Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík

Tölum áfram um veđriđ!

Í tilefni af nokkuđ veđragóđri verslunarmannahelgi má hér á fylgiskjali sjá hámarkshita á landinu alla daga verslunarmannahelgarinnar frá 1949 og auk ţess hita, úrkomu og sól í Reykjavík sem gefa vísbendingu um veđurlag um ţessa helgi á suđurlandsundirlendi og suđvesturlandi ţar sem flest fólk er oftast um verslunarmannahelgina. Gaman hefđi veriđ ađ koma međ norđlenskt veđur og verđur kannski gert alveg á nćstunni. 

Ţetta eru allt mćlingar á forláta kvikasilfursmćla á mönnuđum veđurstöđvum ţar  til 1996 en ţá fara ađ koma mćlingar frá sjálfvirkum veđurathuganastöđvum sem stundum eru međ meiri hita en nokkur mönnuđ stöđ. Ţau tilvik eru hér auđkennt međ ţví ađ nafn veđurstöđvarinnar er međ skáletri. 

Aldrei hefur verslunarmannahelgin lent í miđri hitabylgju,  en föstudagurinn 1980 lenti í endanum á einni og sömuleiđis föstudagurinn í fyrra og eiginlega voru líka fyrstu dagar verslunarmannahelgarinnar 1991 í endanum á lítilli hitabylgju. Mesti hiti sem mćlst hefur á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 er 26,8 stig, á laugardeginum áriđ 1991 í Reykjahlíđ viđ Mývatn.

Minnsti hámarkshiti á landinu sem mćlst hefur nokkurn dag um verslunarmannahelgi frá 1949 var á frídag verslunarmanna áriđ 1973, ađeins 12,7 stig á Fagurhólsmýri og gerist hámarkshiti á landinu á ţessum árstíma ekki öllu lćgri. Nćst kaldasti dagurinn var föstudgurinn 1965, 13,9 stig á Loftssölum, skammt frá Dyrhólaey. Ţennan dag hófst eitthvert mesta kuldakast um hásumar sem komiđ hefur á landinu og stóđ alla verslunarmannahelgina.

Mesti hiti sem komiđ hefur í Reykjavík um verslunaarmannahelgi var á föstudeginum í fyrra 23,6  stig og á föstudeginum áriđ 2003, 20,3 stig. Fyrri dagurinn hefur hćsta sólarhringsmeđatal  allra dagana, 17,5 stig. Allra  lćgsti hámarkshiti um verslunarmannahelgi var ţar á föstudeginum 1975 ađeins 8,4 stig og hann er líka sá kaldasti ađ sólarhringsmeđaltali, 7,1 stig. Hlýjasta verslunarmannahelgin í heild ađ međalhita í Reykjavík er 14,4 stig áriđ 2003 og međaltal hámarkshita 17,5 stig en sú kaldasta ađ međalhita var 1965, 8,6 stig og međaltal hámarshita 8,6 stig, enginn dagur náđi 10 stig stiga hita. Samt var ţetta sólrík helgi og ekki kom dropi úr lofti

Međalhiti verslunarmannahelgar í Reykjavík er 10,9 stig, međaltal úrkomu sem fellur samtals er 5,9 mm og međaltal heildaarsólsknsstunda er ađeins 5,5 klukkustundir ţó ţetta séu fjórir dagar. Allra mest skein sólin nokkurn dag um verslunarmannahelgi  á fridegi verslunarmanna áriđ 1962, 16,0 klukkustundir.   

Sólríkasta helgin í heild var sú sem nú var ađ líđa, 13,3, klst ađ jafnađi á dag hina fjóra daga en sú sólarminnsta var 0,1 klst áriđ 1998. Úrkomusamasta verslunarmannahelgina í Reykjavík var  alls 31,4 mm frá frá föstdagsmorgni til ţriđjudagsmorguns eftir verslunarmannahelgi en ekki féll dropi úr lofti árin 1965, 1993 og núna 2009.   

Međaltal hámarkshita alla ţessa daga á landinu er svo sem ekki hátt, ekki nema 18,5 stig. En ţađ mun vera nćrri međallgi hvađa daga er vera skal um hásumariđ ef tekin eru 60 ár. Ísland er ekki hlýrra en ţetta.  

Ađeins fimm helgar hefur tuttugu stiga hiti eđa meira mćlst alla dagana einhvers stađar á landinu;  1968, 1984, 1999, 2002 og 2003.

Á fylgiskjali 2,''verslo'', má sá hármarks-og lágmarkshita, međalhita, sól og úrkomu fyrir alla daga verslunarmannahelgar frá 1949 í Reykjavík en skjali ''verslo492'' mesta hita á landinu alla ţessa daga.

 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband