28.10.2009 | 12:47
Drápsfýsn
Nú er menn að útrýma villifé í fjöllunum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Það hefur gengið þarna villt síðan um miðja síðustu öld og er víst ólíkt öðru fé.
Ríkisútvarpið var að skýra frá þessu. Ekki kom fram í fréttinni hvernig á því stendur að féð varð villt. Og ekki heldur hvers vegna menn eru nú fyrst að útrýma því eftir meira en hálfa öld.
Ætli það sé ekki hið eina sinnar tegundar á landinu? Og ætli það valdi nokkrum skaða?
Virðist það svo bara ekki plumma sig nokkuð vel? Tilvist þess í meira en hálf öld sýnir það. Allt bendir svo til mildari veðráttu í framtíðinni en verið hefur svo lífsskilyrði þessara dýra ættu að fara batnandi.
Hvers vegna í ósköpunum fá þau ekki að lifa? Er ekki verið að skerða íslenska villináttúru að óþörfu og án nokkurs tilefnis þegar þeim er útrýmt?
Þegar er búið að fanga flest dýrin. Og það er einkennilegt að svona gerist án þess að nokkur aðili, dýraverndunarfélög og náttúrusamtök, lyfti upp litla fingri.
Drápsfýsn er þetta.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er það ekki takmarkið að koma öllu og öllum í viðjar regluverks, hafa stjórn á allt og öllu !!!
Hrædd um að það verði þyngri þrautin þegar kemur að því að hemja blessuðu farfuglana
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:29
Þetta er sama bullið og með óðagotið þegar Bjössarnir gengu á land!
Þetta eru bara níðingsverk og ættu ekki að leyfast! Til hvers eru dýraverndunarlög ef ekki til að koma í veg fyrir svona ´´weekend warrior´´ byssuleiki !
Þetta er til háborinnar skammar!
Halli (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:36
Tilvist útigangsfjárins í Tálknanum í hálfa öld bendir ekki til annars enn að það geti bjargað sér sjálft og komist álíka vel af og önnur villt landdýr á borð við refi og mýs.
Mér sýnist erfitt að flokka það undir dýravernd að "bjarga" skepnunum frá því að vera þarna.
Skógarbirnir eru mjög horaðir á vorin og ef féð í Tálknanum er það sýnist mér það vera svipað fyrirbæri. Engum hefur dottið í hug að "bjarga" skógarbjörnum á vorin.
Ómar Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 14:56
Þessi aðgerð í nafni "mannúðar" er alveg með eindæmum. Ég heyrði það ábyggilega að einhverjar hefðu hrapað fyrir björg í atgangnum. Þessar rollur eru búnar að vera þarna frá því á miðri síðustu öld!!!! Hvaða mannúð er í því að drepa þær allar. Þarna hafa einhverjir misst sig heldur betur
Stefán Ingólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:57
Þetta er bölvaður rasismisni ! Ef dýrin hafa bjargað sér í yfir hálfa öld ætti að verðlauna það með matargjöfum ! Við Íslendingar erum svo rígbundin af öllum reglum og relgugerðum að við sjáum ekki fegurðina í villtu dýralífi.
Látum blessuð dýrin í friði !
Halla (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:06
Hoppa fram af klettum fremur en að mæta hjá skilanefndinni!
Sigurður Hrellir, 28.10.2009 kl. 15:12
Nú má ég til með að taka upp hanskann fyrir mína heimabyggð.
Ekki veit ég hvernig sá misskilningur komst á kreik að þessar villikindur hafi verið á ferli frá því um miðja síðustu öld. Langafi minn átti t.d. sauðfé á Patreksfirði og því var smalað af Tálknanum öll sumur að minnsta kosti vel fram á 8. áratuginn. Af hádegisfréttum RÚV að dæma er það síðan álitamál hversu vel þessar skepnur hafa plumað sig í gegnum tíðina; þetta voru mestmegnis hrútar, fjölgunin því hæg og mögulega tímaspursmál hvenær þær dræpust. Mér skilst að einu rollurnar sem voru skotnar voru þær sem voru komnar í sjálfheldu.
Það er alveg gild röksemd að ef til vill hefði átt að hlífa fénu. En þá hefðu stjórnvöld væntanlega þurft að grípa inn í og gefa undanþágu frá lögum. Viðkomandi ráðuneyti hefði jafnvel átt að ganga lengra og senda náttúruvísindamenn vestur til að fylgjast með og rannsaka þessar rollur, ef út í það er farið. En mikið hljóta íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum að vera orðnir ruglaðir á skilaboðunum sem þeir fá að sunnan. Hvernig litist Ómari Ragnarssyni á ef Vestfirðingar höguðu sér af samskonar geðþótta og er farið fram af þeim núna, og ryddu niður Teigsskó í trássi við lög?
Hér er annars tveggja ára gömul frétt sem er ástæða til að rifja upp: http://epaper.visir.is/media/200703140000/pdf_online/1_14.pdf - Hverju lýsir hún? Drápsfýsn höfuðborgarbúa? Hvað ætli margir villikettir, sem pluma sig annars ágætlega, séu annars aflífaðir á höfuðborgarsvæðinu árlega? Eru Reykvíkingar blóðþyrstir "weekend warriors"?
Þessar athugasemdir hér að ofan eru frekar ömurlegur vitnisburður um það viðhorf að landsbyggðin eigi fyrst og fremst að vera einn allsherjar dýragarður fyrir höfuðborgarbúa til að skoða á sumrin. Þar búi hvort eð er ekki nema kynlegir kvistir og hálfklikkað fólk. Hvernig ætli þetta viðhorf til landsbyggðarinnar hafi rutt sér til rúms? Kannski í Stiklum?
Bergsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:52
Bergsteinn reynir að snúa þessu upp í hefðbundið landsbyggð vs. höfuðborg rifrildi. Það gengur illa upp í ljósi þess ég kannast ekki við neinn Vestfirðing sem ekki lítur á þessa útrýmingu sem fábjánahátt.
Bjarki (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:35
Ekki er hægt að ætlast til að menn sjái í gegnum ranghermi í fréttinni fari hún hér með rangt mál. Eftir fréttinni að dæma er eins og féð hafi hjarðað af í ein 60 ár. Þá væri kominn upp villtur stofn sauðfés sem maður gæti haldið að væri merkilegt fyrirbrigði og ætti kannski ekki að eyða.
Þó ég hefi hér nefnt drápfýsn, sem er þá það að drepa allt sem ekki er hægt að koma undir reglur eins og sumir hér í athugasemdunum hafa skilið, er því ekki beint gegn heimbyggð eins né neins eða landsbyggðinni. Þú viðurkennir sjálfur að fleiri sjónarmið en dráp á fénu ættu hér kannski við. Villifé, hjörð dýra sem heldur við stofninum á afmörkuðu landssvæði, held ég að sé annars konar fyrirbæri og kannski merkilegra nátturufarslegra heldur en stakir villikettir.
Ekki býr í mér neins konar óvild í garð landsbyggðarinnar þó ég hafi nefnt hér drápsfýsn. Og mér dettur alls ekki í hug að landsbyggðin eigi að vera dýragarður fyrir borgarbúa.
Framkoma borgarfúa við ketti er svo sérstakur og skamarlegur kapituli eins og lesa má um á heimasíðu Kattholtar. Hann Mali getur ekki á heilum sér tekið eftir að hann hefur kíkt á hana.
Hvergi er hér haldið fram að úti á landi búi engir nema kynlegir kvistir og hálfklikkað fólk en kannski er því skoti beint að Ómari. Þvert á móti held ég að landsbyggðarfólk sé margfalt gáfaðara, skemmtilegra og æðislegra í alla staði heldur en þessir bévítans borgarbúar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 16:46
Svo er ég sammála Bjarka um það þessu atviki eigi ekki að snúa upp í rifrildi milli lanbyggðar og höfuðborgarfólks. Þetta hefði getað gerst svo sem hvar sem er. Útgangspunkturinn er ekki staðsetningin heldur slátrunin sem sem slík þó hún sé eflaust líka umdeilanleg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 16:53
Ja hvað er að heyra. Undarlegt ef menn eru að átta sig á því núna ef fé hefur gengið sjálfala áratugum saman á afmörkuðu svæði. Hvað skyldi stofninn hafa vaxið á þessum árum? Án þess að ég ætli nú að fara að efna til ats milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins langar mig að segja frá því að ég var einu sinni á námskeiði hér í bænum og þar vildi enginn vera á móti hundahaldi en flestir töldu að þeir ættu bara að vera úti á landi. Eins var með dópista og útigangsmenn. Þeir áttu líka bara að vera úti á landi Ég fékk alveg kast og finnst þetta viðhorf enn fyndið. Klárlega merki um ákvarðanafælni og fordóma. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.10.2009 kl. 17:21
16 aldar eldgos á Íslandi útrýmdi nánast öllu Færeysku sauðfé.. þær fáu skepnur sem eftir lifðu þróuðust í einhverkonar villikindur, einhver Danskur Kóngur mun hafa gefið Færeyingum skotfæri til að útrýma því..
Man ekki hvar ég las þetta..gæti verið einhver vitleysa, en ég held ekki
Einar (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:32
Ekkert geta menn látið í friði.. hver getur bjargað okkur frá sjálfum okkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:11
Héraðsdýralæknakindin á svæðinu, Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, sagði áðan í útvarpinu að væri kominn tími til að ''hreinsa til á svæðinu''. Orðalagið vakti hroll með okkur Mala. Ekki vildum við vera sjúklingar hennar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 18:50
Einnig sá héraðsdýralæknirinn engan tilgang í að láta þessar kindur ganga þarna sjálfala eins og einn landeigandinn lagði til. Skyldu villt dýr yfirleitt eiga sér tilverurétt að mati læknisins? Þeir sem tjá sig um þetta mál fyrir hönd yfirvalda á svæðinu eru komin í harða samkeppni um heimskulegustu tilsvörin. Fæstir slá þó Ragnari Jörundssyni sveitarstjóra við sem vildi láta smala fénu í sláturhús svo það hrapaði ekki fyrir björg í vetrarveðrum!
Sigurður Hrellir, 28.10.2009 kl. 19:22
Þetta er bara eins og kaninn í Viet Nam;
" In order to save the village, we have to destroy the village".
Það hefði nú mátt leyfa þessu að lifa, held ég.
En kannski voru þetta kommonistarollur. We have to kill something.
Tryggvi Hübner, 28.10.2009 kl. 19:44
Er ekki ráð að smala tálknfirðingum saman og setja þá í fangelsi, það er ekki gott að vitað af þeim í krummaskuðinu allan veturinn, rafmagnið alltaf að fara af, lítið við að vera og svona
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:46
Þatta mál á sér einhverja sögu sko. Áður verið svipaðar uræður (líklega fyrir tíma internetsis)
það sem eg vildi fá nánari skilgreiningu á eða útlistun er það að fé hafi verið þarna síðan um miðja síðustu öld og þróast hafi sérstakur stofn út af þá líklega upphafleg kindunum. Eg set nokkurt spurningamerki við þetta og finnst háf ótrúlegt.
Annars eru frétti dáldið misvísandi. Sumar segja megnið hrútar - aðrar að einn hrútur hafi verið og hann fótbrotinn. Líka kom fram að allavega ein hafi verið mörkuð.
Það eru líka vissum vandkvæðum háð að kindur gangi úti alveg afskiptalausar. Td. uppá ullina að gera. Það er ekkert endilega víst að þær losi sig við reifin og þá verða þær eins og eg veit ekki hvað eftir 3-4 ár. Flækjast í llinni. Ullarhaft sem kallað er og þá sargst löppin bara í sundur á löngum tíma.
Annað, það að kindur fari fyrir bjög í smalamennskum - það er ekkert einsdæmi. Gerist oft. drukna í ám og vötnum o.s.frv.
En allavega, fróðlegt væri að heyra þessa sögu alla. Hvernig nákvæmlega þessu máli er háttað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2009 kl. 20:37
Góður doktor E, hver sem það nú er. Ragnar Jörundsson hringdi einu sinni í mig og kynnti sig sem "Ragnar hér fyrir handan" Ég hrökk í kút enda með smá skyggnigáfu kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.10.2009 kl. 20:54
Ef það er rétt að kindurnar hafi verið þarna í 60 ár hlýtur að hafa verið meira en einn hrútur sem þar var. Varla eru þetta upphaflegu skjáturnar. Þetta hljóta að vera tltölulega ungar og villtar skjátur. En það er eflaust erfitt að vera ein kind eða lítið lamb úti í náttúrunni en samt eru kindur ekki skapaðar af manninum og hljóta að geta lifað einar og sér og losað sig úr reifunum sjálfar svona yfirleitt þó vont karma bíði kannski sumra. En áreiðanleega er það ekkert sældarlíf að vera umkomulaus útigangskind sem hvergi á í hús að venda og ólíkt léttara líf og lukkulegra að geta étið úr sinni jötu í hlýjunni í jarmandi stuði og enda svo sína æru sem dýrindis jólakrás.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 21:05
Mér finnst það nú merki um hræðilegar aðstæður fyrir kindurnar ef hjörðin var ekki stærri en 30 dýr, eftir 60 ár úti í náttúrunni... Að maður tali nú ekki um innræktunina sem hefur átt sér stað.
En, fyrst minnst var á sérstakan kindastofn, vil ég vekja athygli á einum sem til er á Íslandi og er ekki mikið talað um, en það er svokallað forystufé (http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3284). Þar er stofn sem ég vildi gjarnan sjá hlúð að.
Rebekka, 28.10.2009 kl. 21:42
Hvort vilt þú vera frjáls í náttúrunni eða dauð í sláturhúsi Rebekka... svona ef þú værir villikind/sauður.. eða hvaða vilta dýr sem er...
DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:55
Ef ég væri minkur væri ég hæstánægð með að vera frjáls í náttúrunni... bara svona sem dæmi
Ég var annars ekkert endilega að mæla með því að slátra þessum kindum, heldur að benda á að það væri ólíklegt að þessi pínulitla hjörð ætti sér "forfeður" 60 ár aftur í tímann, nema þá að lífið í Tálkna væri svona afskaplega slæmt fyrir þessu skjátugrey. Þeim hefur varla tekist að koma nema örfáum lömbum á legg.
Rebekka, 29.10.2009 kl. 06:46
Þó ég sé óttalegur sauður bendi ég á að í fréttunum var sagt að kindurnar væru búnar að vera þarna frá því um miðja síðustu öld. ÞAÐ gerir 60 ár. Ekki hefur þetta verið borið til baka en sagan hefur reyndar aldrei verið sögð í smáatriðum. Við upphaflega stofninn gæti auðvitað hafa bæst eitthvað með árunum. En þessar skjátur eru sagðar hávaxnari en aðrar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 09:19
Þetta voru frjálsir og óháðir sauðir.. á marga vegu hefði verið algert möst að leyfa þeim að vera þarna... fyrir það fyrsta að þeir voru LIFANDI... í annan stað hefði verið verðugt rannsóknarverkefni að fylgjast með þessum stofni og þróun hans.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:16
Þetta voru ekki aðeins frjálsir og óháðir sauðir heldur voru þetta alveg einstakir sauðir. Fræknleika þeirra fimi, hugrekki og sjálfstæðisþrá var viðbrugðið. Fremur hlupu þeir fyrir björg en að láta svipta sig frelsinu. Forystusauður okkar á erfiðum tímum hefur örugglega leynst meðal þeirra. Þjóðin hefði margt getað af þessum sjaldgæfu sauðum lært nú þegar hún lætur svipta sig öllu sjálfstæði og leiða sig til slátrunar og hefur ekki einu sinni rænu á að steypa sér fyrir björg til að halda þó í það minnsta reisn sinni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 12:21
Mér finnst að þessir menn sem sóttu að sauðunum góðu eigi að fá háar fjársektir... svona svipað og ef menn færu að drepa erni eða fálka.
Hér var vissulega gengið að mjög svo sjaldgæfum og mikilvægum sauðum... það er ekkert sem afsakar það að ganga þarna fram og hreinlega murka lífið úr þeim... reka þá fyrir björg.
Ég segi það og skrifa, þetta lið sem tók þessa ákvörðun eru hreinustu vitleysingar.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 12:30
Það var talað við Ólaf Dýrmundsson Ráðunaut í hádegisfréttum RUV.
Han er alveg sammála mér. Það er í rauninni ekkert sérstakt við umræddar kindur og alls ekki hægt að segja að um sérstakan stofn sé að ræða. Það er hægt að finna kindur á landinu með svipaðri byggingu ef menn vilja það. (auk þess sem hægt væri að rækta þessa eiginleika)
Hann nefnir líka ullina sem vandamál við að láta féð afskiptalaust.
Eg hef líka efasemdir um að gott sé fyrir rollur að vera í útigangi á þessu svæði. Snarbrattur andskoti fyrir opnu hafi. Enda sýndist mér flestar vera ungar - sem bendir þá til stutts lífaldurs.
Það er búið að reyna að taka fyrir áður að fé sé þarna. Td. 2002, voru þyrlur minnir mig. Einnig áður um 1997. En svo virðist sem alltaf hafi einhverjar verið eftir og etv utanaðkomandi kindur bæst við. Maður þekkir það ekki nákvæmlega.
Nú segja mnn að eftir séu 5-7 kindur þarna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 13:54
Lífaldur þeirra varð enn styttri þegar menn tóku sig til og drápu þær.
Villt dýr eru um allan heim, lifa við hinar og þessar aðstæður.. eigum við ekki að fara og drepa þau... og ef þau hafa þróað með sér einhverja eiginleika.. þá bara að rækta þá eiginleika bla bla.
Villikindur mega vera villikindur... það er eflaust hægt að finna mann með svipaða byggingu og hann Dæyrmundarson.. ef Dýrmundarson fer illa út úr kreppunni, eigum við ekki að reka hann í sjóinn og klóna bara annan með hreinan skjöld
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:41
Já, dýr lifa villt - en í tilfelli saukindarinnar er það vissum erfiðleikum háð. Td. með ullina eins og Ólafur bedir á:
"Það geti verið mjög kvalafullt ef kindur lendi í ullarhafti og dæmi séu um að þær missi undan sér fót"
Einnig gefur hann lítið fyrir sérstakann stofn kenninguna og segir þearfréttamaður spyr hann hvort um síðustu afkomendur landnámskindarinnar sé að ræða eins og einhver sagði víst - þá segir Olafur: "He ! Fráleitt !!"
Annars er hægt að lesa og hlusta á hann hér:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item309364/
En eg er sammála honum. Það er ekkert vit í að hafa rollur þarna til lengdar - nema þá að einhver fylgist með þeim, fóðri ef á þarf að halda og annist eitthvað um þær í því og því tilfelli sem upp kann að koma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 15:06
Það hefði verið best af öllu, að henda grasi í þær... ekki förgum við smáfuglum þegar hart er í ári, við gefum greyjunum að borða :I
Það sjá það allir að fara þarna og hætta mannslífum.. og svo lífum sauðana líka er hrein og tær vitleysa...
Ef menn geta verið að fljúga þarna um á þyrlum, dragandi mannskap og skapa stórhættu.. þá sé ég ekki að það sé neitt tiltökumál að henda stöku heybagga þarna... eina vitræna í stöðunni
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:35
Ömurlegt að sjá og heyra þennan mann í fréttum réttlæta að drepa þessi dýr... þarna talaði maður sem augljóslega hefur ekkert vit í hausnum á sér.. það kom berlega í ljós.
Ekkert að sauðunum, náttúruval... maðurinn var hreinlega eins og fáviti.. ´já ég skammast mín ekkert fyrir að segja þetta.. enn einn maðurinn sem hefur fengið prófið sitt úr Cheerios pakka... og tómur að auki
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:18
Eru flestir sem hér blogga grænmetisætur, eða veit fólk ekki að lömbum og öðrum húsdýrum er slátrað til að mannfólkið geti étið það. Og einnig það eru til fleiri kindur á sunnanverðum Vestfjörðum sem hafa verið með þessum kindum og blandast, þannig að þessi "VILLTI" stofn er ekkert annað en íslenski sauðfjástofninn. Fáfræði fólks er með eindæmum. Ég er Vestfirðingur og hef búið með sauðfé og smalað sauðfé úr fjöllum í mörg ár, átti ég bara að láta þær vera úti? Eru þetta fullorðið fólk sem er að blogga, ég tala nú ekki um Ómar Ragnarsson en hann er greinilega alveg orðinn öfgasinnaður á öllum nótum.
Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:50
Aldeilis ótrúlegur gjörningur. Fyrir hverjum var þetta fé. Ullarhaft er varla vandamál miðað við annað sem hjörðin þarf að þola. Fé verður afvelta, brýtur leggi og jafnvel nagar af sér fastan fót til að halda lífi. Ég er sammála því að lífið er betra en dauðinn þó þurfi að berjast fyrir því. Hefði viljað sjá úrræði DoctorsE notið þ,e, henda heyböggum við og við í harðæri. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.10.2009 kl. 20:04
Þessi Torfi er að ganga um allt of mæla með að sauðirnir frjálsu og óháðu verði drepnir... ferlega tómur gaur, líkast til tómari en rollurnar sem hann smalar.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:27
Það er nú nokkuð víst að það er búið slátra þessum kindum og þær verða ekki lífgaðar við.
Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:47
Það á að slátra þeim á morgun.... nema einhver með viti grípi inn í og láti sleppa þeim þar aftur .
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:49
Torfi, sparaðu fyrirlitninguna og stóryrðin. Það er ekki víst að þú standir undir þeim þó þú sért vestfirskur smali. Við erum nú bara að rabba saman hér. Þetta er ekkert stórmál, a.m.k. fyrir mér. En það fygldi reyndar með í fréttunum að kindurnar hafi einmitt verið úti í meira en hálfa öld svo það er þá ekki mikið þó þær verði áfram soldið úti. Það virðist líka að þessi hópur hafi verið ansi einangraður, ekki mainstream kindur. Afhverju var hópnum t.d. ekki smalað fyrir löngu síðan með þeim rollum sem hann var að blandast hafi hann gert það? Svarið virðist vera að hann blandaðist því einmitt ekki og lifði á óaðgengilegum slóðum sem smalamenn náðu ekki til, árum saman. Sé þetta rétt er hann á einhvern hátt sérstakur og af þeim ástæðum hefði verið í lagi að láta hann lifa. Sem sagt að við þurfum ekki endilega að éta þessar kindur á jólunum. Það eru til nógar aðrar kindur. Og við vitum nú alveg að menn éta lömb og þurfum ekki að bíta gras upp á það. Það er bara ekki endilega málið í þessu sambandi. Hitt er annað mál að ekki er það þróunin sem hefur gert þessar kindur eitthvað öðruvísi en aðrar kindur, til þess er líftími stofnsins allt of stuttur. Það er fremur lífsstíllinn. En þessar skjátur eru sérstakt fyrirbrigði ef rétt er að þær hafi dólað þarna í meira ein hálfa öld og önnur sjónarmið en slátrun koma vel til greina. Einhver heimamaður hefur reyndar boðist til að gerast eftirlitsmaður kindanna og þess vegna gæti allt farið vel að lokum ef þessum félega velgjörðarmanni verður þá ekki slátrað umsvifalaust, þó ekki væri nema með orðum. Og eins og vera ber verður þessi umræða æ kindarlegri eftir því sem hún verður lengri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2009 kl. 20:55
Málið er að þessar kindur eru ekkert öðruvísi en aðrar kindur, ég skora á þann sem getur sannað það að gefa sig fram.
Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:24
Það skiptir ekki máli Torfi, þetta eru villt dýr og hafa sinn tilverurétt rétt eins og þú, end of story.. .hættu nú að rugla maður
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:44
Gengur þetta fé á beitarland þannig að til skaða sé? Það er kannski að brjóta lög? Lög um illa meðferð á búfé. Það mátti skilja á Óla Dýra í útvarpinu í dag. Féð mátti lifa ef e-r annaðist það.
Hvers vegna fá hreindýrin að lifa og enginn annast þau? Þau eru framandi í íslenskri náttúru og valda skaða á nýgræðingi - einkum viði. Er ekki rétt að hreinsa íslenska náttúru af hreindýrum?
Kannski vinna þau það sér til lífs að þau má drepa á færi sér til skemmtunar.
Sigurbjörn Sveinsson, 29.10.2009 kl. 23:12
Það hefur komið fram að þessar kindur eru ekkert öðruvísi en aðrar kindur. Misjafnir fjárstofnar eru til um land allt, háfættir, lágfættir, feitir, með litla frjósemi eða mikla osfrv. Allt fer það bara eftir ræktun.
Þessar kindur hafa greinilega háfætt gen og bera þau áfram.
Mér finnst fólk voðalega viðkvæmt fyrir þessu öllu saman, ekki kvartar það yfir þeim lömbum og kindum sem sett eru í sláturhús á hverju hausti og fólk kaupir svo kjötið af í Bónus. Það að þessar kindur hafa gengið lausar gerir þær ekkert öðruvísi en aðrar. Þær eru jú styggari. Sjálf átti ég kind sem gekk úti í 2 vetur, eignaðist meira að segja lamb á þeim tíma. Hún var snarvitlaus og erfitt að smala henni. Endaði í sláturhúsi á endanum blessuð. Átti ég þá samt að leyfa lambinu hennar að vera bara á fjalli því það fæddist jú villt?
Katrín (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:29
Katrín og Tofi... ásamt nokkrum öðrum sem tjá sig víðsvegar um þetta mál og vilja drepa skjáturnar.. er örugglega sama persónan, hugsanlega Dýrmundur sjálfur ;I)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:34
Góð rök að halda því fram að þeir sem eru með sömu skoðun (aðra en þú) sé bara sama manneskjan að skrifa undir mörgum nöfnum. Því það getur bara EINN verið með þessa skoðun að það sé allt í lagi að smala þessum skjátum!
En finnst fólki þá bara allt í lagi að bændur hætti að smala eftirlegukindum á haustin og veturnar þegar þeir nenna því ekki lengur því þá bara verður til nýr villtur stofn?
Doctor E, þú sérð "ekki að það sé neitt tiltökumál að henda stöku heybagga þarna". ætlar þú að skaffa tún til að heyja, heyja baggana og "henda" þeim til þessara kinda? Einhver verður jú að gera það, og dýralæknir er búinn að segja að það þurfi ekkert að slátra þessum kindum ef einhver geri tilkall til þeirra. Af hverju flytur þú ekki bara á Tálknafjörð og sérð um þær ef þú hefur svona miklar áhyggjur af að þeim verði slátrað!
Mér finnst dýraverndunarsjónarmið alveg koma þarna inn, alveg eins og mér finnst að hreindýr sem eru að drepast úr hor eigi ekki að ganga villt á austurlandi. Kindur eru ekki villidýr, þær hafa verið húsdýr í þúsundir ára. En þessi sem var eyrnarmerkt hefur örugglega bara þróað með sér eyrnarmerkingu, því allt voru þetta villtar kindur úr 60 ára gömlum stofni ekki satt?
Katrín (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:51
Ísland skal drepa drepa drepa, allt sem passar ekki í regluverkið.
Rosalega er mikil fullkomnunar þörf hérna.
Eru ekki lunda greyin að deyja úr hungri, væri ekki ráð að skjóta þá alla ?
Hvað með fólkið sem sveltir hér og það um veröld, skal ekki kála því líka ? er þá ekki búið að eyða hungursneyð í leiðina ?
Rabbi (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 02:08
Andstyggilegt. Búra- og molbúaháttur einkennir alla framgöngu í þessu máli.
Kama Sutra, 30.10.2009 kl. 11:27
Fólk er ekki að ná ullarfaktornum í þessu dæmi.
Hva - hefur fólk aldrei verið í sveit hérna ?
Rollur þarf að rýja !
Þó til sé í dæminu að þær losi sig við reyfið áfallalaust sjálfar - þá er það svona happa og glappa.
Menn eru að tala um sýnist mér að kindurnar eigi að lifa frjálsar útí náttúrunni etc og nefna hreindýr sem dæmi - hreindýr þarf ekki að rýja.
Það að ullin safnist svona fyrir á kindum, talað um: Já hún er í tveimur eð þremur reyfum þessi o.s.frv. - gerir það að verkum að afskaplega erfitt verður fyrir sauðkyndina að lifa án afskipta mannsins.
Og í dæmi eins og þarna á Tálkna þar sem landslag er afar erfit, harðræði, þá verður líf sauðkindar í mörgum reyfum hrein píning !
En varðandi ullarhaft sérstaklega - þá gleymir því enginn sem séð hefur kind langt gengna í ullarhafti.
Eg segi, það getur bara ekki verið að nokkur sé að tala um í alvöru að sauðkindur gangi úti algjörlega eftirlitslausar. Það er bara tóm vitleysa hreint út sagt.
Það má alveg hugsa sér að kindur gangi úti - en það verður þá að vera eitthvert eftirlit. Verður að vera lágmarks umönnun allavega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 12:24
Bendi á þennan fína leiðara. Hér er sannarlega talað kjarngott mannamál og ekkert jarm!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 17:30
Svo var nú hrútur þarna sem sá ekki neitt því hornin voru komin fyrir augun á honum. Rosa góð lífsgæði fyrir hann þarna, en hann er villtu hrútur og á rétt á að lifa þarna blessaður. Það finnst ykkur allavega.
Svo tek ég undir með Ómari, enginn hugsar út í hvernig kindur verða eftir 2-3 vetur án þess að verða rúnar.
Svo hefur göngufólk líka vitnað til um að það séu merki þess að það sé verið að skjóta þessar skjátur til matar (eins og hreindýrin) því það eru ummerki um það þarna uppi á fjöllum. Það er kannski þess vegna sem svona margir vilja ekki að þeim sé smalað í sláturhús, fólk vill fá að skjóta þetta sjálft!
Katrín (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:13
Ég held að sé til talsvert að fólki sem hefur engan áhuga fyrir að skjóta þessar kindur þó það vilji að þær fái að lifa þessu sérstaka lífi sínu. Til eru í dæminu að menn líti á skepnur sem eitthvað annað en leikföng manna. Hvernig er það annars, eru ekki sauðkindur hannaðar fyrir að lifa úti í náttúrunni eins og önnur dýr? Hvernig gátu kindur losað sig við ullina áður en þær urðu húsdýr manna og voru aldrei rúnar? Hefur ullargerð þeirra breyst og mun hún þá ekki breytast bara aftur ef þær verða villtar? Ég held að það sé bara einhver forræðisnáttúra semveldur því að menn vilja þessar kindur feigar fyrir alla muni, það sé bara ekki gert ráð fyrir svona líferni þeirra og þess vegan verði að drepa þær. Látið er í veðri vaka að mannúðarsjónarmið séu að baki en ekki kemur mannúðin fram í því hvernig þeim var smalað og svo ekið alla leið til Sauðárkróks (viðeigandi nafn reyndar!) til að lóga þeim. Alveg ofsamlega notalega farið með villtar skepnur sem áreiðanlega hafa verið trylltar af hræðslu og ráðvillu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 19:11
Sæll Sigurður.
Mikið óskaplega held ég að öllum létti við þær fréttir að
þessi villidýr skuli felld áður en að þau verða að enn meiri
villidýrum. Hafi Tálknfirðingar stökkbreyst með viðlíka hraða
og villidýrin í Tálkna þá kynni svo að fara að enn meiri hætta
stafi af þeim þegar til lengri tíma er horft en nokkurn tíma
villidýrunum.
Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:12
Hér talar Austmaður. Við Vestfirðingar hugsum annað.
Sigurbjörn Sveinsson, 30.10.2009 kl. 22:06
Og hvað hugsa þá Vestfirðingar? Hvað eru þeir að jarma?
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 22:17
Vestfirðingar taka t.d. undir það, að fjölbreytnin sé dyggð.
Sigurbjörn Sveinsson, 30.10.2009 kl. 22:35
Það gjörum við Vestmannaeyingar líka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.10.2009 kl. 22:40
Sæll aftur!
Ekki veit ég hvað menn hugsa í Noregi en vilji menn fjölbreytni
þá er ekki eftir neinu að bíða með það að slaka nokkrum
tígrisdýrum niður í Tálkna svo náttúran geti haft sinn gang.
En leiða má að því líkum að sú rómantík er felst í því að hlusta
á jarmur úr hljómbotni er samanstendur af þreföldu reifi geti
orðið álíka draugslegur og þegar John heitinn miðill í Surrey á
Englandi í nafni fjölbreytninnar sérhæfði sig í að líkja eftir
röddum drukknaðra sjómanna og fyrirgangurinn slíkur að
flestir hefðu farist við 19 m ölduhæð og ekki í færri en
12 vindstigum.
Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.