16.8.2009 | 12:39
Hvernig fordómar og rógur virka
Vangavelturnar um geðheilsu Þráins Bertelssonar í bréfi Margrétar Tryggvadóttur hafa mikið verið ræddar á bloggi.
Eftirfarandi athugasemd fann ég setta fram við skrif tveggja bloggara og kannski hefur hún birst víðar:
''Ég mæli með að karllin fari í meiðyrðamál við Margréti og þá þarf hann væntanlega að fara í geðrannsókn og alzheimer próf til þess að sanna að hún hafi haft rangt fyrir sér. Ég held hún vinni það mál.''
Hvað skyldu margir aðrir hugsa á svipuðum nótum? Á blogginu hef ég rekist á margt sem bendir til að þeir séu æði margir.
Sem sagt: Komdu einhvers konar geðveikisstimpli á einhvern í neikvæðu samhengi. Og þá er til þess ætlast að hann verði að sanna hann af sér.
Það er búið að negla hann.
Það er vandfundið betra dæmi um það hvernig fordómar, rógur og slúður virkar þegar búið er að koma því að stað á annað borð.
Ég hef enga skoðun á innanhúsátökum Borgarahreyfingarinnar og stend ekki með neinum á móti neinum. Þátttakendur í leiknum þekki ég ekki nema hvað ég er málkunnugur Þráni Bertelssyni. Mér finnst þetta mál eingöngu áhugavert fyrir það hvernig það sýnir hve menn freistast til að koma geðveikisstimpli á þá sem eru að þeirra dómi eitthvað tregir í taumi.
Það er áberandi á bloggsíðum að menn skilja ekki þennan punkt. Menn eru bara í pólitísku skotgröfunum.
Já og sumir tala um að það sé engin skömm að því að fá þunglyndi eða alshæmer.
Nei, nei. Við erum full af skilningi og umburðarlyndi á svoddan sjúkdómum. En við notum þá samt hiklaust til að reyna að afgreiða þá sem eru okkur óþægilegir hreinlega út af borðinu. Við vitum nefnilega að alshæmersjúklingur missir allan vitrænan trúverðugleika. Það er ekki hægt að ræða lengur við hann um landsins gang og nauðsynjar.
Hann er svo andskoti vit-laus í orðins bókstaflegu merkingu.
Ekki gæti ég setið með félögum sem ég vissi að bæru svona mikla virðingu fyrir því sem ég hefði fram að færa í samskiptum við þá og slúðruðu af þessum kaliber um mig mér á bak.
Mér er ekki í mun að Margrét Tryggvadóttir segi af sér þingmennsku. Eins og áður segir hef ég ekki áhuga fyrir hinni pólitísku hlið málsins.
En ég undrast það mjög að hún skilji ekki að svona gera menn bara ekki. Og ég undrast enn meir að félagar hennar, þingmenn á alþingi Íslendinga, skuli finnast ekkert athugavert við gjörðir hennar og verja þær eins og ekkert sé.
Það er mín skoðun að Þráinn Bertelsson eigi að fara í meiðyrðamál af fyllstu hörku. En það er eflaust ekkert grín að standa í slíku við alþingismann vegna svona viðkvæmra ásakana sem eru fullkomlega fyrir neðan beltisstað.
En það gengur ekki í siðuðu þjóðfélagi að þingmenn komist upp með að reyna að gera fólk ómarktækt orða sinna og gjörða með geðveikisstimplunum.
Það er einfaldlega það sem gerðist í þessu máli.
Nú er kominn tími til að berja slíkt niður í eitt skipti fyrir öll.
Með formlegum dómi og viðurlögum.
Margrét situr sem fastast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
En hefur margrét ekki einhvers konar þinghelgi? Getur hann farið í mál við hana?
María Kristjánsdóttir, 16.8.2009 kl. 13:02
Jú, Margrét hefur þinghelgi en það er hægt að svifta menn þinghelgi vegna dómsmála. Mér finnst reyndar að ef þingmaður veit að einhver vilji fara í mál við hann eigi hann að fara af þingi til að réttlætið nái fram að ganga. Mér finnst það bara sjálfsögð tillitssemi og réttlætiskennd. Svo dæma dómstólarnir í málinu. Þingmaður sem gefur einstaklingi sem telur hann hafa brotið af sér gegn sér ekki tækifæri til að leita réttar síns er ranglát manneskja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 13:10
Að svona gera menn ekki?
Hvað ræða heilsu samstarfsmanns síns í einkabréfi ?
Já.. þú segir nokkuð.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 13:58
Þetta er ekki um heilsu samstarfsmans, heldur er þetta slúður um heilsu samstarfsmanns, meiðandi slúður. En það er með þig eins og svo marga fleiri AceR að þeir ná ekki hvað þetta er meiðandi, eins og ég var að benda á. Athugaðu vel Acer athugasmedina sem ég vitna í og sjáðu til hvers svona framferði leiðir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 14:15
Meiðandi? hann hefur sjálfur talað um það i bókum sínum að hann hefur barist við þunglyndi.
Hegðun hans eftir þessa ESB kosningu var mjög undarleg, þannig að ef samstarfsmenn hans hafi tekið eftir því líka .. er ekkert skrítið hvort þau hafi velt fyrir sér hvort allt væri í lagi með Þráinn.
Þarf ekkert að vera nein illgirni eða verið að reyna að meiða einn eða neinn.
Að tala ekki við samstarfsfólk sitt í mánuð eftir ESB kosninguna á alþingi og tjá sig bara í fjölmiðlum á meðan þau eru að reyna að ná sambandi við hann og reyna sættir .. að svoleiðis hegðun er undarleg.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 14:17
Flottur pistill Sigurður. Rógur í gervi góðmennsku og umhyggju er jafnvel verri en sá sem allir sjá í gegn um strax.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 14:19
AceR segir:
"Að tala ekki við samstarfsfólk sitt í mánuð eftir ESB kosninguna á alþingi og tjá sig bara í fjölmiðlum á meðan þau eru að reyna að ná sambandi við hann og reyna sættir .. að svoleiðis hegðun er undarleg."
Þetta er dæmið um blinduna gagnvart alvarleika málsins.
Það er sem sagt eðlilegt að klína á fólk geðsjúkdómum og alvarlegum heilasjúkdómum sem dæma það úr leik ef það hegðar sér á einhvern hátt sem sumum finnst undarlegt.
Vá, þá ætti ég að vera í spennitreyju.
Takk Sigurður fyrir þessa færslu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 14:27
Það er bara önnur kategóría að vera ''undarlegur'' eða ''leiðinlegur'' í framkomu eins og við erum oft í samskiptum við aðra (að annarra dómi auðvitað en sjaldan okkar sjálfra) heldur en verða að sitja undir því að vera með mest intellektúal gjöreyðandi sjúkdóm í heimi. Ég er annars búinn að gera grein fyrir meginhugsun minni í tveimur skýrum bloggfærslum og ætla ekki að ræða það frekar.
Það sem mér finnst kannski óhugnanlegast í þessu máli er það hve mörgum finnst ekkert athugavert við það grípa til þess að stimpla menn vonlaust geðveika ef framkoma þeirra er ekki öðrum að skapi.
Hér vil ég svo skjóta því inn að ég og eflaust margir aðrir sendi aldrei tölvupóst sem gæti komið sér illa fyrir aðra ef hann yrði opinber og nefni ekki nöfn fólks ef minnsta smuga er á því að það yrði fyrir óþægindum. Það er dómómgreindaratriði að gera sér ljóst að tölvupóstur er mjög illa varin hvað einkamál varðar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 14:32
Ég sagði aldrei að það væri í lagi að klína á fólk geðsjúkdómum.
Ég hef nú sjálfur þurft að glíma við eitt og annað þótt ég fari ekki nákvæmlega út í það hér.
Það eru augljóslega skiptar skoðanir á þessum manni Þráni Bertels.
Ég er ekki í aðdáendahópi hans, en hef samt vegna veru hans í Borgarahreyfingunni reynt að taka hann í sátt og styðja hann ásamt hreyfingunni allri.
En hegðun hans (fyrir utan hegðun Margrétar, sem var eflaust ekkert skárri) hefur ekki hjálpað mér við það.
Ég er bara svo ósáttur við að á meðan jafn alvarlegt mál eins og t.d Icesave er í vinnslu á alþingi og þrír þingmenn BH eru að vinna í því á fullu, að þá er Þráinn bara í fýlu og talar ekki við neinn.
Hefur hann rétt á þessu þegar hann á að vera að vinna að hagsmunum annara?
Þetta set ég spurningamerki við .. hvaða álit sem ég hef á manninum.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 14:48
AcerR ofl. hafa farið hérna um bloggið og reynt að réttlæta slúðrið og rógburðinn með því hvernig peróna ÞB er, hvernig hann hegðaði sér, að hann hafi þáð listamannalaun, hann hafi verið í fílu, ekki talað við samflokksmenn sína og að þetta hafi verið sagt í "einkapósti". Þetta á semsagt að gera þetta í lagi!
Held að það vanti stórt stykki í hausinn á fólki sem hugsar svona.
Bjöggi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:17
Já það vantar rosa stórt stykki í hausinn á öllum þeim sem eru á annari skoðun en þú.
þvílíkur brandarakall.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 15:27
Hera AceR; er þetta ekki kallað að malda í móinn? Þú viðurkennir alveg að sérviska ÞB er hans mál ekki satt, og að koma á þeim kvitti meðal starfsfélaga hans eða fleiri að hann sé hugsanlega með alvarlegan sjúkdóm sem skýrir hegðun hans, sé hreint slúður.
Til hvers að nota þessa umræðu til að skerpa á þeim skoðunum þínum að þér líki ekki við manninn? Það verður vitaskuld túlkað á þá leið að þú sért að reyna að bera í bætifláka fyrir róginn og reyna að réttlæta rógberann.
Fordæmdu þessar lymskulegu aðferðir og bloggaðu svo bara meira um hversu ósáttur þú sért við starfsaðferðir ÞB.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 15:38
Nei AceR, við erum á sömu skoðun um Þráin, hann er hundleiðinlegur, sérvitur og ætti ekki að þyggja listamannalaun og er frekar fúll í fasi. Það er samt fullt af fólki sem á ekki við geðsjúkdóma að stríða.
Við ekki sammála um það sem Margrét gerði, enda er það ekki spurning um að fylgja réttri skoðun heldur að átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt. Þú ert ekki alveg að átta þig á hvað er rangt við það sem Margrét gerði!
En ef þett er rétt sem Ninna segir, þá kannski skil ég þetta viðhorf þitt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:00
Athyglisverð umræða. Til að byrja með ætla ég að segja að ég hef fylgst með verkum Þráins um margra ára skeið, heyrt í honum á fundum, í úrvarpi og sjónvarpi, og í flestum meginatriðum verið sammála þeim sjónarmiðum sem hann hefur sett fram.
Mér finnst uppistaðan í þessu þrasi snúast um mun dýpri þætti en þá hvort Þráinn hafi haft rétt til að ásaka hitt fólkið í þingfloknum, fyrir að greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu, eins til áskilið er í stjórnarskrá.
Mér sýnist deilan nú vera farin að snúast um það hvort almenningur á Íslandi móti afstöðu sína til manna og málefna, út frá slúðri eða skoðunum annarrra, en ekki út frá eigin reynslu eða þekkingu.
Gaman væri ef einhver vildi setja fram heiðarlegan rökstuðning við þá kröfu Þráins að hinum í þingflokknum, hafi borið skylda til að greiða atkvæði eins og hann.
Hér er engin tilraun gerð til að kasta rýrð á Þráinn, eða heilsu hans, en reynt að fá fólk til að hugsa rökrétt um upphafið; hvort það geti verið vegna, misskiliðs kapps Þráins, fyrir stjórnmálastefnu sem ENN er ekki farið að setja formlega í vinnslu, sem allur þessi heilaspuni hefur dunið yfir þjóðina?
Í þessu máli virðist æsingurinn, vanþekking og sljúðurvilji tvímælalaust vera í ekilssætinu, en skipuleg hugsun og rökvísi voru ekki tekin með í ökuferðina.
Guðbjörn Jónsson, 16.8.2009 kl. 16:17
Hjartanlega sammála þér sigurður .. Nema að því leiti að ég trúi á fyrirgefninguna og vil sjá Margréti biðjast formlega afsökunar og draga orð sín til baka.
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 16:19
Þinghelgi nær aðeins yfir það sem þingmaður segir í púlti á alþingi.
Það er hægt að kæra hana eins og hvern annan fyrir það sem hún segir utan alþingis.
Guðmundur Martinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:28
Nei Áslaug mín, það truflar mig ekkert.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 16:37
Þá kannski skýrist það að Birgitta í Borgarahreyfingunni er frænka mín.
Kannski ekkert furðulegt að ég verji hana.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 16:39
Þráinn þyggur ekki listamannalaun.
Einar (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:43
Rétt hjá þér, Sigurður, fordómarnir eru alls staðar og lævísari en andskotinn sjálfur.
Ómar Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:12
Einar á Skaga: Það er furðulegt að þú verjir vondan málstað vegna frændsemi.
Það þarf hugrekki til að taka málefnalega afstöðu án tillits til hvort hún kemur manni vel eða illa.
Þrátt fyrir að fólk snúi jafnvel baki við manni fyrir bragðið þá sofnar maður samt sáttur ef maður veit að maður er sannfæringu sinni trúr.
Athugaðu það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 17:13
Fatta ekki hvers vegna Þráinn er fúll. Ef svona hugguleg kona legði í auman mig fyrir neðan beltisstað yrði ég bara g~aður.
Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:17
Mér fannst Þráinn bara koma illa fram eftir þessa ESB kosningu.
Sagði meðal annars hinum þrem að þau ættu að segja af sér, fyrir það að hafa ekki kosið gegn sannfæringu sinni.
Auðvitað var þetta bréf frá þessari Margréti ósmekklegt og virkilega lélegt af henni. En mér finnst samt brugðist of mikið við þessu. Að hætta í hreyfingunni.
En þetta er vissulega athyglisvert innlegg í þessa umræðu, frá Ninnu hérna fyrir ofan. Í umræðu um mannorðsmorð, róg og slúður.
Já.. hvort Frjálslyndiflokkurinn hafi verið rasistaflokkur, það veit ég ekki .. en ég er feginn þó að vera ekki þar innanborðs lengur. En það er annað mál.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 17:19
Í frægri landsfundarræðu sagði fyrrverandi forsætisráðherra að líklega væri Norðmaðurinn sem tímabundið hefur gegnt stöðu seðlabankastjóra með Alzheimer sjúkdóminn. Nú segir þingmaður Borgarahreyfingarinnar að ef til vill sé þingbróðir hennar Þráinn Bertelsson með Alzheimer sjúkdóminn á byrjunarstigi.
Þegar fólk hefur þennan skæða og erfiða sjúkdóm í flimtingum þá veit það ekki um hvað það er að tala og vonandi á það aldrei eftir að komast í fjölskyldunánd við Alzheimer eða minnisglöp.
Eiður Svanberg Guðnason, 16.8.2009 kl. 17:29
Er ekki líka svolítið verið að draga Þráin niður í svaðið með því að grípa orðið þunglyndi á lofti og kalla það geðveikisstimpil? -og það þrisvar.
Vissulega er þunglyndi flokkað sem geðsjúkdómur, en þunglyndissjúklingar hafa aldrei svo ég viti til flokkast sem "geðveikir" eins og þú ert að gera hér.
nn (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:29
Eiður Svanberg: Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 17:52
Þú ritar mjög skynsamlega um þetta Sigurður og ég er þér alveg sammála. kv. B
Baldur Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 17:52
Leyfi mér, ágæti Sigurður Þór, að taka heils hugar undir það sem þú segir í pistli þínum.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:54
Einhvern veginn finnst mér Þráinn hafa furðulítið breyst frá því að við vorum skólabræður í Menntaskólanum í Reykjavík. Líklega erum við báðir með alzheimer og höfum alltaf verið.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:03
Sammála þér Sigurður, Það eina sem hann virðist hafa gert er að vera ekki sammála henni. Held hún njóti þinghelgi um það sem hún segir í þinginu. Minnir að Ólafur Jóhannesson hafi sagt utanþings þ.e. endurtekið ´´ Mafía er það og mafía..´´ einmitt til að gefa Vísismönnum
tækifæri til að fara í meiðyrðamál. Það sem Margrét segir í póstinum hefur hún sjálf sett á heimasíðu sína.
Einar Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 19:53
(Finnst thessi ferskeytla passa hér. Óvedur skollid á?)Veðrahrollur
Þungt í falli þrymur Rán,
þýtur í fjalla nöfum.
Það er allra veðra ván,
við skulum halla að stöfum.
Kristján Ólason.
S.H. (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 21:20
Það er ein hlið á þessu máli sem ég held að menn ættu að huga að. Margrét fór ekki með þetta mál í fjölmiðlanna heldur Þráinn.
Margrét hafði uppi þessar vangaveltur í einhverju sem átti að vera einkabréf milli samstarfsmanna.
Þráinn komst að þessu vegna þess að þess að pósturinn fór mannavillt og HANN notaði málið til þess að blása út innihald póstsins í öllum fjölmiðlum. Ef þetta er mannorðsmorð þá er hann sjáflur gerandinn.
Ég veit ekki hvernig heilsa Þráins er og hef engann áhuga á því en ekki er dómgreindin mikil af hegðun hans að dæmi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.8.2009 kl. 23:10
Sæl Jakobína.
Margrét fór ekki með þetta mál í Þráinn heldur sendi hún emailið til Katrínar og samtímis til fjölda manns sem voru á sama póstlista og Katrín. Eftir það sendir hún ÞB email og afsakar sig þar.
Málið kemst í hámæli eftir að Heiða H. birtir skeytið á blogginu sínu. Eftir það fer ÞB í fjölmiðla til að verja mannorð sitt og starfsheiður eins og hann orðar það sjálfur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 23:19
Hugarfarið er það sama Jakobína þó Margrét hefi ekki farið með þetta í fjölmiðla. Það var reyndar ekki Þráinn sem gerði það eins og Svanur bendir á. En það er ósvífið að saka þann sem verður fyrir svona hugrenningum um að vera gerandinn í málinu.
''Ég veit ekki hvernig heilsa Þráins er og hef engann áhuga á því en ekki er dómgreindin mikil af hegðun hans að dæmi.'' Þú hefur engan áhuga á heilsu Þráins Jakobína en með orðum þínum gefurðu samt þessum áburði undir fótinn. Það er enn einn vitnisburðurinn um það sem er meginatriði þessarar bloggfærslu, hvernig slúður eða rógburður vinnur sitt verk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 23:29
Já þér hreinlega blöskrar þetta Sigurður, get ég vel skilið það.
En þú hinsvegar kippir þér ekkert upp við það sem ég er kallaður í athugasemd hér fyrir ofan.
Það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón.
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 23:40
Ég hef áhuga á því, eins og þessar tvær síðustu bloggfærslur vitna um, þegar geðveikisstimpill er notaður á fólk í valdabaráttu eða af öðrum ástæðum í opinberu lífi eða í hópum manna. Ég hef áhuga á því af þjóðfélagslegum ástæðum, vegna þess að þetta athæfi er ein hlið af þeim fjandskap og virðingarleysi sem fylgir fordómum af öllu tagi í manlegum samskiptum og eitrar þjóðfélögin. Menn eiga að andæfa svona athæfi, hverjir sem í hlut eiga og ekki láta pólitík, sinn flokk t.d. varna sér sýn. Á því ættu menn að hafa áhuga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 23:42
Ég hef reynt að halda hér uppi skýrri og málefnalegri orðræðu út frá ákveðnu dæmi sem gerðist í þjóðfélaginu. Ég ætla að halda mér við viðgangsefnið. Ég læt ekki stilla mér upp við vegg með það sem þeir sem hér gera athugasemdir segja um hvern annan. Það verða þeir að leysa sín á milli. Ég ræði þetta ekki á þessum nótum sem þú ert núna að slá AceR.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 23:50
Það er líka segin saga í svona málum að þolandinn er gerður ábyrgur.
Núna fyrir að leyfa birtingu á bréfinu.
Skömm er að.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 23:51
Honum bar nákvæmlega engin skylda að tala við einn eða neinn. Þingmönnum ber hins vegar að fylgja eigin sannfæringu.
Ég hafði aldrei haft mikið álit á Þráni, en nú nýlega hefur orðið breyting þar á.
Elías Halldór Ágústsson, 16.8.2009 kl. 23:52
Ræðirðu það ekki á hvaða nótum?
Þú ert að gagnrýna það hér á þessari síðu um þetta mál um bréfið sem kom frá Margréti og Þráinn.
Þar sem hún talar um þunglyndi og Alzheimer.
Vissulega alvarlegt.
En hvað með hitt? er það ekki alvarlegt að einhver undir dulnefni kallar annan rasista?
Er það ekki líka alvarlegt að síðuskrifari lætur það standa, við sömu færslu og hann gagnrýnir mannorðsmorð róg og því um líkt.
Þvílíkt og annað eins bara, hvernig er hægt að leysa mál sín á milli þegar viðkomandi setur svona fram undir dulnefni.
Held að þú ættir bara að fjarlægja þetta svo ég þurfi ekki að tala við blog.is
ThoR-E, 16.8.2009 kl. 23:56
Sigurði virðist finnast mannorðsmorð rógur slúður og fordómar að tala um veikindi einhvers í einkapósti milli tveggja aðila.
En á sama tíma finnst honum ekkert að því að nafngreindur maður er kallaður rasistmi í athugasemdadálknum hjá sér, sem er akkúrat skólabókardæmi um tilraun til mannorðsmorðs.
Þvílíkur tvískinnungur.
Sigurjón (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:16
Burtséð frá öllu tali um veikindi finnst mér ekki þingmanni eða konu sæmandi að hafa ekki samband við flokksfélaga sína í MÁNUÐ??
Hvaða sandkassaleikur er þetta ? Var þetta fólk ekki kosið til að reyna að koma að einhverju mótvægi við fjórflokkana. Man ekki kjörorð þeirra í augnablikinu en væntanlega hefur orðið "samstaða" verið þar á blaði.
Þeir Steingrímur og Ögmundur eru ósammála í ESB málinu. Ætli þeir taki sér mánaðarfrí frá hvorum öðrum? Ég efast um það því þeir eru nefnilega ekki á gelgjuskeiðinu.
jonas (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 02:16
Smá bónus inn í umræðuna
Christopher Hitchens on Free Speech and Freedom of Expression
http://video.google.com/videoplay?docid=6379618149058958603
Mjög gott hjá kappanum....
Disclaimer
Ég er ekki að styðja Margréti or nuthing
DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 09:18
En... tók nokkur eftir því að Borghildur Guðmundsdóttur (forræðisdeilan Ísland-Bandaríkin) notaði sömu svívirðilegu aðferðir og það algjörlega opinberlega þ.e. að lýsa því yfir að eiginmaður hennar fyrrverandi væri geðveikur? Og eingin gerði athugasemdir við það.
Var það í lagi eða af hverju brást einginn við því. Sjálfur hugsaði ég þegar ég las þetta: "já já, mannfýlan er náttúrlega kolgeðveikur og ómögulegur á allan hátt og ótækur í sambúð". Það var ekki fyrr en þetta Þráins-mál kom upp að ég fór að pæla hvort þessar ásakanir Borghildar væru kannske bara innlegg í forræðisbaráttuna. Baráttu sem virðist vera orðin það hörð að einskis er svifist.
Jón Bragi Sigurðsson, 17.8.2009 kl. 09:23
Ég er ekki sammála þér. Sérstaklega ekki þessari kaldhæðni þinni: "Nei, nei. Við erum full af skilningi og umburðarlyndi á svoddan sjúkdómum."
Ef það gerir mig að vondum manni að telja engan blett hafa fallið á mannorð Þráins við bréf Margrétar, þá verður svo að vera. Það er greinilega nóg af fólki sem kemur í athugasemdakerfin sem segist styðja Þráinn, og svo annað hvort talar niður til þessara sjúkdóma, eða beitir sömu meðulum og það segir að Margrét hafi gert viljandi. Svona "ha, ha - hún er sko ekkert betri en ég, og nú skal ég tæma afturendann líka".
Kíkið nú aðeins í spegil.
Billi bilaði, 17.8.2009 kl. 11:00
Þessi tilvitnuðu orð Billi bilaði eru ekki kaldhæðni heldur háð. Jón Bragi: Ég brást reyndar við þessum orðum Borghildar. Það var í athugasemd á bloggsíðu. Þau eru náskyld Þráinsmálinu en ekki alveg eins og eru vítaverð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 12:20
Ég missti af því hjá þér en veit að þú ert manna líklegastur til að hafa tekið eftir því. Mér þykir bara athyglisvert að bera saman lætin útaf þessu í BH og forræðismálinu. Það urðu að vísu talsverð viðbrögð við sjálfu forræðismálinu en sárafáir virðast hafa sýnt nokkur viðbrögð vegna þessarra geðveikisásakana sem fram komu.
Jón Bragi Sigurðsson, 17.8.2009 kl. 14:29
Ég veit ekki með ykkur en fyrir mér er aðalmálið ekki hvað Margrét skrifaði og hvort hún væri að klína stimpli á Þráinn eða ekki. Heldur ekki hegðun eða framkoma Þráins.
Það að manneskjan skrifi "einkabréf" en passar ekki nægilega vel uppá hverjum hún sendir það finnst mér persónulega vera stæðsta áhyggjuefnið.
Vill einhver í gvuðanna bænum fara yfir hvað hún er búin að senda hverjum.....!
Fólk sem kann ekki að koma upplýsingum frá sér á réttan máta á EKKI að hafa þann aðgang sem Margrét er með að hinum ýmsu upplýsingum sem Þingið hefur að geyma!
Og þar fyrir utan sýnir þetta sóðaleg og óvönduð vinnubrögð...
Tölvustelpan (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:48
Kærar þakkir, Sigurður Þór, fyrir þessa þörfu færslu og málefnaleg viðbrögð þín við athugasemdunum.
Agla (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:33
Ég var að fá kurteisleg tilmæli frá blog.is um að taka út athugasemd sem ég gerði.
Ég skrifaði hins vegar til blog.is eftirfarandi bréf sem mér finnst full ástæða til að birta hér vegna þess að málið varpar nokkru ljósi almennt á umræður á blogginu. Kannski á svo eftir að loka blogginu mínu fyrir þa að reyna að ástunda málefnalega umræðu um alvarleg þjóðfélkagsmál.
Ég skal taka þessa athugasemd út. En ég minni líka á að í vikomandi
bloggfærslu var ég að verja mann fyrir alvarlegum áburði um geðheilsu hans sem
öll þjóðin mun hafa orðið vitni að. Ég rökstuddi mál mitt mjög málefnalega og
líka í athugasemdadálkunum þegar athugasemdir foru að berast. En undir lokin
fóru sumir athugasemdarar að snúa spjótunum að mér - dæmigert fyrir íslenska
umræðu oft á tíðum, þar var AceR fremstur í flokki og hafði í hótnum sem hann
hefur nú fylgt fram. Er það ámælisvert að kalla mann sem ekki hefur nafn
rasista? (Reyndar var ég að hugsa um að taka hana út áðiur en skætingur Einars
fór að verða áberandi en ekki eftir það!)Einhver annar spurði svo Acer í
athugasemdunum hvort hann væri rasistinn Einar Einarsson á Skaganum en því var
aldrei beinlínis svarað. Ég lít þá þannig á að ég eigi að taka út athugasemd
sem beint var að nafnlausum einstaklingi.
Mér finnst súrt í broti, vegna eðli þeirrar umræðu sem þarna fór fram að ég
skuli sitja uppi sem sá sem hafi gert eitthvað sem aðfinnsluvert er. Umræða mín
var málefnaleg og skýr. Sumar athugasemdirnar voru það ekki, voru jafnvel
rætnar og leiðinlegar, ekki síst frá AceR.
En ég skal taka út athugasemdina. En kvarta þá svona í leiðinni yfir því að
AceR skuli fá óheft tækifæri til að koma höggi á þá sem reyna að halda uppi
málefnalegri og vitsmunalegri rökræðu á blogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 12:10
Aldrei var ég að reyna að koma höggi á þig Sigurður, og ekkert truflaði þessi athugasemd sem þessari bleyðu sem kallaði mig nöfnum.
En hinsvegar trufluðu mig viðbrögð þín þegar ég spurði þig út í það afhverju rangt væri að kalla Þráinn þunglyndan, en allt í lagi væri að kalla mig nöfnum sem óhætt er að segja að séu mun verri. Og það í sömu umræðu og þú gagnrýnir róg í garð Þráins. Plús það að Þráinn er opinber persóna sem má geta átt von á því að vera í umræðunni, hinsvegar Jón Jónsson út í bæ sem lendir í svona, það er munur á því.
Ég var að reyna að benda þér á hræsnina í því.
Ekki datt mér í hug að tala við blog.is fyrr en ég sá þín viðbrögð enda talaði ég ekki við þá fyrren daginn eftir, og hvort þú látir þessa athugasemd standa eða ekki, það truflar mig mjög lítið.. því allir sem mig þekkja vita hve mikil fjarstæða þetta er. Og hvað eitthvað ókunnugt fólk heldur um mig afþví að ég var í Frjálslyndaflokknum og tók þátt í umræðu um innflytjendamál... það truflar mig nákvæmlega ekkert.
En ég var hinsvegar orðlaus yfir því hvernig þú tókst á þessu máli enda hef ég talið þig vera skynsaman mann og hef lesið blogg þitt af og til og í flestum tilvikum verið þér sammála.
Eina sem ég spurði þig eftir að ég sá þessa athugasemd var að hvort skipti máli hvort væri jón eða séra jón.
Hvergi var ég að reyna að koma á þig höggi í þessari umræðu heldur tók ég bara málefnalega þátt í henni í umræðu um þetta mál. Það gekk ágætlega áður en þessi nafnlausa bleyða kom með ja.. vægast sagt athyglisvert innlegg í þessa umræðu.
En þú gerir bara það sem þú telur rétt Sigurður. Ef þú vilt láta þessa athugasemd standa, ef þú telur það vera eðlilegt í svona umræðu, gott og vel.
ThoR-E, 18.8.2009 kl. 12:21
Ef menn lesa færslurna mína og athugasemdir mínar og bréfið til blos.is vandlega eru svör við þessu öllu. Ég mæli ekki athugasemdinni bót en henni var beint gegn nafnlausum manni og ég var búinn að mælast til þess menn héldu sér við viðfangsefnið en ekki vera kljást innbyrðis. Auk þess var ég að hugsa um að taka hana út, eins og segir í bréfinu til blog.is, en eftirfarandi athugasemf frá AceR sem gerir mér upp hugarfar sem ég ekki hef lét mig hætta við það: ''En þú hinsvegar kippir þér ekkert upp við það sem ég er kallaður í athugasemd hér fyrir ofan.Það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón.''
Ég endurtek það enn og aftur og það munu þeir sjá sem kunna að meta slíkt að ég hef haldið uppi málefnalegri umræðu um það sem um átti að ræða. En nú á ég að standa uppi sem sérstakur hræsnari.
En auðvitað er ekki neitt verið að koma höggi á mig!
Ég mun ekki gera fleiri athugasemdir um þetta má en aðrir geta ærslast eins og þeir vilja.
Rökfræsla mín um meginmálið stendur eftir öllum til sýnis.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 13:06
Sigurður, ég þekki þetta sem 18 ára þunglyndissjúkling... og dæmd úr leik!
Takk fyrir þessa færslu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.8.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.