Geðveikisstimpillinn

Í nokkra áratugi hefur það ekki dulist mér að hvers kyns geðræn vandkvæði, til dæmis þunglyndi, séu notuð miskunnarlaust gegn fólki til þess að gera það ótrúverðugt.

Hugsunin er: Maður með þunglyndi er ekki marktækur. Viðkomandi þarf ekki einu sinni að vera þunglyndur. Bara hugmyndin um þunglyndi,  eða aðra geðveiki, að koma þeim stimpli á einhvern, er notaður hve  nær sem henta þykir gegn einstaklingi til að rýra manngildi hans og trúverðugleika.

Til þess að gera lítið úr honum. 

Ég hef lýst því opinberlega yfir nokkrum sinnum að fordómar gegn geðsjúkdómum hafi lítið sem ekkert minnkað síðustu árin  þrátt fyrir það að á yfirborðinu sé þjóðfélaginu talsvert í mun að sýnast vera fullt af upplýsingu, víðsýni og skilningi.  Þegar á reynir kemur veruleikinn hins vegar í ljós alveg grímulaus:

Að eitthvert besta og öruggasta ráðið til að klekkja á einstaklingi, til að gera hann ómarktækan á vettvangi lífsins, sé að stimpla hann geðveikan.

Það er sígild aðferð sem virðst alltaf ganga upp. Annars væri hún ekki notuð.  

Já, maður verður bara svo þunglyndur yfir þessari dapurlegu staðreynd að  það hellist yfir mann þessi líka rokna alshæmer!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Asni...en skemmtilegur asni :) En svo satt og rétt hjá þér :)

Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hva, er ég asni? Asni með alshæmer!!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 11:47

3 identicon

Sæll Sigurður.

Þetta með fordómana,  er RÉTT hjá þér.

Þetta með Alzheimerinn ....................................?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:09

4 identicon

Það má varla segja orðið geðsjúkdómur.. .hinir bestu menn hafa verið bannaðir fyrir að ýja að því að einhver sé með slíkan sjúkdóm. ;)

Ég verð að segja að slíkt framferði og að tabúvæða geðsjúkdóma er það versta sem hægt er að gera í þessum málum.


DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:21

5 identicon

Elsku karlinn minn.. ég lít upp til fólks sem þjáist af mis-mildum geðsjúkdómum !!

Sjáðu nú til..langflestir MEISTARAR sögunnar hafa verið meira eða minna geðsjúkir.

Án þeirra t.d Newtons, þá væri mannkynið ekki komið eins langt og það er komið í vísindum, sköpun, tónlist,myndlist...etc

Mannkynið hefur stóra skuld að gjalda geðsjúka fólkinu. Það er pottþétt að bilið milli geðsjúkdóma og snilligáfu er það þunnt að yfirleitt er ekkert bil að tala um.

Ekki spurning.... Í raun ættum við að halda göngu geðsjúkra ár hvert til að heiðra þá sem liðið hafa fyrir þann stimpil sem því fylgir og einnig fyrir það hve ríkulega mannkynið hefur notið ávaxta snilligáfu þeirra sem náðu að beisla sinn sjúkdóm og látið snilli sína skína !!

runar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Alzheimer er sjúkdómur sem dregur fólk til dauða á nokkrum árum.

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 12:36

7 identicon

Það þarf ekki annað, en að líta á skjöl sem til eru - og opinber úr sögu landsins á síðustu öld til að vita, að það Sigurður Þór skrifar er satt og rétt. Gamalkunnugt skítabragð, og greinilega sígilt!

sjöfn kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:38

8 identicon

Þunglyndi getur dregið menn til dauða á nokkrum sekúndum... tabúvæðing á geðsjúkdómum ýtir undir að menn fyrirfari sér...
Geðsjúkdómar eru bara eins og hverjir aðrir sjúkdómar.... þá á að ræða eins og aðra sjúkdóma, það er fyrsta skrefið að vitrænni höldlingu á þessu..
Ekkert okkar er algerlega laust við þetta.. allir munu þurfa að takast á við eitthvað svona...
Eingöngu fávitar taka þessi mál eins og manni virðist að sé gert á íslandi..

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Hver verður ekki þunglyndur á stundum í ástandinu eins og það er?

Mér þætti gaman að sjá menn færa rök fyrir því að Winston Churchhill hefði átt að hætta í stjórnmálum vegna þess að hann væri þunglyndur!!!

Hallur Magnússon, 14.8.2009 kl. 12:54

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Gamlar geðveikisbakteríur eru líklega innilokaðar í skúmaskotum Alþingis.

Lesið originalinn: "Gamlar geðveikisbakteríur eftir Sigurð Zeto frá árinu 1954". Þar kann að finnast lausn á málinu.

Júlíus Valsson, 14.8.2009 kl. 12:58

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er engnn að tala um að tabúvæða geðsjúkdóma. Það skiptir máli HVERNIG um þá er talað, hvort það er gert af raunsæi og skilningi eða hvort einhvers konar höfnun eða fordómar skína í gegn. Þessi punktur frá Halli um Churchill og stjórnmálin segir eiginlega allt sem segja þarf um stjórnmál og þunglyndi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 13:12

12 identicon

Var það ekki forsætisráðherra Noregs sem er að kljást við þunglyndi..... ?
Miðað við umræðuna á íslandi þá væri það dauðadómur að nefna slíkt her... það má ekki einu sinni segja að geðsjúkt fólk sé með geðsjúkdóm, þá verður allt vitlaust.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:42

13 identicon

Ég er hissa á að enginn skuli minnast á Jónas frá Hriflu og Stóru bombuna í þessu samhengi

Guðjón (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:15

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kær vinur minn hefur þjáðist af þunglyndi. hann er þó marktækasti maður sem ég hef kynnst.

Brjánn Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 14:22

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er reyndar nokkuð til í þessu hjá þér Doksi. Ég held að seint muni íslenskur framámaður stíga fram og viðurkenna að hann sé t.d. þunglyndur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 14:30

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

''Lausar eru skrúfur
og létt mitt hjal.
Er það kannski þetta,
sem koma skal?''

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 14:34

17 identicon

Man ekki nema brot úr thessum kvedskap um Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson yfirlaekni á Kleppi. Vid sögu kemur einnig Daníel og lödursveittur reidskjóti ad ógleymdum Landhelgisbílnum. Hvada farataeki var thad? Spyr sá sem ekki veit.

"Jónas vaknadi af blídum blundi
brjáladur virtist ekki par.
Í baelinu lengur ekki undi...          o s frv. 

og seinna í kvaedinu:

"Inn ad Kleppi er óravegur
andskotastu thví fljótt af stad     ( Daníel )
Ríddu eins hart og hrossid dregur
Helga réttirdu thetta blad.
flýttu thér nú og fardu vel"
Thá fruktadi og spýtti Daníel.

Helgi greip bladid bádum mundum
blekugur vard um hendurnar.
Undirskriftirnar eru stundum
ekki meir en svo thornadar ....

 Einnig er einhver Dungal ( Haraldur?) vidridinn thetta mál thví:

 - doktorinn vard sem dreyri í framan
Dungal var thar og studdi hann....."

Kannski Saemundur fródi á blogginu kunni thetta.

S.H. (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:49

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í gamla daga voru menn í það minnsta skemmtilegir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 17:02

19 identicon

Ég tek samt fram að mér finnst þetta bréf sem daman sendi algerlega óviðeigandi ... back stabbing SOB

Bara til að fyrirbyggja misskilning!

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:20

20 Smámynd: Eygló

Eins og þetta sé einhver skátaeiður - eitt sinn lasinn á geði >>> ávallt geðveikur.

Það er álíka og að kalla manneskju sem stöku sinnum á ævinni hefur fengið frunsu - að hún sé djöfulsins FRUNSUSJÚKLINGUR.

Eygló, 14.8.2009 kl. 17:31

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er með þunglyndisgreiningu og skarta því þessu með þér.

Gaman saman.

Sigurður, þú hefur rétt fyrir þér í þessum pistli og svo ertu ofurkrútt með húmor (þegar þú ert í góðu skapi).

Ég gæti étið þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 17:59

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vá, geggjaðar mannætur komnar á kreik! Ég er alltaf í vondu skapi en læt oftast eins og ég sé í góðu skapi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 18:06

23 identicon

Þið sjáið td þegar mbl lokaði á mitt blogg vegna þess að ég talaði um "geðsjúkling", þá voru þeir bara að opinbera eigin fordóma gegn geðsjúkum/geðsjúkdómum.

Þeir hefðu örugglega ekki lokað ef ég hefði sagt að hún væri hjartveik, með snúnar lappir & bogið bak ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:33

24 identicon

Góður og sannur pistill.Ég er vel kunnug þessum málum og það hefur lítið slegið á fordóma í garð þessa lífshættulega sjúkdóms sem þunglyndi er því miður .Það sem kom mér mest á óvart er hversu mikla fordóma geðlæknar og fagfólk á geðsviði er með gagnvart geðsjúkdómum.Ekki allt starfsfólk sem betur fer en ansi margt því miður.Þarfur pistill.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:37

25 Smámynd: Kama Sutra

Maður á kannski ekki að djóka með þetta, en ef ég fengi alltaf Alzheimersstimpilinn á mig í hvert skipti sem ég nenni ekki að eiga samskipti við leiðinlegt fólk - líkt og Þráinn fékk frá flokks"félögum" sínum - þá væri ég löngu orðin heilalaus.  Í það minnsta með götóttan heila eins og svissneskur ostur...

Ég skil Þráin vel að vilja ekki eiga í frekari samskiptum við hina óheilögu þrenningu, Birgittu, Margréti og Þór.

Svo tek undir með Jennýju - þú ert skemmtilegt ofurkrútt þegar þú ert í góðu skapi.

Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 18:57

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svo ég endurtaki það: Ég er alltaf í manndrápsskapi en læt oftast eins og ég sé í sólskinsskapi. Mali the very malicious stendur með mér í einu og öllu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 19:02

27 Smámynd: Kama Sutra

Ég held að hann Mali sé nú bara að þykjast vera malicious.  Ég þori næstum að veðja að hann er hin mesta gunga og veimiltíta...

Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 19:07

28 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali the malicious er VERY malicious. Allar aðrar meiningar um hann eru alvarleg kattorðsmorð í hans garð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 19:13

29 identicon

Ég er ekkert að beina þessu spes til þín Siggi.. ég á líka kisu sko :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:14

30 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 19:16

31 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Byrjar hann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 19:22

32 identicon

Hvað gera íslendingar ef þeir heyra eða lesa um geðsjúkdóma... og líka að Guddi og Sússi séu ekki til.. eða að anal detox virki ekki...

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:33

33 Smámynd: Kama Sutra

Nei sko, tvífari hans Mala mættur!

Kama Sutra, 14.8.2009 kl. 20:19

34 identicon

Fyrirgefðu Siggi að ég skuli hafa stolið þræðinum svona... eins og kisa eða eitthvað..

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:21

35 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kisur eru alltaf velkomnar á þessa síðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 21:51

36 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Axel Þór Kolbeinsson, 14.8.2009 kl. 22:23

37 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Heyrt hef ég að geðlæknar séu sumir hverjir ekki barnanna bestir varðandi fordóma gagnvart geðsjúkum. Eina sögu kann ég af manni sem  kvað hafa tjáð geðlækni sínum að honum liði svo illa að hann yrði að komast inn á geðdeild sem fyrst. Læknirinn brást hinn versti við og hreytti í sjúklinginn. 'Þú hefur ekkert inn á geðdeild að gera, þú ferð á lægra plan við það'.
Er hægt að búast við ásættanlegum framförum í meðferð og viðhorfum til  geðsjúkra ef svona löguð heimska finnst ennþá innan heilbrigðiskerfisins? Hvað þá meðal almennings, mér er spurn?
Og ætli svona viðhorf sé alþjóðlegt eða er þetta einhver séríslensk gáfnatregða?   

Það er einnig undarlegur tvískinningur að það sé 'tabú' að tala um geðveiki en samt tröllríða íslenskri tungu allskonar slanguryrði þar sem orðið 'geðveikt' er notað til þess að lýsa einhverju sem mönnum finnst yfirmáta skemmtilegt, fallegt eða guð má vita hvað?

Það er sömuleiðs í hæsta máta ótrúlegt hve almenningur er oft fávís um það að þunglyndi er dauðans alvara þar sem það er lífshættulegur sjúkdómur. Tómlæti í garð þeirra er við þennan illvíga sjúkdóm eiga að etja ýtir ósjaldan undir sjálfsvíg þeirra er við hann stríða.

Fólk segir oft á tíðum eitthvað á þessa leið við þunglyndissjúklinga; 'Í guðanna bænum taktu þér nú tak',  hristu þetta slen af þér', 'hættu þessu andskotans væli', eða eitthvað ámóta rugl. Viðkomandi sjúklingur fyllist því oftlega vonleysi og fullvissu um að hann sé ekkert annað en aumingi  og eigi ekkert gott skilið. Hver myndi segja við fótbrotinn mann, 'hentu þessari  helvítis hækju þinni,  þú ert bara að ímynda þér að það sér eitthvað að þér?' 

Ég held að miðað við ástandið í dag sé það óraunhæfur draumur að þunglyndissjúklingar og aðrir þeir sem eiga við einhvers konar andlega krankleika að stríða fari í gleðigöngu niður í miðbæ til þess að fagna breyttu og bættu viðhorfi í sinn garð?

Svava frá Strandbergi , 14.8.2009 kl. 23:07

38 identicon

  Ég hef aðeins kynnst þessari stétt, og fékk þá skoðun, að sumir séu alls ekki færir um að velja sér þetta starf að vara geðlæknir.  Það má vel vera að fólki, sem fer í geðlækningar geti vel menntað sig af bókinni, en þarna þarf líka að veljast fólk, sem sjálft er með skynsamlegt geð, og kann að tala við sína sjúklinga.  Þetta fylgist nefnilega ekki alltaf að.  Ég hef aftur á móti  þekkt ólært fólk, sem er "meðfæddir geðlæknar", hefur hæfileika til að styðja og hjálpa öðrum út úr t.d. þunglyndi. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 10:49

39 identicon

Sæll Sigurður.   Síðan er fólk sem ræðst persónulega á fólk og kallar það leiðinlegt og kannski geðbilaða vitleysinga opinberlega og þar fram eftir götunum og skemmtir sér konunglega á kostnað andlegrar líðanar þessa fólks.   Það er mannskemmandi og veldur því að fólk treystir sér oft ekki lengur inn í opnar bloggsíður eins og þína og alls ekki ef það fólk er þar fyrir.   Og ég er ekki að tala um DoctorE.   Hann verður pirraður og reiður en skemmtir sér ekki á kostnað fólks eins og einn tíður gestur þinn.    

Jóhann J. (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 14:44

40 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mali is my man...nei ég meina is my cat.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 15:38

41 identicon

Illfyglislegir kettirnir komu mér á sporid. Glyrnurnar, meina ég. Thegar hrist er upp í botnledju minnisins kemur ýmislegt upp á yfirbordid. Nú baeti ég inn í kvaedid úr gamla Speglinum, ad ég held.

Thad var "óravegur" upp á Klepp fyrir 70 árum. Nú thurfa menn ekki ad halda hest til ad koma bodum til skila -  bara ýta á takka...! Illu heilli kannski - og víst er thetta lipurlega kvedid. Menn voru ef til vill skemmtilegri fyrr!

 Jónas vaknadi af blídum blundi
brjáladur virtist ekki par
.
I baelinu lengur ekki undi
ók sér og fór í braekurnar.
Í landhelgisbílinn brátt var nád
og brunad svo upp í stjórnarrád.

Daníel thar sem dyrnar passar
dyrnar opnadi fljótt og vel.
Jónasar gerdust glyrnur hvassar
Hann gaut theim skáhallt á Daníel
-Til setu ei bodid sýnist oss
saek Daníel vort bezta hross.

Inn ad Kleppi er óravegur
andskotastu thví fljótt af stad.
Ríddu eins hart og hrossid dregur
Helga réttirdu thetta blad.
Flýttu thér nú og fardu vel.-
Thá furktadi og spýtti Daníel.

-------

Helgi greip bladid bádum mundum
blekugur vard um hendurnar.
- Undirskriftirnar eru stundum
ekki meir en svo thornadar.
Vid doktora Jónas dundar vart
og Daníel getur ridid hart.-

-----

Doktorinn vard sem dreyri í framan
Dungal var thar og studdi hann.
Nú sá hann eftir öllu saman
ad hann heimsótti rádherrann.
Húsi og stödu flaemdur frá
Hann flutti med eina lyfjaskrá.

 ( höfundur mér ókunnur )

 

S.H. (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:39

42 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er Mali skírður í samfélag guðs og ésús eða bara nefndur, eins og aðrir heiðnir heiðurskettir?

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 15:41

43 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er sjöundadagsaðventisti en þar sem ég er áttundadagsaðventisti erum við stundum ósammála í trúarefnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 16:57

44 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég vil fá að rökræða málið við hinn háæruverðuga Mala von Katt.

Brjánn Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 17:19

45 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali malicious von Katt er í innhverfri íhugun og eigi til viðtals nú um stundir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2009 kl. 18:15

46 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég hef grun um að Mali láti ekki leiða sig út í þessar umræður. Kettir láta ekki bögga sig með einhverju sem þeim kemur ekki við.

Annars finnst mér að bloggfærslan sjálf mætti vera meira í umræðunni hér en raun er á og tek undir það að það er alltof algengt að einhverskonar geðveikis stimpli er komið á fólk sem segir það sem sem öðrum líkar ekki. Það finnst mér sorglegt dæmi um heimsku.

Marta Gunnarsdóttir, 16.8.2009 kl. 00:08

47 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Einhver minntist á Sæmund fróða á blogginu og átti kannski við mig.

Stóra Bomban var mjög frægt mál á sínum tíma og mér finnst ekki við hæfi að líkja því sem nú er að gerast í Borgarahreyfingunni við það.

Bragnum úr Speglinum sáluga sem einhverjir hafa vitnað í hér man ég vel eftir. Held samt endilega að hann hafi verið lengri. Hugsanlega var hann eftir Sigurð Ívarsson.

Daníel sem nefndur er í bragnum fór ríðandi inn að Klepp og í niðurlagi bragsins er sagt til viðvörunar: "Hver veit nær söðlar Daníel." Spegillinn hlýtur að vera kominn á tímarit.is. Hef bara ekki gáð að því.

Sæmundur Bjarnason, 16.8.2009 kl. 00:55

48 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, þetta er ekki stór bomba. Spegillinn er ekki kominn á timarit.is.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 01:45

49 identicon

Thad er alveg hárrétt, Saemundur. Thad vantar mikid í braginn. Líklega var hann helmingi lengri, en thetta var allt sem ég gat rifjad upp. Ég kannast vel vid thessi lokaord og ef til vill vantar framan vid braginn líka.

Ekki er ég heldur ad líkja thessum tveim málum saman en óneitanlega hristu thessi mál BH  upp í minninu.

S.H. (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 05:04

50 identicon

Renndi yfir athugasemdirnar. Ég er ÞUNGLYND. En mesti húmoristinn á vinnustað. En en einmanna.....

Ekki diskutera neitt við mig..Spyr? Er þetta skynsemisskortur? Sú var tíðin að ég lenti á fyrirlestrum sem vart verða endurteknir..Það var þá. Fyriri löngu síðan...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 21:21

51 Smámynd: Billi bilaði

Ljóðið um Stóru Bombuna, sem kom fyrst í Speglinum, var einnig sett í bókina "Jón Helgason. Stóra bomban. Örn og Örlygur, 1981. "

Vísurnar má einnig finna stakar á Skagafjodur.is, en þar eru þær ekki í réttri röð.

Svona ætti þetta að vera nokkuð rétt:

Jónas vaknaði af blíðum blundi

brjálaður virtist ekki par.

Í bælinu lengur ekki undi

ók sér og fór í brækurnar.

Í landhelgisbílinn brátt var náð,

brunað svo upp í stjórnarráð.

 

Daníel sem þar dyrnar passar

dyrnar opnaði fljótt og vel.

Jónasar gjörðust glyrnur hvassar

hann gaut þeim skáhallt á Daníel.

Til setu boðið ei sýnist oss,

sæk Daníel vort besta hross.

 

Inn að Kleppi er óravegur

andskotastu því fljótt af stað.

Ríddu eins hart og hrossið dregur

Helga réttirðu þetta blað.

Flýttu þér svo og farðu vel.

Þá fruktaði og spýtti Daníel.

 

Óþverra fylltist loftið ljótum,

leðjurigning og malarél.

Veifandi í bláinn báðum fótum,

bykkjuna þandi Daníel.

Drótt öll á Kleppi dauðhrædd beið,

Daníel inn í húsið reið.

 

Helgi greip blaðið báðum mundum

blekugur varð um hendurnar.

Undirskriftirnar eru stundum

ekki meir en svo þornaðar.

Við doktora Jónas dundar vart

og Daníel getur riðið hart.

 

Doktorinn varð sem dreyri í framan

Dungal var þar og studdi hann.

Nú sá hann eftir öllu saman,

að hann heimsótti ráðherrann.

Húsi og stöðu flæmdur frá

hann flutti með eina lyfjaskrá.

 

Daníel svarsins drjúgur bíður.

Daníel tók í húfuna.

Daníel út um dyrnar ríður.

Daníel sló í merina.

Daníel tyggur drjúgum skro.

Daníel spýtir á við tvo.

 

Jónas vor húkti heima á meðan

hugsandi stíft um brjálæðið.

Hefði einhver normal sála séð hann,

sú myndi hafa komist við.

Hófasköll dundu dimm og löng.

Daníel kom og spýtti og song.

 

Daníel frétta flutti sóninn

frísaði merin löðursveitt.

Jónas tvíhenti telefóninn

við Thorlasíus hann mælti greitt:

Þú tekur við Kleppi, Tolli minn.

Tíkarbrand skaltu gefa inn.

 

Lyfjafargansins fræga miðann

flutti Helgi úr brúkunum.

Nú fá menn trauðla að tala við hann

þó tíkall hafi í lúkunum.

Hrelldan og þjáðan huga ber

og Hrifluréttlætið móti sér.

 

Að þessu skaltu önd mín hyggja,

yfirvöldunum geðjist þú.

Á hnjánum báðum er best að liggja

og biðja um náð í sannri trú.

Hver veit nær sorgar hefjast él?

Hver veit nær söðlar Daníel?

 

Sigurðar Z. Ívarsson

Billi bilaði, 17.8.2009 kl. 03:27

52 identicon

Thad var alveg dásamlegt ad fá allt kvaedid í sinni réttu mynd. Thví ekki er svo haegt um vik ad nálgast thad í útlöndum; a m k ekki án thess ad vita hvar á ad leita. Nú geymi ég thetta framvegis naest hjartanu! Beztu thakkir!

S.H. (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 06:00

53 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þakka þér kærlega fyrir Billi bilaði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 11:56

54 identicon

Gaman vaeri ad vita einhver frekari deili á höfundinum, Sigurdi Z Ívarssyni.  Er ekki einhver tharna úti, biladur edur ei, sem kann nánari skil á honum?

S.H. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband