Fellur hitamet dagsins?

Það verða varla hvít jól fyrir austan í ár. Um klukkan 5 í morgun var hitinn á mæli Vegagerðarinnar á Kvískerjum 16 stig. Þar var alauð jörð klukkan 9 en í gær var snjódýptin 34 cm. Rétt fyrir klukkan 9 fór hitinn á Eskifirði í 15,0 stig og var 14,9 kl. 11. Á sama tíma var hitinn við Krossanesbraut á Aukureyri  12,6 stig, 12,4 á Siglufirði.  Allt eru þetta sjálvirkir hitamælar. Á kvikasilfurmæli með gamla laginu varð hlýjast í nótt á Dalatanga, 12,9 stig.

Mestur hiti sem vitað er til að hafi mælst þennan dag eftir 1949 á kvikvasilfursmæli er 14,0 stig. Það var á Seyðisfirði árið 1972.

Það er enn von. Dagurinn er hálfnaður. Kannski fellur löggilta dagshitametið. Mestur hiti sem mælst hefur í öllum desember er aftur á móti 18,4 stig. Það var á Sauðanesvita þ. 14. árið 2001. 

Hér á Allra veðra von hlægjum við nú bara að skíðafíflunum og hvítjóladýrkendunum en styðjum hitabylgjuna mjög eindregið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband