24.11.2009 | 13:43
Fá einhleypir þyngri dóma en fjölskyldumenn
Hér er sagt að maður sem framdi afbrot fyrir 14 árum hafi fengi skilorðsbundinn dóm meðfram vegna þess að hann sé núna orðinn fjölskyldufaðir.
Ber þá að skilja þetta sem svo að hann hefði fengið harðari refsingu ef hann hefði verið einhleypur en að öllu öðru óbreyttu?
Njóta einhleypir ekki sama réttlætis fyrir dómstólum og fjölskyldufólk?
Það er einfaldlega mismunun eftir fjölskyldustöðu, ranglæti, að einhleypir megi vænta þyngri dóma en fjölskyldufólk.
Braut gegn stúlku fyrir 14 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gleymdu honum, hvað með HANA? Á ekki að taka hennar kringumstæður eins alvarlega? Konan er sárlasin en það skiptir engu, bara að hann er giftur með krakka í dag. Sem segir að hann hefur haldið áfram eins og ekkert sé, á meðan að stúlkubarnið sem hann nauðgaði hefur legið í þunglyndi. Hvað með HENNAR kringumstæður? Ætti ekki að þyngja dóminn eftir því?
KL (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:10
Þú verður að átta þig á því sem ég er að fara KL. Ég er að segja að fjölskyldufólk eigi ekki af fá mildari dóma en einhkeypir bara vegna þess að það er fjölskyldufólk. Eðli brotsins skiptir þar engu máli. Það sem þú ert að segja hérna getur út af fyrir sig verið rétt athugað í þessu tiltekna máli, dóminn ætti að þyngja og svo framvegis. Ég efast ekki um réttlætiskennd þína og samúð með konunni. En spurningin er hvort einhleypir og fjölskyldufólk eigi að sitja við sama borð hverjir svo sem málavextir eru að öðru leyti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 14:25
Ég skil hvað þú ert að fara og er alveg sammála þér. Auðvitað er það fáránlegt að maðurinn sitji ekki við sama borð og einhleypir glæpamenn. Það í sjálfu sér er fjarstæða. Það sem að truflar mig þar að auki er að það sé tekið tillit til kringumstæðna glæponsins, en ekki þess er fyrir honum varð. Þeas, ef við ætlum að meta svona hluti í dómum, væri ekki nær að meta þá gagnvart þolendum? Ætti ekki að þyngja dóminn vegna þeirra kringumstæðna sem hún býr við?
KL (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:32
Jú einhleypir fá harðari dóma en fjölskyldufeður, sömuleiðis fá þeir sem eru fátækir harðari dóma en ríkir, sbr. að súpustuldur getur þýtt vist á hrauninu en dómur fyrir fjársvik uppá milljónir er nær alltaf skilorðsbundinn.
Lögin eru samin fyrir góðborgarana og eiga að verja þá fyrir skrílnum.
Tóti (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:39
Ég fellst á það að kringumstæður afbrotamanna skipti stundum meira máli fyrir dómstólum en aðstæður brotþola.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 14:45
KL, þú verður að hugsa þetta út frá víðara sjónarhorni. Hér er verið að fást við mannréttindi, ekki bara hennar heldur líka hans.
Hver eru hans mannréttindi? Jú í fyrsta lagi á hann rétt á því að fá samsvarandi dóma og aðrir sem brotið hafa af sér á svipaðan hátt. Í öðru lagi þá á hann rétt á því og raunar er dómurmum það skilt að fara eftir þeirri löggjöf, fordæmum og venjum sem sakpast hafa í kringum brot sem þessi. Dómari getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að dæma viðkomandi brotamann í mikið þyngri refsingu nema ef löggjafinn gefur honum skýra heimild til þess.
Það sem ég er að segja er í raun það að lög taka að litlu leyti tillit til siðferðis. Í upphafi þegar þau eru sett eru vissulega haft í huga siðferði þess tíma en við sjáum í gegnum söguna að siðferði manna breytist t.d. viðhorf fólks til samkynhneigðar, en það má kannski segja sem svo að viðhorf almennings til naugunar hafi breyst á síðastliðinum áratugum. Því má spyrja sig hvort löggjöfin sér orðinn úrelt.
Dómarinn tekur líka tillit til þess hvort þetta sé "hefðbundin" eða "óhefðbundin" nauðgun, þá á ég við það, að dómarinn horfir til þess hvernig brotið var, fylgti eitthvað meira nauðguninni? Mér sýnist í þessu tilfelli hafi svo ekki verið og því um "hefðbundna" nauðgun að ræða. Það hefði verið "óhefðbundið" ef t.d. hann hefði beitt hana ofbeldi á meðan. Vel að merkja ég er ekki að verja það sem maðurinn gerði og mér finnst það rangt. Ég er aftur á móti að benda á það að dómarar þurfa að horfa til ýmsikonar atriða við úrlausn mála.
Samkvæmt því sem ég best veit, þá flokkast það nauðgun þegar einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri á samræði við 15 ára (var 14 ára á þeim tíma sem þetta tiltekna brot var framið) einstakling. Jafn vel þótt samþykki þessi yngri liggji fyrir, því þá má ætla að sá sem eldri er hafi vitsmunalega yfirburði yfir yngri aðilan og líkur leiddar að því að sá eldri geti nýtt sér það.
Án þess að ég viti nokkuð um þennan dóm, þá má vel vera að aðstæður hafi verið þessar og því erfitt að segja til um geðræn vandamál stúlkunar. Hún viðurkennir meira að segja sjálf að hún sé ekki viss um að þetta hafi haft úrslita áhrif á geðheilsu hennar.
Nú ætla ég að víkja að því sem er verið að gagnrýna hér, ég er að mörgu leiti sammála því að það sé einkennilegt að einstaklingur sem er einstæður njóti ekki sömu réttinda og sá sem er orðinn fjölskyldumaður. Hugsanleg sjónarmið þar að baki geta verið (1) þau að viðkomandi fjölskyldu maður sýnir fram á breytta hegðun og sýnir fram á að hann hefur breyst (2) dómur yfir fjölskylduföður hefur áhrif á fleiri en hann sjálfan jú fjölskylduna hans. Ég tek það fram að ég veit ekki með vissu hversu mikil áhrif þetta hafði á niðurstöðu dómarans, það getur vel verið að þetta sé hluti af rökstuðningi þeim sem dómarinn setur fram, en þarf ekki að hafa breytt neinu fyrir niðurstöðuna ef þetta hefði ekki verið tekið sérstaklega fram.
Að lokum, þá bendi ég einnig á það, að það er ríkið sem sér um málarekstur í afbrotamálum. Það er ríkið sem setur fram kröfur sem dómarar miða við, jafn framt er það brotamaður sem setur fram gagnkröfur og til þeirra er einnig horft. Brotaþoli setur ekki fram neinar kröfur í slíkum málum, en algengt er að þeir höfði einkamál samhliða hinu málinu til þess að krefjast skaðabóta af hálfu brotamanns.
Að lokum bendi ég á þann punkt að í dag gildir sú regla að fyrningartími brota á borð við þetta hefst við 14 ára aldur brotaþola og varir ef ég man þetta rétt í 14 ára. Sem sagt þegar einstaklingur sem hefur orðið fyrir kynferðilseguofbeldi sem barn nær 28 ára aldri eru brotin fyrnd.
Takk fyrir mig.
Óðinn (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:56
Hvaða gagn gerir það að senda manninn í fangelsi ? Það kemur ekkert fram í fréttinni hvort hann hefur verið kærður áður ! Eyðileggur það ekki líf fjölskyldu hans ef hann verður settur inn núna ? Aðeins að hugsa útfyrir rammann !
Elías (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:57
Aðeins að hugsa út fyrir rammann. Sammála því. Því ætti alls ekkert endilega að senda þennan mann í fangelsi. Það sem ætti hins vegar að gera er að sekta hann um miklu hærri upphæð og sú upphæð ætti að fara í meðferð stúlkunnar. Það segir mér enginn að hún hafir einhver fjárráð til að kosta þá meðferð sem hún sannanlega þarf á að halda. Svo á hún ekki að þurfa að innheimta þessa sekt, heldur sé bara dregin viss upphæð af launum mannsins eins og um skatta væri að ræða. Þarna værum við farin að vinna eitthvað í málefnum brotaþola.
Anna Guðný , 24.11.2009 kl. 15:05
Skaðabætur eru borgaðar úr ríkissjóð upp að vissu marki (markið er hærra en þessar 800þ) og rukkar ríkið síðan gerandann!
Ég get ekki séð að þessi dómur sé að neinu óeðlilegur miðað við bæði kringumstæður og hve langt er um liðið
Brotaþoli setur fram kröfur í svona málum, en það er dómarinn sem ákvarðar bæturnar og þurfa þær að vera vel rökstuddar!
Það telst ekki nauðgun nema við vissar kringumstæður þegar einst eldri en 18 á í samræði við einst milli 15 (já var 14) til 18!
Addi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:32
Þeir sem hafa ekki orðið fyrir svona reynslu eins og þessi stúlka ættu að tjá sig sem minnst, þessi maður á að sitja inni og það sem eftir er. Hvað haldið þið að þessi fórnalömb þurfi að þola, þau fá eylífa skömm á sjálfum sér og þurfa að lifa við það og það er sko ekki auðvelt. Fólk kemur misjafnt út úr þessu og sálfræðingar og geðlæknar og aðrir hópar sem bjóða uppá hjálp eru svo sem góð hjálp en það er bara eins og taka töflu við verki, hverfur í smá tíma en er endalaust að angra mann. Svo mér er svo sem sama hvort hann á fskj eða ekki hann er búinn að eyðileggja líf. Það er ekki auðvelt að lifa eðlilegu lífi eftir svona reynslu, það eru góðir dagar og slæmir. Viljið þið hafa skömm á ykkur á hverjum degi?
Nafnlaus (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:10
Nafnlaus: Þú veist ekkert um hvað þeir sem hér tjá sig hafa orðið að þola. Reyndu svo að grípa hvað þessi færsla fjallar um og hvað ekki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 17:23
Óðinn, ég verð ekki að gera eitt eða neitt. Ég vel mér það sjónarhorn sem ég vil. Mitt sjórnarhorn, ólíkt dómskerfisins okkar, er alfarið frá stöðu þeirra sem að eru beittir/ar nauðgunum og þurfa svo að horfa á hvernig kerfið, og einstaklingar eins og þú, réttlæta gjörðir þeirra sem á þeim brutu. Það er ekki hlutleysi í svona málum, bara skilningur sitthvoru megin við gerðið. Ég skil að það þarf að gæta að manréttindum. En hvar var sá skilningur mannsins sem ákvað að nauðga 12 ára barni? Ég nenni eiginlega ekki að lesa þessa langloku þína því hún flokkast undir það sem ég kalla hugmyndarúnk og réttlætingar.
Tvisvar bendir þú á eitthvað "að lokum" . . . annað hafði með réttlætingu kröfu vegna þess að ríkið leggur hana fram. Dettur þér í hug að kannski sé eitthvað að hjá ríkinu? Að ennþá erum við að styðjast við hugmyndafræði og lög sem eru svo forn að manni blöskrar? Ríkið fékk ekki þessi lög og gildi í faxi frá Guði. Þau eru búin til af mönnum og kannski kominn tími til að endurskoða þau.
Hitt sem þú bendir á er fyrning laga. Þessum lögum var breytt í fyrra, en ég veit þau eru ekki afturgeng. Hvað kemur það málinu við?
KL (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:36
Og afsakaðu, en hvað er "hefðbundin" nauðgun vs "óhefðbundin" nauðgun?
KL (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:44
en það má kannski segja sem svo að viðhorf almennings til naugunar hafi breyst á síðastliðinum áratugum.
Langar að vita hvað Óðinn á við með þessu.
Dómarinn tekur líka tillit til þess hvort þetta sé "hefðbundin" eða "óhefðbundin" nauðgun, þá á ég við það, að dómarinn horfir til þess hvernig brotið var, fylgti eitthvað meira nauðguninni? Mér sýnist í þessu tilfelli hafi svo ekki verið og því um "hefðbundna" nauðgun að ræða. Það hefði verið "óhefðbundið" ef t.d. hann hefði beitt hana ofbeldi á meðan.
Fyrirgefðu en hvað er nauðgun í þínum annað en ofbeldi?
Anna Guðný , 24.11.2009 kl. 19:19
Svona umræða lýtur oftast sömu lögmálum; óþokkarnir eiga að fá sem þyngsta refsingu og þeir sem voga sér að halda einhverju fram, t.d. að einhver atriði geti verið metin til refsilækkunar séu svik við brotaþolann og réttlætið yfirleitt. Mér sýnist vera nokkuð sterk hefð fyrir því að það hafi mildunaráhrif að brotamaður hafi bætt ráð sitt síðan brotið átti sér stað. Þetta er rökrétt og mannúðlegt að mínum dómi. Refsidómur er ekki kveðinn upp af hefndarþorsta. Hitt er svo annað mál hvort það að gerast fjölskyldumaður getur talist raunveruleg yfirbót. Slíkt er gildishlaðið og vegur vissulega að þeim sem vilja t.d. bæta ráð sitt án þess að stofna fjölskyldu.
Refsigleðin sem sumir eru haldnir er mér hinsvegar ekki að skapi. Ef þeirra lógík ætti að gilda þá á einfaldlega að drepa alla sem gera e-ð af sér.
Skellur (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 19:20
Hvar stendur það í þessari frétt að um hafi verið að ræða nauðgun ?
Maðurinn gæti jafnvel hafa átt við einhver geðræn vandamál að stríða þegar atvikið átti sér stað sjálfur því varla fer heilbrigður 19 ára maður að hafa samræði við 13 ára stúlkur.
Hversu skemmd sem að stúlkan gæti hafa orðið eftir atvikið að þá myndi það ekki bæta líðan hennar þótt hann væri settur bak við lás og slá. Hennar vandamál væru alveg þau sömu.
Sökum þess að maðurinn er ekki talin hætta samfélaginu þar sem hann stundar þetta væntanlega ekki að staðaldri þá hefur verið tekið tillit til þess við börnin hans sem að btw myndu skemmast og hugsanlega verða alveg jafn skemmd fyrir vikið.
Hvernig yrði heimurinn betri staður ef að maðurinn færi í fangelsi og börnin hans yrðu föðurlaus og sár fyrir vikið og það án þess að hafa eitthvað unnið sér til saka ???
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 19:55
Ef hann væri einstæðingur , ætti hann þá von á strangari dómi ? Semsagt einstæðingar fá strangari dóma ?
Hvað þarftu að eiga mörg börn til að fá mjög vægan dóm fyrir mjög alvarlegt brot?
Hvernig ætli lögfræðingur stúlkunnar orði dóminn við hana og foreldra hennar.
..."tja..sko.. hann slapp vel sko.. Hann á nú kellingu og svona.
þvílíkt rugljonas (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:21
Nei veistu ég stórefast um að svona brot hefði varðað fangelsis vist eftir allan tímann
Á meðan maðurinn er ennþá svona ungur þá er hugsanlegt að hann hafi litið svo á að hann hafi verið að stunda eðlilegt kynlíf á þessum tíma.
14 árum seinna þá er maðurinn aðþví gefnu að hann hafi hreint saka vottorð varla ógn við samfélagið og það gerir því lítið gagn að fangelsa manninn.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:29
Ég segi nú bara heyr heyr Skellur !!!
Það er einmitt hefndarþorsti sem hrjáir allt of marga. Ég votta samt öllum þeim sem verða fyrir hverskonar ofbeldi og/eða misnotkun samúð mína og svoleiðislagað ætti bara einfaldlega ekki að vera til.
En að sama skapi segi ég að við verðum líka að hugsa til þess hverskonar fólk við viljum hafa í samfélaginu okkar til frambúðar. Vissulega þurfa hverskonar afbrotamenn að taka út sína dóma. En hverskonar dómar eru heppilegastir?... Er refsing það sem við þurfum á að halda?... Verða menn betri eftir refsingar?....
Í dag er talað um að fangelsi landsins eigi að vera betrun... svo er hinsvegar alls ekki, allaveganna ekki í öllum þeirra. Þó að reiðin geti verið mikil gagnvart þeim glæpamönnum sem brjóta gegn okkur eða þeim sem okkur þykir vænt um verðum við að hugsa til þess að allir koma þeir einhverntíman út aftur... og viljum við ekki að þeir séu orðnir betri menn þá?... er lausnin að láta þá dúsa í fangaklefum með lítið sem ekkert fyrir stafni og láta sér leiðast svo jafnvel árum skipti?
Það bara getur ekki farið vel með nokkurn mann þannig dvöl... og finnst mér að fólkið sem er haldið þessum endalausa hefndarþorsta þurfi að fara að hugsa betur út í það hvað virkar best fyrir sem flesta... Markviss og góð betrunarvist hlýtur að gagnast okkur öllum miklu betur heldur en nokkurn tíman fangelsi. Því annars getum við bara alveg eins gert eins og einmitt Skellur sagði... að bara drepa alla sem gera e-ð af sér... Er það virkilega það sanngjarnasta í stöðunni?
Þjóðfélagið er endalaust brjálað yfir því að dómar séu of vægir... en hvað græðum við á lengri dómum?.... Maður sem hlotið hefur 5 eða jafnvel 10 ára fangelsi, er hann líklegri til að halda áfram að brjóta af sér eftir 5 ár heldur en eftir 10 ár?... Ég mundi einmitt halda að maður yrði verr á sig kominn andlega til að fara út í þjóðfélagið eftir 10 ára fangelsisvist í þeirri mynd sem hún er í dag.
Ef refsing er nauðsynleg, þá mundi ég halda að "væg" refsing en svo markviss betrun í framhaldi af því, þar sem að afbrotamaðurinn er metinn og fær betrun eftir því sem hann þarf (en ekki eftir þyngd brotsins) væri það sem best mundi virka til að ná betri árangri.
En svo til að svara málinu sem Sigurður var nú upphaflega að benda á.... þá mundi ég segja að þessi orð í fréttinni séu slitin svolítið úr samhengi. Í dómnum er aðallega verið að vísa til þess hversu langur tími er liðinn síðan brotin voru framin. Verjandi ákærða kvað réttaróvissu ríkja um fyrningu brota og því ekki nógu skýrt hvort þessi brot voru fyrnd eða ekki. Fram kemur í dómnum að það séu liðin þetta mörg ár og á meðan hafi ákærði stofnað fjölskyldu... en ekki get ég skilið að það sé ástæðan fyrir "vægari" refsingu.
Að lokum langar mig að benda fólki á sem að er að segja sínar skoðanir á málum sem þessum að æsa sig ekki um of og fullyrða of mikið án þess að vita allt um málið... Ég tel að sumt fólk ætti að lesa sig betur til um málin áður en það fullyrðir of mikið. :)
Nína (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 04:43
Líklega hef ég ekki valið heppilegan dóm til að drepa á það sem ég er að gera hér, hvort það eigi sér stað í dómum að hjúskaparstaða manna skipti einhverju máli við ákvörðun refsingar. Gríðarlega margir hafa lesið færsluna, sem ég bjóst ekki við, og mikill hiti í sumu, sem von er reyndar, því fátt er mönnum viðkvæmara og sárara en svona brot. Margt hefur hér gott og yfirvegað komið fram en óhætt er samt að taka undir orð Nínu um að betra sé að kynna sér málin og tala æsingalaust.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2009 kl. 07:59
Já Sigurður, það gleður mig að þú sért sammála því að það sé betra að kynna sér málin :)...
En mig langar samt að taka það fram að ég er heldur ekki að verja dómskerfið, það eru gallar í öllum kerfum og vissulega má setja út á marga dóma. Það sem hins vegar ber að varast líka er að fréttirnar eru aldrei 100% og hættir okkur öllum til (og mér líka) að taka fréttum sem pottþéttum heimildum... sem ætti náttúrulega að vera hægt, því fréttir ættu að vera miklu vandaðri en þær eru, en reynslan hefur bara kennt mér að fréttirnar eru sjaldnast hinn heilagi sannleikur :S.... því nú ver og miður.
Nína (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 13:28
Hér er ákveðin skynsemi að taka völdin. Gott mál það. Menn brjóta af sér, því miður. Maðurinn er skepna. Ekki er til nein þekkt leið til að útrýma grimmdarverkum, en ekkert bendir til þess að grimmileg viðbrögð dragi úr hættunni á alvarlegum glæpum. Sumum afbrotum má halda í skefjum með hörðum refsingum. Það eru eiknum bort sem framin eru á yfirvegaðan hátt "calculated risk". Dæmi um það eru skattsvik og umferðalagabrot. Eg tek sénsinn á að borga ekki 100 kr. í stöðumæli ef sektin er bara 500, en ef hún er 5000, eða jafnvel 50.000, tek eg einfaldlega ekki sénsinn.
Ef eg í stundarbrjálæði lem konuna mína eða einhvern viðmælandann hér í þessum þræði, þá er eg ekkert að vega og meta hugsanlega refsingu - eg er ekki í ástandi til þess. Þá vaknar hinsvegar spurningin hvaða viðbrögð eru skynsamlegust:
a. til að minnka líkurnar á því að eg endurtaki voðaverkið, og
b. til að þolandinn komist sem best frá hermmingunum, og svo e.t.v. líka
c. til að Kalli og Palli sem eru kannski frekar óstabílir líka byrji ekki að lemja líka.
Skellur (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.