Sólrík sumur og sólarsnauđ

Ţađ er merkilegt ađ ţrjú sólríkustu sumur í Reykjavík komu hvert á eftir öđru á árunum 1927-1929 og voru hvert öđru sólríkari. Ţannig er sumariđ 1929 sólríkasta sumar sem enn hefur mćlst í Reykjavík. Sólarstundirnar voru 894 eđa hvorki meira né minna en 282  stundir yfir ţví međallagi sem nú er í gildi sem er 612 klst. Ţađ jafngildir nćstum ţví heilum mánuđi af tíu klukkustunda sólardögum umfram međallagiđ. Ágúst var sá nćst sólarmesti sem mćlst hefur í Reykjavík og júlí sá sjöundi. Hitinn í júní og júlí var í kringum núgildandi međallag en fremur svalt var í ágúst en einkum í september. Ţrátt fyrir alla sólina var ţetta úrkomusamasta sumariđ í Reykjavík af ţeim fimm sólríkustu, 243 mm og munađi ţar mest um september.      

Áriđ 1928 er nćst sólríkasta sumariđ, en ţá voru sólskinsstundir 862. Júní var ekki ađeins sá sólríkasti sem mćlst hefur í Reykjavík heldur er hann sólríkasti mánuđur sem mćlst hefur á Íslandi yfirleitt, 338,3 klst sem jafngildir 11,3 klukkustunda sól á degi hverjum. Í reynd var einn dagur sólarlaus og tveir međ minna en eina klukkustund, en allir ađrir dagar máttu heita bjartir og fagrir nema tveir dagar í lok mánađar ţegar sólin skein í  fjórar og sex stundir. Ţessi mikli sólskinsmánuđur var ekki kaldur í Reykjavík heldur í kringum međallagiđ eins og ţađ var á gullaldartímabilinu 1931-1960 og júlí, sem var sá ţriđji sólríkasti sem mćlst hefur, var líka í kringum međallagiđ, en ágúst og september aftur á móti um ţađ bil hálft stig yfir ţví en ţeir voru mjög ţurrir mánuđir. Ţetta var ţví eitthvert mesta lúxussumar sem um getur í höfuđborginni. Allir voru líka mjög hamingjusamir ekki síđur en nú!   

Ţriđja mesta sólskinssumariđ er svo 1927 ţegar sólin skein í 854 stundir. Júní ţetta sumar var sá 7. sólríkasti en september sá tíundi. Hitinn var í kringum gullaldarmeđaltaliđ nema hvađ september var meira en heilt stig undir ţví.   

Sumariđ 1924 er fjórđa mesta sólskinssumariđ og skartar nćst sólríkasta júní í Reykjavík.  En ţetta var kaldasta sumariđ ţar af ţessum sólríku sumrum. Júlí  var lítiđ eitt undir međallagi hitans, júní og ágúst kringum eitt stig, en september var heil ţrjú stig undir međallagi. Eigi ađ síđur var hinn svali júní sá nćst sólríkasti og hinn kaldi september sá níundi.  

Fimmta sólríkasta sumariđ sem mćlst hefur í Reykjavík  er 1931 međ 791 klukkustund. Júní var sá tíundi sólríkasti en ađrir mánuđir komast ekki á topp tíu listann. Júní var fremur svalur en ađrir mánuđirnir voru hlýir og notalegir og september var óvanalegur fyrir ţađ ađ vera hlýr en jafnframt fremur sólríkur. Hann var hlýjasti septembermánuđurinn á ţessum fimm sólríkustu sumrum. Yfirleitt eru hlýir septembermánuđur ekki sólríkir í höfuđstađnum og kemur ţar vel fram ađ helsta sólskinsáttin er norđanátt í Reykjavík.      

Međalhiti tíu sólríkustu sumranna í Reykjavík er 9,7 stig eđa 0,4 stigum yfir núverandi međallagi. Ţetta verđur ađ teljast nokkuđ gott miđađ viđ ţađ ađ sólríkustu áttir í Reykjavík eru norđlćgar eins og áđur segir. Sumariđ 1924 var kaldast ţessara sumra og verđur ađ kallast svalt en sólríkt, sumrin 1927 og 1929 voru í kringum međallag ađ hita en sumrin 1928 og 1931 voru bćđi hlý og sólrík.     

Ţađ er umhugsunarvert ađ á einungis átta árum komu fimm sólríkustu sumur sem enn hafa mćlst í Reykjavík.

Hér er sumar taliđ vera mánuđina júní til september samkvćmt hefđ. Veđriđ í september getur stundum brugđiđ til beggja vona. Hann á ţađ til ađ vera raunverulegur sumarauki en getur líka  veriđ hryssingslegur og haustlegur. Eigi ađ síđur er hér hinni gömlu venju fylgt og teknir fjórir mánuđir saman enda yrđi röđ sumranna hvađ sólríki varđar lítiđ breytt ef ađeins vćru teknir mánuđirnir júní til ágúst.

Á Akureyri eru til sólskinsmćlingar ađ sumri frá árinu 1928 en nokkrar eyđur eru í mćlingunum.

Hiđ gosagnakennda sumariđ 1939, sem var allra sumra hlýjast víđa á landinu (hlýjast í Reykjavík, nćst hlýjasta á Akureyri) og ţađ sumar sem bauđ upp á flestar hitabylgjur, var einnig mjög sólríkt. Á Akureyri er ţađ ţriđja sólríkasta sumariđ frá upphafi, 700 klukkustundir. Í Reykjavík  er ţađ hiđ fjórtánda í röđinni. Júlí var sá sólríkasti sem mćlst hefur ţar, 308, 4 klst.
 
Svalt var en mjög sólríkt í Reykjavík sumariđ 1952 og er sumariđ ţar hiđ áttunda sólríkasta. Júní var einhver sá kaldasti sem um getur fyrir norđan og mikill norđanáttamánuđur  međ sólfari og sćmilegum hlýindum fyrir sunnan og í höfuđstađnum er hann fimmti sólríkasti júní. Fyrir norđan var sumariđ kalt og fremur úrkomusamt en sól í kringum međallag. 

Áriđ 1953 var byrjađ ađ mćla sólskin á Hallormsstađ á Fljótsdalshérađi og var ţví haldiđ áfram til ársloka 1989. En ţađ var svo ekki fyrr en áriđ 1957 ađ fariđ var ađ mćla á enn fleiri stöđum. Ţá bćttust viđ Reykhólar, Höskuldarnes á Melrakkasléttu og Hólar í Hornafirđi en áriđ 1962 byrjuđu Sámsstađir í Fljótshliđ og Hveravellir áriđ 1965. Hćgt er hér ađ sjá niđurstöđur sólskinsmćlinga á Íslandi fyrir alla mánuđi á öllum stöđvum.

Sumariđ 1957 var reyndar afar sólríkt. Í Reykjavík er ţađ sjötta sólríkasta sumariđ međ 788 stundir og ţađ fimmta á Hallormsstađ ţá áratugi sem ţar var mćlt. Í heild mun sumariđ vera međ ţeim allra sólríkustu yfir landiđ frá 1957, reyndar ţađ ţriđja sólríkasta ef einfaldlega er tekiđ međaltal ţeirra stöđva er mćldu á hverjum tíma en fjöldi stöđva hefur veriđ misjafn. Sumariđ var í hita alveg í međallagi miđađ viđ 1931-1960. Alls stađar var ţetta taliđ mikiđ góđviđrissumar. Júlí var sérlega hlýr á suđurlandi og sá 9. sólríkasti í Reykjavík. Á Reykhólum og á Melrakkasléttu mćldist aldrei sólríkari júlí. September er sá fjórđi sólríkasti í Reykjavík.

Sumariđ 1971 var svipađ ţessu hvađ sólskin varđar, 754 klst í Reykajvík. Ţađ var ţó nokkru kaldara en 1957, enginn mánuđur almennilega hlýr, og ekki alveg eins mikill ljómi yfir ţví. Á Sámsstöđum er ţađ nćst sólríkasta sumariđ, í Reykjavík ţađ tíunda en á Akureyri ţađ fjórđa. Á Hallormsstađ mćldist hins vegar aldrei sólaríkara sumar, 762 klst.  Ekki var ţetta ţó hlýtt sumar ţar fremur en annars stađar.

Sumariđ 1976 var á ýmsan hátt merkilegt. Ţá kom mikil hitabylgja snemma í júlí og mćldist ţá mesti hiti sem hafđi ţá komiđ í Reykjavík. Upp úr hitabylgjunni lagđist hann í sunnanátt og rigningar á suđurlandi. Fyrir norđan og austan var hins vegar öndvegistíđ og er ţetta nćst sólríkasta sumar sem mćlst hefur á Akureyri, 723 klst. Ţetta er líka nćst sólríkasta sumariđ á Hallormsstađ, 739 klst. Á Melrakkasléttu var ţetta hins vegar sólríkasta sumariđ sem ţar mćldist ţau rúmlega fjörtíu ár sem mćlt var,753 klst. Ţar var september líka sá sólríkasti ţann tíma sem mćlt var 1957-1999.

Sumariđ 1975 var líka rigningarsumar á suđurlandi en á Akureyri er ţađ áttunda sólríkasta sumariđ. 

Hólar í Hornafirđi haga sér nokkuđ sérviskulega í sólskinsmálunum miđađ viđ ađra stađi ţar sem mćlt hefur veriđ. Ţar var líka minnst sumarsólskin ađ međaltali 1961-1990 á ţeim stöđum ţar sem mćlt hefur veriđ, ađ Melrakkasléttu undanskilinni. Sólríkasta sumariđ á Hólum frá 1958, ţegar byrjađ var ađ mćla, er 1964 međ 705 klst. Sumariđ var yfir allt landiđ í sólríkasta lagi  en hvergi nćrri neinum metum á einstökum stöđvum nema á Hólum. Ágúst út af fyrir sig var ţó sá sjöundi sólríkasti í Reykjavík.

Reykhólar eru einnig nokkuđ sérvitrir í sólskinsmálum. Ţar var mćlt 1957-1987. Ţeir eru eini stađurinn ţar sem sólarstundir ađ sumri hafa aldrei náđ ađ mćlast 700 klukkustundir.  Sólríkustu sumrin ţar voru 1980 og 1985, 674 klst. Fyrra áriđ er reyndar sólarlausasta sumariđ sem mćlst hefur á Hólum í Hornafirđi. Síđara sumariđ var líklega sólríkara í raun á Reykhólum en 1980 ţví sólskinsmćlingar vantar ţar tvo daga 1985. Sumariđ 1985 var einnig mjög sólríkt á suđurlandi, ţađ fimmta sólríkasta á Sámsstöđum en 15. í Reykjavík.     

Sólríkasta sumariđ á Sámsstöđum frá 1962 er hins vegar áriđ 1967, 722 klst. Á Hveravöllum er ţađ ár aftur á móti ţađ nćst sólríkasta. Í Reykjavík var júlí hinn áttundi sólríkasti. Hallormsstađur mćldi ţá sinn sólríkasta júní, 280,2 klst. (mjög hlýr) og Hólar í Hornafirđi sinn sólríkasta september, 183,9 klst. (ekki kaldur). Hiti sumarsins í heild var kringum núverandi međalhita.  

Sumariđ 1991 er kannski minnisstćđast fyrir ţađ ađ skarta mikilli hitabylgju og hlýjasta júlí á suđvesturlandi sem mćlst hefur. En sumariđ í heild var einnig međ ţeim sólríkustu sem komiđ hafa á landinu, a.m.k. frá 1958. Á Hveravöllum er ţetta sólríkasta sumariđ sem ţar mćldist í tćp 40 ár, 1965-2003. Á Akureyri er sumariđ nr. 7 frá 1928 en 17 í Reykjavík frá 1911. Sólríkasti mánuđur sem nokkru sinni mćldist á  Hveravöllum var júní ţetta ár, 308,4 klst og á Sámsstöđum hefur aldrei mćlst sólríkari júní, 284,5 klst. Á Akureyri var nćst sólríkasti júní en sá fjórđi í Reykjavík.  

Akureyri bćtti rós í hnappagatiđ áriđ 2000 međ ţví ađ krćkja í sitt sólríkasta sumar, 749 klst og setja jafnframt júnímet á stađnum, 284,8 klst. Sumariđ var líka fremur hlýtt á landinu. Međaltal hita tíu sólríkustu sumranna á Akureyri er reyndar 0,2 stigum hćrra en međaltal hita tíu sólríkustu sumranna í Reykjavík. Ţađ er sem sé enn ţá sumarlegra á Akureyri í sólarsumrum en í Reykjavík! Á Hveravöllum var ţetta nćst sólríkasta sumariđ sem ţar var mćlt. Á Haganesi viđ Mývatn, ţar sem sólskinsmćlingar hófust áriđ 1990, voru sólskinsstundir 786 klst.

Áriđ 2004 var bćđi mjög hlýtt og sólríkt á landinu, sjötta sólríkasta á Akureyri en ellefta í Reykjavík. Ágúst var sérlega brilljant og setti mánađarmet ekki ađeins á Akureyri heldur einnig á Hólum og á Sámsstöđum en er sá fjórđi sólríkasti í höfuđstađnum.

Síđasta mikla sólskinssumariđ var svo í fyrra. Í Reykjavík er ţađ sólríkasta sumariđ frá 1957 og ţađ sjöunda sólríkasta frá upphafi, 786 klst, en á Akureyri var ţađ sjötta sólríkasta sumariđ, 688 klst. Einstaklega sólríkt var í júní og var hann sá ţriđji sólríkasti í Reykjavík. Sumariđ var auk ţess hlýtt og bauđ upp á mikla hitabylgju í lok júli. Sumariđ telst reyndar ţađ fjórđa hlýjasta í Reykjavík. frá ţví kringum 1870.  Úrkoma í Reykjavík var hin mesta af öllum tíu sólríkustu sumrunum, 320 mm en ekki byrjađi ţó ađ rigna fyrir alvöru fyrr en í ágúst en fyrri hluti sumarsins var mjög ţurrviđrasamur.

Auđvelt er vitanlega ađ finna sólríkustu sumur fyrir hvern athugunarstađ fyrir sig. Máliđ vandast ţegar menn reyna ađ gera sér grein fyrir sólríkustu sumrum á öllu landinu. Fáar stöđvar hafa mćlt sólskin yfirleitt og enn fćrri hafa mćlt samtímis um lengri tíma. Akureyri og Reykjavík hafa nokkurn vegin mćlt samtímis frá 1928 og ţćr stöđvar og Hólar frá 1958 til ţessa dags og frá 1953 til ţessa dags hafa veriđ ađ mćla ţetta ţrjár til átta stöđvar. Ef einungis er miđađ viđ sólskinsstundir í Reykjavík og Akureyri frá 1928 er ţetta röđin á sólríkustu sumrunum:

1929, 1928, 2008,1971, 1939, 2004, 1957, 2000, 1991, 1931.

Sé hins vegar tekiđ miđ af međaltali allra stöđva sem mćldu á hverjum tíma eru ţetta sólríkustu sumrin frá 1953:

2004, 2008, 1957, 1971, 1991, 2000, 1986, 1976, 1967, 1964.  

solskin_reykjavik_909402.jpg

  Ef smellt er ţrisvar á myndina stćkkar hún.

Sólarminnstu sumrin

Ţađ er líka merkilegt ađ ţrjú sólarminnstu sumrin í Reykjavik komu einnig ţrjú saman í röđ eins og sólríkustu sumrin.

Áriđ 1913 er ţađ sólarminnsta. Ţá voru sólskinsstundir ađeins 319. Júlí var sá sólarminnsti sem mćlst hefur, júní og ágúst ţeir fimmtu og september sá áttundi. Hiti var dálítiđ yfir međallaginu 1961-1990 og mjög jafn, enginn mánuđur var kaldur. Mjög óţurrkasamt var ţetta sumar á suđurlandi. Úrkoma var ţó ekki afskaplega mikil ađ magni á Vífilsstöđum en úrkoma var ekki mćld í Reykjavík á ţessum árum, en sjaldan var ţurrt og oftast dumbungur í lofti. Ţetta var  sumariđ sem Ţórbergur Ţórđarson hafđi ráđiđ sig til ađ mála hús ađ utan hjá Ástu málara en aldrei kom ţurr dagur og hann svalt heilu hungri. Lýsir hann rigningartíđinni  í  Reykjavík eftirminnilega í Ofvitanum. 

Nćst sólarminnsta sumariđ er 1912. Sólskinsstundir voru 373. September var sá annar sólarminnsti, júlí sá ţriđji og ágúst sá níundi. Ágúst var einnig sá kaldasti sem mćlst hefur í Reykjavík og í heild var ţetta kaldasta sumariđ af ţessum ţremur sólarminnstu. Ađrir mánuđur en ágúst voru samt alveg sćmilega hlýir eđa vel ţađ.

Sumariđ 1914 voru sólskinsstundir  380. Júní var sá sólarsnauđasti sem mćlst hefur en ađrir mánuđir sumarsins komast ekki á skrá yfir ţá tíu sólarminnstu. Ágúst var hlýr en ađrir mánuđir svalir og júní var beinlínis kaldur.

Fjórđa sólarminnsta sumariđ í Reykjavík er 1983. Sólskinsstundir voru 416. Ágúst er sá sólarminnsti sem mćlst hefur og júní sá sjöundi. Sumariđ var einnig feiknarlega kalt, ţađ skipar sér sem kaldasta sumar sem mćlst hefur í höfuđstađnum ásamt sumrunum 1874 og 1886. Fyrir norđan var sćmileg tíđ en ţó ekki meira en ţađ nema í Vopnafirđi ţar sem var afbragđs tíđ. Ţađ er merkilegt međ ţetta sumar ađ í júní mćldist minnsti loftţrýstingur sem mćlst hefur í ţeim mánuđi, 997,5 hPa ţ. 11. í Vestmannaeyjum,  en í september sá mesti sem mćldur hefur veriđ í ţeim mánuđi, 1038,2 hPa ţ. 28. á Akureyri. September var fremur sólríkur en svo kaldur ađ ţađ nýttist ekki ađ neinu marki. Í Vestmannaeyjum hefur aldrei mćlst kaldara sumar frá 1878.

Nćsta sumar var einnig mjög sólarlítiđ í Reykjavík, ţađ níunda sólarminnsta međ 465 sólskinsstundir. Sumariđ var alveg ţokkalegt til 11. júlí en eftir ţađ voru rigningar og sólarleysi. Júlí og ágúst voru sérlega blautir. Úrkomumagn var talsvert meira en sumariđ á undan en hitinn var líka meiri, í réttu međallagi miđađ viđ 1961-1990. Af ţeim sökum var sumariđ 1984 bćrilegra en 1983. Ţađ var ađ vísu úrkomusamara en sólarmeira og miklu hlýrra. Fremur sólríkt var fyrir norđan, 595 klst,  og á Akureyri var ţetta međ hlýrri sumrum, kringum hálft annađ stig yfir núgildandi međllagi, allir mánuđurnir vel hlýir nema  september sem var svalur.  

Rigningarsumariđ 1955 má heita hiđ arkatýpíska rigningarsumar á suđurlandi. Ţađ er hiđ fimmta sólarminnsta í Reykjavík, 423 klst. Ágúst var sá ţriđji sólarminnsti en júlí sá fjórđi. Hiti var í kringum međallag en fyrir norđan og austan var afbragđstíđ alveg eins og 1984, hiti og sólskin voru í svipuđum gćđaflokki og ţá.

Sjötta sólarleysissumariđ í Reykjavík er 1919 međ 428 klst. Júní var sá 9. sólarminnsti. Af hinum tíu sólarminnstu er ţetta nćst kaldasta sumariđ í Reykjavík, fyrri hlutinn var í međallagi  miđađ viđ nútímann en kalt síđari hlutann. 

Sumariđ 1947 er ţađ sjöunda sólarminnsta međ 449 klst. Ágúst var sá nćst sólarminnsti en fyrir norđan sló hann met í hlýindum. Ţađ var reyndar líka fremur hlýtt í ţeim mánuđi í Reykjavík ţrátt fyrir sólarleysiđ eins á sumrinu í heild. Fyrir norđan var sumarhitinn svipađur og 1955 og 1984. Ţessi ţrjú sumur voru dćmigerđ rigningasumur á suđurlandi en aftur á móti mjög hlý en ekki afskaplega sólrík fyrir norđan en fremur ţó. Ekki mun samt vera öfugt samband milli Akureyrar og Reykjavíkur hvađ sólskin varđar. Ţvert á mói mun sambandiđ ekkert vera.

Sumariđ 1925 var einnig svona sumar, dćmigert sunnlenskt rigningarsumar. Í Reykjavík er ţađ tólfta sólarminnsta sumariđ, 483 klst. Júní var sá fjórđi og júlí sá fimmti sólarminnsti.                     

Tíunda sólarminnsta sumariđ í Reykjavík er svo 1926, 477 klst.  en ţađ sumar var kalsamt og úrkomusamt um allt land.

Sumariđ 1969  var einnig sólarlítiđ um allt land og mjög úrkomusamt. Ţađ er úrkomusamasta sumariđ í Reykjavík sem hér er minnst á fyrir utan 1959 en ţađ áttunda sólarminnsta. Úrkomudagar (frá 1921) hafa aldrei veriđ fleiri ađ sumarlagi í höfuđborginni, 96 af 122 sumardögum, en nćstflestir voru ţeir  1955, 95. Ef tekiđ er međaltal sólskinsstunda allra stöđva sem mćldu á hverjum tíma (frá 1928) er ţetta fjórđa minnsta sólarsumariđ á landinu.

Mesta sólarleysiđ eftir ţessum kvarđa frá 1958 er hins vegar 1959. Ţá var mćlt á fimm stöđum. Í Reykjavík er ţetta 11. sólarminnsta sumariđ. Ţađ er úrkomumesta sumariđ í Reykjavík sem hér er gert ađ umtalsefni. Mest munađi ţá um september. 

Sumariđ 1943 er hiđ sólarminnsta á Akureyri, 388 klukkustundir. Sérstaklega voru ágúst og september sólarlitlir. Ţetta var líka kalt sumar fyrir norđan. Ágúst var reyndar einn af ţeim köldustu sem mćlst hafa á landinu í heild en sá ţurrasti í Stykkishólmi og í Reykjavík var hann sá ţriđji sólríkasti í sífelldri norđanáttinni. Ýmislegt merkilegt gerđist ţetta sumar í veđrinu. Í júní mćldist metkuldi á Akureyri, í júlí mesti snjór sem vitađ er um á láglendi frá stofnun Veđurstofunnar og september var sá sólarminnsti sem mćlst hefur í Reykjavík, ađeins 37,9 klst.

solskin1928-2008_909423.jpg

Akureyri eru dökku súlurnar en Reykjavík ţćr ljósu. Ef smellt er ţrisvar á myndina stćkkar hún. 

Nćst sólarminnsta sumariđ á Akureyri er 1934, 393 klst.  Ţetta má reyndar teljast óţurrkasumar víđa um land en ţađ var vel hlýtt.

Sérlega kalt var sumariđ 1979 fyrir norđan, međ allra köldustu sumrum,   og á Akureyri er ţađ ţriđja sólarminnsta sumariđ, 395 klst. Ţađ er líka langkaldasta sumariđ ţar af ţeim sem hér er fjallađ um og september sá kaldasti sem mćlst hefur á landinu í heild. Hann var einnig sérlega úrkomusamur.   

Fjórđa sólarminnsta sumariđ á Akureyri  er 1954, 401 klst. Ţađ var hins vegar sólarminnsta sumariđ sem mćldist á Hallormsstađ, 391 klst. Júlí var sá nćst sólarminnsti á Akureyri. Víđa var úrkomusamt. September var einn af ţeim allra köldustu á landinu.

Áriđ 1935 var votviđrasamt og rosafengiđ um allt land um sumariđ og ţađ er hiđ fimmta sólarminnsta á Akureyri, 422 klst. Einkanlega var sólarlítiđ ţar í ágúst og september. 

Sumariđ 1941 var međ allra hlýjustu sumrum á landinu og munađi ţar mestu um mjög afbrigđilega hlýjan september. Sumariđ var einnig međ ţeim úrkomusömustu og á Akureyri  er ţađ sjötta sólarminnsta sumariđ, 424 klst. Bćđi júlí og september voru međ ţeim úrkomusömustu á landinu sem mćlst hafa.

Sumrin 1981 og 1985 voru sólarlítil á Akureyri, nr. 7 og 10 í sólarleysi. Ţau voru svöl en hiđ síđara sólríkt á suđurlandi. Fyrra sumariđ var september sá sólarminnsti sem mćlst hefur á Akureyri og einnig á Hallormsstađ og Hólum í Hornafirđi.

Síđasta mikla sólarleysissumariđ á Akureyri var 1993 og er ţađ 8. sólarminnsta sumariđ ţar frá 1928, 433 klst. Júlí er sá sólarminnsti og sérlega kaldur. Á Melrakkasléttu mćldist aldrei sólarminna sumar, 315 klst og bćđi júní og júlí voru ţeir sólarminnstu sem ţar mćldust og voru sólarstundirnar í júlí ađeins 26 klst sem er eiginlega ótrúlegt.

Nćsta sumar á undan ţessu var sólarlítiđ víđa og mćldist ţađ sólarminnsta sem kom á Hveravöllum međan mćlt var, 379 klst og út af fyrir sig voru bćđi ágúst og september ţar ţeir sólarminnstu.  

Tíunda sólarminnsta sumariđ á Akureyri er 1938, 436 klst og nýtur einnig ţess vafasama heiđurs ađ vera ţađ sólarminnsta ţar í júní, 94,0 klst  og ţriđja sólarminnsta í júlí.

Af einstökum afbrigđilega sólarlitlum mánuđum fyrir norđan og austan má nefna ágúst 1958 sem var sá sólarminnsti á Akureyri og líka Hallormsstađ og júní 1968 sem var sá nćst sólarminnsti á Akureyri en sá sólarminnsti ţau 37 ár sem mćlt var á Hallormsstađ. Sólríkasti ágúst í Reykjavík hefur ekki veriđ hér nefndur en hann er frá 1960, 278,3 klst á 13. sólríkasta sumrinu og sólríkasti september ţar var  áriđ 1975, 186,9 klst en hann var afar kaldur. Sólríkasti september á Akureyri var 1994, 129,9 klst en sá sólarminnsti 1981, 31,7 klst.  

Mikill munur er  á sólskini milli ára. Séu nokkur ár tekin saman er aftur á móti ekki mikill munur. Árin frá 1924-1931 voru mörg sérlega sólrík í Reykjavík. Á Akureyri var mjög sólríkt sumrin 1973-1978. Minnst sól í Reykjavík fyrir utan fyrstu árin var frá ţví um miđjan áttunda áratuginn og framyfir 1990. Á Akureyri var einna sólarminnst á fjórđa áratugnum. Á ţessari öld hefur sól fariđ vaxandi á sumrin jafnframt ţví sem nýjustu sumur hafa veriđ mjög hlý.  

Talađ er um sólskinsdag ţegar sólin nćr ađ skína í 10 klukkustundir eđa meira. Slíkir dagar voru 25 ađ međaltali ađ sumri í Reykjavík 1961-1990 en ađeins 18 á Akureyri. Flestir voru ţeir 43 í Reykjavík sumariđ 1928 og 41 áriđ eftir. Fćstir hafa ţeir veriđ 14 áriđ 1947 og 1955 og 15 sumrin 1945, 1959, 1969 og 1976. Flestir svona dagar í einstökum mánuđi í Reykjavík og reyndar á öllu landinu voru 20 í júní 1928, sólríkasta mánuđi sem mćlst hefur. Á Akureyri voru flestir svona dagar sumariđ 2000, 33 og 30 áriđ 1971 en fćstir ađeins 7 dagar áriđ 1979 og 9 áriđ 1935 og 1972. 

Sjaldgćft er ađ svona sólskinsdagar komi fleiri í röđ en eina viku. Metiđ í Reykjavík er 12 dagar, 17.-28. júní 2008 og reyndar komu líka tólf dagar í apríl áriđ 2000.  Nćst  flestir hafa komiđ 9 dagar í samfellu og var ţađ um mánađarmótin júlí til ágúst áriđ 1986. Á Akureyri er metiđ  ađeins  8 dagar í júní 1982.   

Óneitanlega er Ísland ekkert sérstakt sólskinsland.

Og ţá er ţessi  staglsama sólskinslangloka loksins á enda runnin og mun langt verđa til annarrar slíkrar!                         

 


Athugasemdir

1 identicon

Pant fá vera veđurnörd. Ekkert jafnast á viđ svona pistla!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 11.9.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ er ánćgjan yfir ţví ađ vita af einum og einum sálufélaga ţarna úti Áskell Örn sem lćtur mig nenna ađ setja saman ţessa veđurpistla. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 11.9.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég verđ ađ fá ađ lesa ţetta í góđu tómi um helgina.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.9.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţetta eru alveg tíu tonn af dellulausum veđurupplýsingum sem allir tíu til tuttugu veđurdellumenn landsins ćttu ekki ađ láta fram hjá sér fara.

Ég er ţó ađ spá í ţađ sem kemur fram alveg í lokin. 12 daga sólarkaflinn í apríl 2000 var merkilegur og passar akkúrat viđ mínar bćkur en hinsvegar finn ég ekki hjá mér ţennan sólarkafla í maí 2008 ţú minnist á. Ég man hinsvegar eftir sólarkaflanum í lok júlí 1986. En hvađ međ 13.-21. júní 1991, voru ţađ ekki líka 9 samfelldir sólskinsdagar í Reykjavík?

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2009 kl. 13:28

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Takk fyrir ábendinguna Emil. Ţetta á ađ vera júní 2008 en ekki maí 2008. Verđur leiđrétt. Hins vegar mćldust ekki nema sjö 10 daga sólskinsdagar í röđ  í júní 1991, 15.-21. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.9.2009 kl. 13:51

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Til ađ finna samfellda sólskinskafla eru tíu klukkutíma viđmiđunin reyndar kannski of ströng. Hćgt er ađ finna kringum hálfsmánađarkafla af tíu klukkustunda sólardögum sem eru kannski rofnir einu sinni eđa tvisvar međ nokkru minni sólardögum inn á milli tíustundadaganna.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.9.2009 kl. 14:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband