Það sem við eigum kannski í vændum

Meiriháttar kuldakasti er nú spáð. Ef hinar verstu spár ganga eftir mun það verða með mestu kuldaköstum eftir árstíma.

Mönnum til hughreystingar og sáluhjálpar má hér lesa um nokkur alræmdustu kuldaköst sem komið hafa í júlí síðustu áratugi. 

Nú er bara að sjá hvað verður.

Aumingja júlí! Hann stendur nú í mettölu fyrir hitann í Reykjavík. 

En nú mun hann falla. Og fall hans verður mikið!   

Guð blessi Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Samkvæmt mínu háþróaða einkunnakerfi stendur júlí einnig í mettölu í almennum veðurgæðum fyrir tvo síðustu áratagi a.m.k.

En ekki er öll von úti enn þótt sæludögunum sé að ljúka.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.7.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sumarið 1970 var líka yndislegt hér í reykjavík. Og þá gaus Hekla!

María Kristjánsdóttir, 22.7.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Júlí 1970 var næst sólríkasti júlí í Reylajvík en líka með allra köldustu júlímánuðum. Það er engan veginn hægt að bera það saman við það sem nú er að gerast. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En hvar er rigningarsumarið mikla sem spáð var á þessari bloggsíðu í vor - ítrekað ef ég man rétt? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2009 kl. 02:30

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2009 kl. 12:32

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ja, svo bregðast krosstré... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband