kvikindin sem fá þrifist hérna eru bankaræningjar og stjórnmálamenn.
Sverrir Stormsker, 11.5.2009 kl. 13:18
Rotturnar eru allar flúnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 13:21
Ég tók bara eftir því að það var eitthvað verið að tala um ofnæmi fyrir dýrum. Ég er t.d. með ofnæmi fyrir kettinum mínum, ekki læt ég það fara í taugarnar á mér.
Svo tók ég líka eftir því að það var verið að bera saman þvaglátt katta og manna. Núna bý ég í miðbæ Reykjavíkur, þar er mikið af köttum og fólki. Ég verð miklu meira var við það að fullorðnir menn og konur eru að kasta þvagi utan í húsið mitt en kettina í hverfinu. Þeir gera þetta flestir út í blómabeði og róta mold yfir. Þetta fólk pissar bara á stéttina hjá mér og rífur kjaft ef ég bið það um að kasta af sér þvagi annarstaðar.
Að mínu mati eru kettir miklu betri nágrannar en mannfólk, það er svo helvíti erfitt að losna við lyktina af pissinu sem mannfólkið skilur eftir sig. Ég hef ekki fundið neina lykt af kattapissinu í garðinum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:28
Svo skal böl bæta, að benda á annað verra.
drilli, 12.5.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.