Reykjavík komin í 20 stiga klúbbinn

Jæja, þá er Reykjavík óvefengjanlega komin í 20 stiga klúbbinn í sumar. Klukkan 15 voru þar 20,4 stig á dýrindis kvikasilfri.  Hámarkið mældist 21,1 stig. Á sjálfvirka mælinum var hitinn um eða yfir 20 stigum frá kl. 14 og framyfir kl. 16. Svipað þessu eða betra var á öllu Reykjavíkursvæðinu. Hlýjast á landinu varð á Skrauthólum á Kjalarnesi 22,8 stig, 22,6 við Korpúlfsstaði, 22,4 á Hólmsheiði og 21,9 stig á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir austan fjall var líka víða 20-22 stiga hiti, 22,5 á Hjarðarlandi og  20,7 á Hæli. Engar upplýsingar hafa borist frá Þingvöllum eftir að brann og  guð má vita hve nær það kemst í lag. 

Sjálfur var ég að spóka mig í norðurhlíðum Öskjuhlíðar í dag meðan heitast var. Síðan gekk ég niður í Hlíðahverfið þar sem ég átti heima sem unglingur.

Það er langt síðan. 

Vesturland er alveg dottið út í hitakeppninni og eftir þennan dag er þetta víst  búið alls staðar í bili. En það var aldeilis gott að fá þennan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég keyrði austur á Þingvöll í dag og samkvæmt bílahitamælinum var ekkert hlýrra þar en í Reykjavík en mælirinn sýndi 20-21 stig alla leiðina. Vonum að veðurstöðin hafi ekki brunnið með öllu hinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.7.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðurstöðin er langt frá Valhöll, hún er við þjónustumiðstöðina en símstöð var í Valhöll. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Á Kiðafelli í Kjós mældist hitinn 24.3°C á mæli sem ég ábyrgist að var í forsælu í 150 cm. hæð og spurnir hafði ég af öðrum, sem nældi 25°C. Veðrið var svipað og um mánaðamótin júlí/ág. í fyrra nema nú var N-NA 5-10 m/sek og þurfti að leyta skjóls til að upplifa Spánarstemninguna. 1. ágúst 2008 var ævintýri, sem seint verður endurtekið.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.7.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband