Íslensku bókmenntaverðaunin. Fræðibækurnar

Þessar fræðibækur hafa verið nefndar til íslensku fræðibókaverðlaunanna:

Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi, í útgáfu Opnu
Kristín G. Guðnadóttir: Svavar Guðnason, í útgáfu Veraldar
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs – líf í tónum, Mál og menning gefur út
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára, Bjartur gefur út
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, JPV gefur hana út.

Ég hef lesið allar þessar bækur nema bókina um Svavar sem ég hef þó gluggað í talsvert  og  sýnist hún vera meiriháttar. Er reyndar ekki búinn með jöklabókina.

Að mínum dómi er Á mannamáli ekki í sama gæðaflokki og hinar bækurnar.  Ég held að menn séu fyrst og fremst að sýna málefninu virðingu með því að tilefna þá bók.  

Ég tel að það sé að öðru leyti óvenju erfitt að gera upp á milli tilnefndra bóka.  

Gaman væri ef harðsvíruð raunvísindabók, Jöklar á Íslandi, hlytu verðlaunin. Tala nú ekki um ef jöklarnir eru á síðasta snúningi. En ætli fræðirit um jökla eigi minnsta séns á við jafn virðuleg fyrirbæri  og ævisögur mikilsmetinna listamanna?

Ætli það verði ekki annað hvort Svavar eða Jón Leifs en þó fyrst og fremst Ragnar í Smára.

Hún er svo andskoti skáldskaparleg! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Í auglýsingu segir: "stílfærð mynd af heillandi eldhuga". Mig minnir að það sé í aulýsingu um bókina um Ragnar í Smára. Þetta finnst mér illa valinn frasi í auglýsingu. Bókin getur samt verið ágæt. Þekkti Jón Óttar son hans ágætlega í eina tíð en ekki Ragnar.

Sæmundur Bjarnason, 2.12.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég kynntist Ragnari þegar hann var gamall orðinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband