29.8.2009 | 10:54
Icesave
Það má ekki seinna vera að ég skrifi um þennan Icesave-samning eins og allir aðrir.
Það verður samt ósköp máttlaust. Og ekki verður dýptinni fyrir að fara. Enda algjör óþarfi. Hana má lesa annars staðar út um allan bloggheiminn.
Sumir eru óskaplega reiðir vegna samningsins. Þeir tala fullum fetum um landráð.
Aðrir telja að samningurinn sé skásti eða jafnvel eini kosturinn í stöðunni.
Umburðarlyndi og skilningur manna á milli um mismunandi skoðanir virðist næstum því engin vera. Þeir sem eru á móti samningnum eru þó sýnu verri. Sumir þeirra strá heift og hatri í allar áttir. Og eru í aldeilis í essinu sinu.
Þjóðin er greinilega þverklofin í málinu og ekki síður varðandi inngöngu í ESB.
Hún myndi örugglega fara að berjast innbyrðis og murka lífið úr andstæðingum sínum hægt og bítandi ef hún væri ekki fyrir löngu orðin svo feit og úrkynjuð af bílífi að hún getur ekki lengur vopni valdið.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gott að vita að fleiri eru tvístígandi í þessu ömurlega hringavitlausu stórglæpamáli. Undirritaður er fyrir all löngu búinn að fá upp í kok af síbyljandi þrasinu samfara svívirðilegum öfugsnúningi helstu sökudólganna. Ekki ennþá lagt í að tjá mig skriflega um málið svo ég muni. Þótt ég hafi minnst á það í öðru samhengi. Hef nokkrum sinnum skipt um skoðun á stórsvikamyllunni. Ætla þó að mana mig til að birta eina færslu bráðlega til að loka þessum kafla. Er ekki brýnt að afIceseiva okkur Íslendinga?
Þorri Almennings Forni Loftski, 29.8.2009 kl. 11:43
Kúgun og nauðung og ekki skuld þjóðarinnar. Og ólöglegt. Vonandi stoppar forsetinn nauðungina.
ElleE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 11:58
ElleE. Sumir hafa allt aðra skoðun á þessu. Hvernig ertu svona viss um að þín skoðun sé rétt?
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 12:04
Sigurður, ég veit það og fólk hefur leyfi til að vera á öndverðum meiði. Líka borga ICE-SLAVE ef það vill. En um 70 - 75% þjóðarinnar er andvígur þó og vill ekkert með ICE-SAVE hafa. EEA/EU lögin lýsa þessu vel: The EEA/EU directive 94/19/EC:
"Whereas this Directive may NOT result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized." Og: "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a member state itself or by any of its local or regional authorities." Og líka hefur fjjöldi hálærðra lögmanna lýst því yfir að ísl. ríkið og ísl. þjóðin beri ekki lagalega skyldu fyrir ICE-SAVE.
ElleE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 12:19
Til ykkar sem viljið þjóðaratkvæðagreiðslu - hafið þið skráð ykkur á www.kjosa.is
Forsetanum verður afhentur undirskriftalistinn á mánudaginn k.l. 15
Það liggur á að skrá sig.
Með bestu kveðjum.
Benedikta E, 29.8.2009 kl. 15:07
Þjóðaratkvæðagreiðsla er þýðingarlaus og ómarktæk eftir allt ruglið og hringavitleysuna , og aðrar afvegaleiðingar varðandi þetta sínefnda stórglæpamál mál.
Almennt siðferði segir að fólk eigi að borga lán sem það tekur sér og gera upp skuldir sínar. Þótt margir Íslendingar hafi ekki náð þeim siðferðsþroska að skilja þau grundvallaratriði. Ríkisábyrgð á innistæðistryggingunm er lagalega og siðferðislega ótvíræð. Einnig eftirlitskyldan sem algjörlega brást. Það er alkunna að pantað lögfræðiálit á Íslandi fer eingöngu eftir því hver borgar og pantar það. Pantaðar mats og álitsgerðir hálærðra lögmanna Flokksins er merkingarlaus og pólitísk þvæla sem er liður í varnarbaráttu gömlu valdaklíkunnar. Aðeins þáttur í öfugsnúninga herferð aðal sökudólganna og höfunda svkamyllurnar þar sem lægstu og ómerkilegustu hneigðir múgmennskunnar eru virkjaðar eins og þjóðrembugeðveikin.
Hættið nú þessu endalausa ísþræla þrasi og snúið ykkur að einhverju uppbyggilegu. Málinu er loksins lokið flestum til mikils léttis. Ykkur hefur tekist að gera þjóðina afhuga málinu með rökleysurugli. En við bíðum spennt eftir glæparannsókninni og hverjir verða eða hvort þeir verða sóttir til saka og látnir afhenda aleiguna upp í skuld.
Aumingja forsetafílfið á niðurlæging hans og vandræðagangur engan endi að taka?
Þorri Almennings Forni Loftski, 29.8.2009 kl. 16:08
Þorri, viltu ekki lesa EEA/EU directive 94/19/EC? Líka geturðu vitað að eftirlit bankans var á ábyrgð breskra, hollenskra og íslenskra yfirvalda og rökrétt að öll löndin 3 séu jafnsek. Líka var eftirlitið undir EEA og EU og ekki stoppuðu bankaeftirlits-yfirvöld þar rekstur ICESAVE.
ElleE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:07
Svo sannarlega, bera Íslendingar, þ.e. þjóðin, einhvern hluta ábyrgðarinnar á því hvernig fór.
Bretar og Hollendingar, hafa réttmætan "grievance" gagnvart okkur.
Með öðrum orðum, ákveðin siðferðisleg ábyrgð er til staðar,,,sannarlega.
----------------------------------
En, þ.e. ef:
Því, á móti kemur einnig, að við berum siðferðilega ábyrgð, á hag barna okkar, og einnig, okkar framtíðarkynslóða.
Mín skoðun, er að það þíði, að rétt sé að semja við Breta og Hollendinga, en á hinn bóginn, þá sé ekki þeirra réttur meiri en réttur okkar barna og framtíðarkynslóða.
Ef við höfum í huga, ímyndaða vogaskál, þá meiga skaðabætur upp í það tjón, sem þeir sannarlega urðu fyrir, ekki valda okkar börnum og framtíðar kynslóðum, umtalverðu viðbótartjóni ofan á það, sem þegar er orðið.
Þetta er mín sýn, á hvað er rétt, um þetta mál.
Hafa ber í huga, að tjón einstaklinga í Bretlandi og Hollandi, hefur þegar verið bætt af fullu, af breskum og hollenskum stjórnvöldum. Það þýðir, að það er ekki svo lengur, að hundruðir þúsunda reiknings eigenda sytji uppi með sárt ennið, nema að því leiti sem þeir þurfa að standa straum af tjóninu í gegnum skattgreiðslur.
þó heildatjón þeirra skattgreiðenda, sé miklu mun meira, þá eru þeirra skattgreiðendur svo miklu mun fleiri, en okkar skattgreiðendur, að þeirra tjón per haus, verður í reynd miklu mun lægra, vegna málsins, en tjón okkar skattgreiðenda er þegar orðið.
Við þurfum að ná sanngjörnum samningum, þ.s. við viðurkennum formlega ábyrgð á tjóninu, en þó samt þannig samningum, að bætur okkar upp í tjónið - umfram sölu eigna, séu fyrst og fremst, táknrænar til að sanna prinsippið.
Það þarf að afnema ákvæði, sem setja hömlur á, hvernig ríkið getur samið við aðra kröfuhafa, sem annars verða mjög íþyngjandi. Einnig ákvæði, sem heimila aðgöngu að eignum ríkisins án skilgreindra takmarkana. Auk þess, hið fræga ákvæði, sem heimilar gjaldfellingu af völdum annarra skuldavandræða.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 30.8.2009 kl. 01:46
Íslenskir sauðir og dólgar eru Íslendingum verstir. Varla bera aðrar þjóðir ábyrgð á þessu?:
http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/FME-og-Tryggingasjoour-innistaoueigenda.html
Kama Sutra, 30.8.2009 kl. 02:53
Fjöldinn virðist ekki velja annað en það sem er vinsælt á því augnabliki sem kosið er og hefur lítið með skynsemi að gera.
Hrannar Baldursson, 30.8.2009 kl. 07:14
Loksins er heimsbyggðinni kunnugt að Ísland er alræmt glæparíki þar sem siðblindan er normið og viðmiðun allra hluta. Þar sem skúrkar eru aðdáunarverðir og sniðugir og það að svíkjast um að borga skuldir sínar sé ekki verra en þjófnaður. Óþarfi sé að standa við orð sín og að svíkja, bregðast öðrum, koma samborgurunum í óþarfa vandræði og vesen sé ekki ómerkilegt. Íslenska þjóðin verðskuldar refsingu og hefur bara gott af því að þurfa loksins að taka aflleiðingunum að útbreiddum ogalmennum, sjálfsögðum skúrkaskap. Örrembu minnimáttar, einstaka þjóðin er haldinn misskilinni einstaklingshyggju er að lokum kemur flestum um koll. ,,But who cares,"? Á meðan ég kemst í sumarbústaðinn minn.
Afleiðingar misgjörðanna gefa þá von að skrílþóðin siðlausa þurfi loks að horfast í augu við einhvern veruleikann. Jafnvel nái að staldra við og hugsa sig um. Ef til vill öðlast þjóðin tækifæri til að líta upp frá ATvinnustritinu og komast áfram til einhvers þroska. Hér ríkir skrílræði og barbarí þar sem ranglætið er viðurkennt og talið óhjákvæmilegt og sjálfsagt. Þess vegna sé tilgangslaust að gera eitthvað því og tímasóun að leita og reyna að ná fram rétlæti. Það endusrpeglast í sjálfhverfu hegðun, virðingarleysi fyrir nærumhverfi og náunganum og fjöldafirringu lýðsins um hátíðar og helgar.
Það hefur ruglræðan og þjóðrembu þrasið um Icesave staðfest að það er eitthvað mikið að þessari múgmennskuþjóð þar sem eyðileggingaráráttan og sinnulausið fyrir öðrum þykir bara töff
Þorri Almennings Forni Loftski, 30.8.2009 kl. 08:27
Hvern fóruð þér út í óbyggðina til að sjá? Reyr af vindi skekinn? Hér fer þorri Íslendinga klæddur úlfaldagæru.
Sigurbjörn Sveinsson, 30.8.2009 kl. 10:19
Skyldu úlfaldagærur vera fáanlegar í Reykjavík ? Ef ekki, þá hvar ? Algjörlega kaldhæðnilaust, þá hef ég greinilega misst af kaflanum um úlfaldagærurnar í Biblíunni forðum daga. Rámar ekki einu sinni í hann, þó að öðru máli gegni um úlfa- og sauðagærur.
Ætlaði reyndar að koma hér með mikilvægan punkt um Icesace, en missti mig í ú-gærunum og nenni ekki meiru í bili.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.8.2009 kl. 02:16
Er sko ekkert í S-inu mínu,en má fjúka í mig.
Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2009 kl. 16:22
Hildur Helga: Það er langt síðan vandað hefur verið jafn hressilega um við mig eins og Þorri Almennings gerði hér að ofan. Minnti hann mig nokkuð á rödd hrópandans í óbyggðinni. Sá var sagður hafa klæði af úlfaldahári, leðurbelti um lendar og engisprettur og villihunang sér til matar.
Úlfaldahár þótti ekki mjúkt í flíkur.
Sigurbjörn Sveinsson, 31.8.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.