Íslendingar fari að dæmi Hollendinga

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað göngu samkynhneigða í Moskvu. Gangan mun samt fara fram.

Hollendingar hafa hótað að draga sig úr Söngvakeppni Evrópu ef gangan verður brotin á bak aftur.

Það ættu Íslendingar líka að gera. Og reyndar allar þjóðirnar.

Það er miklu meiri sæmd að standa með þeim sem verða fyrir ofsóknum en vinna sigur í söngvakeppni.

Óvíða verða samkynhneigðir fyrir jafn miklum ofsóknum sem í Rússlandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru Hollarnir (saman ger Eistar, Lettar & Ísar) ekki bara að sparka í hommana sína því þessi samkoma er stæðsta hommasamkoma ársins

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:42

2 identicon

Við verðum öll að standa saman með mannréttindum... látum enga sértrúarsöfnuði stoppa mannréttindi af.. hvort sem það eru hallelúja, íslam, kommúnistar, einræðisherrakjaftæði eða annað krapp...

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hvað sem öllum mannréttindum líður. Þá á alls ekki að hleypa Hollendingum á svið á eftir nema gegn loforði um að ekkert uppistand verði af þeirra hálfu. Það er gjörsamlega óliðandi fyrir útsetningastjóranna að eiga von a röskun á keppninni vegna algerlega óskildara atburða. 

Atli Hermannsson., 14.5.2009 kl. 17:33

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er gjörsamlega ólíðandi að öll lönd í keppninni fari ekki að dæmi Hollendinga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 17:38

5 identicon

Atli hlýtur að vera að grínast!   Á að láta þessa trash-keppni ganga fyrir mannréttindum?!  Ég vona að margir Íslendingar hugsi ekki svona.

Malína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það kann að vera að ekki sé alltaf raunsætt að blanda saman keppnum í hinum og þessum löndum og stjórnarfarinu í viðkomandi landi. En ef það gerist á sömu klukkustundunum og keppnin fer fram að einhver mest kúgaði hópur Evrópu verði brotinn á bak aftur með harðneskju með tilheyrandi refsingum  finnst mér að keppendur og aðrir aðstandendur geti ekki látið sem ekkert sé. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 19:02

7 identicon

Upp með Hollendingana.  Niður með mannréttindabrjótana.  (Og kannski líka ólagakeppnina). 

EE elle (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband