3.12.2009 | 10:17
Opið bréf til umsjónarmanna blog.is frá Nimbusi og Mala
Í morgun, meðan Nimbus var yfir bloggsíðunni sinni, gerðist það að frábærar kattamyndir sem ágætur maður hefur sent margar inn á síðuna hurfu allar sem ein.
Þessar myndir voru í okkar augum ein höfuðprýðin á þessari síðu. Eins og þeir sem lesa bloggið vita og þeir eru oft margir þegar Nimbus nennir að sinna því almennilega, er hann mikill kattaunnandi og hefur heimiliskötturinn hans, monsjör Mali the malicious, sem með honum skrifar þetta bréf, verið á margan hátt einhvers konar einkennismerki síðunnar. Umræddar kattarmyndir hafa stílað upp á þetta af mikilli snilld.
Þær hafa sett hlýlegan og vinalegan blæ á bloggið okkar.
Þeirra er sárt saknað, ekki bara af okkur, heldur áreiðanlega líka af sumum okkar lesendum sem kunna að meta eitthvað annað á bloggsíðum en endalaust nagg og nöldur um kreppuna og icesave.
Eftir brottfall þessara mynda er bloggsíða okkar ekki söm og áður. Monsjör Mali tekur ekki á heilum sér og er alveg hættur að mala vegna sorgar yfir því að verða að sjá á bak öllum þessum góðu bloggvinum sínum.
Við gerum ráð fyrir að umsjónarmenn blogg.is geti skýrt út fyrir okkur hvers vegna myndirnar hurfu af bloggsíðuni og er hér með vinsamlega um þær skýringar beðið.
En fyrst og fremst hvort þess sé ekki að vænta að þær birtist aftur í öllum sínum vinalegu skemmtilegheitum. Þá verður aftur bjart og hlýtt á bloggi.
Með bestu kveðjum
Nimbus og Mali the malicious.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Halló Moggabloggsguðir!
Við erum nokkrar katteskjur hérna úti sem viljum kisuvinina okkar frá Dokksa aftur hingað inn á bloggsíðuna hans Mala!
Þetta er kisubiblían okkar sem við flettum í reglulega!
Kama Sutra, 3.12.2009 kl. 10:39
Sæll vertu Sigurður.
Aðsetur okkar hér í sveitinni hefur verið umsetið hvæsandi köttum vegna mistaka þegar DoctorE var eytt sem bloggara í morgun. Ekki átti að hrófla við athugasemdum hans og alls ekki við kattamyndunum.
Færustu menn hafa nú gengið í máið og athugasemdir DoctorE (og kattamyndir) hafa því birst á ný Mala til mikillar ánægju þykist ég vita. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Árni Matthíasson , 3.12.2009 kl. 11:33
Slappt að eyða account.. nú þarf maður að standa í að skrifa nafn/netfang og fá staðfestingarpóst til að getað póstað athugasemdum.
Ferlega fúlt og algerlega ónauðsynlegt.... en JVJ og einhverjir aðrir ofurkrissar munu eflaust kætast mjög yfir þessu, jafnvel kjósa sjálfstæðisflokkinn og alles.. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:36
Mér finnst nú of langt gengið hjá þér DoctorE að gera ráð fyrir að fólk fari að kjósa Sjálfstæðisflokkinn útaf þessu. Styð þig samt í "nafnleysismálum". Það verður reynt að sauma að nafnleysingjum og hugsanlega bloggurum öllum bráðlega.
Sigurður, google readerinn minn sýndi mér færslu útaf Þórbergi Þórðarsyni sem nú er búið að taka út. Varðandi hana ætlaði ég að kommenta að þetta væri dæmi um mælingaráráttu meistarans.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2009 kl. 15:22
Æ, já, Sæmundur. Ég setti þetta bara yfir á fasbókina. Fannst það fremur eiga heima þar en á bloggi. Drífðu þig á Fasbók drengur!
Flestar kisumyndirnar hans Doksa er enn ekki komnar inn á bloggið mitt, bara þær nýjustu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 16:01
Ég er MJÖG óhress með brottvikningu Dokksa héðan af blogginu og á eftir að sakna hans hérna.
Getur ekki þetta mbl-blogglið brotið odd af oflæti sínu og hleypt honum aftur hingað inn á bloggið? Þau gætu kannski gefið honum/okkur/mál- og ritfrelsinu það í jólagjöf?
Urrr og fnæs...
Svo eru ýmsir aðrir (haturs)bloggarar hérna á Moggablogginu sem fá að vaða uppi óáreittir með sinn skít og drullu og ekki blakað hið minnsta við þeim!
Urrrrr...
Kama Sutra, 3.12.2009 kl. 19:00
Alveg sammála.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 19:16
Það er búið að eyðileggja kisubiblíuna hans Mala. Sjá t.d. athugasemdir við þessa færslu: http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/893739/
Þetta var ritstjórnarfrumraun hans Mala - sem tók yfir þegar pabbi hans var í letikasti - með ógrynni af frábærum kisumyndum frá Dokksanum í athugasemdakerfinu. Allar þessar myndir eru núna farnar.
Kama Sutra, 5.12.2009 kl. 03:25
Já, það er búið að eyðileggja hana. Þrátt fyrir fögur orð umsjónarmanns um að svo myndi ekki verða: ''Færustu menn hafa nú gengið í máið og athugasemdir DoctorE (og kattamyndir) hafa því birst á ný Mala til mikillar ánægju þykist ég vita.'' Það er búið að skaða mitt blogg mikið. Allt er víst réttlætanlegt til þess að geta haldið einum manni frá. Ég er nú að hugsa um hvað ég get tekið til bragðs. Ég er engan veginn sáttur við það ef allar myndirnar birtast ekki aftur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 11:42
Þetta beinist alls ekki að þér eða Mala. Myndir í athugasemdum eru alltaf útsettar fyrir allskyns kárínum. Spurðu bara DoctorE hvor hann eigi ekki afrit af myndunum eða hvar hann hafi fengið þær. Svo er bara hægt að skrifa Árna aftur.
Sæmundur Bjarnason, 5.12.2009 kl. 23:34
Þetta beinist ekki beinlínis gegn mér en það hefur áhrif á bloggsíðuna mína.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2009 kl. 00:15
Það er auðvitað ekkert mál að nálgast góðar kattamyndir á síðum út um allt netið. Það eru til margar síður helgaðar þannig myndum. Mér finnst það ekki aðalatriðið.
Það er samhengið sem myndirnar voru í hérna sem skiptir máli.
Kama Sutra, 6.12.2009 kl. 00:16
Hárrétt, Kama Sutra, fyrrverandi Malína!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2009 kl. 00:51
Skil ykkur vel því þetta kom vel út og var skemmtilegt. Samt var ég alveg hættur að fara þangað. Kattamyndasyrpa af þessu tagi sem hægt væri að koma upp yrði aldrei eins.
Sæmundur Bjarnason, 6.12.2009 kl. 00:51
Það eina sem við Mali nenntum (nennum því ekki lengur af augljósum ástæðum) að skoða á þessu bloggi voru síður þar sem voru margar kattamyndir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2009 kl. 00:54
Já, ég hef líka stundum farið á nostalgíuflipp og kíkt í kisubiblíuna hans Mala. Núna verður það ekki eins gaman.
Kama Sutra, 6.12.2009 kl. 01:05
Nú eru allar kisumyndirnar orðnar virkar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2009 kl. 13:32
Núna vantar bara Dokksann sjálfan. Þá verður allt gott aftur.
Heyrið þið það, Moggaguðir?!!!
Kama Sutra, 8.12.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.