Ekki fisjað saman

Kristnum ofsatrúarmönnum er ekki fisjað saman. Dalai Lama, friðarverðlaunahafi Nóbels, er nú staddur hér á landi og hefur ýmislegt verið um hann bloggað og flest vinsamlegt eða að minnsta kosti kurteislegt . Þessi athugasemd kom þó frá kristnum trúarbloggara inn á bloggsíðu Jóns Vals Jenssonar sem sjálfur hefur bloggað vinsamlega um Dalai Lama:

''Jón minn DL og speki hans er ekki að ofan heldur að neðan, jarðnesk og djöfulleg!!'

Það er undrunarefni að Jón Valur skuli leyfa þessari athugasemd  að standa, þessu dæmalausa  persónuníði um einhvern virtasta mann heimsins sem þekktur er fyrir vinsemd í garð allra stóru trúarbragðanna, því samkvæmt klausu á  bloggsíðu hans er tekið fram að dónalegar og óheflaðar persónuárásir séu ekki leyfðar í athugasemdum og guðlasti verði útrýmt.

Skyldu þessi orð hafa fengið að standa á síðu Jóns Vals ef þau hefðu verið um páfann?

Það er hins vegar sífellt umhugsunarefni hvers vegna Morgunblaðið amast aldrei við   trúarofsasíðum sem eru á bloggvef þess en er hins vegar að gera athugasemdir við ýmsar aðrar síður og jafnvel setja þær í bann.

Kristnum ofsatrúarmönnum er ekki fisjað saman. Og Morgunblaðið er þeim skjól fyrir  ofstæki þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega mjög fyndið að ríkiskirkjan sé að sýsla í trúarstússi með Dalai Lama, þetta er líklega eina guðlastið sem er alvöru í biblíu :)
Samkvæmt biblíu þá munu allir sem þátt tóku í þessum hjátrúargjörning dæmdir til pyntinga að eilífu.
Brot mín eru engin miðað við brot ríkiskirkju... good times

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:14

2 identicon

Svo vil ég endilega að fólk kynni sér hvernig ástandið var í Tíbet þegar Lamar réðu ríkjum þar á bæ... it was hell on earth.

Tíbet þarf raunverulegt lýðræði án kufla og án harðstjóra yfirhöfuð...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tel að stjórn ríkja eigi að vera veraldleg. Dalai Lama var 24 ára þegar hann flúði frá Tíbet og reynslulítill í pólitík. Það er í meira lagi öfugsnúið ef einhverjir vilja líta á hann sem harðstjóra og horfa framhjá þeim andlega þroska sem hann hefur augljóslega öðlast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 10:29

4 identicon

Gaurinn er endurfæddur súpergaur.. það er ekki góð hugmynd fyrir samfélag að lúta slíkum gaurum.
Vissulega stendur núverandi Lami sem minnisvarði um það sem áður var helvíti á jörðu, hvort sem hann tók þátt eða ekki.

Segjum ef einhver nasistaforingi sem ekkert gerði af sér og hann væri útlægur frá þýskalandi, ætti fólk þá að byrja á að segja að hann sé góður.. ef hann talar um að trú á hann og annað bull sé eins og matseld bla bla yadda yadda.
Bottom læn: Dalai Lama er ekki það sem Tíbet þarf, það þarf að upplýsa fólkið og gefa því raunverulegt frelsi... ekki bara hugmyndir eins manns á yfirnáttúrulegum sterum um hvað frelsi er.

JVJ sér líkast til tækifæri á að kaþólska kirkjan fari inn í Tíbet og losi þá undan hræðilegum guði þeirra.. skipti honum út fyrir Sússa

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að hatur þitt á trú og öllu því sem henni tengist blindi þig algerlega í þessu máli Doksi. Og ég held að þú vitir ekkert hvað þú ert að tala um og finnst það fádæma ósanngjarnt að taka nasistaforingja sem dæmi varðandi gamlan búddamunk. Það er engu smekklegra en kenna hann við djöfulinn. Ég ætla svo ekki að deila við þig meira um þetta en þú mættir ýmislegt læra af Dalai Lama í stað þess að gera lítið úr honum. Hvernig væri að reyna svo mikið sem að meta mál af sanngirni? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 10:46

6 Smámynd: DanTh

Sigurður, DocktorE(vil) er bara að spjalla við þig á þeim nótum sem hann heldur að þú sért sammála honum um í þessum málum.  Þið hafið allavega náð ágætlega saman um annað af því öfgarugli og því blinda hatri sem hann ber til kristninnar, ekki satt? 

Ef Jón Valur er heiðarlegur, þá á hann að halda þessu bloggi þarna inni.  Það sýnir allavega að hann þolir að það eru önnur viðhorf í gangi um þessi mál en honum endilega hugnast.  

Að kalla svo eftir ritskoðun gagnvart öðrum viðhorfum en manni hugnast, er alveg fáránlegt.  Ættu þeir sem eru stöðugt að fá yfir sig ruglið og sullið í DoctorE að óska eftir því að lokað sé á svæsin skrif hans um kristnina? 

DanTh, 2.6.2009 kl. 11:31

7 identicon

Dalai Lama hefur fyrir löngu viðurkennt að samfélagið í Tíbet fyrir hernám Kínverja var fjarri því að vera fullkomið þó að sumir vestrænir fjölmiðlar haldi áfram að boða þessa humgynd um gamla Tíbet sem útópíusamfélag. Það er morgunljóst að Tíbet verður aldrei aftur sama samfélag og það var fyrir hernám og DL heldur ekki fram neinni kröfu um það að snúa aftur sem veraldlegur einræðisherra yfir sjálfstæðu Tíbet. DL hefur raunar ekki lengur neina opinbera afstöðu varðandi pólitíska stöðu Tíbet en lengi vel var afstaða hans sú að Tíbet fengi meiri sjálfstjórn innan Kína og að lýðræðislega kjörið þing færi með völdin. Flestir hljóta að vera sammála um að það sé eðlileg og sanngjörn krafa. Ég virði því DL fyrir skynsemisnálgun hans gagnvart flestum hlutum en get ekki litið algjörlega fram hjá því að hann er þrátt fyrir allt trúarleiðtogi. Búddismi er nokkuð meinlaus miðað við trúarbrögð yfirleitt fyrir utan hina ógeðfelldu karmahugmynd sem jafnast á við hina huggulegu kristnu erfðasynd. DL sjálfur hefur t.d. misst út úr sér í viðtölum að hann telji að fötluð börn séu að gjalda fyrir misgjörðir sínar frá fyrri lífum.

Bjarki (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:42

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Dan Th.: Það er ekki rétt að ég sé endilega sammála Doktornum í skoðunum hans. Það er einfaldlega rangt að halda að við höfum náð ágætlega saman. Hins vegar fær Doktorinn hér að tala. Þó ég andmæli honum sjaldan er ekki þar með sagt að ég sé honum altaf sammála fremur en ýmsum öðrum. Ég stend yfirleitt ekki í löngum deilum á mínu bloggi eða  annars staðar. Jón Valur er hins vegar í mótsögn við sjálfan sig þegar hann tekur fram á síðu sinni að óheflaðar persónuárásir séu ekki leyfðar en leyfir þær samt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 11:51

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég get bætt því við að ég hef séð til skrifa Doktorsins um ýmislegt annað en trúmál, t.d ýmis mannréttindamál og kynferðislegt ofbeldi. Mér finnst hann vera maður með góða réttlætiskennd og vera ærlegur og heiðarlegur þrátt fyrir ósveigjanlega andúð gegn trúarbrögðum. Mér finnst það líka mjög rangt að bera það á annað fólk, þó maður sé því ekki sammála,  að það sé evil í eðli sínu.  Það gera menn bara ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 11:56

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég efast lítið um réttlætiskennd Dalai Lama. En mér finnst þó ýmislegt skorta í allri fjölmiðlaumræðunni um Tíbet og Kína. Þessu er alltaf stillt upp sem hið góða á móti hinu vonda en við fáum lítið að heyra um hvernig Tíbet var fyrir yfirtöku Kínverja. Mér verður stundum hugsað til Talíbana í Afganistan. Eru einhver líkindi þarna á milli önnur en þau að Talíbanar eru alltaf afgreiddir sem hinir vondu? Það er þó kannski ósanngjarnt hjá mér að líkja þessu saman.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.6.2009 kl. 13:07

11 identicon

JVJ þolir önnur viðhorf... ekki ef það er um guddan hans... og hvað segir guddinn hans JVJ um tíbet.. jú það á að kristna þá eða drepa þá... nánari lýsing er í biblíu.
Ok smá.. það á að bjóða þessum villitrúarmönnum að trúa á Sússa.. ef þeir vilja það ´þá mega þeir vera þrælar hinna kristnu árásaraðila... ef þeir vilja ekki vera þrælar þá á að brytja allt og alla niður, drepa kornabörn, skera ólettar konur á kviðinn og taka börnin og slá þeim við stein, síðan meiga hinir kristnu menn nauðga hreinum meyjum óvinarins að vild.

Mitt take er: ALDREI að láta trúarnötta vera með fingurna í einu né neinu, nema hugsanlega í eigin rassgati

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:26

12 identicon

Að auki, Dalai Lama er moldríkur gaur, syndir í seðlum.. hvað gerir hann við mikið af sínum seðlum?
Jú hann pungar undir hinar ýmsu hallelújastofnanir... hundruðir milljóna fara frá karlinum til að viðhalda hjátrú í heiminum.... án hjátrúar er hann ekkert... prestarnir líka

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:30

13 identicon

P.S. Friðarverðlaunin skipta engu... Al Gore fékk sömu verðlaun ;)
Þó er þetta eitthvað betra en íslenska Álkuorðan :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:36

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Doksi minn, lærðu af Dalai Lama! Temdu þér auðmýkt, hógværð, lítillæti og sanngirni! En þú mátt hafa húmor og sletta svolítið úr klaufunum. Þér finnst það svo gaman! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 13:46

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú mátt líka sveifla halanum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 13:51

16 identicon

Sorry Sigurður en gaurinn er ekki hógvær, ekki auðmjúkur, ekki lítillátur...
Ég er betri en þessi gaur, án þess að ég sé að hæla sjálfum mér neitt. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:54

17 identicon

Ungdómurinn vill karlinn burt... karlinn er ekkert spes, gaur sem lifir í lúxus á peningum frá heiladauðum celebrity's

Púra fávitaskapur að halda að þessi LAMA gaur sé lausn fyrir Tíbet.. klikkun

http://www.greenleft.org.au/1996/248/13397
There are indications that a younger generation of exiled Tibetans is now questioning the traditional leadership. In Dharamsala, the New Internationalist reported recently, young Tibetans have criticised the abandonment of the demand for independence and the Dalai Lama's rejection of armed struggle. They openly question the influence of religion, saying it holds back the struggle. Some have received death threats for challenging the old guard. Several recently-arrived refugees were elected to the Assembly of Tibetan People's Deputies.

The Tibetan people deserve the right to national self-determination. However, supporting their struggle should not mean that we uncritically support the self-proclaimed leadership of the Dalai Lama and his compromised ``government-in-exile''. Their commitment to human rights, democracy and support for genuine self-determination can only be judged from their actions and their willingness to tell the truth.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 14:00

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt.  Vegna þess að samfélagið í tíbet var ekki fullkomið fyrir innrás kína - þá er bara í lagi að kína haldi þjóðinni í heljargreipum og fremji mannréttindabrot hægri vinstri !

Meina, þó kína sé kannski kommúnistaríki að nafninu til og kommúnistar halda jú að öllu jöfnu fáum trúarbrögðum í heiðri - þá mega menn bara ekki trúa svona alveg blint á kína !

Það að gefa í skyn að Dalai vilji taka upp þráðinn frá 1950 er bara útí hött málflutningur. 

Dalai hefur sagt að hann vilji að Tíbetar fái að kjósa um hvaða fyrirkomulag þeir vilji og jafnframt hvort og hvernig has hlutverk eigi að vera.

Ástandið er ekkert öðruvísi en í mörgum ríkjum sem hafa barist til fullveldis eða sjálfstæis að menn greinir á hve langt skuli ganga. 

Dalai er mjög hófsamur og virðist halda fram sjálfstjórnarríki með góð tengsl við Kína.  En upp er risin ung kynslóð sem vill ekkert nema fullt sjálfstæði. ( Að sumu leiti svipað og þegar ísl. voru í basli sínu fyrir um öld síðan)  Enginn vafi er á að stuðningur við Dalai Lam er yfirþyrmandi í Tíbet.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 14:41

19 identicon

Sagði ég að það væri í lagi???? hvar sagði ég það, show it to me!
Kommúnismi er trúarbrögð líka... allir að bugta sig fyir toppunum eða hafa verra af.

Gamall klerkur hefur ekkert erindi við þetta fólk sem hefur þjáðst um aldir í höndum klerka, og nú í höndum Kína.
Sér í lagi ef fólk trúir að þarna sé gamli gaurinn og pyntingarmeistarinn endurfæddur..

Crazy að ætla að setja þennan gaur inn... það er ekki í þágu fólksins, það er í þágu munka

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 15:16

20 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hér þykja mér orðnar margar hænur af lítilli fiðurlufsu.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.6.2009 kl. 16:20

21 identicon

Sigurbjörn, við kvökum amk eitthvað nýtt... ekki bara gamalt kvak úr gamalli bók ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:22

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þú ert að því óbeint.

Með því að agnúast svona útí andlegan leiðtoga landsins sem heldur fram auknu sjálfræði og viðurkennir ekki ofbeldið það er hið sama land er beint - þá ertu í rauninni málsvari Kínverja.  Ert það nefnilega.

Dalai Lama er sá sem opnað gæti fyrir framþróun í landinu.  Er lykillinn. 

Það sem margir gera sér heldur ekki grein fyrir er hve andleg málefni voru á háu plani í Tíbet fyrrum.  Lestu Tibetian Book of the Dead td.  Byrjaðu á því og svo geturðu firkrað þig áfram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 16:36

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo er það annað, hvað nákvæmlega var svona slæmt við ástandið fyrir innrás Kínverja ?

Eru þið þá að tala um misskiptingu auðs o.þ.h og stéttaskiptingu og stöðu kvenna o.s.frv. ?

Hvaða heimildir eruði með þessu viðvíkjandi.  Hver er línan etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 17:13

24 identicon

Netið er vinur þinn Ómar, notaðu það.

Lama er ekki lykillinn, hann er lásinn; lykillinn er fólkið sjálft, við öll sömul í heiminum.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 17:23

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um friðarverðlaun og mælikvarða þeirra, þá eru þar á meðal, Arafat, Rabin, Simon Peres og Henry Kissinger. Það er ekki leiður félagskapur að verma sæti með þeim morðhundum. Nokkrum sinnum hefur verið reynt að stefna Kissinger fyrir glæpi gegn mannkyni og eru enn á lofti tilraunir til þess. Réttilega.

Annars svaraði ég háðsglósum þínum Siggi á síðu Baldurs.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 18:36

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var ekki háðsglósa heldur alvöruglósa. Mér finnst alveg fráleitt að reyna að gera Dalai Lama tortryggilegan með því að jafna honum saman við jafn umdeilda menn og t.d. Arafat og Kiessengers og nefna hann í sambandi við morðhunda og glæpi gegn mannkyni. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 18:41

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og Siggi: Hann var 24ára þegar hann flýði undan frelsishernum til Indlnds en eitthvað um 17 ára þegar hann handsalaði framtíð landsins í hendur Maó formanni. Eftir að Kínverjar komu inn var fyrt komið á heilbrigðisþjónustu og skólum. Ef ekki þá væri þetta sennilega eitthrikalegasta þrælaríki veraldar. Það voru kínverjar sem afnámu þrælahald þar, en þetta var síðasta þjóðin í heimi, sem lét af því. 90% þjóðarinnar voru þrælar.

Mærðu þennan tækifærissinna með póstkortafílosófúna aðeins meira. Þetta er annars kærkomið fyrir sjálfhverfa vesturlandabúa til að slá sig helgi og sjálfsþjónkandi réttlætisslepju. Hitt er annað mál að Kínverjar munu aldrei sleppa hendinni af Tíbet, enda hefur það alltaf verið hluti af kína.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 18:46

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi maður hélt þjóð sinni í fjötrum fátæktar, ógnar og eymdar, þar til hann var hrakinn burt. Hann er hræsnari og til þess gerður út að valda óeiningu, enda mun CIA greiða stóran hluta af reikningum hans.

Og rétttrúnaðarfasistarnir gleypa agnið með sökku hjóli og stöng og neita að trú einu orði um annað en að þessi maður sé guð á jörðu og spakur mjög. Hefurðu hlustað á hann? Annað eins bladíbla og þvaður heyrist varla.

No hard feelings Sigurður minn. Svona blasir þetta við mér og ég reyni að kynna mér það sem ég ræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 18:52

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er annars söguleg stund því hérna erum við Doctorinn og JVJ dús í fyrsta sinni. Ádauða mínum átti ég frekar von..

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 18:57

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lamaveldið í Tibet var glæpur gegn mannkyni Sigurður. Finndu eitthvað annað, sem sýnir fram á hið gagnstæða og ég skal glaður fallast á það.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2009 kl. 18:59

31 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hefurðu aldrei hugsað út í, án hard feelings,  hvernig þú hagar orðum þínum gegn þeim sem eru ósammála þér Jón Steinar, alltaf hefur þú rétt fyrir þér enda gagnkynnugur öllu sem þú formælir, þú talar um sjálfhverfa vesturlandabúa, með engri smáræðis fyrirlitningu, sjálfsþjónandi réttlætisslepju, rétttrúnaðarfasiatar og annað álíka. Hvað mætti kalla þig og þitt orðbragð. Ég veit alveg hvað Dalai Lama er að boða. Mér þykir fyrir því að segja það en skrif þín um trúmál út um allt blogg eru lituð af fádæma dómhörku og hatri þó þú hafir ekki iðkað það fyrr en nú á þessari síðu.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 20:25

32 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"... Hitt er annað mál að Kínverjar munu aldrei sleppa hendinni af Tíbet, enda hefur það alltaf verið hluti af kína.  ..."

Þetta er rangt, Tíbet var sjálfstætt ríki áður en Kínverjar lögðu það undir sig fyrir 60 árum. Það sést að áróðursvél Kínverja er að virka.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.6.2009 kl. 22:41

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnur: Rangt. 13. Laminn lýsti yfir sjálfstæði árið 1913. Sú yfirlýsing var aldrei staðfest né samþykkt af málsmetandi þjóðum þess tíma. Að lýsa yfir sjálfstæði, er ekki það sama og að hljóta sjálfstæði. Kínverjar féllust að sjálfsögðu ekki á þetta, enda töldu éir þá sem nú að Tibet væri hluti af Kína. Þetta veit að minnsta Kínverji sá er nú kallast Dalai Lama, lagðai þann misskilning með heimsókn til Maó árið 1951. Sjálfstjórn Já. (um skamma hríð) Sjálfstæði  Nei. (aldrei)

Hvaða áróðursmaskínu ert þú að mjólka?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 01:50

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fram að því var Tibet eitt einangraðasta land kringlunnar og varla nema fuglinn fljíúgandi, sem ferðaðist þangað. Þetta er í 2000 metra hæð og dreifðasta mannabyggð á jörðu. Í skjóli þessa grasseraði ógnarveldi aðalstétttar í skjóli trúræðis, með þrælahaldi, grimmd og þaðan af verra. Tibet var síðast landa til að leggja af þrælahald og á þessi merki Lama það á fersiskránni að hafa haldið þræla sjálfur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 01:59

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo það valdi nú engum misskilningi, þá er ég ekki að mæla Kínverjum bót og mannréttindanauðgunum þeirra. Fjarri lagi. Rétt skal samt vera rétt.Éf í einhverjum villtum draumi, Tibet öðlaðist sjálfstæði undan valdamestu þjóð heims, þá tel ég það eðlilegast að krefjast lýðræðis en ekki að kalla yfir þessa þjóð trúræði í anda Talibana eða Sauda. Að setja samasemmerki á milli frelsis þessarar þjóðar og þessa manns sem leiðtoga, er hrein vitfirring.

Má vel vera að hann tali fallega og tileinki sér klysjur, sem maður heyrir einna helst hjá fegurðardrottningum, en hann er handbrúða í því hlutverki. Ég þekki það vel til sögunnar að ég óska engri þjóð Theocrasíu. Þar dreg ég mörkin milli frelsis og vitfirringar.

Megi Tibet verða sjálfsætt lýðveldi með tíð og tíma og fólkið þar njóta sanngirni og friðar, en mæring þessa manns og þess sem hann stendur í raun fyrir, er ekki það sem þetta fólk þarf.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 02:08

36 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki hef ég bloggað annað um Dalai Lama nema það að ég hafi grun um  að hann hafi ef til vill öðlast einhverja tegund af hugljómun líkt og Eckhardt Tolle og ráðamenn hafi látið hjá líða að hitta slíkan mann og svo nefndi ég dæmi um það að sumir telja boðskap hans vera djöfullegan. Annað sagði ég ekki. Ég krafðist ekki sjálfstæði Tíbets, hvað þá að Dalai Lama yrði settur þar til valda. Ég tel að stjórn ríkja eigi að vera veraldleg, eins og ég hef sagt áður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.6.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband