17.10.2009 | 01:04
Breytt blogg
Ég heimsótti vinkonu mína um daginn sem er mjög þekktur bloggari. Henni finnst bloggið mitt hafa breyst. Það sé þyngra en það hafi verið lengi frameftir. Ég láti ekki eins oft gamminn geysa og geri minna af því að vera áhyggjulaus og bara skemmta mér.
Sæmundur hinn bloggfróði og bloggvinur minn góður hefur gaman af því að spá í blogg og skrifa um það, bæði sitt eigið og annarra. Mér finnst það raunar ekki þó ég geri nú þessa undantekningu og bregði mér í sæmundarhaminn. En seint mun ég jafnast á við meistarann.
Mér hefur alltaf fundist erfitt að blogga. Það er allt önnur tilfinning en að skrifa greinar í blöð. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkum skriftum en bloggið hefur frá fyrstu tíð valdið mér óþægindum oft og tíðum. Það er harkan í blogginu sem mér líkar ekki. Ég á ekki við að menn gagnrýni menn og málefni af fyllstu hörku og með bravúr heldur þá persónulegu meinfýsi sem mér finnst um of setja svip á blogg en einkumm þó í athugasemdum. Þetta er atriði sem erfitt er við að eiga og ekki má fara út í alltof stranga ritskoðun. En þannig er nú lífið, ansi hart á stundum, og á blogginu erum við einmitt líkari okkur sjálfum í daglegu lífi en við komust upp með í öðrum skrifum sem verða að fara í gegnum síun ritnefnda.
Mér er voðalega illa við persónulegar deilur og tek þær alltaf inn á mig. Ég stend líka lítið í slíku. Það er þá helst að ég efni stöku sinnum til óvinafangaðar með frelsuðum strangtrúarmönnum!Ég læt þá hins vegar í friði á þeirra eigin bloggsíðum. Mér finnst mest gaman að vera bara ljúfur og glaður á blogginu út í allt og alla. Það er ég þó auðvitað ekki nærri því alltaf en okkur Mala finnst það samt mest gaman.
Já, svo kom feisbúkk. Hún hefur meira tekið til sín þessa á hlið á mér en ég leyfi mér að sýna á blogginu núorðið og ég hef þá orðið fjarlægari að sama skapi á blogginu. Ég hef gaman af fólki og finnst notalegt að finna hlýju frá því. Það fyrirbæri er sterkara á feisbúkk en á bloggi þó ýmis tilbrigði séu á þessu. Feisbúkk er eins konar vinhópur (ég stilli fjölda vinanna í hóf), blogg meira í ætt við opinbert at. Ég hef samþykkt alla vini sem eftir því hafa leita á feisbúkk þó ég þekki þá ekki, en einstaka hafa dregið beiðni sína til baka áður en ég hef getað samþykkt hana. Þegar ég sjálfur leita eftir vinum þar, sem ekki er oft því ég er óframfærinn að eðli, vel ég þá af kostgæfni. Engan áhuga hef ég á kynnum við þekkt fólk fyrir þá sök eina að það er frægt. Ef ég þekki einhvern aðeins sem opinbera persónu nálgast ég hana á feisbúkk vegna þess að mér líkar vel við hana á einhvern hátt á opinberum vettvangi en það þarf ekki að merkja að ég sé alltaf sammála henni í skoðunum. Þetta hefur eitthvað með útgeislun manneskjunnar að gera.
Ég hef í rauninni meiri áhuga á fólki heldur en þeim skoðunum sem fólkið hefur. Ég þoli vel skoðanir annarra sem ég er ósammála. En ég á samt vont með að þola valdníðslu yfirvalda af öllu tagi og þá sem mæla slíku athæfi bót. Þá sný ég stundum upp á mig á blogginu í alvöru. En flest hitt, þegar ég þykist vera reiður, er bara plat!
Moggabloggið hefur verið að breytast. Ég á ekki við það að margir séu að hætta vegna þess að Davíð Oddsson sé orðinn ritstjóri heldur annars konar breytingar. Moggabloggið er orðið þriggja ára gamalt. Á þeim tíma hefur nýjabrumið horfið, en það stóð oft í sambandi við hið óvænta sem var afleiðing af nokkurs konar konar stjórnleysi sem gat verið spennandi þó það ætti sínar skuggahliðar. Nú er allt orðið svo tamið og settlegt, nafnleysi úthýst og alles. Flestir þekktir pennar, sem þykjast vera eitthvað, hafa reyndar yfirgefið Moggabloggið fyrir löngu. Ég hef á tilfinningunni að ekki þyki fínt að blogga á Mogganum og mörgum finnist ekki fínt að blogga yfirleitt. Þeir líta niður á bloggiðju skilst mér. Sumir líta jafnvel niður á allt og alla! En það er nú önnur saga.
Það sem hefur líka breytt bloggi almennt í landinu er þetta eilífa krepputal sem er í algjörri ofgnótt á blogginu, ekki síst Moggablogginu. Til mótvægis við það langar mig til að benda á að á Moggablogginu eru nokkrar upplýsingaveitur um hin ýmsu mál sem ekki láta mikið yfir sér en eru fyrir mér áhugaverðasta bloggið. Ég vísa aðeins á öráar eftir minni og handahófi, Veðurvaktina, Ágúst, Emil, Láru (sem er reyndar áberandi vegna vinsælda sinna) og þetta blogg. Aldrei hef ég reyndar lesið mikið af bloggi en tek samt rispur annað veifið. Og ekki bara á Moggablogginu.
Ekki finnst mér ég vera á neinn hátt tengdur fyrirtækinu Morgunblaðinu, nema að forminu til, þó ég bloggi á vefsvæði þess. Ég er bara ég og myndi alls staðar blogga eins og ég geri hér.
Fyrir mér er veðurbloggið aðalatriðið. Ef ekki væri fyrir það hefði ég aldrei farið að blogga. En nú er ég búinn með nokkrar veðurfarsseríur og veit ekki hvort ég legg í fleiri. Engan áhuga hef ég fyrir að blogga um veðurfarsbreytingar af manna völdum þó vissulega sé ég áhugasamur að öðru leyti um þær. Þrátt fyrir að veðurbloggið sé fyrir mér aðalatriðið neita ég því ekki að stundum er mér nokkuð niðrifyrir að koma skoðunum mínum á framfæri um almenn málefni. Þá getur verið hentugt að blogga. Málið er bara að mér finnst það ekki gaman svona yfirleitt. Ég nýt mín ekki nema í veðurbloggi svona inni í mér þó ég hafi heyrt að einhverjum þyki ekki ógaman að lesa bloggið mitt þegar ég blogga ekki um veðrið og sé það líka á heimsóknartölum þegar ég nenni að blogga samfellt um nokkurn tíma. En mér skilst og hef reyndar stundum fengið að heyra það fullum fetum að fátt þyki blogglesendum leiðinlegra en einmitt veðurfærslurnar mikilfenglegu á Allra veðra von! Það er líka erfitt að setja upp um þær þykka þrætubók eins og um veðurfarsbreytingarnar. Mér finnst annars dálítið dularfullt hvað lítið er um efnislegar athugasemdir við veðurbloggið mitt miðað við það sem gerist á öðrum bloggsíðum þar sem loftslagsmál eru rædd.
Það er álitamál hvað maður á að opinbera mikið af sjálfum sér á bloggi. Mér finnst þó alltaf gott að greina persónuna á bak við blogg, að þau séu ekki bara eins og ópersónulegar blaðagreinar. Í þessum efnum hef ég reynt að gæta hófs og jafnvel stundum tekið út efni þar sem mér finnst ég hafa sagt of mikið. En ég get samt ekki neitað því að hluti af bloggfælni minni í seinni tíð - ég er alltaf með löng og stutt hlé á milli þess sem ég blogga- er sú óheppilega og einkennlega staðreynd að svo undarlega æxlaðist að einhver erfiðasta reynsla ævi minnar er órjúfanlega tengd fyrirbærinu bloggi. Í bloggheiminum og því sem honum tengist gerist auðvitað ýmislegt á bak við hin opinberu leiktjöld eins og í öllum öðrum heimum.
Ég lít því persónulega á bloggið sem hálfgerða ógæfu sem tengist sorg, söknuði og eftirsjá, auk ýmsu öðru. En vitanlega segir þessi einkareynsla ekkert um bloggið sem almennan miðil.
Ég hef á tilfinningunni að dagar Moggabloggsins séu senn taldir, hvernig sem það mun bera að. Kannski skjátlast mér.
En við Mali munum samt mala saman meðan stætt er - eða réttara sagt meðan malandi er.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sjálfum þykir mér ekki skipta minna máli hvernig fólk segir hlutina en endilega um hvað það talar. Sumir tala og tala án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.
Ég hef eiginlega fengið overdoze af kreppu- Icesave og ESBbloggum og hef staðið mig að því að lesa orðið heldur blogg þar sem fólk talar um annað. Eina undantekningin er þá helst Lára Hanna. Hún er reyndar ekki bundin við fyrrgreinda efnisflokka, heldur þjóðmálin almennt og er vel skrifandi. Konan er orðinn svo öflugur fréttamiðill að hana ætti helst að setja á fjárlög.
Oft hef ég gaman að veðurblogginu þínu, án þess að vera sérlegur áhugamaður um veður. Vel fram settur fróðleikur vekur alltaf áhuga minn. Sæmund, Ómar og Kára Harðarson kíki ég líka reglulega á.
Bið að heilsa Mala.
Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 02:23
Þú ert að ná ansi góðum tökum á Sæmundarhætti Sigurður. Skemmtileg pæling hjá þér.
Hvað var annars um álfapistilinn. Var það kannski "huldublogg" ? :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.10.2009 kl. 12:23
Æ, ég er að reyna að venja mig af öllu bloggi nema veðurbloggi en gegnur hálf illa og hef því komið mér upp einnardagsfærslum sem málamiðlun!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 12:27
Veðurbloggið er að mínu mati einskonar heimild um veðurfar á Íslandi, fróðlegt og gagnlegt. Mér þykir fróðlegt að lesa það og stundum les ég einnig annað hér og vekur sumt áhuga minn. Þessi færsla er góð og full af vangaveltum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 18:27
Ólíkt höfumst við að Svatli. Ég var með ónot út í Loftslagsbloggið, eða öllu fremur grein sem þar var, en þú kemur hér með velvild og skilning. En stundum verð ég nokkuð harðorður um ýmislegt, meira en ég vildi eftir á þó ekki telji ég mig samt ekki vera stjórnlausan.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 18:58
Ekkert mál Sigurður, alltaf gott að fá fram önnur sjónarmið, það er nauðsynlegt fyrir umræðuna. Annars varð athugasemd þín, ásamt fleiru sem ég hef verið að velta fyrir mér síðustu daga, til þess að ég gerði nýja færslu þar sem þú hefur kannski áhuga á að skoða.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 20:08
Verulega góður pistill. Þarf að melta þetta mjög og kannski hugleiða seinna í bloggi. Álfabloggið var fínt. Ég les ekki veðurbloggin með sama áhuga og t.d. þetta, en það er gott að vita af þeim. Bloggið er til að hafa gaman af og fræðast um hitt og þetta. Vestmannaeyjabloggið sem þú bentir á er nýtt fyrir mér. Líst vel á það.
Sæmundur Bjarnason, 18.10.2009 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.