Peningar í stað réttlætis

Þetta er eiginlega sorgleg frétt. Fjölskyldan fær líklega nokkuð mikla peninga. Ef farið hefði verið í mál er ekki víst að hún hefði fengið nokkuð auk þess sem málferlin hefðu eflaust orðið dýr.

Eftir stendur að alsaklaus maður var drepinn af lögreglunni. Það skutu hann margir vopnaðir menn.  Allir með grímu fyrir andlitinu.

Lögreglustjóri Lundúna varði drápið með kjafti og klóm. Líf þessa manns skipti hann engu máli. Ef svo hefði verið hefði hann ekki getað hugsað sér að halda áfram starfi sínu og sagt af sér. En það datt honum ekki í hug.

Ekki munu þessir peningar koma úr buddu þeirra sem ábyrgð bera á drápinu heldur úr vasa almennings.

Morðingjarnir þurfa ekki að gjalda verka sinna í einu né neinu. 

Peningar koma í stað réttlætis. Og ekki í fyrsta sinn. 

 

 


mbl.is Sömdu við Lundúnalögreglu um bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband