3.9.2009 | 12:29
Sjötíu ára gamalt hitamet
Mesti hiti sem mælst hefur í september í Reykjavík er 20,1 stig frá þeim þriðja árið 1939. Þetta er elsta hitametið að sumri í borginni og næst elsta metið yfir alla mánuði ársins. Eldra er febrúarmetið frá 1935.
Þetta er í eina skiptið sem tuttugu stiga hiti hefur mælst í Reykjavík í september.
Veður þetta var beint framhald af veðrinu sem sagt er frá í næstu bloggfærslu hér á undan þegar mældist enn meiri hiti í Reykjavík síðasta dag ágústmánaðar.
Austanátt var í lofti 3. september og skýjað og sólfar lítið milli skýja, aðeins tvær klukkustundir. Vindur var fremur hægur, 3 vindstig frá morgni og frameftir degi en lægði með kvöldinu og á miðnætti var komið logn. Ekki kom dropi úr lofti.
Nóttin hafði verið hlý, hitinn fór ekki niður fyrir 14,4 stig. Strax klukkan átta um morguninn var hann orðinn 16,2 stig en 19,0 á hádegi og 19,2 klukkan 17. Einhvern tíma þarna á milli hefur hitinn orðið mestur.
Hlýtt var um allt land en ekki síst á suður og vesturlandi. Á Hvanneyri fór hitinn í 22,7 stig, 22,3 í Síðumúla í Hvítársíðu, 20,9 á Þingvöllum og 20,0 stig á Hæli í Hreppum og Víðistöðum við Hafnarfjörð. Í Borgarfirði hefur aldrei mælst jafn mikill hiti í september en hins vegar á suðurlandsundirlendi.
Þessi hlýindi, sem hófust síðustu dagana í ágúst, héldu lengi áfram. Áður hefur verið sagt frá 31. ágúst en daginn eftir mældust 24,6 stig á Sandi í Aðaldal, sem er septembermet þar, 23,4 á Húsavík og 22,0 stig á Akureyri sem þar er septembermet.
Í Reykjavík mældist hitinn 18,0 stig 1. september en daginn eftir 19,0. Eftir metdaginn þ. 3. mældist mesti hitinn 15 stig í tvo daga en síðan hlýnaði aftur og var hámarkið 17,7 stig þ. 6.(en þá náðu hitarnir hámarki á norðausturhorninu og var þar yfir tuttugu stiga hiti) og næstu þrjá daga 17,4, 16,5 og 17,0 stig. Hlýtt var um allt land alla dagana en upplýsingar um daglegan hita á næstum því öllum veðurstöðvum eru af skornum skammti, aðeins þegar allra hlýjast varð.
Eiga þessir hitar sér enga hliðstæðu í septembermánuði í Reykjavík. Eftir þann 10. kólnaði nokkuð en var þó áfram hlýtt og þegar upp var staðið var mánuðurinn annar af tveimur hlýjustu septembermánuðum sem mælst hafa á landinu.
Enn lengur héldu samt hlýindi áfram á Íslandi og linnti ekki fyrr en 10. nóvember. Þá höfðu ríkt dæmalaus hlýindi alveg frá því í mars. Ekkert ár skartar til dæmis eins mörgum hitabylgjum á landinu sem 1939.
Daginn sem mestur septemberhitinn var í Reykjavík lýstu Bretar og Frakkar yfir stríði á hendur Þjóðverjum.
Árið 1939 er orðið goðsögn í veðurfari landsins og það er merkileg tilviljun að það hafi einmitt verið hið sögulega ár þegar síðari heimsstyrjöldin hófst og upphaf stríðsins hafi í ofanálag verið sveipað mestu hitum sem í september hafa komið á Íslandi.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega veðursögu.
Hólmfríður Pétursdóttir, 3.9.2009 kl. 14:27
Vildi bara heilsa upp á þig. Er kominn úr útlegð af víkingaslóðum að Vestra Horni. Það var gaman að fá ykkur Bjössa þarna í vísitasíu. Hittumst vonandi í húsum bæjarins sem fyrst.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 04:33
Endilega að hittast Jón Steinar og fara á kaffihús og ræða um Eckhardt Tolle - og Dalai Lama!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 11:00
Það eru fleiri svona skrítin ár, sem gaman er að velta fyrir sér. Tómas Sigurgeirsson eldri á Reykhólum (frá Stafni í Reykjadal) sagði mér að hann hefði sleppt fé um páska vorið 1930 vegna blíðu og markað öll lömb í haga.
Það hefur verið óvenjulegt vor.
Sigurbjörn Sveinsson, 4.9.2009 kl. 14:45
Ég gæti alveg skippað Dalai Lama, ef þér er sama.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 18:50
Ókei, skippum Lamanum en einbeitum okkur að mættinum í núinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.