Það sem vekur furðu

Ekkert varð af jarðskjálftanum sem ''sjáandinn'' sagði að hafi átt að koma í gærkvöldi. 

Nú segir hann að við skulum bara bíða og sjá til.  Skjálftinn komi næstu daga.  Bætir því við að ekki hafi verið ætlunin að hræða fólk heldur finni hún þetta á sér og vilji deila þessu með fólki.

Það er einmitt þetta síðasta atriði sem er umhugsunarvert. Að það skuli vera hægt að vekja athygli heillar þjóðar með því að ''finna á sér'' náttúrufyrirbrigði sem lúta sínum eðlisfræðilegu lögmálum. Ekki er þarna byggt á neinum skynsamlegum rökum, einhverjum raungögnum sem bendi til jarðskjálfta, heldur algjörlega huglægri tilfinningu, einhvers konar vökudraumi.

Það hefur verið sagt að ''sjáandinn'' hafi sýnt hugrekki með því að birta spána og tilgreina svona nákvæma tímasetningu. En þetta er ekki hugrekki. Hins vegar er um að ræða visst hugarástand, spámiðils hæfileika ástand. Þeir sem lifa í því eru bara í öðrum heimi, draumareiki og hugarflugi, oftast nær gersneytt allri skynsamlegri gagnrýni og hversdagslegustu dómgreind og það er andstæða alls hugrekkis. Þetta fólk skynjar ekki sjálft raunveruleikaröskun sína og er sannfært um að það hafi spádómsgáfu í raun og veru.

Það sem sannar staðhæfingu mína um skort á skynsemi og dómgreind spámiðilsins er eftirfarandi sem haft er eftir honum  á Vísi is. í dag:  ''Hún sagði jafnframt að miklar breytingar hefðu verið í veðri undanfarið svo sem mikið rok og frost. Það væri eitthvað sem væri að fara gerast. Það er því bara að bíða og sjá hvort að skjálftinn komi næstu daga.''

Þarna er því haldið fram eins og ekkert sé að samband sé á milli kuldakastsins  er átti rót að rekja til breytinga nokkra kílómetra uppi í háloftunum og er EKKI EINSDÆMI og spennulosunar jarðskorpunnar sem veldur jarðskjálfum nokkra kílómetra niðri í jörðinni.  Það er ekki heil brú í þessu.

Ekki vekur þetta bull samt neina undrun. Þetta er einmitt sá hugsanakaliber sem ríkir í hugarórum spáfólks og ''sjáanda'. Algjört rugl. 

Það sem hins vegar vekur undrun og eiginlega hálfgerðan ugg er það hvað fjölmiðlar hampa þvættingi ''sjáandans'' og ansi margir virðast taka eitthvað mark á honum. Það hefur verið haft þó nokkuð samband við Veðurstofuna og fólk hefur jafnvel flúið heimili  sín af ótta við stóra skjálftann. Bloggarar hafa líka eytt púðri sínu í þessa vitleysu. Það hefur ekki allt verið dár og spé, furðu margir virðast taka þetta hátíðlega og segja einmitt eins og sjálfur ''sjáandinn'': Við skulum sjá til.

Það má vænta fleiri skjálfta í kjölfar suðurlandskjálftana og það geta hve nær sem  er orðið nokkuð sterkir skjálftar í Bláfjöllum sem mundu finnast mjög vel á Reykjavíkursvæðinu. Komi slíkir skjálftar eftir tvo eða þrjá daga er það algjör tilviljun, smá heppnisgrís, hvað ''sjáandann'' varðar og ekki hægt að segja að hún hafi  rakið neina eðlisfræðilega atburðarás sem væri að gerast.

Veikleiki Íslendinga fyrir hjátrú í öllum myndum er eitt af undrum veraldar.

Annars er góður jarðvegur fyrir hvers kyns spákukl og dularóra þegar  örvænting og erfiðleikar eru miklir í þjóðfélaginu eins og nú er ástatt.

Fjölmiðlar ættu samt ekki að leita uppi verstu rugludallana og hampa þeim heldur tala við sæmilega skynsamt fólk sem er með fullu ráði og rænu.  

Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og taktu eftir að ég er bannaður á blogginu vegna þess að ég sagði kerlinguna vera geðsjúka eða glæpakvendi..
Nú er komið í ljós að hún selur "jarðskjálfta proof" hús...

MBl er svo mikil þjóðarskömm að meira að segja ég er orðlaus yfir heimsku þeirra og hjátrú.
Við erum að tala um að fólk flúði heimili sín vegna þess að geggjuð kerling undir fullu nafni heyrði raddir í hausnum á sér.. eða sagðist hafa heyrt raddir í hausnum á sér í ágóðaskyni

MBL er tvímælalaust hættulegt geðheilsu fólks... ég bíð enn eftir að þeir biðji mig afsökunar.. og faktískt þakki mér fyrir að vara við þessari druslu

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tel að hugarheimur ''sjáanda'' eða ''spámiðla''eða þeirra sem sagðir eru ''skyggnir'' sé ekki geðveiki í læknifræðilegri merkingu. Það er bara einhvers konar konar spesjal hugarreik eða draumórar. Ekki er samt hægt að taka mark á því sem það segist vera: að sjá í raun og veru það sem á eftir að gerast. Það er náttúrlega alvarlegt mál Doksi minn að kalla eihverja manneskju glæpakvendi þegar ekki er hægt að benda á glæpinn. Að segjast sjá fyrir óorða hluti sem ekki ganga eftir er ekki glæpur.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er vel þekkt að börn hafi ímyndaðan leikfélaga. Ég held þetta sé eitthvað svipað með ''spádómsgáfu'', hugarheimur ímyndana sem eflaust þjónar einhverju sálrænu hlutverki fyrir ''sjáandann'.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst að Morgunblaðið eigi að opna aftur bloggið hans Doctor E.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held ekki að sú staðreynd að fólk sé svo illa upplýst að það flýr af heimilum sínum, sé MBL eða öðrum fjölmiðlum að kenna. Fólk ætti að vera nógu vel upplýst til að vita að á Íslandi geta komið jarðhræringar hvenær sem er og ekki láta "spádóma" raska jafnvægi sínu.

Það er svo annað mál, að svona "spádómur" á ekkert erindi í fjölmiðla. Persónulega lít ég á þetta sem hálf spaugilegt mál og þá á ég einnig það "uppnám" sem varð vegna "spádómsins".

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.7.2009 kl. 13:31

6 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta. Allt of mikið mál gert úr þessu.

Við fáum fréttir af því að eigendur bankana hafi millifært hundruði milljarða inní skattaskjól rétt fyrir hrun ... 

...og allir eru að tala um jarðskjálftaspá!?!?!?

HALLÓ??!?!?!

Þetta er athyglisverð manneskja .. get svosem skilið að hún hafi verið i viðtali á bylgjunni og dagskránni .. og síðan vikunni ... en að þetta sé í öllum netmiðlum og sjónvarpinu og ég veit ekki hvað.

Þetta er bara áhugavert ... en þessi viðbrögð eru ótrúleg...

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 13:38

7 identicon

Samsæri.. kannski er mbl að reyna að skipta um umræðuefni, xD er jú yfirfullur af glæpamönnum sem verður að vernda með ráðum og dáð.
Nú eða Lára hefur sagt MBL að hún hafi séð að bloggið mitt sé að killa hjátrú, og það er eitthvað sem elíta íslands vill ekki, hún vill að við séum hjátrúarfull og vitlaus... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 14:23

8 Smámynd: ThoR-E

einmitt Doctor ;) hehe

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 14:25

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er ekki tímabært að við leggjum saman og spáum í spilin þín aftur, Siggi? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.7.2009 kl. 16:10

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það greinir mína spádóma frá öðrum spádómum að þeir ganga allir eftir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2009 kl. 16:20

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst það mikið ábyrgðarleysi af fjölmiðlum að birta svona spár. Við búum í landi þar sem jarðskjálftar eru tíðir en fyrr má nú rota en dauðrota að birta spá miðils um jarðskjálfta sem á að gerast þennan dag kl. þetta. Konan fékk líka fría auglýsingu ekki bara fyrir "Jarðskjálftaþolnu húsin" sem hún og maður hennar flytja inn heldur líka litlu torfbæina sem hún býr til. Líklegast eru þau bæði hlægjandi stolt af sjálfum sér fyrir að hafa komið sér svona flott á framfæri í nánast öllum fjölmiðlum landsins FRÍTT. Svo vil ég að bloggsíða DoctorE verði opnuð aftur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.7.2009 kl. 20:05

12 Smámynd: ThoR-E

Ekki finnst mér líklegt að hún sé "hlægjandi stolt" eins og þú segir. Skítkastið sem hún hefur fengið á bloggsíðum og á barnalandi ofl stöðum er þannig að eflaust sér hún eftir að hafa sagt frá því sem hún sá.

Hvað veist þú um það Sólveg hvort þessir torfbæir eða hús sem hún er í viðskiptum með með manni sínum tengist þessum sýnum hennar eitthvað?

Svona sjálfskipaðir sérfræðingar um alla hluti ættu kannski að kynna sér hlutina áður en það fer að blaðra um eitthvað sem það veit ekkert um.

kveðjur!

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 21:33

13 Smámynd: ThoR-E

Þessi viðskipti hennar eru hvergi nefnd nema í Vikunni enda er það viðtal nokkurskonar "hver er konan viðtal" og segir hún frá lífi sínu þar á meðal starfi.

Hvergi hefur hún nefnt húsin eða reynt að troða þeim fram í allri þeirri umfjöllun sem þetta mál hefur fengið.

Einhver bloggari gróf þetta upp og fór að blaðra (eins og þú) um hluti sem hann veit ekkert um!

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 21:35

14 identicon

AceR... þú verður að hugsa þetta aðeins öðruvísi... hér hafa veroið slæmir skjálftar... hún kemur og spáir risaskjálfta.. með því eikur hún á ótta fólks.. hún þarf ekkert að minnast á ofurhúsin sín.. fólk fer að spá í sterkari húsum sjálfvirkt... og presto þarna er hús sem þolir 12 stig... vá við verðum að fá þetta kona, algerlega örugg... fáum svo prestinn yfir til að blessa allt heila klappið... súpernatural varnir er það eina sem dugar

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:19

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Vertu ekkert með þennan hroka Acer. Ég ætla að vísa þessum orðum þínum til baka til þín:

"Svona sjálfskipaðir sérfræðingar um alla hluti ættu kannski að kynna sér hlutina áður en það fer að blaðra um eitthvað sem það veit ekkert um." Kynntu þér sjálfur málið betur. Það vill svo illa til að ég er ein af þeim sem er mjög jarðskjálftahrædd og mér finnst mjög ábyrgðarlaust og algerlega tilgangslaust að birta svona spádóma og finnst ekki vera nein heilbrigð hugsun á bak við það. Það jaðrar nánast við illgirni að láta hafa eftir sér svona spádóma vitandi það hve margir eru hræddir við þessi fyrirbæri sem jarðskjálftar eru.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:04

16 identicon

Mér finnst í sjálfu sér engin ástæða til að hella sér yfir þetta konugrey sem kom með spádóminn, heldur, eins og bent er á í bloggpistlinum, miklu fremur þá ákvörðun fjölmiðlafólks að gera þessari spá svo hátt undir höfði í fjölmiðlum. Þar hlýtur Vikan, sem birti forsíðuviðtal við konuna, að bera mesta ábyrgð. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 09:38

17 identicon

Bottom læn er að mbl styður málflutning þessarar konu.. mbl styður við heimskuvæðingu íslands.. mbl leyfir trúarnöttum að úthúða fólki fyrir eitthvað sem fólk fæðist með....mbl lokar á mig fyrir að vara við þessu... sem slíkt þá hlýtur mbl að teljast partur af gamla íslandi... það er eitthvað sem allir verða að standa á móti... allir verða að standa saman gegn yfirgangi mbl aka Mega Biskupa Blaðið :)

Hinkrið við og sjáið hvað mér tekst vel að koma þessari heimsku dellu í heimsfréttirnar... íslendingar og aðalblaðið á íslandi ýta undir hjátrú íslendinga.. það eru ekki bara drauga og álfaskólar.. heldur styður málgagn helsta stjórnmálaflokks íslands við bakið á SPÁKONU sem spáir jarðskjálfta og selur jarðskjálfta held hús..upp að 12 á ricther...
Fjölskyldur hlupu hrópandi af heimilum sínum með börnin í eftirdragi.. og svaf í tjöldum
Bíðum og sjáum hvað álit íslands, mbl og xD fellur.... þið verið að muna að það verður að rífa niður til þess að byggja upp... þetta er ekkert persónulegt gegn hinum almenna íslending

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:12

18 Smámynd: ThoR-E

Mér þykir leitt að þú sért hrædd við jarðskjálfta.

Mér var ekkert rosalega vel um í júní þegar skjálftinn kom.

En auðvitað á maður að taka öllu svona með fyrirvara... allt í lagi að vera vakandi fyrir þessu .. en að rjúka út úr húsi .. það eru öfgafull viðbrögð.

Þetta viðtal á Vikunni t.d var ekki viðvörun .. hún sá skjálfta á þessu svæði og sagði frá því.

En ... það eru mun mikilvægari og alvarlegri mál í gangi í þjóðfélaginu þannig að ég læt hér við sitja.

Ég ætlaði alls ekki að vera dónalegur við þig Sólveg Þóra. Það var ekki meiningin.

Kv.

ThoR-E, 29.7.2009 kl. 10:24

19 identicon

´Sjáum nú til, ég segi Láru vera geðsjúkling eða glæpakvendi og er bannaður.... Hornsteinn íslands að sumra mati, biblían segir klárlega að allir sem trúa ekki á hana séu fífl og faktískt réttdræpir.
Þannig að ég verð að krefjast jöfnuðar og kalla eftir að biblían verði bönnuð; Jafn skal yfir alla ganga, ég hótaði engum lífláti en biblían hrópar eftir því að ótrúaðir verði myrtir, ófædd börn trúfrjálsra verði myrt með mæðrum sínum,  og eftir dauðann verðum við pyntaðir að eilífu af Sússa... hann grætur og alles þegar hann pyntar mig... en hann bara verður að gera það.
Bottom læn; Ef ég er bannaður þá er það borðliggjandi að það á að banna biblíu líka, annað er mannréttindabrot :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:49

20 Smámynd: ThoR-E

það var náttúrulega fáránlegt að þú varst bannaður Doksi ... fáránlegt.

en .. samt dapurlegt að þú misstir bloggið þitt útaf einhverju máli sem skiptir engu .. :)

spurning um að hætta að pæla í þessu ... líkurnar á að bloggið þitt verði opnað .. aukast ekki við þessar athugasemdir ;)

þótt að þú svo sannarlega hefur rétt á þinni skoðun.

ThoR-E, 29.7.2009 kl. 15:32

21 identicon

Mér finnst rosalega fyndið að kristnir verða aldrei sárari en þegar ég vitna beint í biblíu, það er eins og þeir hafi sleppt því að lesa hana algerlega.
Bara lesið: Og svo þegar þú deyrð þá kemur Jesú og flýgur með þig í lúxusinn í himnaríki.´

Ég viðurkenni að ég hafði ekki hugmynd um að bókin væri svona rosalega hræðileg, það var búið að ljúga að mér að þetta væri allt svakalega næs, Sússi með englahár og glimmer.... og totally elskaði alla, það er eins og kristnir séu með einhverja allt aðra biblíu en ég... eitthvað Special Edition :-O

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:34

22 Smámynd: ThoR-E

einhver viðauki sem við hin fáum ekki að sjá ;)

ThoR-E, 29.7.2009 kl. 18:53

23 identicon

Viðtal við ofursjáandan Láru sem ekkert má segja um.. hún má hræða líftóruna úr börnum og einföldum, no problemo.. .en að ég megi segja sannleikann; Nosiribob
http://www.vantru.is/2009/07/30/09.00/

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband