Ekki mátti tæpara standa

Nóvember var frostlaus í Vestmannaeyjum. En í nótt fór að frjósa þar.  Klukkan þrjú í nótt sýndi sjálfvirki mælirinn fyrst frost og á sama tíma var lesið -0,1 stig á kvikasilfursmælinum. Klukkan níu sýndi lágmarksmælirinn svo að mest hafði frostið orðið -0,9 stig.

Í Surtsey var hitinn á hádegi 0,0 stig en lágmarksmælirinn hafði mælt -0,2° stig á síðustu klukkustund. Þetta er fyrsta frostið þar. 

Það mátti sem sagt ekki tæpara standa með frostlausan nóvember á Stórhöfða, Vestmannaeyjabæ og Surtsey. 

Hins vegar má ekki gleyma því að í október mældist frost bæði á Stórhöfða og í bænum þó nóvember hafi verið frostlaus. Það hefði verið meira gaman ef þar hefði ekki frosið í október en slíkt hendir stundum.

Í Surtsey er frostið sem var að mælast rétt áðan hins vegar fyrsta frostið sem þar hefur mælst í allt haust. 

Dæmi eru um frostlausan mars á veðurstöð og nú nóvember.  Syðst á landinu ætti að geta orðið  frostlaust frá því einhvern tíma í febrúar og fram í desember við allra óvenjulegustu aðstæður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það munaði einum degi að Danir fengju frostlausan nóvember í fyrsta sinn í sögu mælinga. Frostið kom síðustu nótt nóvembermánaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

merkilegt með Surtsey, eða ekki, að þar hafi verið frostlaust í allt haust. hlýtur að vera fyrir áhrif sjávarins. magnað hvað þessi stóri kaldi pollur getur haft áhrif á lofthitann. við skyldum sko ekki dissa golfstrauminn.

Brjánn Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband