Vísað til Vítis í boði ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin var að fordæma með óvenjulega hörðum orðum mótmælin við heimili dómsmálaráðherra. Þetta samþykktu ráðherrarnir allir sem einn.

Gott og vel.

En ráðherrarnir í ríkisstjórninni létu sér vel líka þegar flóttamönnunum var vísað til Grikklands. Allir sem einn.

Í Speglunum var það áðan haft eftir þeim sem til þekkja að það sé næstum því víst að flóttamönnunum verði á endanum aftur vísað til þess lands sem þeir voru að flýja. 

Þeim verði vísað beint til  sama vítis og þeir flúðu frá.

En ríkisstjórnin mótmælir ekki þessu grimmdarverki.  Samt veit hún af þessu. 

Óskapleg mannvonska er þetta. Og þvílík ríkisstjórn!

Fantar og grimmdarseggir eru þessir ráðherrar. 

Að þeir skuli geta sofið á næturnar.

En það gera þeir nú samt eins og saklausir barnsrassar!

Þannig birtist einmitt mesta illskan. Hún er forherðingin sjálf bak við siðfágað yfirbragðið. 

Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að ef mótmælin hefði eingöngu beinst gegn almennum borgurunum en ekki ráðherra hefði ríkisstjórnin ekki fordæmt þau. Hún  er fyrst og fremst að slá skjaldborg um sjálfa sig. Á sama tíma og hún sendir varnarlaus fólk út í hreina neyð.

Raggeitur og bleyður er þessi ríkisstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband