7.8.2009 | 16:51
Lögreglan og niðurskurðurinn
Allir vita að niðurskurður er óhjákvæmilegur hvar sem litið er.
Heilbrigðis og menntakerfið verður illa úti. Ekki síður velferðarkerfið. Þrengt verður að öldruðum og öryrkjum.
Og lögreglunni!
Allir sem verða fyrir niðurskurði bera sig auðvitað aumlega og segja jafnvel að viðkomandi starfsemi muni leggjast af eða svo gott sem. En við þetta verða menn samt að búa og gera það besta úr öllu. Og menn láta sér það lynda.
Nema lögreglan.
Það hefur ekki linnt látum í fjölmiðlum fyrir aðgangahörku lögreglumanna til að vekja athygli á fjárþörf sinni og það megi alls ekki skera þar neitt niður, frekar þyrfti meiri peninga. En það gætu allir hinir líka sagt.
En þeir fá ekki önnur eins tækifæri til að ota fram sínum tota, nú síðast í fréttum Ríkisútvarpsins. Það er engu líkara en lögreglan hafi tekið við yfirráðum fjölmiðla og noti þá miskunnarlaust til að reka áróður fyrir sjálfri sér.
Ekki síst er Morgunblaðið undirlagt af þessum grátkór lögreglumanna og í dag skrifar það leiðara um málið og leggst á sveif með þeim. En ekki hafa þeir skrifað leiðara um það að þrengt er að svo mörgu öðru.
Það er líka merkilegt að aldrei eru fullyrðingar lögreglumanna um hvað muni gerast ef skorið verður niður dregnar í efa eða skoðaðar með gagnrýnu hugarfari af fjölmiðlum. Það er eins og allt sem lögreglumenn segja sé óumdeilanlegur sannleikur.
Lögreglunni er ekkert meiri vorkunn að skera niður en öðrum mikilvægum stofnunum.
Viðauki: Vek athygli á þessari frétt. Maður spyr sig hvort þessar aðferðir lögreglunnar hafi virkilega verið nauðsynlegar en þær voru sagðar átakanlegar af sjónarvotti. Er það til svona verka sem lögreglan heimtar meiri peninga?
Bye the way: Þetta er frétt sem Morgunblaðið myndi aldrei birta.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mér skilst að yfirbyggingin sé alveg hrikaleg. Svo spyr ég mig til hvers er þetta ríkislögreglustjóraembætti ?
Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 17:05
Þetta er alveg satt og er búið að standa yfir síðan vel fyrir Hrun. Í morgunþætti Láru allstaðar á Rás 2 (sem ég óvart hlustaði eitthvað á því RUV er búið að leggja niður morunútvarp fyrir fullorðna) um daginn var þessi Snorri lögrugluformaður enn einu sinni að væla og fékk góðan tíma. Spyrjendur hlýddu á og endurrómuðu gagnrýnislaust. Hræðslupólitíkin virðist virka.
Síðan tók við einhliða umfjöllun í öllum fréttatímum RUV og víðar allan þann daginn.
Um Morgunblaðið þarf vart að fjalla um. Það er fyrir löngu orðið aðalmálgagn valdstjórnarinnar, einhverskonar framlenging á PR stofu lögruguglunnar. Á kostnað skattgreiðinda eins og kunnugt er. Væri því fé ef til vill betur varið í afbrotavarnir og löggæslu í þágu almennings? Í stað þess að siga sérþjálfuðum (þjálfun og búnaður kostar sitt) hrottum á börnin okkar?
Þorri Almennings Forni Loftski, 9.8.2009 kl. 19:18
Og tókuð þið líka eftir hvað fjárglæfra-fyrirtækið var fljótt að siga lögreglu á vesalings manninn. Mann, sem kannski skildi ekkert hvað hann hafði gert rangt og gat ekki lesið ÞJÓFAskiltin: ÞJÓFNAÐUR ER ALLTAF KÆRÐUR TIL LÖGREGLU. Þeim ferst að elta fólk og úthrópa.
Jóhann J. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 21:03
Með fullri virðingu fyrir "Strandamanni" þá veit lögregluvarðstjórinn á svæðinu það best sjálfur hvaða hættur steðja að honum. Þó að samfélagið þar sé án efa huggulegt á yfirborðinu þá leynast þar líka dópistar og óútreiknanlegt fólk og það er óviðunandi að lögreglumenn séu einir á vakt.
Ég skil ekki alveg afhverju sumu fólki finnst það sjálfsagt mál að lögreglumenn komi ekki heilir heim úr sinni vinnu eins og aðrir.
Bjarki (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:46
Mér finnst reyndar líka að það sé ekki forsvaranlegt neins staðar að lögreglumaður sé einn á vakt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 12:19
Ég er alveg sammála Bjarka. Og mín athugsemd að ofan beindist ekki að lögreglu, heldur ofannefndu fyrirtæki. Lögreglumenn ættu alls ekki að vera einir á vakt. Það er firra að þeir vinni undir slíkri áhættu.
Jóhann J. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.