3.8.2009 | 12:42
Veðurklisjur í fréttum
Í þessari frétt er sagt frá því að rigning, kuldi og vindur hafi sett svip sinn á Íslendingadaginn i Gimli í Kanada sem var á laugardaginn. Ekki er þó greint frá því hve kuldinn var mikill, vindurinn eða rigningin. En þetta er svo sem í lagi í frétt þó ónákvæmt sé og huglægt fremur en eitthvað sem raunverulega er hægt að átta sig á.
En þegar því er svo bætt við að veðrið hafi því verið óvenju íslenskt tekur steininn úr. Hvað á slík staðhæfing eiginlega að merkja? Jú, af henni gæti maður helst haldið að algengasta íslenska veðrið sé rigning, kuldi og vindur, án þess að þau fyrirbrigði séu skýrð nánar, hvað búi í rauninni að baki þessum orðum.
Hvað veðrið í Gimli varðar á laugardag var hitinn þar 15-18 stig frá kl 10 til kl. 7 um kvöldið en þá kólnaði nokkuð. Þetta er auðvitað í kaldara lagi eftir árstíma en kemur þó oft fyrir. Það rigndi nokkuð um kl. 7 um morguninn og aftur í um það bil tvo tíma rétt fyrir hádegi. Annars var þurrt. Vindurinn var norðaustlægur og var svona 4-8 m/s. Daginn eftir var 20 stiga hiti þegar mest var, alveg þurrt og vindurinn náði aldrei 4 m/s. Þetta var ''íslenska'' veðrið.
Þær eru ósköp þreytandi þessar hugsunarlausu klisjur í íslenskum fréttum þar sem íslenskt veðurfar er sagt einkennast af kulda, vindi og rigningu, án þess að það sé nokkurn tíma skýrt nánar. Ég held að fréttir fjölmiðla hér séu yfirleitt traustar og áreiðanlegar - nema þegar kemur að veðri. Það heyrir til algjörra undantekninga að fjölmiðlar segi frá veðri í sambandi við atburði sem eru að gerast, ekki síst á útihátíðum, öðruvísi en éta bara upp veðurhrós heimamanna (sem er hin hliðin á íslensku illvirðaklisjunni), að í þeirra sveit sé ''alltaf gott veður'' og bongóblíða og álíka merkingarleysi í svipuðum dúr. Aldrei neitt þannig að menn verði nokkru nær. Þó þarf lítið til, nefna hitastig (sem ekki er mælt í sól), hvort blæs eða er hægviðri og svo skýjafarið og ef rignir. Í einni setningu gætu menn gert öðrum sæmilega grein fyrir raunverulegu veðri á staðnum ef menn létu héraðsveðurskrumið eiga sig.
Hvað veðurfar hér á landi varðar er það ekki ekki eins slæmt og þessar rok-kulda-og vinda klisjur vilja vera láta eða jafn himneskt og bongóblíðuoflætið. Það er oftast nær alveg skaplegt. Á sumrin er það einmitt oft í stíl við það sem verið hefur síðustu daga en þá var veðrið mjög venjulegt miðað við árstíma, hægviðrasamt, sums staðar nokkur rigning, en á fleiri stöðum þurrt og allvíða sól og hitinn alveg þokkalegur til útiveru að degi til.
Þetta er algengasta íslenska sumarveðrið. Ekki eitthvað grenjandi illviðri með vindi, kulda og rigningu.
En veðrið á Íslandi er auðvitað margbreytilegt - alveg eins og í Kanada eins og vel sést á fréttinni.
Íslenskt veður á Íslendingadeginum í Gimli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Veðrið er nú ekki margbreytilegt þessa dagana í Reykjavík! Annars er það almennt að klisjur þýddar frá ómerkilegum erlendum fréttaveitum eru oftast ríkjandi í erlendum fréttum í íslenskum fjölmiðlum-bæði um veðrið og annað.
María Kristjánsdóttir, 3.8.2009 kl. 13:48
Ég má til með að vitna í það sem sagt var á Rás2 áðan. Þar var verið að telja upp hitastig á nokkrum stöðum á landinu. Útvarpsmaðurinn las upp 16 stiga hita á Kirkjubæjarklaustri, 14 í Reykjavík og 11 stiga hita á Akureyri og bætti við að það hlyti að vera mælingarskekkja því það væri yfirleitt heitast á Akureyri. Sjálfsagt var þetta sagt í hálfkæringi, en er ekki kominn tími til að segja bara eins og er um kuldann á Akureyri, eða þykir það ekki við hæfi? Það er líka eins og það megi ekki hrósa veðrinu í Reykjavík, þar sem helst á alltaf að vera rok og rigning!
Emil Hannes Valgeirsson, 3.8.2009 kl. 14:04
María: Ef þú tekur eina dagsetningu og skoðar veðrið þann dag t.d. í 30 ár sérðu að veðrið er margbreytilegt, en oftast alveg sæmilegt. Emil: Kannski var þetta kaldhæðni hjá fréttamanninum en þetta er auðvitað bara þjóðsaga um eilífa veðurblíðu á Akureyri. Þar getur komið verulega gott veður í sunnanátt eins og annars staðar á norðurlandi en ekki er alltaf sunnanátt. Annað sem hefur verið að gerast síðustu sumur er það að hlýjasta og besta veðrið sem kemur á hverju sumri er ekki lengur endilega fyrir norðan eða austan heldur á suður-og vesturlandi. Mestu hitar mörg síðustu ár hafa verið á suður-eða vesturlandi en ekki annars staðar. Rakin hlýindi fyrir norðan með rigningu syðra og sunnan er hreinlega orðin sjaldgæfari en hún var fyrir nokkrum áratugum. Það er líka staðreynd samkvæmt mælingum að þrátt fyrir meiri úrkomu sunnanlands er þar meira sólskin á sumrin en fyrir norðan. Og Reykjavík er sólríkasti staðurinn þar sem sól hefur verið mæld!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2009 kl. 16:18
Það skyldi þó ekki vera að þetta global warming eða hvað sem þetta er skili sér betur hér sunnan og vestanlands en fyrir norðan og austan. Það komu allavega allnokkur sumur á kalda tímabilinu 1965-1990 sem voru miklu betri fyrir norðaustan heldur en hér. Kannski gengur þetta yfir í sveiflum þannig að þeir fái sína „bongóblíðu“ aftur.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.8.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.